Vísir - 22.05.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 22.05.1947, Blaðsíða 4
* V I S.LE Fimmtudaginn. 22. maí 15)47; VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAOTGAI’AN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan hd. Meiia öiyggi. T|auðaslysin eru nú orðin svo algeng hér á götum bæjar- ** ins, að ekki verður hjá því komizt að yfirvöld og borg- sirar taki höndum saman um að auka á öryggi vegfarenda. A einum mánuði hafa fjögur lítil börn orðið fyrir bílum með þeim afleiðingum, að þau biðu þegar bana. Auk þess 'liafa blöð og útvarp sagt frá mörgum minni háttar slysum, sem orðið hafa hingað og þangað um bæinn, en þá eru vafalaust ótaiin smærri slys í tugatali, sem valda svo litlum nieiðslum, að ekki þykir í frásögur færandi af þeim, sem um þessi mál fjalla. Það fer að verða hættulegt að búa í Reykjavík, ef slysunum heldilr áfram að fjölga með sama hraða og hingað til. öryggið verður meira í þeim stórborgum heims- ins, sem hingað til hafa goldið mest afhroð vegna um- ferðarslysa. Það eru liörmuleg sannindi um höfuðborg ríkis, sem hefur líklega minna af glæpum og íllvirkjum að segja en nokkurt annað menningarland í heiminum. En slysin hljóta að stafa að einhverju leyti af hugsunar- og kæruleysi þeirra, sem þeim valda. Það mun líka vera sannleikurinn. Hefðu menn betri gætur á umferðinni í kringum sig, bæði farartækjum og gangandi fólki, ckki sízt börnunum, mundi slysunum áreiðanlega fækka til muna. Enginn ætlar sér að valda slysi, en margir gera það af þeirri cinföldu ástæðu, að þeir gera sér ekki grein fyrir því, hver ábyrgð hvilir á þeim, er þeir setjast við stýri á bíl. Hér er ekki verið að kveða upp dóm yfir þeim mönnúm, sem stjórnað hafa (hílum að undanförnu, sem dauðaslysum hafa valdið. Sökin er ekki einvörðungu þeirra, því að meðan bæjar- félagið sér ekki fyrir leikvöllum handa börnum bæjarbúa, stórum og fullkomnum bilastæðum, svo að bílar fylli ekki allar götur — bæði akbrautir og gangstéttir — lögreglan liöfð svo mannmörg, að hún geli verið á varðbergi hvar sem cr, og hægl að refsa mönnum fyrir brot, verður ekki komizt hjá mörgum slysum. Fyrir fáeinum vikum birti Vísir nokkrar greinar um slysin liér í Reykjavík, fjölda þeirra, helztu orsakir og ráð tii úrbóta. Mönnum er Ijós nauðsyn þess, að hafizt sé handa í þessum málum og það er langt frá því að grein- aj-nar í Vísi hafi verið hinar fyrstu ábendingar í þessu efni. Scm betuí* fer cru fleiri áhugasamir um, að komið verði lagi á þessi mál. Það má minnast þess, að opinber nefnd var sett fyrir einu eða tveimur árum og átti hún að gera tillögur um bætt fyrirkomulag á umferðarmálum bæjar- ins. Þá höfðu komið fyrir mörg umferðarslys, sem höfðú dauða í för með sér og menn rumskuðu þess vegna. En það stóð ekki lengi, því að árangurinn af starfi nefndar- innar hefur enginn orðið. Hún samdi að vísu tillögur til úrbóta og sendi þær til ríkisstjórnarinnar, en síðan hefur ekki heyrzt neitt írekar um þær. Þannig cr áliúgínn fyrir því að vernda líf borgaranita. Vera má, að áliúginn fyrir' áð framkvæma þær tillögur, sem hin stjórnskipaða nefnd lagði frani, hafi dofnað vegna þcss, að skömmu eftir að hún hafði lokið störfum, tók aftur að draga úr slysunum, sem gengið höfðu eins og óstöðvandi alda yfir bæinn. Yfirvöldin fengu þá frest, sem, þau hefðu átt að nota til þess að láta hendur standa fram úr ermiim í stað jicss að liggja á málinu og sofa síðan, eins og raun hefur á orðið. En slíkt er algerlega óverjandi. Nú hefur önnur slysaalda gengið yfir Reykjavík og' ekki að vita, hversu lengi hún kann að standa. Iiún minnir mcnn enn á, að öryggis bæjarbúa er ekki gætt scm skyldi og að mörgu þarf að kippa í lag. Því er skorað á þau yfir- völd, sem þessum málum ráða, að þau taki nú þegar til óspilltra málanna og reyni að finna leiðir til úrbóta. Eng- inn veit hver verður fyrir slysi næst og hver, sem leggur hönd á plóginn í þessu máli, er ef til vill að bjargá lífi sjálfs sín eða sinnp nánustu. Það ættu menn að hafa hug- fast í þessu sambandi. Það getur kostað mannslíf á morgun, ■ef elcki er hafizt handa i dag. Framh. af 1. síðu. uppsettum vélum og vörúsýn- ingum mjólkurbúanna. Þá eru sýndar pestir og plágur Iandbúnaðarins, meindýr og dýralæknar með tæki sín og lyf þeirra. Jarðrækt. Á jarðræktarsýningunni eru sýnishorn af gróðrartilraun- um og árangri þeirra ásamt línuritum og myndum af j a rðr;ek tarf ramkvæmdum. Kjötiðnaðarsýningin hefir m. a. gömul tæki kjötverzl- ana, nýtízku kjötbúð og eld- hús. Þar verða einnig fram- reiddir kjötréttir. Grávöru- sýning og hlunnindadeild tekur við af kjötsýningunni. Verkfærasýningin er liugsuð sem þróunarsýning yfirleitt yfir þróun tækninnar á þessu sviði. Suðurhluti skálans verður leigður fyrirtækjum, sem verzla með vörur í þágu landbúnaðarins, svo sem vél- ar, verkfæri, fóðurvörur, áburð o. fl. Úti við. A útisvæðinu byggja ýins fyrirtæki sýningarskála. — Stærstur verður skáli S. í. S. — 1000 fertmetrar — og er honuni ætlað rúm framan við flugskemmuna. H.f. Orka fær skála við lilið skeinm- unnar, en heildverzlunin Hekla annan skanimt frá. Þá verður komið upp kvik- myndaskála, en fjær skýlum fyrir búfé. Verða þar sýndar úrvalsættir hrossa, naut- gripa og sauðfjár. Hevþurk- unartækjum verður komið fyrir og líklega fiskatjörn. Aðstaða til veitinga verður tryggö. 'ngin Míjtr íHfj* . n ,1® Á að bera sig. Hvað fjárliagSIdiðina snert- ir er ætlazt til að fyrirtækið beri sig. Fjáröflunarleiðir eru m. a. liappdrætti og eru vinningamir jeppi, dráttar- vél með jarðvinnslutækjum og reiðhestur. Fyrirtækin, sem hafa einkasýningar i sambandi við landbúnaðar- sýninguna greiða fyrir það sérstakt gjald. Mjólkur- og kjötdeildin verða kostaðar af framleiðendum þessara vara. Ýms verzlunarfyrir- tæki og aðrir aðilar styrkja sýninguna á einn cða annan hátt. Á fjárlögum þessa árs er heimild til að greiða liugs- anlegan lialla með allt að 100.000 krónum. Erlendir gestir. Boðnir verða fulltrúar frá landbúnaðarráðuneytum Norðurlandanna, en auk þess hefir garðyikjudeildin boðið ritstj órum garðyrkj uthnari ta Norðurlanda. Sýningarráð er skipað 24 mönnuni og formaður þess er Bjarni Ásgeirsson land- búnaðarráðherra. I fram- kvæmdanefnd eru: Stein- grímur Steinjiórsson búnað- armálastjóri, form., Guð- mundur Jónsson skólasljóri á lHanneyri, Arni G. Ey.lands stjórnarráðsfulltrúi, Einár Ólafsson bóndi í Lækjar- bvanmii og Ragna Sigur'ðar- dóttir kaupkona. Fram- kvæmdarstjóri er Kristján Ivristjánsson og aðstoðar- maðui' hans við undirbúning- inn Sveinn Tryggvason ráðu- nautur. Teiknistofa landbúnaðar- ins hefir annazt ieikningu og skipulaginngu sýningarsvæð- isins. Aáfalaust vekur þessi sýn- ing mikla athygli i Reykja- vík. Gamlir sveitamenn fá þar tækifæri til að rifja upp gamlar minningar og kynn- ast þeim breytingum, sem orðið liafa síðan þeir fluttu á mölina. Æskulýðurinn sér þarna ágætt og stórfróðlegt sýnishorn af einum aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar og þeim, sem hún liefir lengst búið við. Landbúnaðarsýningin verð- ur stærsta sjming, sem hér héfir verið haldin. Heitur matur, smurt brauð1 Opið til ld. 11,30 e. li.j I Matbarinn, Bergstaðastræti 37. Síld og fiskur. ófla ný, af fullkomnustu gerð, ,með öllu tilheyrandi, er til sölu. Nánari upplýsingar gefur: Hörður Ólafsson, Austurstræti 14, Sími 7673. BERGMAL Enn um jazz. ,,Jazzvinur‘“ hefir sent „Bergniáli“ eftirfar'andi bréf, seni aS sjálfsögSu er birt hér, samkvæmt áöur gefnu loforði um, aö bæöi „síöhæröir" og ,.jitterbugs“ fengju aö láta i ljós skoöanir sínar. Bréf þetta, sem viröist skrifaö í fúlustu ah vöru, fer hér á eftir: „8. maí birtiö þér bréf frá mánni, sem nefnir sig tónlist- arvin. Mig langar til aö fá pr- lítiö rúm i dálkum yöar til þess aö koma meö aðra skoðun ‘á tímaritinu „Jazz“. Tímaritsins þörf. Þaö er áreiöanlegt, aö ís- lenzkir jazzunnendur liafa beö- iö lengi eftir slíku tímariti. Aö vísu er liægt aö bæta þaö að ýmsu leyti ennþá, enda er það aöeins á byrjunarskeiði og reynslan þvi lítil og ekkert slíkt tímarit verið gefiö út fyrr en nú hér á landi, og enn >éru aöeins komin tvö tölublöö. SkrítiÖ tímarit. ITvaö viövíkur þeiin ástæö- um, sem tónlistarvinur dregur nafniö „skrítið" tímarit af, má um það segja, að sama fyirir- tækiö, sem gefur út ,,Jazz“, hef- ir stofnaö ,,Jazzklúbbinn“, og ekki hefi eg enn vitaö til (nema þá í örfáum tilfellum), aö menn, sem standa aö, einhvers konar félögum eöa klúbbum, liafi ekki hvatt aöra til aö ger- ast meðlimir í þeim. Um „Töo- Ral-oo-Ra“ er þaö aö segja/að lagiö hefir veriö vinsælt og munu margir fagna því aö fá þaö á nótum.“ Enn um Jóa. Síöan heldur bréfritarinn á- fram og ræðir enn um hinn skelegga jazzista Joe Daniels: „Koma Joe Daniels er ís- lenzkum jazzunnendtuii mikiö fagnaðarefni, þvi aö þeim gefst sjaldan kostur á að heyra og sjá gó'Sa jazzsnillinga spila. Get eg taliö upp þá ,,jazzista“' og hljómsveitir, sem hér hafa háldiö opinbera liljómleika: Harry Dawson liélt píanó- hljómleika í fyrrav'etur, jó- liannes Þorsteinsson í fyrra- vor, Buddy Featherstonehaugh í haust og búiö. Góö aösókn hefir veriö aö þessum hljóm- leikum og má vænta þess, aö svo veröi einnig hjá Joe Dan- iels. — Jazzvinur"., Svo er nú það. Bersýnilegt er af framan- greindu bréíi, aö hér er einlæg- ur jazzvinur á feröinni og skal þaö ekki lastaö. Allir liafa eitt- hvert álmgamál eöa tómstunda- vinnu. Sumir kveöa rímur í skammdeginu, aörir leggja stund á fingrarím og enn aörir setja á sig nöfn kunnra lúöur- þeytara. Allt er þetta gott og' nytsaint, dreifir huganum og veitir mönnum nauösynlega fróun og hvíld frá amstri dags- ins. V'ið skulum taka undir meö jazzvini og fagna komu Jóa á viröulegan og viöeigandi liátt. Ræöum svo ekki þetta mál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.