Vísir - 20.03.1947, Blaðsíða 2

Vísir - 20.03.1947, Blaðsíða 2
2 V 1 S I R Fimmtudaginn 20. marz 1947 Dvöl ólöglegra innflytjenda helgast af aðgerðarleysi húsaleigunefndar. PáSS S. Pálsson framkv.stj. FasteignaeigeíidaféSagsins svarar Það þótti tíðindum sæta vi'ð útkomu „Vísis“ í fyrra- dag, að blaðið birti grein um húsnæðisvandamálið eftir formann húsaleigunefndar Reykjavíkur. Að vísu er ekki um venjulega blaðagrein að ræða, því greinin er í i-aun- inni orðrétt skýrslu ncfndar- innar tilfélagsmálaráðuneyt- isins, og að því leyti merki- legri, scm skoða verður efni liennar sem afsökun nefnd- arinnar til vfirboðara sinna, yegna meintra yfirsjóna i starfi s. 1. 6 ár. Slíýrsla þessi, sem er skýr- ing húsaleigun. til ráðu- neytisins á aðstreymi utan- bæjarmanna lil Reykjavikur á undanförnum árum, er að sjálfsögðu skrifuðmeð þeirri háttvísi, sem þótt hefir ein- kenna störf nefndarinnar. Þar sem skýrsluritarinn, Ragnar Bjarkan, formaður Húsaleigunefndar Reykja. vikur, hefir veitt mér þann heiður að helga$kýrslunni lil ráðunevtisins persónuíegum skrifum um mig, vil eg lcyfa mér að leiðrétta ofiniííið af því, sem formanni og nefnd hefir skjátlast um í skrifum þessuin. Innilulningur utanbæjarmanna. Stjórn Fasteignaeigenda- félags Reykjavíkur þótti á s. 1. liausti rétt að áthugun færi fram um það, hversu margir utanbæjarmenn hcfðu flutt til Reykjavíkur frá þc.im tíma, er farið var að beita lögþvingunum gagnvart' eig- endum húsa til hagsbóta Icigutökum. Athugunin náði þvi til áranna 1940—1945. Tók langan tima að vinna starfið, og var það falið val- inkunnum manni, cr lej'sti það vel af hendi. Lagði liann íil grundvallar manntal Reykjavíkurbæjar 1945. Var honum falið að skrifa uþp nöfn allra þeirra, er manntalið sýndi að flutt höfðu til Reykjavíkur á um- ræddum árum og tekið sér þar fasta bólfestu, þ. e. farið að telja þar lögheimili sitt. Þeir, sem höfðu ckki getið um flutningsár, cða töldu sig cnn eiga lögheimili utanbæj. ar, voru ekki tcknir með. Niðurstaðan af . athugun- um þessum varð sú sem kunnugt cr, að 7753 utan- bæjarmenn hefðu tekið sér bólfestu í Reykjavík á þessu limabili. Get eg glatt for- mann lmsaleigunefndar með þvi, að liann er þar ekki með talinn, fremur en eg, því að hann flytzt í bæinn árið 1934 (sbr. manntal 1945), en eg' flytzt alfarinn til Reykjavík- ui- haustið 1935. Þaðan er heimild sú sprottin, sem for- maðurinn vissi ekki um i skýrslunni. Beöiö um skýringu. Stjórn Fasteignaeigenda- félagsins þótti talan 7753 grunsamlega há. Þess vegna skrifaði hún húsaleigunefnd og bað uin skýringu. For- maður húsaleigunefndar ætti að lesa það b.réf belur. Þar er ekki einu orði á það minnzt, að allir hinir aðfluttu séu ólöglegir innflytjendur. t Ilinsvegar er spurt um það 'í bréfinu, hvort liúsa- leigunefnd hafi undanþegið einhverja af þessum mönn- nm frá búsetubanninu skv. heimild 3. gr. húsaleigulag- anna. Sú grein undanþiggur banninu opinbera starfsmenn ríkis og bæja, alþingismenn, er koma lil þingsetu, og fasta nemendur í skóluih ríkisins, eða skólum,-sem styrklir eru af rikisfé, meðan þeir þurfa að hafa not skólavistar, en tilk.vnná skulu þessir aðilar húsaleigunefnd, ekki síðar en viku eftir að þeir koma í bæinn, hvaða húsnæði þeir hafa fengið, og um leiguskil. mála. Húsaleigunefnd er og heimilt að veita einstökum mönnum undanþágu frá á- kvæðuni sömu málsgreinar, ef sérstaldega stendur á. Jafnframt segir að ' húsa- leigunefnd geti látrð fram- kvæma útburð á þeim utan- héraðsmönnum, sem ólög_ lega hafi tekið húsnæði á leigu eða flutt i það og skuli ráðstafa Iiúsnæði þessu handa húsnæðislausum inn- anhéraðsmönnum. Ef svo reyndist vera, sem allar líkur bentu lil ,að tölu- vcrður hluti hinna 7753 væru ólögléga innfluttir, var um svo alvarlegt eftirlits- og framkvæmdalevsi að ræða af hálfu viðkomandi stjórn- valda, að ekki varð láfið hggja i þagnargildi. Þegar húsaleigunefnd svaraði ekki fyrirspurn stjórnar F. R., vegna þess að nefndin var „mjög upptekin við störf sín“, var ekki um annað að ræða fyrir félagsstjórnina, en að snúa sér til húsbónda húsaleigunefndar, félags- málaráðherrans. Bréf F. R. Bréf það, cr eg sendi ráðu- neytinu í umboði stjórnar Fasteignaeigendafél. Reykja- vikur hinn 12. febr. s. 1., liljóðar svo: 12. febr. 1947. Félagsmálaráðuneytið. Reykjavik. Hérmeð sendum vér liinu háa ráðuneyti afrit af bréfi Voru lil húsaléigunefndár Reykjavíkur, dags. 7. jan. s. 1. varðandi búsetu að- fluttra utanbæjarmanna i Revkjavík. Viljum vér átelja harðlega framkvæmdarleýsið á þéirri grein húsaleigulaganna, er koma átli í veg fyrir áfram- haldandi húsnæðisvajidræði í bænuni, með banni gegn þvi að leigja eða selja útan- bæjarmönnum húsnaéði. Get- tun vér cigi komizt hjá að álykta svo, sbr. méðfvlgjandi bréf, sem ekkert svar hefir borizt við, að liúsaleigunefnd beri skylda til að framkvæma útburð á ólöglega innflutt- um bæjarmönnum, ef hús- næðisleysið er orðið það mikið, að bæjarmenn hafa, margir hverjir, ekki þak yfir höfuðið. Gagnvart tekju- snauðum húseigendum, sem hafa ekki efni á að gefa með leigjendum sínum lengur en 6—7 ár, og ncyðast til að láta húsin fúna niður vegna viðhaldsskorts, er áfram- hald núgildandi húsaleigulaga hið mesta ranglæti. Virðast þessir húseigendur, sem einkum eru ekkjur, gamal- menni og annað tekjulaust fólk, eiga kröfu til þess, að framkvæmd þvingunarlag- anna sé hagað svo, að þau dragi fremur úr en lialdi við húsnæðisleysinu og þörfinni fyrir húsaleigulög. Væri oss kært ef hið háa ráðuneyti vildi senda oss leið- réttingu, ef það er misskiln- ingur vor, að húsaleigunefnd hafi í ofangreindu efni brugðizt skyldu sinni og um leið skýra oss frá, hvaða öðr- um aðila ber að sjá um'fram- kvæmd 3. gr. húsaleigulag- anna. •Ef hér er ekki um mis- skilning að ræða, er það krafa vor, að liúsaleigunefnd sé að þessu leyti sem öðru, er kann að vera áhótavant i liennar starfi, látin sæta fullri ábyrgð g'erða sinna. Af sérstökum ástæðum óskum vér svars hins háa ráðuneytis svo skjótt sem yðar fyrstu hentugleikar leyfa. Virðingarfyilst, Hafi formaður lnisaleigu- nefndar í annríki sínu lesið bréf þelta, hefir liann í skýrslu sinni til ráðuneytis- ins vísviíandi farið rangt með, er hann segir, að eg vilji láta húsaleigunefnd- ina sæta ábyrgð fram yfir það, sem hún hefir til unnið. Talan 7753. Það er raunalegt að for- maðu r húsaleigunef ndar skuli vera svo fávís um efni bréfs, sem varðar starf hans og liann semur um skýrslu til yfirboðara síns, að hann skuli í þessu tilfelli komast svo að orði um töluna 7753: „. .. og virðast þar tilgreind- ir allir þeii', sem korna til Reykjavikur eftir árslok 1939“. Hefir það farið fram hjá formanninum, að í\ bæj- arstjórnarfundi í febrúar s. I. var lögð fram greinargerð um fólksflutninga iil Reykja- víkur frá hagfræðingi Reykjavíkurbæjar, er sýndi að rúmlega 15 þúsund manns höfðu flutt lil Reykjavíkur á árunum 1940—1945? Ilúsaleigunefndin ætli „nú satt að segja að fá séð“, að talan 7753 nær ekki til al- þingismanna, sem hér dvelja um stundarsakir, nemenda og annarra slíkr.a, sem eiga löglieimili utanbæjar. Sérstakar undanþágur. Ef það er rétt lijá for- manninum, að 18 af 26 ból- föstum utanbæjarmönnum á Sjafnargötu, 40 af 57 á Leifs- gölu og' 16 af 17 á Fjólu- götu hafi hér löglega dvöl, híýtur að vakna sú spurning, hversu margir eru þar vegna sérstakrar undanþágu húsa- leigunefndar. Og liinir 26 á þessum 3 götum, sem nefnd- in getur ekki talið löglega innflutta, livað segir nefndin um þeirra dvöl? Það er íurðulegt, að af um 200 götum í Reykjavík, sem skv. skýrslu stjórnar F. R. eru byggðar að einhverju leyti utanbæjarmönnum, fluttum inn á tímabilinu 1940—'45, skuli liúsaleigu- nefndin láta sér nægja að líta á ibúa þriggja lítilla gatna og hliðra sér lijá að svara í hverju liin „löglega dvöl“ nokkurs liluta utanbæjar- manna þar er fólgin. Fórmaðurinn kennir liús- eigendum um innflutninginn. Veit liann ekki, að húsaleigu- nefnd ein hefir heimild til að' bera út ólöglega innflutta utanbæjarmenn? Húseigandi einn, sem komst að því eftir að leigusamningur var gerð- ur, að lcigutakinn var utan- bæjafmaður, vildi fá samn- ingum rift, en dómstóll komst að þeirri niðurstöðu, að liann yrði að sitja með leigutakann, því að húsa- leigunefnd ein hefði útburð- arheimildina. Stjórn Fast- eignaeigendafélagsins, en ekki eg einn, er þeirrar skoð- unar að opinber nefnd, sem bregst skyldum sínum um eftirlit með framkvæmd laga, eigi að sæta fullri ábvrgð fyrir. Getur slík nefnd ekki risið upp eftir margra ára óreiðu og sagt: Við erum saklausir,. af þvi þeir, seni við áttum að líta eftir, eru sekirl! Nær vitanlega engri átt að skella skuld á ahnenn- ing, þótt hann, leigutakar al- mennt og leigusalar, álíti þýðingarlaust að fylgja laga- boðum, sem ekki eru i lieiðri liöfð af valdliöfunum sjálf- um. Stjórn F. R. álítur þarf- laust af húsaleigunefnd að hlífast frekar við aðgerðum gagnvart húseigendum, sem leigja ólöglega, en gagnvart þeim, sem ólöglega segja upp húsnæði. Réttarrannsóknir. Formaðurinn getur lika um „yfirgripsmiklar réttar- rannsóknir“ á árunum 1942— ’43, og að síðan hafi nefndin farið í allmörg útburðarmál við utanhéraðsmenn. Ef þetta er rétt, hlýtur nefndin að hafa tapað málunum, enda segir maðurinn, að áð_ gerðirnar hafi „að vísu ekki í öllum tilfellum borið þann árangur, er nefndin hefði óskað, af ástæðum, sem hinu háa ráðuneyti muni kunnugt um“!! Það liefir ekki verið gert almenningi kunnugt, að húsaleigunefnd standi í mál- um við ólöglega innflutta utanbæjarmenn, og er mjög ámælisvert að nefndin skuli pukrast með þetta, því að cf- laust mundi það forða mörgum utanbæjarmanni frá að flytjast í bæinn, ef liann tryði á slikar aðgerðir af hendi húsaleigunefndar Reykjavíkur. Hvert er starf húsaleigunefndar? Með þessum uþplýsingum játar formaðurinn það, sem hvert mannsbarn veit, að húsaleigunefnd á öðrum fremur að gæta þess, að húsa- leigulögum sé fylgt, og-ber siðferðisleg skylda til • að beita útburðarheimild, ef knýjandi ástæður eru fyrir hendi. Vantaði nefndina ástæður til þess að beita heimildinni nokkrum sinn- um í viðvörunarskyni, og gera síðan ahnenningi kunn. ugt um, hvað við slíkum brotum lægi? Spyrjum þá bæjarmenn, sem orðið liafa að búa við liúsnæðiserfiðleik- ana á undanförnum árum. Svar húsaleigiM :efndar til ráðuneytisins er einstakt plagg í sinni röð. = ’kkert svar er gefið við því viðkvæma vandamáli, sem um er spurt, en ráðist með dylgjum og blekkingum á p: sónu þess manns, er í fuilu umboði undirritar bréf. m ííi sent er af fimm manna ft' lagsstjóm. Eflaust er þetta svar. ekki í fljótfærni ritað, því það hef- ir tekið formann ncfndar- innar margar viktsr að berja það saman. Ráðuneytinu gagna lítið upplýsingar eins og þær, hvar eg' sleit bernskuskónum. en formað- urinn var svo nærrætinn að geta þess ekki. 1 ar hann væri sjálfur upno'hm, cnda

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.