Vísir - 18.11.1947, Blaðsíða 4
V I S I R
Þriðjudaginn 18. nóvemher 1947
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F.
Ilitstjórar: -Rristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Fyrstu áhrifin koma í ljós.
Það eru aðeins örfáar viluir síðan kommúnistaflokkar
nokkurra landa í austanverði Evrópu bundust sam-
tökum sín á milli. Menn liafa haldið því fram, að liér
væri aðeins um endurreisn hins alræmda Kominterns að
ræða, en það hafði aðsetur sitt i Moskva, stjórnaði komm-
únistaflokkunum um heim allan að geðþötta sínum og
var leyst upp á stríðsárunum, til þess að handamenn væru
óvarari um sig. gagnvart kommúnistahættunni. Konnnún-
istar neita þvi vitanlega, að Komintern sé risið úr gröf
sinni, en tekst þó ekki betur en svo, að það kom þegar
fram í fyrsta tölublaði vikublaðs þess, sem hið nýja komm-
únistasamband hefur hafið útgáfu á, að Kominform — en
svo heitir hið nýja samband — sé aðeins framhald af
fyrra sambandinu.
Látið er í veðri vaka, að nýja sambandið sé aðeins
einhverskonar upplýsinga- og fræðslusamband. Flokkarn-
ir skiptist á fréttum og upplýsingum fyrir milligöngu þess,
að það á auk þess að samræma aðgerðir þessarra flokka.
En samræmingin er einmitt sönnunin fyrir því, að þeir
bafa rétt fyrir sér, sem halda því fram, að Komintern
sé til orðið á nýjan leik. Hitt er svo annað mál, hvort
hyggilegt þykir að gefa kommúnistaflokkum þeim, sem
hafa ekki enn gengið í sambandið, ski])im um að gera
það nú þegar. Það er t.d. alveg óvíst, hvort hinir íslenzku
kommúnistar fá fyrirmæli um að ganga i þetta samband.
Þeir mundu tapa svo miklu á því, að rétt mun þykja að
láta þá standa utan samtakanna, unz betur árar fyrir
þeim. Á hinu mun hinsvegar leika lítill vafi, að íslenzkir
kommúnistar fylgi þeirri línu, sem Kominform leggur til,
þótt þeir afneiti öllu sambandi við þá stofnun.
En þótt hið nýja samband kommúnistaflokkanna sé
ekki búið að starfa lengi, er árangurinn af stofnun þess
þó þegar farinn að koma í ljós. Þegar það var stofnað var
þvi haldið fram, að fyrsta markmið þess mundi að vinna
sigur á Frakklandi og Italíu, þar yrði sókn hafin, sem
mundi ekki hætt fyrr en yfir lyki, kommúnistar hefðu
sigrað eða beðið algeran ósigur. Þessi spá er nú að rætast,
því að atburðir síðustu viku i þessum tveimur löndum
bcra það með sér, að sókn kommúnistaflokkanna í ])ess-
um löndum sé hafin. Verkföll og óeirðum er komið af
stað í tveimur stærstu hafnarborgum Frakklands, Le Havre
og Marseilles, þar sem kommúnistar hafa löngum verið
sterkasti flokkurinn, en urðu undir í kosningunum á dög-
unum. Ókyrrðin mun vafalaust brciðast út til annarra
borga, þar sem kommúnistar eru fjölmennir, cn það er
ekki að ástæðulausu, að þeir láta til skarar skríða í þess-
um tveimur borgum. Ástæðan er meðal annars sú, að
Frökkum er mikil nauðsyn á að flyfja til Iandsins alls-
konar erlendar nauðsynjar, sem þjóðinni er þörf
áýað fá. Leggist vinna niður í hafnarborgum og innflutn-
ingur um þær jafnframt að meira eða minna leyti, hlýt-
ur það að auka á erfiðleilca þá, sem stjórnin á við að
stríða, en það bætir jarðveginn fyrir moldvörpustarfi
kommúnista.
' i ■ ".íi'.'■■•' ' f. '
Það þarf því ékki frckar vilnanna við um það, að
kommúnistar eru þegar byrjaðir valdabaráttu sína og að
það er stofnun Kominform, sem Iíefur mikil áhrif á þá
baráttu. Þótt reynt verði að koma á friði í Frakklandi og
Italíu á næstunni, þá er mjög ósennilegt að það takist og
af þeirri einföldu ástæðu, að kpmmúnistar vilja ekki frið,
þeir sjá, að nú verða þeir að hrökkva eða stökkva, því
að ella kaun tækifærið að ganga þeim úr greipum.
En hvers vegna er tækifærið nú, en ekki síðar, þegar
glundroðinn verður enn meiri? Því er auðsvarað. Gera
má ráð fyrir því, að eftir nokkra mánuði verði byrjað
fyrir alvöru endurreLsnarstarfið í Evrópu með hjálp frá
Bandaríkjunum. Það eru miklar líkur til þess, að það geti
borið árangur, mikinn og skjótan árangur, en er svo væri
komið, að þjóðir Evrópu réttu úr kútnum, þá hæfist um
leið hnignunartímabil kommúnista. Því er tækifæri þeirra
nú — eða ekki.
Kanada samþykkir ýmsar
Innflfiiiniu^iir éþaría og
skemmtiferflalög bönnuð.
*
fc.,7'
6.
Brezkir námamenn settu
nýtt met í kolaframleiðslunni
í s. 1. viku, en þá voru fram-
leiddar 4 milljónir og 250
þúsundir lesta af kolum.
Alls er kolaframleiðsla
Bretlands orðin um 172 mill-
jónir lesta og fer dagleg
framleiðsla vaxandi eftir þvi
er á líður.
Kanadaþing hefir heimil-
að stjórn landsins að gera
ýmsar ráðstafanir til þess að
spara dollara og til þess að
draga úr eyðslu landsmanna.
Bannaður hefir verið inn-
flutningur á ýmsum óþarfa
og dregið mjög úr innflutn-
ingi þeirra vara, er greiðast
verða í dollurum.
Skemmtiferðalög.
Kaitada hefir og farið að
dæmi margra annarra þjóða
og bannað landsmönnum að
fara í skemmtiferðalög til
þess áð draga úr gjaldeyris-
eyðslunni. Ætlast stjórnin til
að allt að % dollaraeyðslunn.
ar verði sparaður á þennan
bátt. Ýmist með að draga úr
innflutningi og banna ferða-
lög, er ekki geta talizt nauð-
synleg.
Taka lán.
Það liefir verið tilkynnt í
Washington, að Kanada hafi
fengið 300 millj. dollara að
láni hjá Export-import bank-
ankum í Bandaríkjunum og
verður láni þessu varið til
þess að kaupa vélar og alls
konar tæki, er Kanadamenn
vanhagar um.
King sæmdur heiðursmerki.
Mckennzie King forsætis-
ráðherra Kanada er nú i
London í tilefni af væntan-
legu brúðkaupi Elizabetar
prinsessu og Mountbatten
prins, er fer fram 20. þ. m.
Bretakonungur sæmdi hann
i gær lieiðursmerkinu „Order
of merit“ en það heiðurs-
merki fá mjög fáir menn og
mega ekkj fleiri en 25 bera
það samtímis.
FulKrúi ráðinn
b úfvarpsráð.
Baldur Pálmason hefir
verið ráðinn fulltrúi Útvarps-
ráðs, að því er útvarpsstjóri:
tjáði Vísi í morgun.
Tekur Baldur við þessu
nýja starfi frá og með 1. des.
n. k. — Eins og kunnugt er
gegndi Ragnar Jóhannesson,
cand. mag., stárfi þessu um
nær fimm ára skeið, en hann
liefir nú verið settur skóla-
stjóri á Akranesi.
OrMSÍaWB €Í
Hálogalandi
ffuwnsgniL
Fjalakötturinn liafði i
gærkveldi frumsýningu á
gamanleikritinu „Orustan á
IIálogalandi“.
Húsfyllir var og virtust á-
horfendur skemmta sér liið
bezta. Bárust leikurum og
leikstjóra fjöldi blómvanda i
leikslok. Nokkuð eyðilagði
það fyrir slcemmtun manna,
hve kalt var í liúsinu. Næsta
sýning Fjalakattarins á þessu
leikriti verður næst komandi
fimmtudag.
Brezkir og amerískir verk-
fræðingar hafa fundið olíu
í jörðu rétt við Kario í
Egiptalandi.
BERGMÁl
Síðasta orðið.
„U. G.“, sem sendi mér pist-
il fyrir nokkuru, heíir nú gert
það öðru sinni. Eg hafði eigin-
lega ætlað mér aö hætta „skot-
hríðinni á Leikfélagið“, sem
sumir hafa kallað svo, en læt
U. G. liafa siðasta orðið. Svo
er málið tekið út af dagskrá —
um tíma. Bréf U. G. er á þessa
leið: „Leiklistarunnandi var
um daginn að bera lof á Leik-
félag Reykjavikur og langar
mig til að gera smá-athugasemd
við grein hans.
„Billegt grín“.
Eg efast um, að leikritiö
„Blúndur og blásýra“ verði
nokkurn tíma taliö hafa mikið
bókmenntalegt gildi. Það nálg-
ast að v.era farsi“ grínið í því
er að minnsta kosti mjög bill-
■egt. Þeim, sem séð hafa leikritið
erlendis, 'finnst allmikill munur
á túlkun hinna ýmsu leikara á
hlutverkum þess. Sá, sem relur
„Blúndur og blásýru“ eitt það
bezta, sem Leikfélag Reykja-
víkur hefir sýnt, hlýtur að hafa
séð mjög fá af þeim leikritum,
sem L. R. hefir tekið lil með-
íerðar.
Ágætt fyrir hörn.......
Þá er val jólaleikritsins ekki
glæsilegt — „Einu siíini var“.
Leikrit, sem er ágætt fyrir börn
og hálfdanskt iólk. Sætt og
eleki neitt.-------Eg cr sam-
mála því, að Daði (í Skálholti,
sem á að fara að sýna) m.æt'ti
vera yngri og að Robert Arn-
finnsson gæti verið góður í
hann, en þar þyrfti þá líka að
yngja Ragnheiði. — Reyndar
kemur það oft fyrir hjá L. R.,
að valdir eru leikendur til að
fara með hlutverk, sem eru
miklu eldri en ætlazt er til í
leikritinu. Mér finnst frammi-
staöa L. R. svo bág í haust
að það eigi litið lof skilið.
Finnst mér óvænlega liorfa fyr-
ir Þjóðleikhúsi voru, þégar L.
R. getur ekki haft tvö leikrit í
gangi í einu.“
Hugleiðingar að morgni dags.
,,Óskar“ skrifar mér eftir-
farandi: „Það er snemma
njiorguns. Eg á frí frá vinnu og
rölti niður í bæ til þess að ná
mér í blað. Hvert sem litið er
má sjá menn á leiö til vinnu
sinnar, heiðvirða borgara, sem
þekkja lögniál stundvísinnar.
Mér verður hugsað, að ef til
v ill sé þessir menn af gamla
skólanum.
Niður að höfn.
Klukkan slær átta. Flg held
sem leið liggur ni-ður að höfn.
Þar er starf og strit. Salmon
Knot var að koma með xoo bíla
innan borðs. Það vari ef til
vill ckki síðri sjón, ao sjá skip
hlaðiö landbúnaðarvéiunr koma
brunandi inn á höfnina. ....
Eg« fjarlægist huínina og þá-
verður mér hugsað til þess, að
við íslendingar búum í landi,
þar sem smjör drýpur af hverju
strái. Og það er ekki hægt að
segja, að við höfum það ekki á
tilfinningunni...... Hundrað
bílar með Salmon Knot — —
síldin veður í Iivalfirði.“
Óþolandi orðbragð.
Jón Sigurðsson hefir sent
mér pistil um íþróttaþáttinn í
útvarpinu á sunnudaginn. Hann
segir: „Þegar fyrirlesarinn
(Brynjólfur Ingólfsson) var að
skýra frá áhorfendum á sund-
mótinu í Sundhöllinni á dögun-
um sagði hann, að þar hefði
borið sérstaklega á ungu fólki
„og krakkaormum“. Mér finnst
satt að segja, að hann hafi tek-
ið sér í munn orð, sem ekki ætti
að" heyrast í útvarþi, því að
merking þess er niðrandi.
Fagnaðarefni.
Þegar þannig er talað, virð-
ist rnanni helzt sem fyrirlesar-
inn hafi verið að fetta fingur út
í það, að börnin skyldu vera
þarna, ella hefði hann nefnt
þau öðru nafni og þótt eg hafi
ekki stúdentsmenntun, treysti
eg mér vel til að benda á betri
orð. Það eru börnin, sem voru
þarna í Sundhöllinni, sem iðka1
rnunu íþróttina á næstu árum
og sá, sem segir frá þeim á op.
inberum vettvangi á ekki að
velja þeim slikt heiti sem gert
var -á- sunnudaginn.-----—]