Vísir - 23.01.1948, Blaðsíða 4

Vísir - 23.01.1948, Blaðsíða 4
v i s j n Föstudaginn 23. janúar 1948 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. x, RANDDLPH CHURCHILL (u.P.) .• Leyndarmál kjarn- orkunnar úr sögunnL Kosningarnar í Dagsbrún. Kosningar standa fyrir dyrum í verkamannafélaginu Dagsbrún, en svo sem að vanda lætur verður kosið i stjórn félagsins og fulltrúaráð. Stjórn Dagsbrúnar er nú skipuð kommúnistum einum, en upphaflega brutust þeir til valda í félaginu með atbeina verkamanna, er fylgdu Sjálfstæðisflokknum að málum. Er kommúnistar höfðu náð meiri hluta i stjórn félagsins hófust þeir handa um að tryggja sig í sessi. Fóru þeir þar að dæmi annarra kommúnistískra einræðisherra, gerðu sér lítið fyrir og ráku fjölda manns úr félaginu, sem unnið höfðu vel og lengi í þágu þess. Stjórn Alþýðuflokksins á Dagsbrún og raunar Alþýðu- sambandinu var þess eðlis, að á engan hátt var óeðlilegt, þótt verkamenn vildu hrista af sér þann klafa, sem Al- þýðuflokkurinn hafði á þá lagt. En svo ógiftusamlega tókst til, er Alþýðuflokknum var loks hrundið frá völd- um, að kommúnistar voru efldir til áhrifa og höfðu tryggt sig örugglega i sessi, áður en hafizt var handa í barátt- unni gegn þeim. Innan Dagsbrúnar, sem annars staðar á vetfvangi dægurmálanna, reka kommúnistar hreina henti- stefnu frá degi til dags. Þeir þykjast standa dyggilega vörð um hagsmuni verkamanna, og engir eru meiri í munninum en þeir, en hinsvegar miðar öll viðleitni þeirra fyrst og fremst að því að vinna verkamenn til fylgis við kommúnismann, alveg án tillits til þeirra hagsmuná verka'- lýðsins, sem konunúnistar Iiarnpa og þykjast berjast fyrir á hverjum tíma. Kommúnistar hafa bolað sterkustu málsvörum Alþýðu- flokksins úr Dagsbrún, en jafnframt haga þeir Starfsemi sinni svo innan félagsins, að andstæðingar þeirra munu flestir vera hættir að sækja þar fundi. Uppivöðsluseggir kommúnista hafa sig ])ar einir í frammi og „halelúja“- söl'nuður þeirrá klappár þéssum mönnum lbf í |)ófa, en grenjar gegn andstæðingunum, láti þeir til sín heyra. Eru slíkar starfsaðíerðir skipulagðar á flokkslega vísu óg kunn- ar hérlendis sem erlendis. Auk trýggra flokksmanna styðj- ast kommúnistar við líll rcyndan og lítt greindan hóp verkamanna innan félagsins, sem sjá ekki við svikastarf- semi þeirra, en jafnframt starfrækja kommúnistar skóla á vegum félagsins, beint eða óbeint, fyrir unglinga innan verkamannastéttarinnar, og kenna þeim þar kommúnist- isk „vísindi“. Þar sem um svo einhliða fræðslu er að ræða, sem nær til állstórs lxóps ungra nranna, má gei-a ráð fyr- ir áð kommúnistar eflist enn um skeið innan félagsins, þar til nógu í’óttækar ráðstafanir hafa verið gerðar gegn skemmdastarfsemi þeirra. Að þessu sinni eru tveir listar í kjöri innan Dagsbrún- ar. Annarvegar stjórnarlistinn, sem kommúnistar bcra fram, en hinsvegar hefur rAlþýð.uflökkurinn einnig menn í kjöri. Þótt litlar líkur séu til að kommúnistar hrökklist frá völdum í félágínu, er eðlilégt að hdrgaraflokkarnir styðji lista Alþýðufíokksius, að njálum.. Á þvJ hefur orðið mishrestur að undanförnu, en einkum hefur þó kveðið að liinu, áð'vérkámeilh hafi ekki neýtt atkvæðisi’éttar síns, en setið aðgerðalausir heima. Jafnvel þótt engar líkur séu til kosningasigurs ;— sem ekki vei’ður fullyrt —, ber öll- um andstæðingum kommúnista að beita sér gegn þeim og greiða atkvæði, er að kjördegi kemui’, til þess að sýna styrk sinn, ef ekki vill betur til. Kommúnistar eru einangraðir í íslenzkum stjórnmál- um og komast þar aldrei til nokkurra áhrifa. Hinsvegar geta þeir rekið skemmdastarfsemi í skjóli verkalýðsins, meðan þeir hafa nokkur áhrif innan þeirrar hreyfingar. Fylgi þeirra þyerr frá degi til dags, svo. sem raun sannar uin allan hinn vestræna heim. Þar hefur hver kosninga- ósigur kommúnisla rekíð annan. Straumurinn liggur ekki lengur til „vinstri“, eins og kommúnistar oi’ðuðu það á stríðsárunum, en }iér á land sem annarstaðar verða þeir lítill andróðursflokkur og áróðursdeild „Kominlern“. Er- ienda íhlutun.um,islenzk-.mál..viljum..við-enga.hafa. Engum dettur í liug að efa ! þá staðreynd, að Bandaríkin sé ennþá ein um leyndar- mál kjarnorkunnar. Engin önnur þjóð hefir ennþá liaft tíma til ]iess að framleiða liana. Þegar einhverri þjóð hefir tekizt að framleiða kjarnorkusprengju og hún hefir verið reynd, mun því ekki verða lialdið lengi levndu, því að nákvæm tæki munu strax verða vör við geislaverkanirnar, sem frá tilrauninni stafa. Framleiðsla margra kjarnorkusprengja, án þess að gera slíka tilraun, myndí liafa j för ih®§ sér, að hætt yrði ógrym^^áir.í ó- VlSSU. ui8 Um þetta eru menn sam- mála. Þegar hins végar er um að ræða áætlun um, hve langan tíma aðnarþjóðir þurfi lil þess, að þeim takizt að framleiða sprengjuna, ber sérfræðingunum síður en svo saman. Bandaríski r hernaðarsér- fræðingar telja að sú þekk- ing, er Bandaríkin þegar liafa aflað sér umfram þekkingu annara þjóða jafnist á við 7— 10 ára þrotlausa vinnur. Aftur á irtötj er dr. Robert M. Hutc- hi.ns, rektor háskólans i Chi- cago, einn helzti kunnáttu- maðuirnn i kjarnaklofningu, ekki nándar nærri eins bjart- sýnn. 1 grein, er liann liefir nýlega skrifað í timarit nokk- urt, tekur hann upp ummæli annars vísindamanns, og er honum algerlega sammála um, að Rússum mun takast að framleiða kjarnorku- sprengjuna eftir svo sem 12 mánuði. Ilér fer á eftir röksemda- færsla Hutcliins í stuttu máli: 1) Kjarnorkusprengjunni átti aldrei að beita gégn Jap- önúm. Þegar það var gert, lílaut sérhvert stórveldi að léggja alla álierzlu á, að gefa frainjcilýhaníp er, ji l*vq iðfUjg Ijiún ,Yar., ,u/ _»,.. 2) „Útgáfa Smyth-skýrsl- unnar,“ segir Hutchins, „skýrði öllum þjóðum frá því, að á fjóra mismunandi vegu mætti framkvæma kjarnai klofningu. Þá var það vanda- mál aðcins eftir fyrir þá þjóð, er óskaði eftir því að geta átt kjarnorkusprengjuna í fórum sinum, að velja milli hinna fjögurra leiða og siðan fara eftir leiðbeiningum Smyth-skýrslunnar. 3) Síðan heldur Hutchins áfram: „Frá því augnabliki (fyrir rúmlega tveim árum) líefir allt tal um leyndarmál í sambandi. við kjarnorku- málin verið gersamlega út í hött. Og frámburður oþin- berra manna um að við eig- um yfir að ráða kjarnorku- leyndarmáli, á rót sína að rekja annað tveggja til fá- kunnáttu eða blekkinga.“ 4) Dr. Hutcliins lýkur máli sínu með þessum nöpru dómsorðum: „Um leyndar- mál er ekki að ræða. Yarnir e’ru ekki til.“ Þetta er í sjálfu sér all ugg- vænl., svo eklci sé tekið dýpra í árinni. Samkvæmt Baruch- áætluninni átti eftirlit með kjarnorkumálunum að cera í höndum nefndarSameinuðu þjóðanna. Bandarikin buðu nefnd þessari yfirráð yfir öll- um birgðum sínum af kjarn. orkusprengjum af dæmafárri óeiainmrni. En Rússar og hin pólsþu liandliendi þeirra neit- ttðu að fallast á Barucli- áætíunina. Heimurinn stend- ÚjJ d'ljj'vi andspænis þeim 'fnögúleika tortímingarinnar innan þess tímabils, er dr. Hutchins telur að muni ekki fara fram úr 5 árum. Hvað getum við gert við þessu? Dr. Hutchins heldur að ein- asta svarið sé, „að komið sé á fót allsherjarstjórn", Með liinni skemmtilegu •grunn- liyggni visindamannsins skrifar hann: „Það er skoðun mín, að allar þjóðir verði að samþykkja það, að lialda friðinn.“ Ef Rússar geta ekki sætt Framh. á 3. síðu. BEBGMAL Fagnaðarefni. ; Tiðaríarið undanfarna daga, sem fullorSna fólkiö bölvar í sand og ösku, er nú, eins og nærri má geta, yngstu kynslóö- inni hið mesta fagnaðarefni. lýú kemur stíjórinn, skaflarnir híaSst upp i öllum áttum og nú skemmta smásnáðarnir sér vel, og raunar margir þeir, sent stálpaðri eru. í Austurbænum höíðu nokkurir framtakssamir dugnaðarforkar á 1)ezta aldri (g—io ára) hlaðið garð úr snjókögglum yfir götuna og uinchi sér hiSdaézta, erfullorðna fuliorðna'fólkiS var a’§ yíirstíga þesga torfærií.iiSnjórinn er ó- tæmandi viSfangsefni tápmikl- um krökkum og. þá munar ekki mikið um að stiara upp vígi eða hökkurum snjókörlum. Nú fær frjótt ímyndunarafl þeirra þauSsynlega og holla útrás. Skothríðin liafin. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Stundum vill gamaniS kárna. þégar litlu .jkavalérarn- jr'“ héfja íiiarkvíská' sköthríS á nýja hattinn, eSa: rnaður veit ekki fyrr en snjóbolti bylur í hnakkanum á manni. Þetta er allt saman skiljanlegt og grseskulaust og- má-hver- muna' sjálfan sig. En engu aS síður ’ yfirstétt, sem illt er aS fá getur þetta veriS hættulegur aSgang aS. leikur, sem ber að stilla í hóf. ÞaS er líka algerlega grínlaust aS fá stóreflis snjókúlu inn um gluggann hjá sér, vatnselgurinn er nóguf samt í krapableytunni þessa dagana. Hinir, sem ekki eru ánægðir. En viS hin, sem verSum, „aldurs vegna“, aS hætta aS búa til snjókarla og ævintýrahallir á götum og torgum, erum ekki alveg' eins ánægS meS fanri- kyngiS. Skáldin tala aS vísu meS rómantísku orSalagi um snjóinn, sem „hylur jörSina hvítum dularhjúpi“ eSa snjó- flyksur, er „stíga villtan dans“ og svo framvegis. En mesti ljóminn fer samt af „dular- hjúpnum“ og „villta dansin- um“, þegar maSur þarf oft og einatt aS vera blautur i fæt- urna frá rnorgni til kvölds og minna fer þá fyrir rómantíkinni. ÞaS er yfirleitt álcaflega ,óróm-; ántískt aS vera rehllbláutur í f^turna. Skóhlífar fást varla fyrir glóandi gull og þeir, sem hafa veriS svo heppnir áS geta krækt sér í bomsur, sém svo ■éru ■ -nefndfti*; • my«da—sér-staka-(-aS UHÍa Liggur við áflogum. Þá sjaldan fréttist, aS skó- hlífar eSa bömsur koma í skó- búS er eins og fólk tryllist og er þaS raunar ofur eSlilegt. Á skammri stundu myndast ein heljarmikil biSröS og stymp- ingar og olnbogaskot1 koma í staö daglegra umgengnisvenja. FriSsamleg prúSmenni geta orSiS ófyrirleitnir dónar og hver reynir að bjarga sér sem bezt hann má. Nægar afsakanir. Skortur á: skófatnaðþ eiuk- um skóhlífum, bleytan ,og; krap. iS afsaka þaS, að menn leggja til hliSar almenna kurteisi í „bomsuleiSöngruni“. Þá fær af- greiðslufólk í skóbúöum varla j flóafriS fyrir sífelldum upp- j hringingum, ef ske kynni, aS hægt væri aS komast inn „bak- dyramegin", eins og þaS er orSaS. Tala eg vafalaust fyrir niunn mafgra, ei' eg geri þaS "áS ’tillögú minni, að rýmkaSur verSi innflutningur á hlifSar- skófatnaði. Ekki veitir af í því andstyggilega veSurlagi, sem við Sunnlendingar eigum viö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.