Vísir - 24.05.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 24.05.1947, Blaðsíða 4
V I S I R « VISXR DAGBLAÐ Utgefaudi: BLAÐAUTGAFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Eristján Guðlaagsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sönnun fyrir heilindum. Tlrumvarpið um eignakönmmina er komið í gegmim Neðri * deild og Efri deild mun liafa afgreitt það í nótt sem leið. Frumvarpið fór í gegnum Neðii deild án breytinga, en Áki Jakobsson bar fram rökstudda dagskrá, þar sem svo segir, að frv. sé á margan hátt illa undirbúið og raunverulega gcri það ekki ráð fyrir neinni eignakönnun á stríðsgróðan- um, en hinsvegar komi ákvæði þess illa við smærri skatt- þegnana. I5ar af leiðandi sé því treyst, að ríkisstjórnin utbúi og leggi fyrir næsta þing frv. uni sama efni, sem nái þó fyrst og frcmst til stóreignanna. Það er ekki víst, að almenningur gei'i sér grein fyrir því, sem þarna er að fara fram, þeim skrípaleik, sem Áld Jakobsson er látiiin leika þarna fyrir hönd kommúnista- flokksins. Hann og allir aðrir kommúnistar eru andvígir frumvarpinu af þeim ástæðum, sem hann er látinn telja upp í dagskrártillögunni og getið er hér að framan. Samt kemur þeim ekki til hugar að bera fram neinar breytingar- tillögur. Væri einhver alvara í tali kommúnista um að frumvarpið sé hábölvað og til einskis nýtt, hefðu þeir átt að bera fram tillögur um gagngerðar breytingar — slíkar breytingar, að hægt liefði verið að ná til stríðsgróðans, sem þeir eru að leita að. Þeim var innan handar að bera fram þær brevtingar, sem hefðu bætt frumvarpið að þeirra áliti, því að ekki hefði síður átt að vera Iiægt að fá þingið til að samþykkja þær en dagskrártillögu, sem tryði stjórninni til þess að semja nýtt frumvarp um þetta. Hefði þingið samþykkt dagskrártillöguna, liefði það alvcg eins verið fáanlegt til ’þess að samþykkja breytingar á frumvarpinu. Af þessu ætti menn að geta séð, að tal kommúnista um frumvarpið er ekki annað en orðagjálfur og slagorða- liróp. Þá vantar cfni í bombur og árásir á andstæðinga sína og þess vegna gi’ípa þeir hvert hálmstrá, sem þeir koma auga á. Þcir vita, að þetta frumvarp tekur frá öllum, neyðir alla til að leggja spilin á borðið, en þeir mega ekki viðurkenna, að stjórn, sem þeir eru í andstöðu við, geti látið frá sér fara frumvarp af því tagi. Þess vegna eru þeir neyddir til þess að vera á móti öllum málum stjórnarinnar, en þegar til kemur, að þeir eiga að fa'ra aðnberjast gegn þeim á ])ingi, lyppast þeir niður -og sýna, að sjálfir geta þeir ekki gert neinar breytingar til bóta, en ætlast til ])ess að hin sama stjórn, scm gei't hefur þetta frumvarp, semji nýtt! Þeir vilja varpa öllum áhyggjum sínum á stjórnina, sem þeir telja óhæfa til að stjórna landinu! Þarf ríkis- stjórnin frekari meðmæli frá andstöðunni? * Önnoi sönnnn. »igíus Sigurhjartarsoii bar fram fyrirspurn í Neðri deild í lyrradag. Fyrirspurnin var um rannsóknir enskra verkfræðinga á vatnsmagni Þjórsár, cn Þjóðviljinn hafði ])á í tvo daga hámazt út af þessu og talið ríkisstjórnina vcra að fremja landráð — rétt einu sinni. Þessu var fljól- svarað, er á þing var komið og upplýslist þar, að núver- andi ríkisstjórn hefði leyft þessar rannsóknir í framhaldi af rannsóknum, sem Áki Jakobsson og Brynjólfur Bjarna- son leyfðu í sinni stjórnartíð. Það var leitað til þeirrar sljórnar, scm þeir áttu sæti í síðast liðið surnar og hún veitti leyfi sitt til rannsókna á Þjórsá. Hefðu Áki og Brynjólfur verið andvígir þessum rannsóknum þá, hefði Þjóðviljinn vafalaust sagt frá þeim og bætt við, að þetta væri gert þrátt fyrir mótmæli kommúnista. Þögn Þjóð- viljans má því telja sönnun þess, að kommúnistar bafi verið þessu alveg samþykktir í fyrra, þótt öðru vísi horfi við nú, þegar þeir eru komnir í stjórnarandstöðu. Er þetta enn, ein sönnunin um fals og óheilindi komm- júnista í hverju því rtiáli, stim þéir koma' nærrí. Laugardaginn 24. maí 1947 Iðnrekenclur krefj- ast hráefna. Tillit verði tekið til iðnaðarins við úthlutun leyfa. Á aðalfundi Félags ísl. iðn- rekenda, er haldinn var 13. maí s. 1. gaf framkvæmda- stjóri félagsins, Páll S. Páls- son, yfirlit yfir störfin á liðnu ári, en þau voru mjÖg marg- þætí. Félagið hafði m. a. með höndum kaup- og kjara- samninga fyrir hönd félags- manna sinna; það beitti sér fyrir breytingu á fyrirkomu- lagi Yinnuveitendafélagsins, samdi um útgáfu tímarits og vann af fremsta megni að því að réttur iðnaðarins til innflutnings á bráefni verði ákveðinn með lögum. í því sambandi liefir félagið sent Alþingi nokkurar breytingar- tillögur við frumvarp til laga um fjárbagsráð. Einnig hefir félagið borið fram þá kröfu við þing og stjórn, aðiðnað- urinn eigi fulltrúa i þeirri stofnun, sem fjallar um út- hlutun á innflutnings- og g j al de j’i'i sley f úm. Félag ísl. iðnrekenda hefir beitt sér fyrir því, að byrjað hefir verið á kvikmynd af isl. verksmiðjurekstri, og það átti frumkvæðið að frum- varpi til breytingar á toll- skránni, sem nú lig'gur fyrir Alþingi. Breytingar hafa verið gerð- ar á félagslögum, árgjöld lækkuð, skrifstofa starfrækt og framkvæmdarstjóri ráð- inn. A fundinum voru sam- þykktar svohljóðandi tillög- ur: „Þar sem hráefnaskortur iðnaðarins er orðinn svo til- finnanlegur, að nokkurar verksmiðjur hafa þegar hætt störfum og stöðvun er fyrir- sjáanleg hjá öllum þorra verksmiðjanna, skorar fund- urinn á ríkisstjórnina að hlutast til um að nú þegar verði bætt úr hráefnaskort- inum, með því að veita iðn- aðinum nauðsynleg innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi.“ „Aðalfundur Félags ísl. iðnrekenda liinn 13. mai 1947 væntir þess að háttvirt Alþingi afgreiði frumvai’p til laga um fjárhagsráð, inn- flutning, verzluií og verðlags- eftirlit á þann hátt, að tryggt sé að fullt tillit verði tekið til iðnaðarins við úthlutun gjaldeyris- og innflutnings- lejda, og lætur í ljósi ánægju vfir breytingartillögum meiri Iiluta fjárhagsnefndar neðri deildar í þessa átt.“ „Aðalfundur F.Í.I. haldinn í Reykjavík 13. maí 1947 ger- ir eftirfarandi fundarsam- þykkt. Fundurinn lýsir á- nægju sinni yfir þeim breyt- ingum, sem gerðar voru á Jögum Vi nnuvei lendaf élags íslands á síðastliðnu starfs- ári. Væntir fundurinn þess fasllega að framkvæmda- nefnd Vinnuveitendasam- bands íslands sjái til þess, að lagabrevtingar þessar komi til framkvæmda hið allra bráðasta. Sérstaklega leggur fundurinn áherzlu á, að unn- ið verði að því að öll, eða sem fles.t félög yinnuveit- enda, gerist nú þegar aðilar að Vinruveitendasambandi íslands.“ Stjórn félagsins skipa nú: Formaður: Kristján Jóh. Kristjánsson. Meðstjórnend- ur: Sig. Waage, Bjarni Pét- ursson, H. J. Hólmjám og Halldóra Björnsdóttir. Til vara: Sveinbjörn Jónsson og Sigurjón Pétursson. Kommúnista- flokkur Brasi- líu bannaður. Rússum leikur hugur á að vita, . „hversvegna" komm- únistaflokkurinn í Braziliu hafi verið bannaður. Eitt af dagblöðunum í Rio ,de Janeiro, „Vanguardia“, hefir látið svo um mælt, „að ^rússneski sendiherrann í Rio Jakob Suritz hafi verið kall- aður til Washington, til þess að gefa skýrslu um þau mis- 1 tök, sem urðu i sambandi við sendiför hans í Brazilíu'*. Yfirvöldin í Braziliu liafa í rannsókn þrjá einkennilega pg dularfulla atburði, sem átt hafa sér stað. Einn þeirra er bruni bankans í Sao Paulo, sprengingarnar, sem eyðilögðu virkið Guajara í unynni Parafljóts og loks er í rannsókn, hvort nokkuð sc Iiæft i því, að herinn sé að undirbút uppreist. Þó að engar sannanir hafí fengizt enn fyrir þvi, að þessir atburðir eigi rót sína úð rekja til kommúnista- flokksins, hefir hermála- ráðuneytið látið handtaka nokkra liáttsetta foringja. BERGMÁL . „Danadekur.“ „Bergmáli“ hefir borizt bréf frá „Halb.“, og er þaö á þessa leiiS: í „Bergmáli" Vfsis.ió. þ. m. vorir frekar hranalega orö um hvérfandi en leiöan galla, seni þjátS hefir íslendinga um aldir, „Danadekur“. Eg er, ekki í neinum vafa um, að er a'ð deyja, vona áöeíns áö smæöar- tilfinning okkar þrói ekki um of i þess staö „Sviadekur“ eöa dekur á annari útlendri þj.óö. Þjóðleikhúsið fyrir ísland. Þjóöleikhúsiö er fyrir ís- land. Til þess á aö vanda eins og tök eru á méÖ íslenzku efni, vinnu, leikni og list. Leikhús- stjórinn á auðvitaö aö vera ís- lenzkur. Um marga er aö velja, sem hafa hæfni til þess, með þeirri aöstoö i „ráðum“, sem honum eru ætluð. Tillaga um leikhússtjórá. - Einn er þó sá maður, er eg vildi benda á, sem síðustu ára- tugi hefir fylgzt meö leikþróun íslendinga, leiðbeint leikurum, leikiö sjálfur og hefir gegnt bæöi ábyrgðar- og virðingar- stöðum þar og viðar. Hann hefir einnig fylgzt með Þjóðleikhúsinu frá byrjun og nfáli hið mesta gagn. Þessi maðúr er sendiherra ís- lands í Danmörku, Jakol) Möll- er. — Tel eg fáa hafa svo marga kosti til þcssa starfa sem hatm.“ íslendingur. ,,Bergmál“ hefir áður láiið í ljós skoöun sina á þessu máli. Skal það endurtekið, sem hér hefir áður verið sagt, að tæpast getur koinið til mála að láta er- lendan mann fara meö yfir- stjórn hiiis íslenzka Þjóðleik- húss, þegar þaö loksins tekur til starfa eftir fimmtán ára Þyrnirósusvefn. Eins . ög „Halb“ bendir á, eiguín við ís- lendingar nóg af ágætlega hæf- um mönnum til þess að vera leikhússtjóri, enda vansæmd aö öðru. Og ekki verSur því trúað að óreyndu, að menn slái því fram í fullri alvöru, að erlend- ur maður verði sóttur hingáð til lands til þessa starfa. Tillaga „Halb“. Um þá tillögti „Halb“, aö Jakob Möller sendiherra verði falin leikhússtjórnin, skal ekki fjölyrt hér. Vafalaust er seridi- herrann ágætlega fær til starf- ans, en . ekki er vitanlegt, aS hann hafi gefiö kost á sér til hans, enda prýöilega fallinh til hins vandasama sendiherraem- bættis í Kaupmannahöfn. Renault-bílarnir. Viðskiptamálaráöuneytiö óskar þess getið, aö Renault- <ú1i1öð hafi verið send til Akureyrar. Þá hafi pg ýmsiV þirigrirenn Sent uriisóknareyöu- blöð i kjördæmi sín.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.