Vísir - 11.11.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 11.11.1946, Blaðsíða 4
a VlSIR Mánudaglnn 11. nóvcmbcr 1046 VlSIR DAGBLAÐ Ltg-efandi: BLAÐADTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Víti til varnaðar. X|orge3Tjar-slysið hefur vakið mikið umtal manna á með- ® al. Slys þetta er svo einstakt í sinni röð, að ufntai er ekki óeðlilegt, enda ástæða til að reyna að gera sér fulla grein fyrir af hvaða orsökum slysið stafaði. Verðiu* rann- sókn látin fram fara á rekaldi úr skipinu, en fréttir hafa jiorizt af, að framhluti skipsins liafi rckið á land við Horna- fjörð, og beri hann það með sér, að skipið hafi þver- kubhazt í sundur við fremra lestarop. Er þetta furðulegt fyrirbrigði, með því að sjór rnátti heita ládauður, og þrjú vindstig voru aðeins, þannig að hverjum bát hefði átt að vera fært hafna í milli, er skipið fórst upp við landsteira. Talið er sannað, að skipstjórinn, sem var þrautreynd- ur sjómaður, hafi látið sér þau orð um munn fara, að „þetta væri ekkert skip“. Hafði hann þó stundað síld- veiðar á skipinu og siglt því héðan frá Reykjavík og til Austfjarða, ef til vill oftar en einu sinni. Gallar skipsins hefðu því átt að vera nokkuð augljósir eftir slíka reynslu. Sjö bátar munu hafa verið byggðir eftir sömu teikn- ingu og Borgey, og hafa bátarnir allir vafalaust til að bera sömu kosti og ágalla, með því að gera verður ráð fyrir, að teikningu hafi verið nákvæmlega fylgt við smíði þeirra allra. Væri mjög fróðlegt að kynnast áliti annarra sjómanna, sem siglt hafa á bátum þessum en ])eirra einna, sem björguðust úr síðustu för Borgeyjar. Sannist, að bát- arnir séu svo gallaðir, að þeir geti tæpast talizt haffærir, ef eitthvað ber út af með veður, er heldur ekki verjandi, að þei'r séu gerðir út hér við land, nema að framförnum nauðsynlegum breytíngtim. Orðrómur er uppi um, að bátarnir af Borgeyjar-gerð- inni séu mestu gallagripir og ganga af þeim ýmsar sagn- ir, sem ekki er ástæða til að rekja. Ríkisstjórnin hefur gert ráðstafanir íil að Borgeyjar-shTsíð verði rannsakað af þar til hæfum mönnum, sem fara. austur til Horna- fjarðai’, er ]>\ í verður við komið. Verður fróðlegt að kynn- ast álitsgerð þeirra á sínum tíma. StjórnarmynduniG. /SlJfcnn þreyíast elcki á að ræða stjórnarmyndunina, þótt öllum sé Ijóst, að ekkcrt markvert muni skc í þeim cfnum næsta kastið. Forseíi mun að vísu ræða stjórnar- niyndun við „formenn þingflokkanna nú í dag og gera sitt ítrasta tií þess að liraða stjórnarmýndun. Hins vegar mun frekar lítill áhugi vera fyrir stjórnarmyndun hjá sum- um þingflokkunum, meðal annars af þvi, að flokksþing þeirra standa nú fyrir dyrum. Svo virðist þó sem flokksþingin muni ekki breyta vcru- lega þeirri stefnu, sem flokkarnir hafa fylgt. Menn töldu ástæðu til að ætla, að nokkur átök lcynnu að verða á flokksþingi Alþ<*ðuflokksins, en miðstjórnin mun eiga þar ðruggan meiri hluta, þannig að ekki er þar að Vænfa verulegra byltinga. Nokkuð svipuðu máli gegnir um að- stöðuna að öðru leyti. Flokksþingin munu á engan hátt móta nýja stefnu innan þingflokkanna, en miklu frekar leggja blessun sína yfir gerðir miðstjórnanna. Er engin íistæða til að skjóta sér hjá stjórnarmjmduh af þeim sölt- um, með þvíTíka að hún þolir ekki bið, ef tryggja á at- vinnureksturinn á vetrinum. Vertíð hefst í bj'rjun janúarmánaðar, og utadirbúning- ur að hcnni er þegar hafinn fyrir nokkru. Líklegt má telja, að smábátaflotinn allur stöðvist, ef róttækar aðgcrð- ir koma ekki til, er tryggi afkonm hans sæmilega. Úlvegs- menn koma saman til fundar nú í dag og mu'nu þá ræða þessi viðhorf sérstaklega, sem og önnur vandamál, sem stórútgei'ðinni eru á höndum. Dtvegsmenn munu ekki hugsa sér að vera linir 1 kröfum gegn stjórnarvöldum landsins, og leggja að vonum megináherzlu á að atvinnu- reksturinn verði tryggður, eftir því sem frekast katan að reynast unnt. Ella leggst útgerðin niður og atvinnuleysi beldur innreið sína. Til þess má ekki koma og þarf ekki að koma, ef þingflokkarnir sýna fullnægjandi skilning á þörfum þjóðarinnar, L.B.K. 09 blandaðii hórai verja 11000 ki. til söngkennsla. 8. Bfl—e2 9. 0 0 10. b2—b3 11. Bcl - b2 12. e3 X d4 Rb8—c6 Bc8—fö Hf8—e8 e5 X dl Dd8-d7 Landssamband blandaðra kóra (L. B. K.) liclt ársþing í Reykjavík dagana 20. til 22. sept. síðastliðinn. í samliandið gekk eitffé- lag:„ Samkór Tónlistarfélags- ins“ og sat formaður bans: Ólafur Þorgrímsson, lirlm., einn fund þingsins, Samkvæmt skýrslu stjórn- arinnar liafði L. B. K. aðal- lega unnið að því á síðast- liðnu ári að útvega sam- bandskórunum söngkennslu, og störfuðu að hcnni þessir söngvarar: Pétur Jönsson, óperusöngvari, sem kennir kóruin í Reykjavík i 9 mán- uði alls; Kristján Kristjáns- son, sem kennir í Vest- mannaeyjuin — \’es(mamia- kórnuni — í 6 vákur; Guð- rún Þorsteinsdóttir, söng- kona, er kenndi Kantötukór Akureyrar, og Jóhanna Jóbnsen, söngkona, er kenndi Sunnukórnum. Til söngkennslunnar hefir L. B. K. varið kr. 9762.50 og kórarnir sjálfir lagt fram kr. 3250, alls rúml. 13000 kr. Undanfarin starfsár hefir L. B. K. veítt sámbandskór- unum styrk aðeins til söng- kennslu og raddþjálfunar, en nú var á þinginu sam- þvkkt að einnig mætti veitá stj'rk til kennslu i nótnalestri og stafrófi söngfræðinnar, ])ar sem það nú er talið með- al nauðsynlegrar kunnátíu söngmanna. í fjárhagsáætluninni eru þetta aðal-útgjaldaliðirnir: Til söngkennslu 8000 kr„ söngstjóranámsskeiðs 1000 kr„ söngmótasjóðs 2000 kr„ undirbúnings á útg. söngva- heftis 2000 kr„ óákveðinna útgjalda 1500 kr. í" stjórn L. B. K. voru kosnir: Formaður Jón Alex- anderssón, fórstj., endurkos- inn, ritari Steindór Björns- son, efnisvörður, og gjald- keri Bent Bjarnáson, bók- ari. (Fyrrv. ritari og gjald- keri skoruðust báðir undan endnrkosningu). í varastjórn hlutu lcosn- ingu: Formaður Guðm. Benjamínsson, klæðskm., endurkosinn, ritari Sigur- geir Albertsson, trésm.meist- ari og gjaldkeri Helgi IJóse- asson, prentari. Endurskoðendur eru: Rein- harði Reinharðsson og Jón Þ. Halldórsson, en til vara: Ottó Guðjönssón. Söngmálaráð hafði verið endurkosið þannig: Form.: B j örgvin Guðm un dsson, söngstj., Akureyri. 1. meðstj.: Jónas Tómasson, söngstj., ísafirði og 2. meðstj.: Róbert Abraham, söngstj., Reykja- vík. SKAtC nr. 4 Frá keppninrá um titilinn „Skákmeistari íslands 1946.“ Nimzowitsch-vörn. Hvítt: Guðm. Ágústsson. Svart: Ásm. Ásgeirsson. 1. d2- d4 Rg8—46 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—o3 Bf8—b4 4. e2—.e3 d7—d6 5. Rgl—e2 0—0 6. o2—a3 Bl)4x.c3-i- 7. Re2x c3 c6—-e5 Byrjuninni er lokið og báð- ir geta vel við unað. 13. b3—b4 Rc6—e7 14. Ddl—d2 d6—d5! 15. c4—c5 Rf6—e4 16. Rc3xe4 BF5xe4 17. Hfl—el c7—c6 18. Be2—fl Re7—g6 19. f2—f3 Be4—45 20. Hel X e8 Ha8X e8 21. Hal—:el a7—a6 22. Bb2—cl li7—h6 23. Dd2—:f2 ,He8xel 24. Df2 X el Dd7-æ7 ;Eins og skákin ber með sér er hún fast tefld og laus við allan æfintýrablæ, enda talsvert jafnteflisleg. 25. Del- —f2 De7 TT) 26. Bcl- —e3 Df6— e7 27. Be3- —d-2 Bf5— -bl 28. Df2- —el De7 X el 29. Bd2 X e 1 Bbl -Í5 30. g2- g4 Bf5— tcL7 31. Rel- —g3 f7- -f5 32. h2— 4i3 Kg8- -17 Athugandi var f5—í '4. 33. Bg3 —d6 Kf7- -f6 34. Kgl —f2 Rg8— -e7 35. KKf2—g?> f5 X g4 36. ,h3 X g4 Rc7— -g'6 Hvítt Iék biðleik. Nátthrafn á ferð. „Nátthrafn“ hefir skrifað Bergiiiáli eftirfarandi bréf: ,,Eg var. á leið heini til min eina nóttina hérna á dögunum og leið mín lá framhjá einu.af stærstu og virðulegustu sam- komuhúsum bæjarins. Þegar eg kom á móts við dyrnar heyrði eg háreysti mikla inni í húsinu og í sama bili komst eg aö raun um að þar logaði allt í ryskingum og handalögmálum. Rétt í þvi að eg skauzt frarn- hjá dyrunum koniu fjórir ungir samkvæmisklæddir menn út með einn félaga sinn á milli sín. Héldu tveir sinn í hvorn fót hans, einn hélt honum uppi á hárinu að mér virtist og sá fjórði hélt í öxl eða hönd. Kastað í poll. í rennusteininum skammt frá dyrunum var á einum stað nokkurt svað, drullupollur og for. Þar fannst fjórmenningun- um heppilegust hvíla fyrir þann sem þeir báru á milli sín, lögðu hann niður í svaöiö og tóku til að lúberja hann í andlit og hvar annarstaðar sem þeir töldu heppilegast að koma höggi á hann. Innan stundar kom þó dyravörður hússins eða einhver annar hinum fallna til hjálpar, reisti hann við og studdi liann upp að húsinu. Manntuskan var dauðadrukkin, for og eðja lak úr samkvæmisfötunum og þarna reikaði liann viti sínu fjær og blindur af ölæði og barði bæði húsvegginn og bíla sem stóðu á götunni. Fór loftförum. Kn á meðan náungi þessi var að tauta ókvæðisorðum við bíl- ana og gráan steinvegginn og lumbra á þeim í hefnarskyni fyrir illa meðferð á sér, kom annar náungi í háa lofti út úr hús dyrunum og slengdist flat- ur niður á götuna. Mér kom ekki annað til hugar en að dag- ar lians væru taldir, en svo var þó ekki, því hann spratt eld- snöggt á fætur og inn í þvrp- ingu, sem veitt hafði honum eftirför út á götuna. Hófst þar n'ú hið ægilegasta handalögmái og virtist hver berja á þeim sem fyrir honum varð án til- lits til þess hvort vinir eða ó- vinir ættu í hlut. Var sýnilegt að hlutaðeigendum var fróún i því að berja, og berja s'em íast- ast og tíðast án tillits til hverjir yröu fyrir höggunum. Innan stundar kom flokkur lögreglumanna á vettvang og tók nokkura helztu óróasegginá með sér niður á „stöö“. Góða nótt. Mér fannts eg líka vera búinrt að fá nóg af skemmtanalífi bæj- arins þessa nótt, þakkaði í huga mér ágæta skemmtun og labbaði í háttinn, ákveðinn í því aö taka mér ekki nætur- göngur fyrst um sinn.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.