Vísir - 11.10.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 11.10.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Föstudaginn 11. október 1946 Æitsftr KristgáwssssÞts: Islenzkt söngkvöíd Ilinn kunni sönglagahöf- undui’ Hugo Wolf áleit, a'ö menn gætu ekki notið til fulls sönglaga, nema að þeir þekktu textana við lögin. Þetta er næsta skiljanlegt, því að hlutverk tónskáldsins er að undirstrika það, sem skáldið liafði á hjarta og hefja ljóðin með lögunum upþ í hærra veldi. Þess vegna verða áhrifin af kvæðunum oft margfalt meiri, ef vel lieppnuð lög liafa verið gerð við þau, og þau sungin af góðum söngmönnum, og eru þess mörg dæmin að kvæðin eiga eingöngu lögunum út- hreioslu sína að þakka, sbr. Álfakónginn eftir Goethe, svo að nefnt sg heimsfrægt dæmi, og hægt væri að lienda á mörg íslenzk kvæði, sem eiga að mestu lögunum frægð sina að þakka. Það er hlutverk söngvaranna okkai’, að kynna ]>jóðinni góð ís- lenzk sönglög, en það hefir nokkuð viljað á skorta, að þeir liafi viljað leggja á sig þá fyrirhöfn að syngja inn i þjóðina mörg góð lög, þótt fyrir liggi á prenti, en kosið Jieldur að syngja fyrir fólk- ið margsungin lög, sem allir kuiina, því að þeir gátu þá gengið út frá þvi, að liinurn góðkunnu lögum yrði vel tekið, ef þau væru sæmilega vel sungin. Það er því lofs- vert er jafn ágætur söngmað- ur og Einar Kristjánsson ríð- ur á vaðið og Iieldur íslenzkt söngvakvöld, þar sem flest lögin eru áður lítt kunn al- menningi, þólt einstalca lög Jiafi flotið með, sem áður eru öllum kunn, því að reynslan Jiefir sýnt það, að jafnvel góð lög þarf að syngja inn í þjóð- ina. Það er og uppörfun fyrir tónskáldin okkar, þegar þau finna, að góðum lögum eftir þau er sýnd ræktarsemi á þennan liátt, því að þögnin og tómlætið dregur kjarkinn úr þeim. Einar söng á söngskemmt- un sinni í Gamla Iiíó 8. þ. m. fyrst fjögur sönglög eftir Pál hitt naglann á höfuðið í þeim. Fimmta lagið eftir hann, „Lindin“, var sungið sem aukalag. Þá voru sungin „Nótt“ eftir Þórarin Jóns- son og „Söngur bláu nunn- anna“ eftir Karl Ó. Runólfs- son og var þessum lögum vel tekið. Þau fara að gerast mörg lögin við „Nótt“. (Nú máttu hægt um heiminn líða) eflir tónskáldin okkar, eins og við er að búast við þann texla, en hezt kann eg við lag Sigfúsar Einarssonar, þótt það láti ekki mikið yfir sér. Eftir hið bráðgáfaða tóu- skáldíjMarkiis heitinn Kristj- ánssoif* voru sungin „Minn- ing“ og „Bikarinn“. Allir söngmeiin, sem nokkuð kveð- ur að, spreyta sig á „Bikarn- um“, en mig furðar það, hversu sjaldan „Minning heyrist sungin, sem er mjög fagurt sönglag og við falleg an texta, og sama mætti reyndar segja um fleiri söng- lög eftir þennan höfund. Loks voru sungin lög eftir eldri tónskáldin okkar, þá Árna Thorsteinsson og Sigvalda Kaldalóns, tvö eftir hvorn þeirra. Það var nýnæmi að heyra hið smellna lag „Með- alið“ eftir þann fýrrnefnda, og „Hamraborgin“ eflir þann síðarnefnda. Einar Kristjánsson óperu- söngvari sýndi það á hljóm- leikum sínum í sumar, að hann er góður ljóðsöngvari, þótt hann hafi unnið sín lár- ber á óperusviðinu, en þetta tvennt, að vera í s'enn góður ljóðsöngvari og óperusöngv- ari fer ekki alltaf sarnan. Rödd in er undurfögur og ljóðræn tenórrödd, mjúk og sveigj- anleg, og er kunnátta söng- mannsins og söngtækni með ágætum. Hann syngur af viti og skilningi eins og mennt- aður maður. Það er því oft gaman að heyra liann syngja, og ef honum tekst upp, þá verður söngur hans lirífandi. En það hefir viljað brenna við hjá honum stundum, að söngur hans verður ckki S. LONDON LTD. u R R R ARGYLL HOUSE 246/250, REGENT STREET, W. 1. LONDON THELEPHONE: REGENT 4675/6. LONDON Skrifið eftir ljósmyndum og verðtilboðum. Aðeins vönduð vinna og úrvals skinn notuð. Er þjer komið til Englands, gjörið svo vel að líta inn til okkar og munum við þá sýna yður nýjustu tísku í skinnkápum, án nokkrar kaupskyldu. Danska stférnin hefir ekkert rætt um handritamálið. fíáskóltasijórwB er wswtítvifjj (wftsewwdiwwgww- Isólfsson, þar á meðal | nógu líflegur, og er þá ekkert „Heimi“, sem er þrungið og annað sem vantar en fjörið, áhrifamikið sönglag, eitt- hvert hezta sönglag liöfund- arins. Einar söng það full- hratt og sjálfsagt yrði lagið áhrifamest hjá dramatískum baritón. „Söngur völvunnar" við kvæði Tómasar Guð- mundssonar er og innihalds- mikið sönglag. Hin tvö lögin voru „í dag skein sól“ og „Frá liðnum dögum“, bæði kunn, scrstaklega það fyrra. — Fjögur lög eftir Hallgr. Helgason voru sungin, eiít þeirra íslenzkt þjóðlag i lians búningi. ÖIl voru lögin sér- kennileg, en sérstaklega vil eg nefna „SöknuðíS og „Ef engill eg væri“, sem bæði eru íögur og hefir tónskáldið og þannig var það á þessari söngskennntun, sérstaklega framan af lienni. Yið segjum um þessa listamenn, að þeir séu mistækir, og svo er um Einar. En ávallt finnur áheyr- andinn, að hann hefir fyrir framan sig þaulreyndan og fágaðan söngmann, sem syngur lögin út frá efni text- ans eftir listarinnar reglum, en notar ekki lögin sem lil- efni til að sýna glæsileik raddarinnar, þar sem það á ekki við, því að við, sem höf- um oft heyrt Einar syngja, vitum, að ef á reynir, þá er af nógu að taka hvað radd- magn snertir. Dr. v. Urbantschitsch var j^fhending íslenzku forn- handritanna hefir verið mikið rædd í dönskum blöðum að undanförnu. Yfirleitt virðast blöðin vera sammála um, að hand- ritunum heri að skila. Það dönsku blaðanna, sem mest mælir með því, að handrit- unum verði skilað er Ekstra- bladet, og fjallaði nýlega for- ystugrein blaðsins um það mál. I henni segir meðal annars: „Handritamálið verður prófsteinn á þann vilja heggja landanna að sýna hið rétta bræðralag í framtíðinni og þann anda, sem á að ríkja í samskiptum þjóðanna. — Hvernig sem afhendingin fer fram og hvaða leið sem yrði notuð til þess að útkljá þetta mál, þá myndi það undra alla þá, er þekkja danskan hugsunarhátt, ef það mætti nokkurri mótspymu að svo sjálfsögð athöfn færi fram, sem afhending. Við skulum minnast þess með hve mikl- um ákafa við sóttum eftir að fá gamla Dannebrogs fán- ann heim aftur, fánann sem hékk í Maríukirkjunni i Lii- beck og einnig hve mikla gleði það vakti, er við feng- um Istedljónið aftur. Hand- ritin er nálega einasti vott- urinn um þá miklu andlegu menningu, sem ríkti á íslandi í fornöld og setti svip sinn á menningu Norðurlanda. Þeg- ar þett>a er haft til hliðsjónar, sýnist vera augljóst, að hand- ritunum beri að skila aftur. Það hafa til þessa verið sérréttindi okkar að fá að geyma þessi menningarverð- mæti í aldaraðir, þar sem sambandið milli ríkjanna gerði ] að eðlilegf að svo væri og önnur ytri skilyrði gerðu það að verlcum, jð það var einnig hagkvæmt um skeið. við bljóðfærið og var undir- leikur hans að vaíida tilþrifa- mikill og sniékldegur, en saint full stérkúr. Húsið var "fuilskipað og vorU viðtökur 'sérlrgá góðar. B. A. Nú þegar sambandinu er slit- ið, verður ekki andlegu bræðralagi náð með öðru móti, en að skila þeim aftur til hins rétta andlega eiganda. Gerum við það, mun sá sann- leikur fljótlega vera okkur Ijós að einungis það, sem er glafað, er eilíflega til. Þegar handritin hafa ver- ið flutt til Islands aftur mun- um við komast að raun um að við eigum þau í miklu ríkari mæli, en nokkurn tíma áður, meðan þau voru undir lás og slá hjá okltur í Dan- mörku. Við munum þá einn- ig hafa lagt noklcuð af m'örk- um til þess að koma á bræðralagi milli þjóða, sem mun reynast vera langtum eðlilegra og varanlegra, en okkur hafði nokkum tíma tekist að gera það í fortíð- inni.“ Danska blaðið Informa- tion liefir einnig tekið mál- ið til meðferðar og er álit þess á handritamálinu á þessa leið: „Hvernig er þetfa hand- ritamál í eðli sinu? íslend- ingar telja sig liafa siðferði- lega kröfu til þeirra og sumir íslendingar færa einnig fram lagalegar sannanir fyrir því, að handritunum beri að skila til þeirra. Þau eru sam- in og skrifuð af íslendingum á íslandi. Þau liafa lent hjá dönskum fornbréfasöfnum vegna þess að þeim var safn- að til þeirra, og talsvei*ður hluti þeirra með erfðaskrá Árna Magnússonar, en hann arfleiddi Háskólann að þeim, cr hann átti. Þau, sem Árni arfleiddi skólann að, hafa síðan fengið nafnið Árna Magnússonar-safnið. Ástæðan fyrir því, að Dan- ir gátu safnað handritunum og flutt þau til Hafnar var sú, að ísland var þá danslct skattland. Það var einnig ó- mótmælanlegt, að handritin voru þá öruggari í Kaup- mannahöfn, en á islenzkum sveitabæjum. Hefði ísland þá verið sjálfstætt riki, er ó- sennilegt að þau hefðu nokk- urn tima komið til Hafnar. Þess vegna lialda íslend- ingar því nú fram, að hand- ritin eigi að flytjast aftur til íslands, sem nú er fullvalda ríki og ber einu að njóta á- vaxtanna af iðni íslcndinga í fornöld. Þessi skoðun er sú almenn- asta á Islandi. I Danmörku eru skoðanir manna nokkuð skiptar, sumir vilja algerlega hafna kröfum íslendinga, en aðrir eru á þeirri skoðun, að fallast eigi á þær. Þrátt fyrir það virðast Danir ekki liafa mótmælt þvi, að Islendingar hafa tekið upp liandritamálið í sambandi við sambands- slitin sem reyndar er óskylt mál. Frá vísindalégu sjónar- miði virðist miklu minni á- stæða vera fyrir þvi að liand- rilin séu geymd í Kaup- mannahöfn nú, en fyrir hálfri öld. Nýtizku ljósmyndatækni gerir það að verkum, að hægt er að taka nákvæmar eftirlíkingar af handritunum sem gerir það og ónauðsyn- legt að frumritin séu sjálf hjá Hafnarháskóla. Hvað handritunum sjálfum við- víkur hafa þau ekkert annað gildi nú, en sem safn af gömlum frumhandritum. Fyrir ísland hafa liandritin aftur á móti mikla þýðingu sem þjóðlegt verðmæti. Sé tekið tillit til óska ís- lands um að fá að geyma sjálf frumhandritin, sem ís- lenzkir fræðimenn í fortíð- inni liafa afrekað og allur heimurinn viðurkennir sem málfræðileg og réttarsöguleg stórvirki, virðist vera ástæða til þess að líta með velvild á óskir þess, þegar það er og vitað að handritanna verður ekki síður gætt þar, þar sem meðvitundin um þetta þjóð- arverðmæti myndi ýta undir þá hugsun að hlynna að þeim. Þau mótmæli sem fram gætu komið af Dana hálfu og hafa nokkurn rétt á sér, eru að sambándsslitin og hand- ritamálið séu óskyld mál og að það gæti haft slæm áhrif í Danmörku að blanda þeim saman. Það er ekkert leynd- armál, að margir Danir voru gramir íslendingum fyrir að þeir skyldu flýta sér að slíta sambandinu við Dani, með- an þeir voru undir hernámi Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.