Vísir - 30.12.1947, Side 4
4
V I S I R
Þriðjudaginn 30. desember 1947
wlsaii
D A G B L A Ð
Utgefandi: BLAÐADTGÁFAN VlSIR H/F.
Ritstjómr: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
ár lylgir ári.
fcótt rúm tvö ár séu liðin frá því, er stríðinu lauk, hefir
“ ár það, sem nú er að kveðja, mótazt af hörmungum
styrjaldarinnar um heim allan. Sultur og neyð hefir víða
verið í algleymingi, þjóðir hafa borizt á hanaspjót inn-
hyrðis og nú um áramótin hafa skærurnar verið með mesta
móti, í sunnanverðri Evrópu og fyrir hotni Miðjarðarhafs-
ins. Ymsir spá, að hér sé forleikurinn háður að öðrum
stærri og mciri tíðindum, svo sem gerðust á Spáni, áður
en heimsstyrjöldin brauzt endanlega út. En þrátt fyrir
þungar horfur, er unnið kappsamlega að friðarmálum og
mikið liefir vissulega áunnizt, þótt margt hafi einnig tapazt.
Hér á landi hefir árferði verið að ýmsu leyti erfitt,
þótt afkoman í heild hafi verið með ágætum. Einkum ber
það til óárunar, að sumarið var svo óþurrkasamt, hér syðra
sér í lagi, að heyfengur er með minnsta móti og allsendis
óvíst, hversu fénaður gengur fram. Hafa bændur orðið
að grípa til niðurskurðar á fé sínu, frekar en þeir höfðu
ætlað síðastliðið liaust, og er enn ekki séð fyrir endann
á slíkum neyðarráðstöfunum. Norðan lands og austan var
sumarið hinsvegar með eindæmum gott og er þaðan allt
aðra sögu að segja. Aflaföng hafa aftur verið með mesta
móti, og gert er ráð fyrir að útflutningur afurða muni
nema nokkuð á fjórða hundrað milljónum króna, en það
er hærri upphæð fyrir útfluttar afurðir en dæmi eru til
nokkuru sinni fyrr.
Verðþenslan hefir verið í algleymingi á árinu og vísi-
tala hækkað mjög tilfinnanlega, þannig að nú er hún skráð
328 stig, þrátt fyrir allar niðurgreiðslur rikissjóðs, en kæmu
þær ekki til greina, myndi vísitalan vera um 380 stig, að
þvi er talið er. Aukin verðþensla hefir að vonum haft al-
varlegar al'Ieiðingar fyrir allan atvinnurekstur, og þrátt
fyrir ábyrgð ríkissjóðs á afurðaverði landbúnaðar og sjáv-
arútvegs, munú þessir atvinnuvegir hvorugir hafa getað
talizt arðvænlegir. vTelja útvegsmenn þannig, að opinber
stuðningur hafi verið með öllu ófullnægjandi og á kom-
andi ári vcrði að gera róttækari ráðstafanir, ef tryggja
eigi atvinnurekstur i landinu. Ilefir þó enn verið tekin
ríkisáhyrgð á andvirði fisks, svo sem gert var í fyrra.
Meðalvísitala þessa árs mun hafa numið 306 stigum, en
samkvæmt lögum, sem nýlega hafa verið endanlega af-
greidd af Alþingi, ber að greiða uppbót á laun á næsta
ári, svo sem vísitalan næmi 300 stigum, og virðist þá
furðulegt, ef afkoma sjávarútvegsins verður svo léleg í ár
scm spáð er af útvegsmönnum, þrátt fyrir hækkandi verð-
lag á nauðsýnjum. Líkur eru til að fiskverð reynist gott
á árinu og söluhorfur cru yfirleitt góðar, einkum vegna
síldaraflans nú í vetur, en svo sem kunnugt er hefir sala
frysts í'isks mjög oltið á magni síldarafurða. Má segja,
að árið kveðji mjög að óskum og óvenjulega rhiðað við
efnahagslega afkomu þjóðarinnar.
Ljóst cr, að komandi ár ber margvíslega erfiðleika x
skauti sínu, engu síður fyrir okkur hér á úthjaranum en
heim allan. Batavonir liafa þó aldrei verið meiri, ef svo
giftusamlega tekst til, að styrjöld verði afstýrt. Þótt þjóð-
irnar híti í skjaldarrendur og láti ófriðlega, er fullvíst,
að þær munu í lengstu lög foi’ðast beinar hernaðaraðgerðir,
cn reyna hinsvegar að einangra þau ófriðarsvæði, sem
slofna friði heimsins í hættu.
Islenzka þjóðin verður í lengstu lög að cfla friðinn hér
innhyrðis og leitast við að halda uppi blómlegu atvinnu-
lífi. Á því veltur afkoma hcnnar öllu öðru fremur. Stöðv-
un alls atvinnurekstrar eða jafnvel einstakra greina at-
vinnulífsins, leiðir til hruns og liörmunga, en atvinnurekst-
ur, þótt lélegur sé, getur staðið undir stórauknum fram-
förum og Ixætlum efnahag þjóðarinnar í heild. Ei'amfarir
verða þeim mun stói’fenglegri sem undirstaðan er tryggi-
legar byggð, en eins og sakir standa höfum við aldrei stað-
ið betur að vígi í lífsbaráttunni og þjóðin hefir aldrei ver-
ið auðugri. Hún á allt það, sem hún hefir nú undir hönd-
um og má heita skuldlaus út á við. Er það ósk vor og von,
að þjóðinni megi í öllu vcl farnast á komandi ári.
Gleðdegt nýtt ár!
Skuggsjá borgaranna:
Oýr hátíða-
höld.
Lýðveldisstofnunarinnar
17. júní 1944 verður ávallt
minnzt sem hins merkasta
dags í sögu þjóðarinnar.
Þjóðhátíðardagurinn 17. júni
er og verður vonandi ávallt
haldinn hátiðlegur með þjóð-
inni. Er ljúft og skylt, að
minnast þessa merkisdags
og allra þeirra minninga,
sem við liann eru tengdai’!
Hér í liöfuðstaðnum liefir
17. júní verið haldinn hátíð-
legur um langt árahil og
gengust íþróttafélögin lengi
fyrir þeim, en síðan lýðveldið
var stofnað hefir byrjarstjórn-
in haft afskipli mikil og
kostnaðarsöm af þessum liá-
tiðahöldum.
Lýðveldishátiðiri 1944
kostaði kr. 70.491,38 og þótti
fáuni sú upphæð mikil, þar
sem liér var í fyrsta skipti
minnzt þessa merkisatburð-
ar. Ári síðar er þcssi kostn-
aður kr. 45223,87, en í fyrra
er þessi upphæð hvorki meiri
né minni en kr. 113,018,27,
enda þótt hún hafi verið á-
ætluð kr. 50.000 — á fjái’-
hagsáætlun bæjarins fyrir
; 1946. Á þessu ái’i hefir verið
jgert ráð fyrir kr. 50.000,00 til
þessara hátíðalxalda. Er hér
um mikla og að mestu óþarfa
fjárevðshi að ræða. Það er
hægt að minnast 17. júní án
þess að verja miklu i dýrar
veizlur eða annan fagnað.
Ilátíðahöldin eiga að vera
meðal þjóðarinnar sjálfrar
og íþróttamenn munu að
sjálfsögðu lialda áfram að
Iialda iþróttamót þennan dag
i’íki og bæ að kostnaðarlausu.
Ef bæjai’stjórnin vildi
leggja þessa miklu fjárhæð
sem varið er til hátíðahalda
17. júní og nemur nú kr.
228.766,52 eftir fyrstu þrjú
árin, til þess að reisa vai’an-
legt minnismerki um þennan
mesta dag þjóðarinnai’, þá
xnyndu flestir fagna því.
Minnismerkið gæti t. d. vei’ið
bæjarsjúkrahús — og ætti
Reykjavíkurbær að minnast
10 ára afmælis lýðveldisins
17. júní 1954 með því að taka
þá til afnota Bæjarsjúki-ahús
Reykjavíkur. Væri það fagur
og veglegur minnisvarði, senx
liöfuðhorgiil reisti lýðveldinu
með þeiri’i nauðsynlegu bygg-
ingu. Er nær að verja pening-
unx borgaranna tiT slíkra
hluta, heldui’ en að kóftta stór.
fé til þess að dansa á götum
úti.
Skuggi.
NB. Þess her að geta —
]xótt flestir muni sjá það —
að grein þessi er ekki skrifuð
af Skugga þeim, sem nú ritar
mest í Þjóðviljann.
WJrtMBBÍesnts
S&itaö ú
Bi'etar vinna um þessar
mundir að jarðvegsi’annsókn-
um á Ceylon við suðui’odda
Indlands.
Gera menn ráð fyrir því,
að þar finnist uranium í
jörðu eða að minnsta kosli
thoi’ium-möl, sem uranium
er unnið úr. (U. P.).
Bandameitn
telja Bormann
enn Eífs.
Bandamenn vita enn ekki,
hvort þeir eiga að telja Mar-
tin Bormann, staðgengil
Hitlers, lifandi eða dauðan.
Varlegra þykir þcim þó að
álíta, að hann sé enxi á lífi,
þar sem hk lians lxefir ekki
fundizt, þótt sumir Þjóðverj.
ar beri, að skiiðdi’eki sá, sem
hann fór í af fundi Hitlers,
— fxá byi’gi lians i Bei’lín —
hafi vei’ið sprengdur í loft
upp af Rússum. Bormann á
að’liafa sézt á þrem stöðum
í Þýzkalandi á þessu ári, en
auk þess í Svíþjóð og á Spáni.
(U. P.).
Sigurður Bjarnason flytur
í Nd. frv. til laga um að
skipíing sti’íðsgróðaskattsins
veiði önnur en áður.
Hingað til hefir liann
skipzt þannig, að ríkið hefir
feixgið helixxing, þaxx hæjar-
og sveitarfélög 45%, þar sem
hann er lagður ó og inix-
heimtux*, en afgangurinn,
5%, til þeirra hæjar- eða
sveitarfélaga, seixx fengju
engan stríðsgi’óðaskatt.
1 {vv. Sigurðar er ríldnu
ætlaður fjórðungur skatts-
ins, en þrír fjórðu skiptist
milli allra sveitai’- og bæjar-
félaga, án tillits til þess, hvar
hann er á lagður og inn-
lxeimtist.
EEISHIÍ
Að hátíðahöldum loknum.
Þá eru blessivð jólin um gar5
gengin a5 þessu sinni, „senx
betur fer“, segja margir, sem
mest hafa haft annrikiö um
hátíðisdagana. Er það raunar
^ illa farið, aö nxaður skuli þrá-
J faldlega rekast á slíkar upp-
I hrópanir, þegar jólaönnum er
I lokið. Flestum þeim, sem nú eru
á léttasta skeiði og þaðan af
eldri, er það enn í barnsminni,
hvílík hátíð jólin gátu verið, og
voru venjulegast. Enn leggur
fyrir vit manns ilminn af jóla-
trésgreinum og stundum, þegar
mikið var við haft, reykelsi.'Þá
var allt annar og virðulegri
bragur á jólahátíðahakli, ekki
það, að gjafir væru dýrmætari
eða verðmeiri, heldur naut
maður þess betur, er fram fór
og var sjálfsagt rniklu- ánægð-
ari en nú.
Óvinsæl ráðstöfun.
Það, sem einkum skemmdi
jólahátíð íslendinga, að
minnsta kosti vel flestra, að
þessu sinni, var hin rniður vit-
urlega ráðstöfun stjórnarvald-
anna, að neita innflutningi á
jólatrjám, sem i sjálfu sér engu
gat raskað um gjaldeyrisafstöðu
landsnxanna. Hygg eg, að sú
ráðstöfun hafi verið einna ó-
vinsælust þeirra, er nauðsynlegt
þótti að gera. Að sjálfsögðu
sættunx við okkur öll við sann-
gjarnar skammtanir og lífs-
venjubreytingu til þess að rétta
fjárhag landsmanna við og er
viðleitni ríkisstjórnarinnar í
þeim sjálfsögðu og góðra
gjalda verð. En hitt eiga menn
erfiðara með að skilja, að nauð-
synlegt liafi verið að svipta
börniu þeirn yndisauká, sem
jólatrén hafa jafnan verið
þeim, en um slikt þýðir víst
ekki aö sakast nú, úr því sem
komið er.
Rú fer nýjárið að ganga í garð
og eins og áður þykir hlýða
að staldra við og horfa urn öxl
og jafnframt fram á veginn.
Að þessu sinni blasa við al-
menningi ýmisleg óþægindi,
eða trafali, nauðsynlegur þó,
eins og eignakönnun, seðla-
skipting, nýir skömmtunar-
seðlar og margt annað, sem
„fer í taugarnar“\á almenningi,
en honum er þó ljóst, að þetta
er ill nauðsyn. Við verðum að
taka þessu með þolinmæði og
vona, að úr rætist, eins og öðru
á ári komanda, enda tel eg tæp-
ast, að nauðsyn sé mikillar böl_
sýni. -Oft hefir útlitið verið
dekkra.
Ástæða til bjartsýni.
Við skulurn vona, að við get-
um horft örugg frarn á vegínn.
I haust kom síldin í Hvalfjörð
og Sundin og rná óhætr íull-
jiða, að slíkt hafi verið eins
og liver önnur Guðs gjöí. Þá
Iiafa okkur borizt ný og góð
skip til viðbótar flotanum á ár-
inu, einkum síðari hluta ársinS,
sem nú er að hverfa. En um-
fram allt tel eg það til bjart-
sýnisvottar, að við stöndum
einhuga saman urn viðreisnar-
áfornxin og önzum hvergi hrak-
spám eða illmælgi. Með þessum
orðunx vil eg óska lesendum
mínurn árs og friðar og nánari
viðkynna á árinu 1948.