Vísir - 05.08.1947, Blaðsíða 1

Vísir - 05.08.1947, Blaðsíða 1
37. ár. Þriðjudaginn 5. ágúst 1947 173. tbl, ur fe rezKu ur" er a 'óðinni. BMúi&i stsrt&mgiRri rtÁfjÍMBBi Ú SýMMSM&SM &@'É&iSBtS í*#l fjÍÍÉM tí &ÍB°éÍk&tBM9iBB& itm. tjórnmálantarar brezku blaðanna og aðrir eru á emu máli um, að þessi vika sé hin erfiðasta, sem gengið hafi yfir stjórn brezku verkamannaflokksins, síðan hún tók við völdunum fyrir rúmum tveimur árum. Menn sjá fram á, að brezka þjóðin verði nú að herða á mittisólinni með meira afli en nokkuru sinni á stríðs- árunum, er þorfur voru sem svartastar og er það talið sannmæli, sem haldið hefir verið fram af andstæðingum Bretastjórnar upp á síðkastið, að fjárhagslegur fellibylur sé að skella yfir brezku þjóðina. ÆJÍtÉS&tÞ.ÖÉ* Jack Bilbo, brezkur listamaður, er hér að ljúka við 16 feta háa myndastyttu. Bilbo vann að styttunni á heimili sínu í Bretlandi. Bilbo hefir víða farið og var um eitt skeið ý flokki stórglæpamannsins AI Capone. Styttan er úr stein- steypu og mun vera einhver sú stærsta, sem gerð hefir ver- ið úr því efni. Meildaretílimm 1.050.000 ht. Stúlka bjargar barni með snarræðl. / viknnni sem leið bjarg- aði stúlka ein héðan úr bæn- um barni frá drukknun uppi i Borgarfirði. Hafði barnið — 4—5 ára að aldri, — * ætlað að sækja vatn í könnu í laug eina í Lundarreykjadal, en féll í laugina og sökk til botns, þar sem hún var dýpst. Stúlkuna bar þarna að rétt á eftir — en liún lieitir María Björnsdóttir — og stakk sér þegar i laug- ina í öllum fötum. Tóksl henni að ná barninu upp úr lauginni. Var lifsmark með því, og voru þegar gerðar lífgunartilraunir, sem báru þann árangur, að barnið raknaði bráðlega við sér, og varð ekki meint af þessu. Ekki er um það að villast, að stúlkan bjargaði lífi barnsins með snarræði sínu. Tveir nýirbátar í Eyjirm. Tveir nýir bátar hafa upp á síðkaslið bætzt í bátaflota V estmannaeyja. Bátar þessir bafa báðir verið smíðaðir í Vestmanna- eyjum, og eru komnir norð- ur, þar sem þeir eru byrj- aðir síldveiðar. Annar lieit- ir Jón Stefánsson, 65 lestir og búinn 190 hestafla vél. Eigandi bans er Björgvin Jónsson..Hinn báturinn heit- ir Hátindur og er 45 lestir að stærð, búinn 150 hestafla vél. Eigendur lians eru Magn- ús Thorberg, póstafgreiðslu-[ maður og fleiri. Fundur léiags- máEaráðSierra {VorðurlaiKla. Á fimmtadag hefst í Stokk- holmi fundur félagsmála- ráðherra Norðurlanda, og sækir hann m. a. fulllrúi fyr- ir ísland. Það er Stefán Jóh. Stefáns- son, forsætis- og félagsmála- ráðlierra, sem sækja mun fund þenna, og gert ráð fyr- ir þvi, að liann færi í dag béðan. Fundurinn mun standa fram á laugardag og ræðir félagsmálalöggjöf á Norðurlöndum. Er aðeins meiri en i ÍYrra* m þá var bóíð að salta töliivert meira en ná er bnið. Á sunnudqg nam heildar- aflinn á síldvéiðunum í sum- ar alls 700 þúsund málum, — en það eru ein milljón og fimmtíu þúsund hektó- lítrar. Á sama tima í fyrra var heildaraflinn 1.008.000 hek- tólitrar. Búið er að salta í alls rúmlega 25 þús. tunnur, en það er allmiklu minna en á sama tíma í fyrra. Hæstar af síldarverksmiðj- unum eru rikisverksmiðj- urnar á Siglufirði, en þær hafa brætt samtals 283 þús- und mál. En alls hafa ríkis- verksm'iðjurnar tekið á móti um 380 þúsund málum, sem skiptast þannig, að verk- smiðjan á Raufarhöfn hef- ir tekið við 66 þús. málum, Skagaströnd 23 þús. og Hiisa- vik 4 þús. málum. Geta má þess, að á sama tíma í fyrra höfðu ríkisverksmiðjurnar tekið á móti 370 þúsund mál- um. Rauðka á Siglufirði hefir alls tekið á móti 67 þúsund málum, verksmiðjan á Ing- ólfsfirði 29 þúsund, Hjalt- eyri 89 þúsund, Dagverðar- eyri 52 þúsund mál, Djúpu- vík 43 þúsund, Krossanes 33 þúsund og verksmiðjan á Seyðisfirði um 7 þúsund málurn. Um kl. hátf-tólf á sunnu- daginn kom upp eldur í úl- byggingu hússins nr. 61 við V esturgötn. Var kominn talsverður eldur i þakliæð hússins, er slökkviliðið kom á vettvang og logaði um tíma út um glugga. Eldurinn var ]ió fljótlega slökktur, en nokkr- ar skemmdir urðu. Broitför Jamboreefara. Skymastervélin Hekla flaug í fyrrinótt til Parísar með 41 skáta, sem eru með- al Jamboree-faranna. Lagði flugvélin af stað héðan um kl. 9 i fyrrakveld og var komin til Parísar um kl. fjögur um nóttina. í dag var flugvélin væntanleg aft- ur hingað og átti að leggja af stað i fyrramálið með þá skáta, sem eftir voru. Biskup visiterar. BiskUpinn yfir Islandi, hr. Sigurgeir Sigurðsson, er i vísitasíuferð um þessar mundir. Fór biskup úr bænum i gær og býst við að verða fjarverandi tiu daga, eða lengur, en liann vísiterar að þessu sinni i Rangárþinga- prófastsdæmi. Eva Peron, eiginkona Ju- ans Perons, forseta í Argen- tinu, er nú stödd í Genf. , I gær var almennur frí- dagur í Bretlandi og liefir það ekki komið fyrir á frið- artímum, að þingið hafi setið þá á rökstólum og stjórnin haldið fundi. Áður hefir þessi frídagur verið talinn frið- helgur, svo að menn hafa ekkert unnið, en að þessu sinni horfði öðru visi við að sumu lcyti. En þeir, sem tóku sér frí i gær — og þcir voru margir gerðu það í þeirri trú, að þetta væri síðasta tækifærið, áður en ótrúléga harðar rcglur ganga í gildi. Herinn og iðnaðurinn. Stjórnin ræddi í gær um stærð hersins við stjórn hans, Svo mikið þyldr liggja við» að komast að skjótri niður- stöðu, að þess var ekki beðið, að Montgomery marskálkur kæmi heim úr Ástralíuför sinni, heldur var fulltrúi hans látinn sitja fundinn í stað hans. Gert er ráð fyrir því, að hálf milljón maíma fáist úr hernum i iðnaðinn. Um sum- ar iðngreinar mun þá að lík- indum verða látið gilda, að menn megi ekki hætta vinnu þar án leyfis yfirvaldanna.. Framleiðslu munaðarvara verður hætt, nema til útflutn- uð í mörgum öðrum grein- um. Skömmtun. Gera má ráð fyrir því, að- skömmtun verði hel't á mörg- um sviðum og þá fyrst og frcmst á ýmsum innfluttum vörum. Vegna þess, live mjög er búið að eyða af dollara- láninu og Bretar fá litið a£ Frh. á 4. sfðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.