Vísir - 24.09.1947, Blaðsíða 7

Vísir - 24.09.1947, Blaðsíða 7
Miðvjkudaginn 24. september 1947 V I S I R 7 S. SHELLABARGER : KASTILÍU Þeim var léttir að því, að þurfa ekki lengur að kveljast af óVissu og' finna heitan anda stríðsins leika um sig. Skotgötin voru opnuð, fallbvssunum rennt að þeim og þrumugnýr þeirra jók enn á ærandi liávaðann. Það var óþarfi að miða, því að fyrir liverjum byssukjafti vai þykk - ur veggur af óðum stríðsmönnum. Steinkúlurnar rifu geilar í mannfjöldann, en þær fylltust samstundis aflur. Byssunum var rennt aftur á bak, hlaðnar og hleypt af á ný — fram og aftur, eins fljótt og skytturnar gátu hlaðið þær. Flóðalda Indíánanna reis æ hærra, menn brutust upp á veg'g'ina og yfir þá, en biðu þegar bana, er þeir koriiu niður, innan þeirra. En seluliðið galt þó einnig mikið afhroð, einkum Tlaskararnir, sem höfðu engar verjur að lieitið gæti. Fjöldi manns var orðinn sár og þótt fæst sárin væru mik- il, juku þau þó á þreytu manna, er áhlaupunum var haldið áfram jafnt og þétt. Hávaðinn var ægilegur, því að saman runnu fallljyssu- drunur, smábyssuhvellir, öskur tíu þúsund barka, lúðra- þytur. Hallargarðurinn var alþakinn örvum og spjótum, valkcslirnir á torginu hækkuðu jafnt og þétt, en ofsinn var saniur og' jafn. Verjendurnir, sem voru orðnir stirð- ir og þreyttir og margir sárir, stóðu við fallbyssurnar • eða uppi á veggjunum og vörðust lietjulega. Tvær klukku- stundir liðu, þrjár klukkustundir. Degi tók að halla. Bar- daginn hélt áfram írieð sama ofsa og í byrjun. Það var Alvarado, senr átti liugmyndina um að biðja Montezumu hjálpar. Keisarinn var dreginn upp á Vegg- inn, stóð þar milli Alvarados og Pedros og átti að ávarpa þjóð sína. Þegar þeir Astekanna, sem næstir voru, komu auga á hann, þögnuðu þeir og hættu að berjast og smám saman færðist kyrrð um allt torgið. Eftir lrinn mikla liávaða, sem staðið lrafði klukkustundum saman, var þögnin óeðlileg og næstum óhugnanleg. Montezuma talaði liátt og skýrt. Dona Marina sagði Pedi-o á eftir, bvað keisarinn befði sagt. Hann skipaði mönnum að sýna þolinmæði. Þeirra tími kæmi en hann væri ekki kominn enn. Iléldu þeir, að liann eða guðirnir væru sofandi? Þeir yrðu að bíða liins rétta tíma og hann kæmi senn. Þá mundi gleðidagur renna yfir Tenoktitlan. („Slægðarorð,“ sagði dona Marina, „og þau boða illt eift.“) Árásunum var liætt, um sinn að minnsta kosti og menn fóru á brott af torginu. Montezuma ráðlagði Alvarado og Pedro að leyfa frænda sínum, sem Spánverjar kölluðu ríkisarfann, að fara á fund borgárbúa til að friða þá. Þéir samþykktu þetta og nóttin var þögul, ekkert liljóð heyrðist nema öskur villidýranna í dýragaraði keisarans. Herinn liélt strangan vörð um nóttina. Bardaginn blossaði upp aftur í dögun næsta dag. í stað þess að sefa borgarbúa, hafði keisárinn æst þá um allan lielming, ef það var hægt. Ef til vill hafði liann skýrt frá þvi, að setuliðið væri nærri örmagna eða þetta var aðeins bragð af bálfu Montezumu. Hvað sem því leið, þá var það staðreynd, að árásunum var baldið áfram klukku- stundum saman. Montezuma var fenginn til að skerast í leikinn öðru sinni, en að þessu sinni stóð Alvarado með reiddan rýting við hlið hans fyrir augum fjöldans. Hann beindi rýtingn- um að lijartastað Montezumu. Dona Marina þurfti ekki að túlka, við hvað var átt. Öðru sinni létu Indíánarnir und- an síga, þótt þeim væri það þvert um geð, en þeir lokuðu liverri götu og skurði, vatnsæðinni, sem lá inn í hallar- garðinn og brenndu smáskipin, sem Ivortes liafði látið smíða til að forða liernum yfir vatnið, ef þörf krefði. Al- gerl umsátur var hafið. En þá fannst uppspretta innan herbúðanna. Vistir voru nægar til. Umsátrið gat orðið langvinnt, en úrslit þess Iilutu að lokum að verða undir Kortes komin. Nokkurum Tlöskulum var falið að laumast framhjá Aztckum og færa Korles fréttir af siðustu atburðum. Hann varð að koraa setuliðinu til lijálpar, ef hann bafði nokkra aðstöðu til þess, því að öðrum lcosti hlaut það að falla. Er sendiboðarnir voru farnir, var ekki um annað að ræða en að biða átekta. Er dagarnir líða, hver af öðrum, langir og sársaukafull- ir, fara menn að leita oftar á fund prestanna. Herfangið úr blóðbaðinu gengur manna á milli í spilum. Ilvcr dag- urinn af öðruin liður án þess að nokkrar fregnir berist af Kortes. Menn sjá ekki fram á annað cn dauða, ef ekki berst lijálp frá ströndinni —- en vonirnar fara jafnt og þétt minnkandi. En dag nokkurn, er Pedro og Garcia ráfuðu iðjulausir á steinflötinni fyrir framan eitt liúsanna, komu AJvarado og dona Marina til þeirra. „Montezuma vill tala við okkur, Pedrito. Hann þarf að tilkynna okkur eitthvað og mér þætti gaman að vita, livað það er .... Kemur þú?“ Síðan skorizt liafði í odda, hafði liirð Uei Tlato- a n i s fækkað svo, að í lienni voru nú aðeins örfáir menn, en kurteisir dyraverðir voru enn í höllinni, til að blevpa Alvarado, Pedro og túlkinum inn. Áð þessu sinni tók Monlezuma á móti þeim í hálfluktum garðinum fyrir framan móttökusalinn. Hann var kurteis og auðmjúkur, en gat þó ekki leynt því, að honum var mikið niðri fyrir. Spánverjarnir vissu ekki, hvorf þeir ættu að búast við góðu eða illu. „Tonatiuh og Xiuhtekuhtli,“ tók keisarinn til máls og Marina túlkaði, „eg hefi fcngið ágætar fréttir frá Sempo- ala og vil tilkynna ykkur þær.“ Hvernig liöfðu honum borizt fréttir? Þótt liann væri umgefinn varðmönnum og ókleifum veggjum, tókst lion- um alltaf að fá fyrr fréttir af fjarlægðum atburðum en Spánverjar. Þessar hugsanir fóru uin liuga Pedros og Alvarados, er dona Marina þýddi orð lians. Pedro kreppti hnefana til þess að liendur hans titruðu ekki. Alvarado fölnaði. „Mikil orusta liefir verið liáð,“ sagði Aztekinn, „mikil orusta milli Malinsjes og höfðingja hinna nýkomnu l e u 1 e s (hvítu manna).“ „N ombredeDios! (í guðs nafni) “ sagði Alvarado. „Ilvor varð hlutskarpari? Getur liann ekki koiriizt að að- alatriðinu.“ „Sjáðu!“ sagði Montezuma og féklc honum bréfið. „Tonatiuh getur lesið það sjálfur.“ En þótt Pedro og Alvarado liefðu séð mörg af mynda- bréfum Aztekanna, treystust þeir þó eklci til að lesa það. Þeir fengu donu Marinu það. Hún fletli því í sundur og rak upp undrunar og gleðióp. „Hvað? .... Ilvað?“ „Sigur, herrar mínir!“ Ilún fórnaði höndum til liimna og gleði ljómaði á andlitinu. „Hvað gerðist? IIvar?“ „Sjáið.“ Höfuðsmennirnir gleymdu alveg Montezumu, slóðu hvor sínum megin við donu Marinu og fylgdust með frá- sögn licnnar. „Sjáið. Hershöfðinginn okkar er við ána, Tsjatsjalakas, fimm kílómetra frá Sempóölu. Hann hefir tvö hundruð og fimmtíu menn. Þarna er Velasqucz de Léon og de Sandoval. Það er nótl og rigning. Hershöfðinginn talar við menn sína.“ „Það veit eg, að liann hefir heldur en ekki kveikt i þeim, þrátt fyrir rigningu og illviðri,“ sagði Pedro. „Það getur enginn talað eins og liann! Slógu þeir þá tjöldum við Tsjatsjalakas?" „Nei, herra. Þeir fara yfir ána.“ „Árás á næturþeli!“ sagði Alvarado. „Ágæt hugmynd!“ „Þeir liandsama varðinann fyrir utan Sempóölú. Annar kemst undan og kallar menn til vopna. En Narvacz sefur. Hershöfðinginn okkar heldur inn í borgina og stefnir til aðalmuslerisins. Fjandmennirnir valcna og þeir lileypa af fallbyssum, en oklcar menn fara varlega og aðeins þrír falla. Sunrir þeirra gera árás — undir stjórn Pizarros. Þeir ná fallbyssunum.“ „Hvar var Ivortes?“ „Menn Narvacz voru of margir til að komasl allir fyrir i aðalmusterinu eins og við,“ hélt Dona Marina áfram sög- unni. „Narvaez kom sér fyrir efst á pyramidanum og menn gæla þrepanna. Sandoval er fyrstur þeirra, sem ráðast til uppgöngu á pyramidann og þar verður harður atgangur. Narvaez er særður, en vill ekki gefast upp, fyrr en menn okkar bera eld að herbergi þvi, sem liann býr i. Þá gefst bann upp og allit- aðrir menn bans hafa þá verið teknir höndum. í borginni voru ekki allir menn Narvaez, en þeir eru laldir á að koma til borgarinnar og allur héririn heitir Ivortes hollustu. Hann fagnar því að fá þá í her sinn. Er þclla ckki dásamlegt — þeir voru átta liundruð — þar á meðal áttatíu riddarar — Og höfðu margar fallbyssur, en lutu í lægra halcli fyrir tvö. liundruð og fimmtíu af okkar niönnum!“ Pedro og' Alvarado óskuðu þess báðir, upphátt og í hljóði, - Smælki - Ölkær maöur í bænum Little Rock í Arkansas, sem marga nóttina haföi orðið aö sitja í steininum, vegna þess aö hann átti ekki fyrir sektinni, kom dag nokkurn inn á lögreglu- stööina ódrukkinn og vildi leggja inn 10 dollara sem fyrir- framgreiðslu. Friðrick Beck frá Astoría var orðinn svo leiður á konu sinni að nótt eina flúði hún upp úr rúmi sínu þegar hann haföi skotið á hana fimm riffilskot- um en aldrei hitt, Er þetta dugði ekki tók hann sér í hönd heljarmikla kjötsveöju, elti hana, og lagði til hennar sjö sinnum með henni, en missti ailtaf marks. Þá gafst hann upp. í Pittsburg var hætt við að grafa Harvey Campbell, þegar „likiö“ birtist skyndilega og lýsti því yfir, aö sá, sem í kist- unni lægi, væri svikari. Þaö er á íleiri stööum en í Reykjavík, sem póstafgreiðslan gengur seint. Orvilla M. Hardicane, póst-. meistari, í borginni Secane í Pensilvaníu viðurkenndi, að nokkrir póstbögglar hefðu orð- iö tepptir á póststofunni hjá sér um nokkur ár. En hún lofaði að senda þá undir eins og hún fengi tíma til. Nálægt Þrándheimi í Noregi varö nýlega Vassilij Ramboski, rússneskur hermaður, mjög glaður er hann frétti að stríðið, væri búið. Hann hafði sloppið, úr haldi hjá Þjóðverjum 1944 og falið sig alla tíö síðan. ■, . ttrcMcfáta Hf. 477 Lárétt: 1 Jötunn, 4 ferðast, 6 þranim, 7 liryllir, 8 forsetn- ing, 9 tveir eins, 10 þing- maður, 11 illviðri, 12 kind- um, 13 liásæti, 15 tveir eins, 16 flýti. Lóðrétt: 1 Sviksemi, 2 lin- dýr, 3 tveir eins, 4 neitun, 5r fugl, 7 endimörkum, 9 brúna, 10 elska, 12 fljótið, 14 endi.‘ Lausn á krossgátu nr. 476. Lárelt: 1 Stál, 4 og, 6 Pan, 7 lióa, 8 Rp, 9 fá, 10 áll, 11 nóló, 12 P. A„ 13 angan, 15 il, 16 agn. Lóðrétl: 1 Sprengi, 2 tap, 3 án, 4 0. Ó.,'5 gargan 7 liál, 9 flóna, 10 ála, 12 Pan, 14 G. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.