Alþýðublaðið - 17.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.05.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Bókbandsvinnustofa okkar er flutt íi Hverllsgötu 34 (gengið um poitið). Guðgeir Jónsson. Eyþór Guðjónsson. Sími 386. Póraririn Guðmuridssoa byrjar að spila á Fjallkonunni á hverju kvöldi. Allir velkomnir. gátur tilverunnar — bjástri endan- leikans puta við háfjall óendan- leikans. En yrk þú meira, Jakobl i6. maí 1920 H. H. Um daginn 09 veginn. Jarðsbjálftakippir urðu enn á sunnudagsnóttina. Kom sá fyrsti um kl. 3 og var hann snarpastur Næsti kom kl. 3 10 og var hann lítið eitt minni en sá fyrsti; þriðji kippurinn kom kl. 3,15 og sá fjórði kl. 340, voru þeir báðir litlir. Hjóuaband. Á laugardaginn voru gefín saman að síra Bjarna Jónssyni: Valborg Pétursdóttir og Stefán Ólafsson frá Patreksfirði. Krían er nú komin. Sást hún í gær, og munu þá allir farfugl- arnir komnir. Eitt flskiskipið hafði af van- gá fallið úr skipalistanum á laug- ardaginn. Það var m.s. Hákon, sem hafði aflað 42 þús. yfir ver- tiðina. Úr bréfl frá Vestmannaeyjum. ». . . >Þór« fór 13. maí til Aust- urlandsins fullur af fólki, flest ver- menn. Enn þá er hér ágætt fiski á lína, en netaveiðar eru að mestu hættar. Margir ætla að gera hér út í sumar . . .« Hringferð Hringsins var vel sótt í gær, euda dágott veður. Kepptust menn einkum um að komast í Iðnó og sjá það sem þar var sýnt Var hlegið mikið að »Ástabrallinu«, en þó þótti mönn- um þjóðdansarnir ensku einkum skemtilegir. Fyrirlestur Arna Páls- sonar um Friðrik Wilhjálm II, prússakonung, sem var mjög fróð- legur og vel fluttur, var alt of illa sóttur. Fíflalætin virðast ganga yfirleitt betur í fólk. Kaffisalurinn í G.-T.húsinu var vel sóttur, enda góðar veitingar þar. Sig. Birkis söng nokkur lög í Báru, við góð- an orðstýr. Tombóla var f leik- fimishúsinu. Biosýningar. Óg Sig. Nordal talað nokkur vel valin orð af þinghússvölunum, í upphafi hringferðarinnar. í kvöld verður »Astabrallið« og dansarnir endur- teknir í Iðno. Hvirfill. Ráðstjörn í hyerri borg á Englandi. Nýlega hélt .British socialist Party” (jafnaðarmannaflokkurinn brezki) ársfund sinn í London. Var þar ákveðið, með miklum meirihluta, að tfmi væri til kom- inn fyrir flokkinn, að búa til stefnuskrá (program) tyrir verka- menn til að fara eftir, á þeim byltingatfmum, sem hlytu að leiða af auðvaldsóreiðu, sem nú ríkti í Evrópu. Var framkvæmdastjórn flokksins falið starf þetta. Einn fundarmanna lcvað bráð- nauðsynlegt að koma á ráðstjórn í hverri borg; sumstaðar væri hún þegar komin. Það var samþykt með miklum meirihluta. Fundurinn ákvað að lysa þvf yfir, að friður Bandamanna væri „ræningjafriður" og lýsti sömu- leiðis yfir megnri vanþóknun sinni á hervaldsstjórn Breta í Indlandi, Egyftalandi, írlandi og hvar sem væri. Ritstjóri „Cali“, sem er blað flokksins, kvað það vel farið, ef brezka stórveldið gliðnaði f sundur. Sömuleiðis var samþykt sam- úðaryfirlýsing með kröfum íra og gerði fundurinn kröfur um að írar fengju fult sjálfræði yfir sín- um málum og fordæmdi þær að- ferðir sem Englastjórnbéitti þar. Sanngirnis og réttlætistilfinning- in er altaf jafn sterk hjá jafnaðar- mönnum. X títlenðar Jréttir. Lenin flmtngnr. Fyrir skömmu var haldið þing Kommunista í Moskva. Að því loknu voru haldnar margar ræður fyrir minni Lenins, sem þann dag var 50 ára að aldri. Bucharin og fleiri, sem töluðu, kölluðu hann merkasta »Marxista«, sem uppi hefði’ verið, og dáðu mjög stjórn- vizku hans. Sovjet-stjórnin rússnesba hefir sent Kfnverjum þann boð- skap, að hún bjóðist til að ónýta alia þá samninga og einkaleyfi, er keisarastjórnin rússneska hafi á rangan hátt haft af Kínverjum. Hafnarverkamenn í Leith hafa nú 16 shillings (túml. 17 kr.) fyrir 8 tíma vinnu á dag. íslenzkir hafnarverkatnenn f Reykjavík hafa að jafnaði 13 kr. á dag fyrir xo tfma vinnu Þess er þar að auki getandi, að minni dýrtíð er í Eng- landi, en hér í gózenlandi okrar anna. Yínbann. Yukon á Alaska hefir samþykt vínbann við almenna atkvæða- greiðslu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.