Vísir - 22.10.1947, Page 4
igapaMp^Bg&^ 22. rÆtóbcr 13*17
D A G B'L'A í>
Ctgefandi: BLAÐAUTG VíSJll H/F.
Ritstjórar: Kristján Guðiaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Vísitalan.
Iramfærsíuvísitalan fyrir októbermánuð reyndist að vera
325 stig samkvæmt útreikningi Hagstofunnar! Hefir
Vísitalan þannig liækkað um 13 stig frá þvi, sem var í sept-
embermánuði, en það mun vera mesta hækkun vísitölunn-
ar, sem átt hefir sér stað í einum mánuði. Þessi mikla
hækkun vísitölunnar leiðir af því, að dregið hefir verið
úr niðurgreiðslum á jarðeplum, en auk þess liafa mjólk
og mjólkurafurðir hækkað tilfinnanlega í verði og húsa-
ieiguvísitala hækkað lítillega.
Hækkun sú, ‘sem orðið hefir á vísitölunni, kom engum
á óvart, sem fylgzt hefir með þróun málanna á undan-
förnum árum. Verðþenslan er enn í algleymingi, kaup-
gjald og afurðaverð hækkar sitt á hvað, en sökum þess
að vísitalan er reiknuð út í mánuði hverjum, geta óveru-
legar verðbreytingar á nauðsynjavörum haft alltilfinnan-
lega hækkun á vísitölunni í för með sér. Má sem dæmi
nefna, að verðlag á jarðávöxtum fer nokkuð eftir því,
hvenær uppskera fer fram, og er verðlagið þannig hæst
í ágústmánuði, en lækkar því næst eftir því, scm nær
dregur eðlilegum uppskerutíma. Slík stundarhækkun get-
ur hafa leitt af sér vísitöluhækkun, ef ekki er sett undir
lekann, og eru þess dæmi frá liðnum árum.
Ríkið greiðir niður verð á kjöti, en hyrfi það frá því
'ráði, myndi vísitalan enn hækka stórlega. Hefir þess ver-
ið getið, að ef engar hömlur væru settar við hækkun vísi-
íölunnar, myndi hún hafa numið 386 stigum í síðasta mán-
uði og næmi þá 399 stigum núna, þannig að þá værum
við háífdrættingar á við Frakka, sem búa við meslu verð-
þenslu Vestur-Evrópuríkj a.
Menn hafa vænzt þess, að núverandi ríkisstjórn myndi
setja métnað sinn í að halda verðþenslunni niðri, enda
lýsti hún yfir því í upphafi, að hún mundi lærjast af al-
cfli gegn aukinni dýrtíð. Vitað er, að ríkisstjórnin hefir
nú mcð höndum undirbúning frumvarpa til úrbóta, sem
iögð verða fyrr Alþingi á næstunni, en æskilegra hefði
verið að slík frumvörp hefðu legið fyrir þegar i þing-
hyrjun, enda verður að gera ráð fyrir að ný vísitöluhækk-
un skapi ekki heppilegri grundvöll til aðgerða eða auki
á skilning löggjafans, eftir alla þá reynslu, sem þegar er
íengin af verðbólgunni á styrjaldarárunum, Enn sem kom-
ið er hefir vart verið vikið að verðþenslunni innan veggja
vlþingi, en hinsvegar Iiafa harðar deilur staðið um Kefla- 1
víkurl lugvöllinn síðustu fjóra dagana. Sýnist þar seilzt
langt yfir skammt eftir þeim vandamálum, sem nú krefj-
est skjótastrar lausnar.
Atvinnurekendur hafa krafizt þess, að einhverjar þær
ráðstafanir verði gerðar gegn aukinni verðþenslu, sem
;eri þeim kleift að halda uppi atvinnurekstri án tilfinn-
onlegs halla. Véfengir enginn, að sjávarútvegurinn býr nú
við óviðunandi skilyrði, enda hefir rekstrarhalli orðið rnik-
i I bæði á vetrarvertíð og síldarvertíð síðustu tvö árin.
Hagur flestra útgerðarmanna er nú slíkur, að ef láns-
stofnanir gengjií ríkt eftir, yrðu þeir allir eignalausir menn.
í.'líkt uppgjör kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Láns-j
stófnanir munu í lengstu lög leitast við að hjálpa þess-
um mönnum til að rétta við hag sinn, en því aðeins máj
l að verða, að atvinnurekstrinum sé sköpuð önnur og bctri ^
skilyrði, en hann á nú við að búa. Verðþensluna verður
að yfirvinna með einhverjum ráðum, cn slikar ráðstafanir
þola enga bið.
Alþingi virðist hafa skotið sér undan raunhæfum að-
gérðum í dýrtíðarmálunum allt til þessa, af ótta við al-
menningsálitið og óvinsældir, sem kynnu að leiða af á-
kveðinni baráttu gegn aukinni verðþenslu. Almenningur
hefur Jiegar sýnt, hver vilji hans er í því efni og brugðizt
vel við þeim kröfum, sem stjórnarvöldin hafa til hans gert.
Engin ástæða er til að ætla, að raunin verði önnur, þótt
uknar kröfur verði gerðar, ef árangurinn sýnir sig fljót-
lega í bætUun atvinnuskilyrðum og Ijetri afkomu. Að því
ber að stefna og til þess verða allir einhverju að fórna.
Sklpstlóraráðningar:
Seitki nnt hurö
iil tokunnar.
Nú lcvað vera búið að ráða
skipstjóra á væntanlega tog-
ara Bæjarútgerðar Reykja-
víkur, sem búizt ér við til
landsins hvað úr hverju.
Urðu þar fyrir valinu að-
allega utanhæjarmenn og
menn, er átt hafa skamma
stund lögheimili í Reykjavík.
Þykir sýnt af mannavali
þessu, að ráðamenn Bæjarút-
gerðarinnar búist ekki við
þriðju heimsstyrjöldinni i
náinni framtíð, vegna ])ess
að sérstaklega hafi verið
seilzl eftir skipstjóraefnum
úr hópi þeirra, sem töldu sig
belur setta i landi í síðasta
striði, — að einum manni
undanskildum.
Er þessi friðarvon Bæjarút-
gerðarinnar auðvitað allrar
virðingar verð, en óþægilegt
gæti það orðið i bili, ef heim-
urinn skyldi nú leggja upp í
nýja styrjöld, án þess að leita
álits Bæjarútgerðarinnar, —
og svo lilypu skipstjórarnir
allir í land og scgðu sern svo,
að það væri bara óðs rnanns
æði að sigla á ófriðartínrum!
Sennilega yrði þá að leila til
undirmanna skipanna, og
þeirra, senr kinokuðu sér
ekki við það áður, að sigla á
stríðstírnunr.
Mörgunr reykviskunr sjó,-
mönnunr mun finnasl, að hér
bafi verið seilzt langt yfir
skanrnit úm hæf skiþstjóra-
efni fyrir Bæjarútgerðina, —
og sú staðreynd nretin líiils,
að það eru reykvískir sjóm.,
senr öfluðu gjaldevris fyrir
kaupum á Reykjavikurtogur-
unr og meira til.
Það er látlaust verið að
vara fólk við að flytja lringað
lil Reykjavíkur i atvinnuleit.
Bílstjórum utan af landi er
óheimilt dð stunda hér at-
vinnu, og er þá skemnrst að
minnast saltflutninganna til
Suðurnesja í fyrra, sern olli
nriklunr uppsteit. Kunnugir
menn fullyrða, að Bæjarút-
gerð Akran. hafi nú sagt upp
öllum ulanbæjarmönnunr á
sinunr togara, í því skyni að
tryggja Akurnesingum sjálf-
unr forgangsrétt að vinnu við
fvrirtækið. Þannig eru allir
að vátrvggja sig fýrir niður-
gangstimunum, sem sýnilega
l’ara í hönd. En þvert ofan í
allar þessar vfirlýsingar og
va rúðarráðs tal'anir brjóta
svp forráðamenn Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur lög á
reykviskum sjómönnum með
því að ráða utanbæjarmenn i
ábyrgðars töður, sem reyk-
viskir sjómenn eiga að
minnsta kosti réttlætiskröfu
á. —•
Enginn má skilja orð mín
svo, að eg sé að varpa rýrð á
þá menn, sem hlotið hafa náð
fyrir augúm Ræjarútgerðar-
innar. Fer því víðs fjarri.
Mér vitanlega eru það allt
dugandi menn og hæfir til
starfans, reyndir sjósóknar-
menn. Iiitt verður svo alltaf
álitamál, hverjir séu hæfast-
ir. En eg lel, að forráða-
mönnum Reykjavíkur beri ó-
tvíræð skylda til að hlúa að
reykvískum sjómönnum,
jafnmikið og bæjarfélagið á
þeim að þakka. Og að engin
sanngirni sé i því, að Bæjar-
útgerðin sé að seilast eftir ut-
anbæjarmönnum, sem hlupu
í land yfir stríðsárin. Það er
meira. en nóg af þeim kaval-
erum í Jieimaherbúðunum!
Á stríðsárunum viður-
kenndi þjóðin réttilega, að
mest mæddi á þeim sjó
mönnum,: sem sigldú með
fiskinn i markað í En
landi. Viðurkenningin fólst í
liærri kaupgreiðslum og
auknum tryggingum á milli
íándasiglingu. Eðlilegast
liefði verið, að Bæjarútgerð
Reykjavíkur liefði haft þá
menn efst i huga, sem bezt
dugðu, þegar mest á reið, er
velja þurfti skipstjóraefni
fyrir væntanlega togara. Þeir
eru áreiðanlega verðir þess,
að þeim sé gefið tækifæri í
lífinu.
Eitt er víst, að hugleysi
hefir aldrei þótt verðlauna-i
, t sjos, hvað sem
ykir sæmilegt i landi!
^Einn, sem ailtaf sigidi.
AI-MNGI:
Framh. af 1. síðu.
gera tillögur um ný iðjuvei
og fylgjast sem bezt með
framleiðslu og sölu islenzkra
iðnaðarframleiðslu.
Loks á framleiðsluráðið að
gera skýrslu um þau málefni,
sem það fjallar um og gefa
hana út árlega.
Greinargerð fyrir frv. er of
löng til þess að liægt sé að
hirta hana í heild, en þar
segir að endingu:
„. .. . Miklu veigameiri
(þátíurinn) fyrir atvinnuveg-
inn og afkomu þjóðarinnar i
heild, er að skipuleggja iðn-
aðinn meira en gert hefir
verið hingað til. Byggjá hami
upp og endurbæta hann á
vísindalegum og þjóðhags-
legum grundvelli.
Ef marka má álit og full-
yrðingar þeirra manna, sem
nú fara með fjárhagsmál
þjóðarinnar, er hreinn voði
fyrir dyrum, nema unnt sé
að koma gjaldeyrismálunum
á tryggari grundvöll. En til
þess að svo megi vcrðp er
vart til annað en,einhver af
eftirfarandi leiðum eða allar
1
lil sarnans:
1. Að minnka innflutning
byggt á meiri sparnaði i
landinu;
j j 2. að auka útflutning í
niagni, svo að mælt verði
nauðsytilegum -riimílutdhígi;
3. að auka útflulninginn
að verðmæti á móts við inn-
flutninginn;
4. að miimka inagn og
verðmæti innflutningsins á
þann hátt, aðfullvinna sjálfir
vöruna í landinu.
Fyrsta úrræðið verður
aldrei annað en hráðabirgða-
lausn, óvinsæl og afleiðinga-
rík á ýmsan hátt til hins lak-
ara, og annað úrræðið skapar
enn meiri rányrkju og sóun,
sem of lengi er búið að reka.
Þjóðin verður því að taka
upp baráttuna fyrir þriðja og
fjórða úræðinu, en til þess að
árangurs sé að vænta i þeirri
baráttu, verður að skipu-
leggja iðnaðarframleiðsluna
á líkan hátt og gert er ráð
fyrir í þessu frumvarpi.
Sem dæmi um það, hvað
hægt er að gera í þessum
málum og hvað gert hefir
verið undanfayið, vil eg
bendá á, að 1929 er meðala-
lýsið aðeins 49% af þorska-
lýsisframleiðslu landsmanna;
1933 er það komið upp i 89%
og nú upp í 95%, auk þess
sem nú er 30% betri nýting
úr lifrinni. Er allt það aukna
fé, sem liér liefir fengizt,
komið inn fyrir aðgerðir iðn-
áðarins.
í fiskiðnaðinum einum
eru margyislegir möguleikar,
sem spara mundu milljónir i
innflulningi og auka lim enn
fleiri milljónir úlflutning, og
sáma má segja um landbún-
aðinn, ef aðeins er. beitt sér
að þeim verkefnum, sem allt
of lengi hafa verið vanrækt.
Það er alveg órannsakað
mál enn, hvað landið hefir í
sér fólgið af verðmætum
,”,áefnum, sem vinna má úr,
en hitt er þó vist nú þegar,
að þau eru fleiri og meiri en
svo, að við fáum afkastað
því öllu á næstu árum.
Brej’tt viðhorf liefir gert það
að verkum, að þjóðin getur
ekki lifað eingöngu á land-
búnaði og rányrkjandi sjáv
aiútvegi. Þriðju stoðinni,.
iðnaðinum, verður að renna
undir til viðhalds lifi og
menningu hennar. Og það
verður að gerast nú þegar og
á þann hált, sem að gagni má
verða.“
úrkoma0
Rigningar hef'ir gert i
Ástralín eftir ákaflega þurr-
an vetur.
Þótti horfa til vandræða
mn landbúnað og kvikfjár-
rækt, cn vegna rigninganna
geta Ástraliumenn sent
Bretum hundruð smálesta
meira af dilkakjöli en clja.
Kroppþunginn jókst svo við
yigningarnar.
Uppskeruliorfur • hafa
einnig batnað stórum við úr-
lcomuna og geta Bretar
fengið þrisvar meira korn i
Ástralíu en áætlað var, áð-
ur en rigndi.