Vísir - 23.06.1947, Blaðsíða 8
l'íæturvörður: ReyJkjavíkur
Apótek. — Sími 1760.
Næturlæknir: Sími 5030. —
VI
Lesendur eru beðnir að
athuga að smáauglýs
ingar eru a 6. síðu. —
Mánudaginn 23. júní 1947
Bevin, Bidault og Molotov
hittast í Paris 27. þ.m.
Sovétstjómiwi tucfiv þcgið
boð Bretww otj F'ruðikeg.
|Jtanríkisráðherramir þrír
— Bevin, Bidault og
Molotov — munu koma
saman á fund í París 27.
þ. m. til þess að ræða til-
lögur Marshalls utanríkis-
ráðhérra Bandaríkjanna
um endurreisn Evrópu. ‘
Moskvaútvarpið skýrðifrá
þvi í gær, að stjórn Sovét-
rikjanna hefði fallizt á hoð
þeirra Bevins og Bidault til
lianda Molotov um að ræða
tillögur Marshálls um hvern-
ig bezt verði hægt að not-
færa sér hjalparlilboð
Bandaríkjanna.
J'undur 27. júní.
Samkvæmt fréttum frá
London liefir stjórn Sovét-
ríkjanna fallizt á að fund-
ur þessi verði haldinn þann
dag, sem Bevin og Bidault
óskuðu eftir, en það var 27.
júní. Bevin hefir lagt mik-
ið kapp ú fundinum verði
hraðað sem mest, því hann
telur, að mál þetta sé orðið
Jnjög aðkallandi og utanrík-
isráðherrunum sé nauðsyn á
því, að koinast sem fyrst að
isamkomulagi um livernig
hjálpinni skuli háttað.
Lá við slysi.
Á áttunda tímanum í gær-
Ikveldi var lögreglu og
slökkvliði gert aðvart um að
eldur væri kominn upp á
neðri hæð hússins nr. 9 við
Eiríksgötu. Jafnframt var
talið að hæðin væri mann-
laust.
Er slökkviliðið og lögregl-
an kom á vettvang brauzt
lögreglan inn í íbúðina urn
rúðu í forstofuhurðinni. Er
inn var komið lá þaf all-
drukkinn maður, steinsof-
andi, en ibúðin full af reyk
og eldur kominn í eldhús-
horðið.
Eldsupptökin áttu rót sina
að rekja til þess að maður sá,
sem var í íbúðinni, var að
sjóða signa grásleppu í raf-
imagnsvél á borðinu, en hal'ði
svo sofnað út frá öllu saman.
■Gufaði vatnið úr pottinum er
leið á suðuna og síðan
kviknaði í eldhúsborðmu. 'Ef
eldsins hefði ekki orðið vart
jafn snemma og raun var á,
eru miklar líkur til að mað-
urinn hefði kafnað í reykn-
Uin.
Truman skipar nefndir.■
Truman, forseti Banda-
ríkjanna, hefir skipað þrjár
nefndir til þess að athuga
hvaða afleiðingar hjálp
þeirra til Evrópuþjóða liafi
á efnahag Bandaríkjanna.
Truinan telur nauðsyn á þvj,
að efnahagur Evrópuþjóða
verði endurreistur sem skjót-
ast, og verði það Bandaríkj-
unum til hagsbóta. Því þá
fyrst verði þjóðirnar þess
megnuðar, að liefja aftur
viðskipti við Bandaríkin.
Náði 998
km. á klst.
Heimsmet í
hraðflugi.
Bandai-íkjamenn hafa
nú gert tilraun til þess að
hnekkja hraðmeti Breta í
flugi og segja, að það hafi
tekizt. Tilkynna þeir að
Thunderbolt-vél með
blásturshreyfli hafi farið
með 623,8 mílna hraða á
klukkustund og sé það 7,8
mílum hraðar en brezki
flugmaðurinn flaug í
fyrra, er hann setti heims-
met sitt. Hraði Banda-
ríkjamannsins er 998 km.
á klsk
Sprengja af þeirri gerð,
sem notuð er til þess að
sprengja upp kafbátabvrgi
Þjóðverja.
Eisenhower boð-
ið embætti við
háskóla.
Dwight Eisenhower, band-
aríska hershöfðingjanum,
var nýlega boðið rektors-
embætti við háskólann í
Colombia. Hann mun að öll-
um líkindum ekki þyggja
boðið.
Tveir 12 ára
drengir unnu
r
Asmund.
A föstudagskveldið var
tefldi Ásmundur Asgeii’sson
fjöltefli til ágóða fvrir Finn-
landsför skákmanna.
Fjöltefhð fór fram í Mjólk-
urstöðinni og tólcu 30 manns
þátt i þvi. Ásmundur vaiin 15
af skákunum eða 50% , gerði
jafntefli við (5 og lapaði fyrir
9, þar á meðal tveimur 12 ára
drengjum og einum 1 ! ára.
Þeir sem unnu Ásmund eru
þessir: Jón Einarsson (12
ára), Ólafur Friðriksson,
Friðrik Ólafsson (12 ára),
Eiríkur Marelson, Sveinn
Kristinsson, Þorvaldur Jó-
hannsson, Guðmundur Guð-
mundsson, Theodór Guð-
mundsson og Magnús Guð-
mundsson.
Fasistasam-
særi á fitalíu.
Á ítaliu hefir komizt upp
um víðtæki samsæri fasista,
er náði til alls landsihs.
Markmið þessa flokks var
að beita áróðri gegn stjórn-
inni og reyna að vekja gamla
fasislaflokkinn aftur til lífs-
ins. Leiðtogi samsærismanna
var ítalinn Fitziano, er var
aðalráðgjafi Þjóðverja á
hernámsárunum. Aðalbæki-
slöðvar fasistanna voru í
Róm. Flokkurinn hafði tals-
vert fé undir höndum, lil
þess að nota til áróðurs.
Fjöldi manna hafa verið
handteknir, sem voru við-
riðnir starfsemi þessa.
Samningunum við Ráð-
stjórnarríkin lokið.
Voru undirritaðir i fyrradag
og höfðu staðið í 4 mánuðr.
Fyrstu Ármeniting-
arnir fara í kvöld.
Finnlandsfarar Ármanns
efndu til 3ja sýninga um
helgina, tveggja í fyrradag og
einnar í gærkveldi. Flokkun-
um var tekið með ágætum
vel, enda fórust þeim sýning-
arnar prýðrlega úr hendi.
í kvöld fer fyrri liópurinn
loftleiðis út, en aðalflokkur-
inn fer með Skymasterflug-
vélinni á miðvikudaginn.
Þess skal getið að við-
skiptamálaráðherrann hefir
gefið leyfi sitt til þess að hver
þátttakandi megi taka með
sér gjafapakka til Finnlands,
aðallega fatnað, en á lionum
er tilfinnanlegur skortur þar
i landi.
Punjah verður
skipt.
Atkvæðagreiðsla fór í gær
fram í Punjab um skiptingu
landsins og greiddi 91 full-
trúi atkvæði sitt með skipt-
ingu, en 77 gegn henni.
> Fylkinu verður nú skipt
milli Pagistan og Hindust-
an. Sihkal’ eru mjög óánægð-
ir með skiptinguna, því þeini
verður með þessu skipt hér
um bil jafnt milli rikjanna.
Fjórar miiljónir Silika eru
í Punjab. Óeirðir mildar
geisa ennþá í Lahore og loga
eldar viða í borginni, eftir
íkveikjur.
Fréttatilkynning
frá ríkisstjórninni.
í febrúarmánuði s. 1. sendi
rikisstjórnifi sendinefnd til
Ráðstjórnarríkjanna til við-
ræðná um ýms viðskiptauiál.
Nefndina skipuðú: Pétur
Benediktsson sendiherra, og
var liann formaður nefndar-
innár, Pétur Thorsteinsson
sendiráðsritari, varaformað-
ui’ nefndarinnar, Björn Ól-
afsson fyrrv. ráðherra, Helgi
Pétursson framkvæmdastj.,
Erlendur Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri, Ársæll Sig-
urðsson framkvæmdastj. og
ráðunautur nefndarinnar
Sveinn Jónsson útgerðarmað-
ur.
Árangui inn af scndiförinni
var sá, að hinn 21. þ. m. voru
undirritaðir kaup- og sölu-
samningar milli íslands og
Sovétríkjanná. Var samið um
sölu á verulegu magni af
sildarlýsisframleiðslu íslend-
inga sumarið 1947 og á til-
teknu magni af hraðfrystum
fiski. Endanlegt magn lians
verður þó ekki ákveðið og
fiskinum ekki afskipað fyrr
eíi sýnt er, hversu mikið
magn af lýsi fellur í hlut
Ráðstjórnarríkjanna af sum-
arf ram leiðslunni. Ennf rem-
ur var samið um sölu á veru-
legu magni af saltsild og
þorskalýsi.
Frá Ráðstj órnarríkj unum
niunu Islendingar kaupa kol,
sement timbur og lítilsháttar
af krossvið og salti.
Reykjavík, 23. júní 1947.
Sfórslúkuþingið
sett á Siglufirði.
Frá fréttaritara Vísis,
Siglufirði í gær.
Stórstiíkuþingið var sett
hér í dag að aflokinni guðs-
þjónustu. Fimmtíu og sjö
fulltrúar eru komnir til þings
Vnglingaregluþingið var set-t
í gær.
Klukkan eitt söfnuðust
þingfulltrúar og aðrir templ-
arar saman við Sjómanna-
lieimilið og liéldu síðan i
skrúðgöngu til kirkju, en
ungtemplarar og stúkubörn
á Siglufirði höfðu fylkt sér
undir fánum báðum megin
kirkj udvra.
Sigurður.
Eldsvoði í Los
Angeles.
I gær voru 6 ár liðin frá
því Þjóðverjar réðust á Ráð-
stjórnarríkin.
Kviknar í oliu-
skipi á höfninni.
Á laugardagskvöldið kom
eldur upp í stóru olíuskipi,
er lá á höfninni í Los An-
geles.
Skip þetta var með um 10
þúsund smálestir af oliu og
flaut logandi olían eftir sjón-
um að skipakvíum og nálg-
aðist mikla olíugeyma, sem
þar eru. Allt slökkvilið borg-
arinnar vann að þvi i fyrri-
nótt og í gær, að ráða nið-
urlögum eldsins og verja
skip og önnur verðmæti, sem
voru i hættu. Þegar síðast
fréttist, var ekki búið að
slökkva eldinn.
Ekkert er ennþá vitað með
vissu um manntjón, en talið
að það muni hafa verið
nokkuð.
5 Gyðingar reyndu, fyrir
helgina, að nema brezka lög-
reglufo-iángja á brott, í Jerú-
salem. Tveir sökudólganna
náðust.