Vísir - 05.08.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 05.08.1947, Blaðsíða 4
3 V I S I R Þriðjudaginn 5. ágúst 1047 VÍSIR ; DAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Rristján GuSlaugason, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. AfgreiSsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. m Wm +3* * »■ Þjoonýfing. Vinstri flokkarnir telja að allt steí'ni nú í áttina lit þjóð- nýtingár í flestum menningarlöndum heims. Satt er þáð, að á styrjaldarárunum, og það sem al' er frá því er styrjöldinni lauk, hefur hið opinhera haft frekari afskipti af atvinnulífinu, en þekkzt hefnr til þessa, en ríkisrekstur hefur þó ekki aukizt verulega í Vestur-Evrópu, að Bret- landi einu undanteknu. Þar situr jafnaðarmanna- stjórn að völdum, sem frá upphafi hefur harizt fyrir og sett sér það mark, að þjóðnýta helztu samgöngutæki og sumar greinar iðnaðar og fjármála. I upphafi stjórnarsetu jafnaðarmannanna hrezku var Englandshanki þjóðnýttur, en það var gert með ])eim iiætti, að hlutahréf hans voru keypt fullu' verði og því svo háu, að fyrri eigendúr voru taldir vel ánægðir. Kolanámur voru þjóðnýttar á sama hátt. Menn voru ekki sviptir eignum sínum, en þeiin hætt eignatjón þeirra að fullu. Loks er svo æflunin að járnhrautanet landsins verði keypt af rík- inu á sama hátt og hafa þá aðalbaráttumál jafnáðármanna í síðustu kosningum náð fram að ganga. Þjóðnýtingin hrezka er athyglisverð fyrir okkur íslend- inga, en hún er þó i rauninni engin nýjung. Það, sem nú er verið að gera í Bretlándi höfum við gert fyrir löngu og jafnvel stofnað í upphafi til sambærilegra l'yrirtækja á sama grundvelli. Nægir i þvi samhandi að nel'na l)jóð- banka okkar og raunar bankanna alla, sem ríkið á að mestu .leyti og ber fulla ábyrgð á. Veganet landsins er lagt fyrir opinbert fé og siglingum með ströndum fram er hald- ið uppi af ríkinu. Ríkið hefur ennfremur tögl og haldir að því er námaréttindi varðar, vatnsorku og jarðhita, en nytji ríkið ekki slík landgæði sjálft liafa bæjarfélögin setið í fyrirrúmi. Sameiginlegt öllum þessum fyrirtækjum er, að þau cru nytjuð og rekin með almeiiningsheill fyrir augum, en því má hæta við að slíkur háttur hefur verið á hafður, ekki sökum þess einvörðungu að almenningsheill liefur krafist, heldur og sökum hins að nytjun slíkra gæða var öllum öðrum en rikinu um megn. Áhættan í sambandi við rckstur ofangreindra fyrir- tækja er vissulega nokkur, en ríkið dreifir áhættunni á bak borgaranna og tekur hallann inn með opinberum á- lögum eftir ])ví, sem þörf krefur. I því felst nokkur trygging fyrir því að viðhald og rekstur fyrirtækjanna truflist ekki þótt illa gangi, en einstaklingsrekstur er þar ekki sama lögmáli háður, enda minni og færri varasjóði upp á að hlaupa, ef út af ber. Brezkir jafnaðarmenn hafa hinsvegar forðast að efna til frekari ríkisrekstrar á sviði iðnaðar og verzlunar, en ætla einstaklingum og fyrirtækj- xim þeirra, að rísa undir öðrum þáttum atvinnulífsins. Allir flokkar hér á landi eru sammála um að ríkis- rekstur sé heppilegur, eða geti að minnsta kosti komið til greina, þar sem framtak og geta éinstaklinganna brcstur. ■Rekstur bæjarfélaga á slíluim fyrirtækjum ér sambæri- legur við ríkisrekstur og skal engin markalína dregin þar ú milli. Hinsvegar telja Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- isóknarflokkuririn einnig,-að samtök einstaklinga eigi að hafa með höndum þann rekstur, sem þeim er ekki um megn, og einstaklingar að því marki, sem geta þeirra leyfir, cn ekki sé heppilegt að ríki eða bæjarfélög seilist að ástæðulausu inn á þetta svið. Því aðeins fær geta einstakl- inganna og framtak notið sín, að ekki séu öll sund lokuð fyrirfram, og opinberum stjórnvöldum ber að, greiða fyrir slíku framtaki beint og óbeint. Hinsvegar er ágreiningur milli þessara flokka um opinbera íhlutun og cftirlit, sem getur leitt af sér hömlur fyrir atvinnurekstur almennings og raun hefur sannað að opinbcr íhlutun gctur þýtt sama og hann í sumum tilfellum, en ])ó einna frekast er um misnotkun hins opinbera valds hefur verið að ræða. Hið opinbera þarf aðhald engu síður en einstaldingar, en slikt íiðhald á að skapast með almenningsálitinu, sem krefst frelsis til orðs og æðis í nútíð og framtíð. íslenzkir sjómenn heimta Grænland. Síðasta Fiskiþing sam- j þykkti vel orðaða áskorun; til landsstjórnarindr og Al- þirigis um að opna Grænland, fýrir islenzknm atvinnu- rekstri. Og ráuriár er þa'ð svo, að varla hafa nokkurir stórfundir fiskimanna eða farmanna Vérið haldnir svo síðusíu tiu árin, að ekki liafi þar verið samþykktar áskor- anir tii þings og stjórnar um að opna Grænland fvrir ís- lenzkum atvinnurekstri. Undirról þessara áskorana er hin hrýná þörf fyrir hafn- ir og fiskigrunn Grænlands og meðvilundin uin, að ís- land eigi Grænland. Það er alls eklci og hefir aldrei verið meining fiskimanna eða for- manna, að ísland færi'bón- arveg lil Danmerkur og ba'ði um eitt eða neitl á Grænlandi oss íslendingum til banda, heldur að Alþingi sem hinn réíti löggjafi fyrir Grænland næmi með lögiun, er það sjálft selti, úr gildi sérhver höft á atvinnufrelsi íslenzkra manna á Græníandi. Lög þau, sem nú halda Grænlandi lokuðu, er i rarin réttri íslenzk lög, sem Alþingi eitt er bært um að nema úr gildi. Islenzkjr fiskknenn hafa aldrei ætlast til þess, að stjórn vor eða samningamenn lienn- ar færu að „kaupslaga" við Dani „um fiskiréttindi fyrir Færeyinga liér við land gegn réttindum fyrir Islendiriga á Grænlandi" og viðurkenna með því landsyfirráð Dana á Grænlandi en afneita vorum eigin, sögulegu landsyfirráð- um þar! Það hefir aldrei ver- ið meining íslenzkra sjó- manna, að ísland seldi frum- burðarrétt sinn, hin sögulegu Jandyfirráð yfir Grænlandi, fyrir baunadisk! Sé nokkrum það áhugamál, að ísland standi fast á hirimn sögulegu landsyfirráðum sínurii á Grænlandi, þá er það sjó- mönnunum og farmönnun- um. Þeirra fyrftta krafa lil þings og stjórnar er sú, að viðurkenna aldrei í orði eða verki dönsk laridsyfirráð yfir- Grænlaridi rié nokkurn rétt Dörium til lianda þar, og eiga engin orðaskipti við Dani um Grænland nema á þeim grundvelli éða með þeim fvr- irvara, áð ísland eigi land- yfirráðin ýfiy þvi til vztu endimarka og að óstjórn Dana á Grænlandi sé löglaus. Þess vegna eru íslenzku „ættjarðarvinirnir“ í Dan- mörku enn komnir á kreik og farnir að senda hinar læ- víslegu og eitruðu örvar sín- ar, holl ráð, leiðbeiningar og aðfinnslur, og máske jafnvel allt að því hótanir á rétta staði liingað heim. Slíkt kann að bíta á einhverjar stjórn- málagungur, sem finnst, að Danir eigi enn að hafa sömu ítök hér og á tímum hinna „konunglvjörnu“, en ekki á islenzka sjómenn. Þeir munu óskelfdir krefjast þess með Magnúsi Sigurðssyni, að Dan- mörku verði gefinn kostur á að afhenda íslandi Grænland og þiggi liún ekki það boð, verði málið sótt í alþjóða- dóm. Og sjómennirnir krefj- ast þess, að ekkert það verði aðhafst, er metist geti til uppgjafar íslenzkrar Iands- yfirráða á Grænlandi eða við- urkenningar á landsyfirráð- mn Danmerkur þar. Og að í Öllum; vorurp' orýiimi um Grænland við Dani sé það greinilega tekið fram, að Is- land eigi það laiul. Jón Dúason. Bretland. — Framh, af 1. síðu. dollurum með öðru nióti, er gert ráð fyrir því, að inti- flutniiigur frá Bandaríkjuii- um verði hverfandi á næst- iiiini. Allir jafriir. Umræður um fjárhags- ástand brezku þjóðarinnar standa nú fýrir dyriun, én áætlun sú, sem stjórnin hefir verið að undirbúa upp á síð- lcastið, gerir ráð fvrir því, að allir, háir sem lágir, verði að leggja lóð sitt á metaskái- ina. En ])ótt margir hafi orðið fyrir vonbrigðum af stjórn- inni, er enginn þeirrar skoð- unar í herbúðum hennar, að hún eigi að segja af sér eða hjóða andstöðunni róðherra- sæti. Friðarsamningar Pjéðverja ræddir s nóv. Það vclf opinberlega til- kynnt, að Bandaríkin rnyndu senda fulltrúa til London i úktóber í haust, til þess að ræða friðarsamninga Þjóð- verja. Þessi fundur var ákveðinn af utanríkisráðherrum fjór- veldanna i Moskva í apríl s.l. Þá ákváðu utanríkisráð- herrarnir að liittast aftur í haust. Fundurinn var ákveð- inn í nóvember næstk. S MAL Enn um jazz. Frá tímaritinu „Jazz", sem áöur lieíir veriö minnzt á í aö- sendum hréfum, hefir Vísi (og þar meö ,,Bergmáli“) borizt enn eitt bréfiö um jazz og þá, er þá tónlist iöka. .í bréfi þessu segir svo: „í júníheftum brezku músikritanna „Melody Maker“ og „Musical Express“ eru greinar og viötal viö Joe Dan- iels (betur ])ektur sem Jói Dan) og gerir hann aö unitalsefni þær ástæöur, er uröu þvt vakl- andi, aö hann gat ekki fariö til íslands á vegutn Jazzklúbbsins og tímaritsins Jazz. Fjárans gallsteinarnir. Eg liefi oröiö fyrir fleiri ó- höppum á seinustu stundu en nokkur annar hljómsveitar- stjóri; aö eg held, sagöi Daniels. Tveim dögum fyrir (áformaöa) brottför mína veiktist Billy Medcalf, klarínettjstinn. minn, en til állrá hamingju fékk ''tg annan í stáðinn, en allt er ekki sagt enn, því aö trompetistinn minn fékk alvarlegt gallsteina- kast tveim tímum síöar og án hans gat eg ekki farið, þar eð eg vikli aöeins fara með fyrsta flokks inenn til íslands. Vonbrigðin. Þaö er skiljaníegt, hve iiiikl- um vonbrigöum eg qg dreng- irnir liafa oröi'ö fyrir, því aö alla langaði okkur til aö kyun- ast landinu og sö'ngkonan mín (er jafnframt lék á bassa) gift- ist viku áöur umboösmanni hljómsveitarinnar og átti þetta að vera brúðkaupsferð þeirra. Eg vona, aö Jazzklúbburiun sjái sér fært að ráöa Idjómsveit- ina aftur við fyrsta tækifæri. Þannig fórust Joe Daniels orö ---'í forsíðugrein í „Melody Maker“ — og i grein hans í „Musical Express“ eru þau svipuö.“ Þetta var leiðinlegt. „Bergmál'* þakkar- tímaritinu „Jazz“ fyrir bréf ])etta, sem ^jálfsagt er, eins og fyrr getur, aö koma á framfæri. Vafalaust má telja, aÖ jazzunnendur hér í bæ liarmi mjög, aö Joe Dan- iels, eöa Jói Dan, eins og hann er betur þekktur skv. ,.Jazz“ og ef tiLjvill fyrir tilyerknað. skrifa i j,Bergnmli“, því að þár ' nefndi . einn bréfritaraniia hann því nafiri á íslenzka vísu, geti ekki komiö hingað í bili, en.væntanlega fást hingaö ein- hverjar; hljómsveitir, er geta verið. sæmiífgir .. staðgenglar' hans. Velkonrinn á fætur. Enníremur ber aö vona, aö trompetisti Joe Daniels sé nú oröinn heill heilsu og þeyti lúð- urinn betur en nokkru sinni fyrr. Leiöinlegt má telja íyrir alla jazzunnendur þessa bæjar, ef þeir fái ekki að hlýöa á góð- ajr .erlpndar aánshljó'riisvéitir,' eÖa jazz innan stundar og verð- ur þessu vonandi lcippt í lag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.