Vísir - 10.05.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 10.05.1947, Blaðsíða 4
A DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson, Hersteinn Páisson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Seynt að fá breytingu. Tlyrir Alþmgi hefur verið lagt frumvarp uni Ijreytingu á * áfengislögunum, og má gera ráð fyrir, að hún kunni að vekja nokkrar déilur eða að minnsta kosti andúð góð- templara. Efni frumvarpsins er á þá leið, að ráðherra skuli heimilt að veita fleiri veitingahúsum en þvi eina á land- inu, sem nú hefur vínveitingaleyfi, slíkt leyfi. Góðtemplarar eru vitaskuld á móti þessari breytingu, því að þeir telja hverja hreyfingu í þá átt, að auðveldara verði að komast að áfenginu, ósigur i'yrir málstað sinn. Þeir töldu það vitaskuld ósigur fyrir sig, er banninu var aflétt fyrir rúmum tíu árum, enda var það svo, og vilja ekki frekara undanhald á þessu sviði. Því er ekki að neita, að mörgum þykir þjóðin djúpt sokkin í áfengisfenið, og ekki þeim einum, sem teljast meðal Góðtemplara. En menn greinir á um leiðir þær, sem þeir vilja i'ara að því marki að uppræta drykkju- skapinn meðal þjóðarinnar eða kenna henni að umgang- ast áfenga drykki, eins og það liefur líka verið orðað. Þessi lagabreyting á að vera einn liðurinn í því uppeldi, en þó á hún fremur að afnema það misrétti, sem skapað var með því að einu veitingahúsi var leyft að liafa vín- veitingar, en öðrum ekki. Vínveitingar eru slík hlunhindi fyrir veitingahúsin, að ekkert kemst þar lil jafns við. Vínveitingar í fleiri veitingahúsum mundu að likind- um einnig vinlia gegn leynivínsölunum, gera þá atvinnu óarðbærari en nú er og uppræta ef til vill stétt manna, sem gjarnan mætli eyða tíma sínum og kröftum til nota- drýgri starfa fyrir þjóðfélagið. Vinnuaflið er ekki svo ríkulegt í landinu, að ekkj mætti bæta við það nokkrum tugum manna, sem eingöngu munu lifa af leynisölu. Er raunar mesta furða, að ekki skuli hafa verið gerð gang- skör að því að uppræta þennan ófögnuð, því að það er á flestra vitorði, livar helzta bækistöðin er í miðbænum. ISIundi ekki verða hikað við að geta þess hér, ef ekki væri bannað með lögum að birta auglýsingar um áfengi, en slíkar upplýsingár gietu skoðazt auglýsingar, ef viljinn til þess væri fyrir hendi. Færi svo, sem er þó mjög ósennilegt, þar sem áliðið cr orðið þingtíma og margt ógert, að þingið samþykkti jiessa breytingu, er ekki stórt spor eítir til þess, að útsölu- staðir Áfengisverzlunar rikisins verði hafðir opnir öllu lengur en nú er, til dæmi fram yfir miðnætti. Og þegar svo verður komið má segja, að banninu sé loks aflétt að fullu, menn geti fengið áfengi nokkurn veginn á hvaða tíma sólarhringsins sem er. En það er ósennilegt, að af þessu verði. Umræður hafa verið litlar um áfengismálin allra síð- uslu daga og vikur. Stafar það þó ekki af því, að málið sé útrætt, enda mún sannleikurinn sá, að það verður aldrei útrætt. Annar aðilinn hefur betur í dag, en þegar hann hefur haft yfirhöndina um hríð, þá vex hinum ásmegin og héfur betur næsta daginn. Áfengismálin eru þannig og hafa verið, að það, sem þykir gott í dag, er óhæft degi síðar. Það þótti nauðsyn að koma hér á bánni og var gert. Eftir nokkurn tíma komst þjóðin að þeirri nið- urslöðu, að það fyrirkomulag væri óhafandi. Hún var látin greiða atkvæði um það, hvort hún vildi afnema bann- ið cða hafa það áfram. Hún vildi afnáin. Nú eru meira en tiu ár liðin síðan bannlögin voru felld úr gildi og mönn- um leyfðist að kaupa slerka drykki. 1 dag er vafalausí svo komið, að margir þeir,.sem voru með afnámi bánns- ins hér á árunum, væru fylgjandi takmörkunum nú. En það má líka gera ráð fyrir því, að þeir vilji afnema tak- markanirnar aftur eftir svo sem liu ár. Menn flækjast sífellt öfganna á milli í slíku máli. Það sem gott er í dag er óliæft á morgun og öfugt. Eftir því ætti það að vera málstað bannmanna til bóta, ef vínið fengi að fljóta cnn meira en nú. Því fyrr fengju þeir hannið. Þó er ósennilegt, að þeim finnist það. En hví ekki að reýna leíðina, sem stungið er upp á í þinginu? Áfengis- neyzlan getur vart orðið meiri en nú, en hún gæli orðið með öðrum hætti — liætti siðaðra manna. V I S I R MINNINGARDRÐ ^JJriótjanóáon, úialaÍÁLc ápanófodáýfaldken. í dag verður til grafar bor- inn Eyjólfur Kristjánsson sparisjóðsgjaldkeri í Hafnar- firði. Hann andaðist aðfara- nótt s. 1. mánudags eftir stutta legu. — Að vísu liafði hann aldrei gengið heill til skógar frá því fyrir um það bil ári siðan, að liann lá lengi mjög þungt haldinn, en þrátt fyrir þetta, lietði enginn, sem lil þekkti, búizt við því, að dauða lians bæri svo fljótt að. Eyjólfur Kristjánsson var fæddur 18. janúar 1902 og því aðeins 45- ára, er hann féll frá. —- Hann var Aust- frðingur að ætt og uppruna og ólst að verulegu leyti upp hjá Birni heitnum Stefáns- syni alþingismanni og kaup- félagsstjóra á Reyðarfirði. Ungur að aldri fluttist hann til Reykjavákur dg lagði þar stund á verzlunarstörf, en ár- ið 1927 fluttist hann til Hafn- arfjarðar og átti þár heima- síðan. Fyrstu árin í Hafnarfirði rak liann all umfangsmikla verzlun, en réðist síðan að verzlun Einars Þorgilssonar og starfaði þar þangað til fyrir r.úmum tveimur árum, að hann varð gjaldkeri Spari- sjóðs Hafnarfjarðar. Eyjólfur var frábærlega góður verkmaður við öll þau störf, er hann lagði liönd á. Iíann var hvortveggja í senn fljótvirkur og velvirkur, og svo öruggur og traustur, að livergi skeikaði, — enda afl- aði hann sér óskoraðs trausts og vinsælda allra þeirra, er liann vann með eða fyrir. Svo sem að likum ræður fór ekki hjá þvi, að á mann með slíka verkhæfni og hæfi- leika og Eyjólfur var gædd- ur, hlæðust margvisleg trún- aðarstörf á ýmsuni sviðum félagslifsins, enda tók hann jafnaðarlega mikinn og góðan þátt í félagslífinu í bænum. Hann var einn af aðal- hvata mönnum að stofnun Verzlunarmannafélags Ilaf n- arfjarðar, var fyrsli formað- ur þess og jafnan síðan í 15 ár, eða jjar til fyrir tveimur árum, að liann lét af því Laugardaginn. 10. maí 1947 starfi. Gjaidfeeri Rauða kross Hafnarfjarðar var hann frá stofnun þess félagsskapar. Endurskoðandi bæjarreikn- inganna var hann all mörg undanfarin ár og ýmsum fleiri trúnaðarstörfum gegndi: hann i bæjarfélaginu, þó þau verði ekki talin hér. Einn þátt í félagsmála- starfi Eyjólfs Kristjánssonar má þó eigi undanfella að minnast á, en það var hans ötula og fórnfúsa vinna í þágu Sjálfstæðisflokksins í bænum. Það má með sapni segja, að í Eyjólfi átti Sjálf- stæðisflokkurnn i bænum eiim sinn allra einlægasta fulltrúa og vökumann. Til jiess að vinna að framgangi og sæmd var Eyjólfur ætið jafn reiðubúinn, hvort heldur það var 'í hörðuin átökum þegar flokknum lá mest við ellegar í því að efla félagslíf- ið innan flolcksins á öðrum tímum. ÖII hans miklu og margvislegu störf í þágu flbkksins skulu ekki frekar rakin hér, en það er víst að þau inunu ekki glevmast keldur geymast i huguili samflokksmanna um langan aldur. í daglegri framkomu var Eyjólfur prúður og skemmti- legur. Hann var jafnaðarlega léttur í Jund og reifur í máli og á glaðri og góðri stundu var hann allra íuanna kátast- ur, en að öðrum jiræði mark- aðist þó skapgerð hans af festu og alvöru. Iíann var hreinn og beinn í skoðunum og í rökræðum hélt hann fast Framh. af 6. síðu. BERGMAL Nýtt rit. Félagiö „Orotor“, sem er fé- lagsskapur laganema í Háskól- anum, gefur út allnýstárlegt rit, er nefnist „Úlfljótur". A'ö sjálfsögöu mun ritið fyrst og íremst eiga erindi til háskóla- stúdenta og menntamanna, en hins vegar er margt af efninu almenns eðlis og svo fjölbreytt, að ætla má, að'almenningi þyki fengur í. Fjölbreytt starfsemi. A fundi félagsins, sem hald- inn var 30. nóvember s. 1., skýrði förmaðurinn, Þorvald- ur Garðar KristjánSson, frá })ví, að stjórnin hefði hug á j)ví 'að hafa málarekstur nokkrum sinnum þá um veturinn. Mið- ar sú viðleitni aS því aS æfa laganema í dómarastörfum og málflutningi. AS þessu sinni var tekiö fyrir mál, sem pró- fessor Isleifur 'Árnason liaföi gert úr garði og fjallaöi þaö um bifreiSarslys. Færi á fund- inum fram réttarrannsókn út af slysinu, en aö, , viku liðinni munnlegur málflutningur, Voru svo laganemar sem dómsforseti, meödómendur o. s. frv. eöa.þær. persónur, sem venjulega eru viSstaddar slík tækifæri. Skemmtifeg réttarrannsókn. i ,,Úlfljótur“ segir mjög skemmtilega frá þessum mála- ferlum óg er þar meðal annars komizt svo aö orSi: „Var réttarsókn þessi mjög skemmtileg, en fór þó fram skipulega og lýtalaust. Voru dómarar viröulegir og drógu á sig helgislepju. Þótti mönnum hún fara þeim vel. Ákærður, Sjguröur Baldursson, sagöi margt' hnittiS. HöfSu menn skemmtan af, er hann var yfir- heyrSur. Sáu allir fyrir víst, aS hann var mesti bragSakarl, hrekkvís, slóttugur og lyginn. Hugöu ílestir hann sekan, þótt svo væri hann tungumjúkur og slægur, aS hann varS nær aldrei ílæktur. Vitnin tvísaga. VitniS Björn Bjarmar varS tvísaga, og eigi mun SigurSi hafa orSið styrkur aS fram- burSi hans, jiótt hann væri hans félggi .,og sparaSi eigi lygina, þar sem þeim félögum þótti hún betri en það, sem satt var. Viíui&. Björn Jónsson var ó- nákvæmt í framburöi sínum. SagSi hann oft „circa“ og nuthdi illa. Öfgafullt vitni. VitniS Jón P. Emils virtist nokkuS öfgafullt og æst í fram- burSi sínum. Sumir héldu að honum hlyti ‘ aS íinnast hann vera á framboSsfundi, en ekki i yfirheyrslu. VitniS Þorleifur Kfistmundsson, lögregluþjónn, vísaöi til skýrslti sinnar og sagði, aS allt væri guSsattjsem í henni stæSi. Hann greindi einnig Irá jiví, aS hann hefSi lyktaS af SigurSi og þaS heföi veriS vond lykt af honum. Ekkert kvaSst haiin hafa lykt- aS af Jóni Emils. Er því með Öllu ókunnugt, - hvernig lykt hefir veriS af honum.“ Ekki bara grín. En enda þótt bragitrmn á jtessari frásögn sé næsta skop- lcgur, er þetta athyglisverö kensluaSferS og sýnir, aS gró- andi er í þessum félagsskap laganema og.er jtaS vel. — Stú_ dentar eru ekki alltaf alvarleg- ir eins og myndin af Stúdenta- ráSi, sem getiö var hér nýlega, virtist gefa ástæöu til aö ætla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.