Vísir - 14.08.1947, Blaðsíða 8

Vísir - 14.08.1947, Blaðsíða 8
Apótek. — Sími 1618. Næturlæknir: Sími 5030. — NæturvörSur: Laugavegs Egiptar vil|a her Breta burt fyr- ir 1. sept. / gær hófnsl umræður í öryggisráðinu um kæru Egipta á hendur Bretum. Nokrashy Paslia, forsælis- ráðherra Egipla hafði fram- sögu og sagði, að á styrjald- arárunum hefðu Bretar liaft mikil afskipti af innanlands- málum Egipta og stjórn landsins yfirleitt. Nú væri cngin þörf þess, að brezkur lier væri i landinu og væri það krafa Egipta, að allur lier Breta væri farinn úr landinu fyrir 1 næsta mán- aðar. Sir Alexander Cadog- an varð fvrir svörum fyrir Jiönd Breta og játaðþað Bret ar hefðu hafl afskipti af stjórn landsins á styrjaldar- árunum, cn það hefði verið gert í þágu sameinuðu þjóð- anna. Hann mótmælti því liins vegar, að Brefar væru að seilast eftir yfirráðum i Egiptalandi, en sagði að þeir væru ákveðnir i þvi að halda fast við samninginn frá 1930, sem Bretar liefðu gert við Egipta. Ifirezka þingiH ræðir Palestínis. Neðri deild brezka þings- ins hefir nú hafið umræður um Palestínumál og hélt Jo- ues nýlendumálaráðherra Breta ræðu í málstofunni í gær. Jones segir, að ástandið í Palestínu sé orðið vægast sagt óþolandi. Sumarhlé brezkra þingmanna -verður með styzta móti í ár. An- thony Eden hefir borið fram tillögu um að brezka þingið komi aftur saman í fyrstu viku september. Vcnjulega lcemur það saman um 20. september, en nú liggja mörg aðkallandi mál fyrir þvi og þurfa afgreiðslu. „Ogeirs rímun danska“ komnar út. Komnar pru á hókamarkað- inn „Olgeirs rímur danska“, eftir Guðmund Bergþórsson. Ríniurnar eru í tvcim Ijind- um og bjuggu þeir Björn Iv. Þórólfsson og Finnur Sig- mundsson þær undir prent- un. Samtals eru bindin bæði 766 bls. að vöxtum, en rím- urnar alls 60. Landsbókasafn Islands og Isafoldarprenlsmiðja gáfu rímurnar út og virðist frá- gangur í bezta lagi og má ætla, að þær verði mikill fengur bókavinum. Fimmtudaginn 14. ágúst 1947 Útlitsteiknir.g af væntanlegu mjólkurbúi, sem reist verður á Sauðárkróki næsta sumar. Arkitektarnir Þórir Baldvinsson og Árni Möller hafa-gert teikningar af byggingunni. Pakistan verður sam- veldisland Breta. HáfiðahöEd hófosf þar i dag. / dag hófust hátíðahöld í Pakistan, vegna þess, að á morgun verður ríkið form- lega tekið í tölu samveldis- landa Breta. Mountbatten lávarður er staddur i Ivarachi og mun halda þar ræðu í dag. Hann verður fyrsti umboðsmaður Breta í liinu frjálsa Pakist- anríki. Óeirðir í Punjab. Punjabfylki verðui- skipt milli Pakistan Múhameðstrú- armanna og Hindústan, og liafa þar verið miklar óeirð- ir undanfarna daga. í gær er talið að a.m.k. 100 manns hafi verið drepnir i götu- bardögum. Kveðja frá konungi. Georg VI. Bretakonungur hefir sent stjórn liins nýja ríkis, Pakistan, orðsendingu, þar sem hann segir að stjórn- vizka indverskra stjórn- málamanna hafi gcrl það.að verkunl, að mögulegt liefði verið að stofna Pakistan-rík- ið. Pakistan væri hezta sönn- un þess, að Bretar hefði gert rétt, er þeir samþykktU, að ríkið vrði stofnað og Ind- landi skipt. inger eiga eeiii c éeirðom. / fréttum frá Palestínu er sagt, að slcgið hafi í bardaga milli Araba og Gyðinga í gær. I Jaffa, hinni helgu borg Araba, réðist flokkur G)rð- inga á matsölutorg og brenndu allar byggingar þar. Sjö Gyðingar og 12 Arabar létu lífið í óeirðum i Palest- ínu í gær. Margir Arabar og Gyðingar særðust einnig. öanir smiða ís- hafsskip. Um tuttugasta þ. m. verð- ur lokið við smíði á nýju skipi í skipasmíðastöð Hels- ingjaeyrar í Danmörku. Skip þetla hefir stjórn Grænlands látið smíða til jiess að koma í stað þeirra tveggja Grænlandsfara, Hans Egede og Gertrud Rask, sem hafa farizt. Hið nýja skip hefir verið skýrt „G. C. Am- drup“, í höfuðið á vara- aðmírálnum, sem hefir far- ið i vísindaleiðangur til Grænlánds. Skipið er ekki stórt, aðeins 540 lestir og 53 metrar á lengd, en það er mcð afbrigðum sterkbyggt. Schröder. Arabar hefja hevferð gegci Gyðingum. Vopnaður flokkur Araba réðist nýlega á tjaldbiíðir Ggðinga skammt frá Tel Aviv og voru nokkrir Gyð- inganna felldir. í gær voru þrir Gyðingar stungnir til bana í Tel Aviv og slegið hefir í bardaga milli Araha og Gyðinga viða í Palestínu. Skothvellir liejTðust fram eftir nóttunni í Jerúsalem. Arabar hafa sig allmikið i frammi í Palest- ínu og hafa liafið nokkurs konar lierferð gegn Gyðing- um þar, vegna yfirgangs þeirra í landinu. I fréttum segir, að Arabar dulbúi sig sem brczkir hermenn og ráð- ist á Gyðinga. I fyrrad. voru 5 Gyðingar drcpnir af mönn- um i brezkum einkennishún- ingum, og er talið, að þetta liafi verið Arabar. Mjólkurbií á Sauðárkróki. Um þessar mundir er unn- ið að undirbúningi bygging- ar nýs mjólkurbús á Sauðár- króki. Arktitektarnir Árni Hoff-Möller og Þórir Bald- vinsson hafa gert teiknngar af húsinu. Bygging mjólkurbúsins mun væntanlega hefjast næsta sumar, en þá verður öllum undirbúningi lokið. Unnið er nú að grunngreftri o. fl. Það er Mjólkursamlag Skagfirðinga, sem ræðst í byggingu þessa. Húsið er 975 rnetrar að flatarmáli, en rúm- mál Jæss er um 4500 tenings- metrar. Það verður búið öll- um fáanlegum nýtízku tækj- um. Fyrst verður lögð áherzla á lúkningu álmunnar, sem fyrirhuguð er til framleiðslu osta. Er hún verður fullbúin, verður hyggingunni haldið áfram eftir því scm ástæður levfa. Brýn þörf er fyrir nýtt mjólkurbú fvrir Skagfirð- inga, þar sem í Skagafirðin- um er mikil kúarækt og gamla búið fullnægir hvergi þeim þörfum, sem eru fyrir slíkt íyrirtæki. Ekki er hægt að segja hvcnær mjólkurbú- ið verður fullgert, j)ar sem ýms ófvrirsjáanleg atvik geta tafið málið, eins og t. d. efn- isskortur og annað. 200 fiiMisk skip sfiæðci tisneSor- ílufS. Siglingar eru enn allhættu- legar við strendur Finnlands, einkum suðurströnd lands- ins. Bendir til þessa, að upp á síðkastið liafa Finnar haft þarna tvö hundruð skip við að slæða tundurdufl og er starfið unnið af mikilli ná- kvæmni. Lesendur eru beðnir að athuga að smáauglýs- i n g a r eru á 6. síðu. —. Nýr straumur um helgina. LitiE síEd nú — batnar vonandi þá. Enn er sama deyfðin yfir síldveiðunum, Bezta veður er nú á miðunum og öll skilyrði til þess að veiða síldina, bara ef hún lætur sjá sig. Flotinn er nú dreifður um allstórt svæði. Víðast hvar verða skipin vör við síld, en ef þau kasta á hana, eru ekki nema nokkrir háfar i kast- inu. — I fyrradag var saltað í 4335 tunnur á Siglufirði. Nýr straumur byrjar um næstu helgi og gera sjómenn sér vonir um að síldin muni þá ganga. Ný fjaBEaleið á Aosturiandi. Á mánudagskvöld var bif- reið ekið í fyrsta skipti um Oddsskarð milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Var ]>að Jakob Snorrason múrarameistari, er ók jeppa- bíl um skarðið og var hann 21/2 tíma á leiðinni. Telur Ja- kob, að ekki þurfi að lagfæra mikið í skarðinu, lil þess að hún sé jafnan fær jeppum að sumarlagi. Var keisara- ekkjan myrt? í Berlín er nú á döfinni mál, sem vakið hefir mikla eftiriekt eða meiri en störf hernámsverndar banda- manna um þessar mundir. Snemma í vikunni fannst nefnilega Hermina prinsessa, ekkja Vilhjálms fyrrum keisara, láíin í íbúð sinni í rússneska her- námshlutanum. — Dauði hennar þótti talsvert grun- samlegur og telja Banda- ríkjamenn, að hún hafi verið myrt með eitri, en Rússar munu ætla að kryfja líkið. Grunur hefir fallið á þýzka konu, sem heitir Vera Herbst og er v inkona Ferdinands prins, sonar Herminu. Hann gætti djásna þeirra, sem móðir hans átti. Voru þau virt á 5 millj. dollara, en fyrir skemmstu hurfu tveir fimmtu hlutar þeirra. Málið hefir verið fengið þýzku lögreglunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.