Vísir - 08.10.1946, Page 2

Vísir - 08.10.1946, Page 2
2 Tónskáld vilja fá kjör sín baétt af |svb Iu»issfý þiieirra'ritur 3/S®snmím* Etitúlíswáöé ísSfgffMÍS', Síðastliðið sumar skrifaði Tónskáldafélag íslands, sam- kvæmt einrcma ályktun allra félagsmanna, Menntamála- ráði svoliljóðandi bréf: „Tónskáldafélag íslands leyfir sér hérmeð að senda Menntamálaráði íslands lög félagsins ásamt nöfnum fé- lagsmanna og vill um leið virðingarfyllst vekja eftir- tekt ráðsins á kjörum ís- lenzkra tónskálda. Fyrst er þess að geta, að lagávernd íslenzkra tónverka er bæði á íslandi og erlendis ófullkömnari en i flestum ef ekki öllum öðrum löndum og möguleikar til flulnings tónverka á íslandi minni en annarsstaðar, en gjöld fyrir flutning tónverka eru aðal- tekjur tónskálda. Erfið tón- verk færa erlendis jafnvel þarlendum höfundum til- tölulega litlar tekjur, og þær venjulega þeim mun minni, sem verkin eru veigameiri. Hæstu árslaun tónskálda á íslandi hrökkva nú tæplega til óhjákvæmilegrar afritun- ar eins meiri háttar tónverks ásamt raddheftum, en til flutnings þarf oft í fyrsta sinn allskonar fjölritun, þó að ekki sé hugsað um að prenta verkin. Ef tillit er tek- ið til sölumöguleika skáld- sagna, virðist sízt viðeigandi að laun tónskálda séu lægri en laun rithöfunda. Þar sem laun leikara eru ekki veitt af fé til bókmennta eða ritliöf- unda, virðist lieldur ekki rétt- mætt að launum túlkandi tónlistarmanna sé útlilutað af sömu uppliæð og til tón- skálda. „Tónskáldafélag' Islands leyfir sér því að fara þess á leit, að Menntamálaráð ákveði við næstu úthlutun sérstaka upphæð til tón- skálda eingöngu og aðra upphæð til afritunar, fjöl- ritunar eða prentunar tónverka“. (Bréf þetta dagsett i júlí 1945)’. Þár sem hvorki löggjafar- valdið né útlilutunarnefnd listamannalauna hefir tekið tillit til ofangreindra óska vorra, en hinsvegar úlfaþytur orðið vegna úthutunar skáldalauna, þá leyfum við oss virðingarfyllst að fara þess á leit, að þér athugið enn á ný atvinnuskilyrði ís- lenzkra tónskálda og gerið þar að lútandi tillögur til Al- þingis. Vér leyfum oss að nefna enn nokkur atriði til undirstöðu. Tækni tónsmíðavinnu er nú á dögum svo umfangs- mikil, að það er algjörlega útilokað að tónskáld, sem vinnur að meiri háttar tón- verkum, geti samtímis ann- azt önnur störf. Hann má ekki einu sinni missa af tíma lil að annast flutning eigin verka, og sagan sýnir dæmi þess, að jafnvel á fyrri tím- um urðu merk lónskáld stundum tiltölulega afkasta- lítil, af því að fátækt neyddi þá til að stunda jafnframt hljóðfæraleik eða hljóm- sveitarstjórn. Málarar geta eftir atvikum lokið við veiga- mikla mynd á skömmum tima og jafnvel selt hana samstundis. Hvert manns- barn getur notið skáldrita jafnóðum og þau eru lesin eða prentuð, og rithöfunda- störf eru því lalin arðvænleg atvinna án tillits til listagild- is, a. m. k. að því er snertir óbundið mál. Tónskáldin verða hinsvegar oft að vinna eins og málari, sem dregur aðeins eitt pensilstrik á dag við vinnu að mynd, sem hann lýkur ekki fyrr en eftir marga mánuði. Tökum dæmi: Tónskáld tekur sér fyrir liendur að semja meiri háttar tónverk fyrir söngflokk og hljóm- sveit, sem tekur eina eða hálfa aðra klukkustund að flytja opinberlega á hljóm- leikum. Hann þarf venjulega allt að þremur árum lil að semja slíkt verk og fullrita það. Til opinbers flutnings þarf liann síðan að láta afrita eða lireinrita frumritið, svo og píanóútdrátt alls verksins og loks raddhefti fyrir hverja einstaka rödd hljóðfæra og söngs fyrir sig. Þetta kostar hann þegar nokkur þúsund krónur í beinum útgjöldum, án þessa tilkostnaðar getur hann ekki gert sér neinar vonir um að koma verkinu á framfæri. Útgáfufirmu kaupa ekki slík verk, nema sannað sé að þau muni verða arðbær. Það tekur svo allt að þvi heilt ár að æfa verkið með söngflokk, og síðan er það venjulega aðeins flutt opinberlega í eitt einasta sinn. Tekjur tónskáldsins hljóta því að verða tiltölulega litlar, jafnvel þó að ríflegt gjald sé greitt fyrir flutning- inn. Á íslandi er hvorki færi til að flytja slík verk, nema auðveld séu viðfangs, né heldur sú lagalega réttar- vernd til, sem tryggir tón- skáldinu fullan arð af vinnu sinni. Semji tónskáldin styttri verk og óbrotnari, verða ástæðurnar í hlutfalli við það eitthvað auðveldari, en skilyrðin verða þó ætíð í höfuðatriðum þau sömu. Vér leyfum oss virðingar- fyllst að vísa til ræðu forseta síðastliðins listamannaþings (Djrnskógar, bls. 23), þar serii V I S I R Þriðjudaginn 8. október 1946 bent er á, að tónskáldin hafi orðið út undan i endurbót- um á kjörum listamanna. Á þessu hefir enn ekki orðið nein bi'eyting. Meðferð is- lenzkra löggjafarvaldsins á málum tónskálda gefur í skyn, að tónlistin sé fremur veigahtil listgrein, — en sannleikurinn er allur annar. Tónlistin er hvarvetna talin æðsta og seinasta stig list- rænnar menningar og þró- unai’. I þessu sambandi verður að minna á, að Menningar- sjóður styður ekki enn á neinn hátt prentun tónverka, en ísl. tónverk gömul og ný (m. a. eftir Sveinbjörn Svein- björnsson) liggja óprentuð og ónotuð. Til sanns vegar má færa, að íslenzka þjóðin hefir sizt ráð á því að láta svo mikið andlegt og stjórnmála- legt afl, sem útbreiðsla tón- listar getur talizt, liggja ó- hagnýtt og afskiptalaust, þegar allar aðrar þjóðir láta einskis ófreistað til að tryggja aðstöðu sína og á- litsauka með útbreiðslu lista- verka sinna og menningar. Ef íslenzka þjóðin vill eign- ast tónverk, sem gæti á kom- andi tímum horið hróður hennar út um heim, þá þarf að hlynna betur að starfsemi íslenzkra tónskálda og út- breiðslu verka þeirra en orð- ið er. Laun einstakra tón- skálda- þurfa að vera þrisvar sinnum hærri en laun ein- stakra rithöfunda og Menn- ingarsjóður eða ríkissjóður þarf að leggja fram nauð- synlegt fé til fjölritunar eða prentunar tónverka. Reykjavík, 30. sept. 1946. Tónskáldafélag íslands. Páll ísólfsson (sign.) formaður. Hallgrímur Helgason (sign.) ritari. Helgi Pálsson (sign.) gjaldkeri. CLAPFS %< í pökkum og dósum. Klapparstíg 30, simi 1884. 8EZT AÐ AUGLÍSAIVISI Hárlitun Heitt og kalt permanent. með útlendri olíu. Hárgreiðslustofan Perla. STLLKU helzt vana saumaskap, vantar oss nú þegar. ..... Upplýsmgar hjá klæðskeianum. _ FÚT H.F. Vesturgötu 17, III. hæð. $x$x$x$x$>3x$x®^<$^x$x$3x$x$^x$>^$x£<£<£<®3x£<^xSx»®x$xSx$x$x®xSxSx$xSx$x$xSx$x$x$xíxSxíx$xSx$x$x$xSx$x$x$<®x®x®^«xSx^&<$<8xSx&<S S. LONDON. u R -R 1 R ARGYLL HOUSE 246/250, REGENT STREET, W. 1. LONDON THELEPHONE: REGENT 4675/6. LONDON Skrifið eftir Ijósmyndum og verðtilboðum. Aðeins vönduð vinna og úrvals skinn notuð. Er þjer komið til Englands, gjörið svo vel að líta inn til okkar og munum við þá sýna yður nýjustu tísku í skinnkápum, án nokkrar kaupskyldu. SxgX&^XSxSXÍxSxSKSxSxS^ -<$X®X$X$X$X$X$>^3x$XSx$X®>$>^<®3x®3x§X$>^<$X$XSx$X^$>$>^x$>^>3x$>^<$>^X$x$X$>$>$X$>$X$X$X®$X$X$X^$>3>Ot^^<^ Bezta tryggingin fyrir öruggri raf- suðu er ESAB rafsuðuvír. Ymsar tegundir fyrirliggjandi. Einkaumböð íynr E.S.A.B.-verk'Smiðjurnar í Kaupmannahöfn. LUÐVTG STORR

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.