Vísir - 08.04.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 08.04.1947, Blaðsíða 4
4 VI S I R Þriðjudagirm 8. april Tí>47 i!T DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. * Skrifstofa: Félagsprentsmiðjiinni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Afnrðasalan. Engu verður enn þá spáð um afurðasölur, en líkindi eru talin til að endanlag lausn hljóti að fást á þeim næstu <lagana. Telja kunnugir að lioríuu séu frekar þungar, eink- nm að því er verðið varðar, en vitað er að bæði Bretar og Rússar vilja þaupa helztu sjávarafurðir, fái þeir þær við því verði, sem þeir telja sig geta sætt sig við, en það cr miklu lægra en það verð, sem við þurfum að fá fyrir vörurnar og ríkissjóður hefur að nokkru leyti tryggt út- vegsniönnum. Takist þessir sölusamningar ekld, er hag þjóðarinnar illa komið og allsendis óvíst um allan gang mála næstu mánuðina, Norðmenn munu þegar hafa selt fisk og lýsi fyrír lægra verð, en það sem við' þurfum að fá fyrir þessar vörur, en svo sem kunnugt er vinna Norðmenn gegn aukinni verðþenslu .effir frekasta mætti. Leggja þeir þannig ekki ríkasta áherzlu á að fá sem hæst verð fyrir vörur sínar, heldur öllu frelcar að tryggja framleiðslu i landinu, þannig að afkoma atvinnuveganna vérði við- unandi og atvinnulífið tryggt í framtíðinni. Þótt sjávar- afurðir hafi verið í háu verði allt til þessa, eru líkur til að mjog mikil hreyting geti á því orðið fyrr en varir, enda ræða jafnvel kommúnistar innan Alþingis um vænt- anlegt verðfall, hvað þá áðrir þingmenn, sem finna til ábyrgðar sinnar gagnvart þjóðinni og eru ekki haldnir sjúklegri bjartsýni. Afurðasalan er það mál, sem allt atvinnulíf lands- manna hyggist á. Þýðingar lítið virðist að framleiða fisk og aðrar sjávarafurðir, ef þær vörur reynast lítt eða ekki seljanlegar. Frandeiðslan verður einnig að bera sig, en talið cr hæpið að um það sé að ræða eins og sakir standa, hvað þá lieldur cf verð lækkar tilfinnanlega þeg- ar á þessari vertíð. Verður heldur ekki skotið lengur á frest að gripa lil raunhæfra aðgerða til þess að draga úr hinni stórfelldu verðþenslu og tryggja það jafnframt að við getum staðist samkeppni annarra þjóða, sem búa við önnur og betri framleiðsluskilyrði. Við getum ekki vænst, jafnvel þótt suniar vörutegundir séu mjþg eftir- sóftar, að okkur takist að selja framleiðsuna ofar viður- kenndu heimsmarlcaðsverði. Á síðasta ári tókst okkur að selja framleiðsluna viðunandi verði, en fullyrt er að lýsið eitt hafi ráðið þar baggamuninn, enda hafi jafnvel viðskiptaþjóðir okkar selt fiskinn úr landi fyrir lægra verð, en hann var keyptur fyrir. Ef þetta er réttur sögu- hurður sést ljóslega hve afstaða okkur er veik, en við svo húið getur heldur ekki staðið til langframa. Islenzka þjóðin ann sjálfstæði sínu og hugsar sér ekki að láta það ganga sér úr greipum fyrir handvömm. Því aðeins getur þjóðin tryggt sjálfstæði sitt, að blómlegu at- vinnulífi verði haldið uppi í landinu, og atvinnuvegirnir gerðir mun fjölþættari en þeir hafa verið til þessa. Að þessu verkefni hefur verið unnið af lofsamlegum áhuga af ýmsum aðilum, en þrátt fyrir það er ekki annað sýni- legt, en að atvinnulífið liljóti að bíða verulegan hnekki. Hallarekstri verður ckki uppi haldið til lengdar, hvorki af einstaklingum né því opinbera. Nú þegar hefur lög- gjafinn orðið að grípa til örþrifaráða til þess eins að íiskiflotanum yrði haldið úti á vertíðinni og líklegt er að ríkissjóður verði þar fyrir stórfelidum útgjöldum, sem honum er í rauninni um megn. Jafnvel þótt þetta kunni að slampast af, verðui’ vafalaust ekki gripið til sama eða svipaðs ráðs næstu árin. Allir muni skilja að í óefni er komið, þegar ríkið verður að tryggja helztu atvinnuveg- iim landsmaniía viðúnandi kjör, miðað' við óbreytt ástand hér innanlands, og hvert verður hlutskipti almennings, þegar krosstrén hregðast sro hrapalega. Ríkið hefur ekki yfir öðru fé að ráða, en því, sem sótt er í vasa skattþcgn- anna. Það fé, sem goldið cr til að tryggja útgerðina, er heinlínis goldið af skattþegnum annarra atvinnugreina. Ef við höfum hug á að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar yerður að taka þessi mál upp að nýju og á allt öðrum grundvelli. I nagrenm Ferdm* shóti« rimm- eg eiliheitnili. Um þessar mondir starfar sjö manna nefnd að undir- búningi á stofnun blindraheimilis í nágrenni bæjarins og verður þáð fastur samastaður fyrir alla sjónvana menn á landinu. Ekki er ennþá búið að ákveða staðinn, sem lieimilið verður reist á, né heldur að gera uppdrátt hússins. Það mun þó verða gert innan skamms. Mál þetta komst á vemlegan reksgöl fyrir um það bil tveimur árum, en þá hafði þegar verið myndaður sjóður til stofnunar heimilis- ins og nemur liami nú um 250 þús. kr. Ilefir það fé safn- azt á merkjasöludögum Blindravinafélagsins og' einn- ig með frjálsum gjöfuni í sjóðinn. Til viðbótar við það fjár- magn, sem i sjóðnum er, mun Blindravinafélagið selja húseignirnar, Ingólfsstræli 16 og Bárugötu 33, sem félag- ið á og notar nú fyrir starf- semi sina. Mun því verulegur hluti af stofnkostnaði heimil- isins vera til reiðu í sjóðnum og andvirði húsanna. Skóli og vinnuheimili. Heimili þessu -er ætla að vera skóli fyrir blind börn, jafnhliða því sem það á að vera vinnuheimili fyrir þá, sem verða blindir á starfs- aldri. Þá er það einnig fyrir- liugað sem elliheimili fyrir blind gamalmenni. í undirbúningsnefndinni eru þessir menn: Helgi Elías- son fræðslumálastjóri, Helgi Tryggvason kennari og Þorsteinn Bjarnason, kjörn- ir af Blindravinafélaginu, en ýmsir áliugamenn fyrir stofn- un lieimilisins hafa kjörið þá Tómas Tómasson, Magnús Sch. Thorstenisson og Kristj- án Einarsson, forstjóra, i nefndina. Sjöundi maðurinn í nefndinni er lierra Sigurgeir Sigurðsson biskup og er hann formaður hennar. Æ tta iönd hiöjj« um írin. Átta lönd hafa sótt um lán til alþjóðabankans og eru lánbeiðnirnar að upphæð 2310 millj. doilara. Löndin eru Chile, sem bið- ur um 40 milljónir, Tékkó- slóvakía með 350 milij. doll- ara lánbéiðni, Ðanmörk 50 millj., Frakkland 500 millj., Iran 250 millj., Luxemburg 20 rnillj., Holland 500 millj. og Pólland, sem fer fram á 600 raill. dollara lán. Eyvirkiö Sf^lgolaitd sprengt upp. Brezka útvarpið skýrði frá því í morgun, að Helgoland, hið forna ey~ virki Þjóðverja, yrði sprengt upp 18. apríl Öll hervirki á eyjunni verða eyðilögð, og Þjóðverjum ekki leyfð önnur not af henni í framtíðinni en þau, að sjómenn í hrakningum geta leitað þangað. Um 6 þusund smálestum af sprengiefni hefir verið komið fyrir á eyjunni og leggja bæði Bretar og Bandaríkjamenn það til. Þegar Helgoland verður sprengt upp er talið, að drunur sprengingarinnar muni heyrast langar leiðir og segja sumir, að þær muni heyrast alla leið austur ti3 Moskva. Óbreytt steSna í Spánar- amtluut. . .Stefna Bandarfkjastjórnar í Spánarmálum er með öllu óbreytt. Utanríkisráðuneytið í Was- liington hefir borið til baka fregn um, að Bandaríkin hafi i hyggju að taka upp nýja stefnu gagnvart Spáni. Segir það, að ekki hafi verið niinnzt á neina breytingu. eða matreiðslumaður óskast. Heitt og Kait Simi: 3350 eða 5864. Stúiha óskast í ÞvpUahúsið Drílu, Baldui’sgötu 7. Uppl. ekki gefnav í síma. BERGMAl Gleymdir þú klukkunni? Þaö má segja, aö síðustu tiu dagarnir hafi verið stórvi'ö- buröadagar. Og liklega hefir íslenzkum blaöalesendum aldrei gefizt fins góöur kostur á aö fylgjast meö viðburðunum og síöustu dagana. Þaö er vafa- laust óhætt aö segja, að blööin hafi sýnt sig þeim vanda vaxin, aö láta fólk fylgjast meö viö- buröum líöandi stundar. En þetta var ekki aöalatriöi held- ur hitt, að spyrja, livort menn hefðu munað að flýta klukk- unni, eins og gera átti aöfara- nótt páskadags. Hugleiðingar ömmu. Þá snúuni viö okkur aö bréfi, sem harst fyrir páskana og „Sigríði önjmu í kjallaranum". Hún er/ meö liollaleggingar á víö og dreif, svohljóöandi: „Nú langar mig til að láta í ljós skoöun mínaá ýmsu, ni. a. þvi að okkar innri maður er ekki sem skyldi. Eg fylgist ekki með nútímahraðanum, hann er of kærulaus, þaö sýna slysin. Og alvaran er bara peningar, en gamaniö er villt. En unga fólk- iö trúir engu af okkar reynslu, er fullt af hroka af sinni miklu skólaveru. Þó eru auðvitað heiðarlegar undantekningar. I Karlmennirnir. Þá eru þaö blessaðir karl- mennirnir okkar. Þeim lærist seint að meta gildi konunnar, já, þeirrar konu, sem eitthvað er i spunniö, en suniar kunna nú aö vefja þeim um fingur sér. Þeir eru í mörgu barnalegir, aumingjarnir, en þeir geta þó aldrei án okkar veriö. Væri ekki rétt aö koma upp skóla fyrir þá, til að kenna þeim aö meta konurnar? Hvað segir menntamálaráðuneytið um þaö ? Konurnar og dýraverndun. Gaman er að hlusta á kon- urnar í útvarpinu. Þæ'r spjara sig vel á við karlaraddirnar og væri eg yngri, mundi cg taka þátt í þessum útvarpsumræö- um, ef svo má aö oröi komast —■ þótt ekki væri nema til þess að fá orðu. Því næsta, sem eg segi, vil eg beina til Dýraverndunarfélags íslands: Hefir það eða stjórn þess séð lumdinn, sem oft er hafður bundinn á háum húsa- svölum við Þingholtsstræti ? Dýrið er ófrjálsara en þótt það væri leitt ú.t. í bandi og eg kenni í brjósti uui það. vísí nóg komið Tir Niðurlagsorð Nú er horni, sem hefir ekki betri hljóð, en að endingu þetta : ,,Sá, sem á Drottinn setur traust, sæll og hójpinn er efalaust, Herrans varðveita höndin kann, frá hættum og slysiun guöhræddan." Þaö er bezta traustið mitt, sem búin er aö vera ein í kjallara í nokkur ár án hjálpar niannanna, því að áþreifanlegast er það hér í Reykjavík, hvaö nágrannakær- leikurinn er lítill.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.