Vísir - 17.03.1948, Blaðsíða 8

Vísir - 17.03.1948, Blaðsíða 8
 LESENDUR eru beðnir að athuga að smáauglýs- ingar eru á 6. síðu. VI x W H Næturlæknir: Sími 5030. — Næturvörður: Ingólfs Apótek, sími 1330. Miðvikudaginn 17. marz 1948 Og Tékkar rekiiir sneð iiSu og góðu í kofiiunúnistafBokkinn. Kommúnistar í Tékkósló- vakíu eru alltaf að færa sig meir og meir upp ú skaflið og hafa þeir nú snúið sér að uppeldi æskulgðsins..... Allsherj arsókn er hafin í öllum verksmiðjum lands- ins til þess að afla fylgis fyrir kommúnistaflokkinn. Hafa forsprakkar kommún- ista látið í veðri vaka að flokkur þeirra muni hafa allt að tvær milljónir með- lima, er kosningar fara fram i vor. Munu þeir telja það nægja til þess að þeir geti á yfirborðinu sigrað i þeim. Brögðum heitt. Ýmsum brögðum er beitt til þess að afla kommúnist- um fylgis, er hótað bæði blíðu og stríðu, ef rnenn vilja ekki ganga í flokkinn. Eiga kommúnistar nú hægt um vik, þvi þeim er innan hand- ar að segja hverjum þeim manni upp vinnu, sem ekki vill ganga til fylgilags við þá. Enda er þeirri aðferð öspart beitt. Handtökur fara og jafnt og þétt fram. Skólarnir. Innarikisráðherrann hefir fyrirskipað að stjórnmálaleg fræðsla skuli tekin upp i tékkneskum skólum um allt landið. Þar verða kennd und irstöðuatriðin í kömmún- ismanum og svnt fram á að sú stefna sé framtiðarstefna allra Tékka. Áður hefir ver- Landsliðskeppnixi ' í skák hóíst í gær. Landsliðskeppnin í skák hófst í gærkveldi og eru þátt- takendur 11. Leikar fóru þannig að. Eggert Gilfer og Guðjón M Sigurðsson gerðu jafntefli og sömuleiðis þeir Guðmundur Arnlaugsson og Sturla Pét- ursson. Biðskákir urðu hjá Baldri Möller og Jóni Þor- , steinssyni, Árna Snævarr og Ásmundi Ásgeirssyni og hjá Bjarna Magnússyni og Guð- mundi Pú 11 n'a syni. Guðmund- ur . ’ú dsson sat yfir. IS.esta umferð fer fram í kvold. Þá tcnir Jón við Gilfer, Slurla við Bal íur, Bjarni við Guðm. Arnlaugsson, Árni við Guðm. Pálma'son _ og Guðrn. Ágúslsson vio Ásnmnd. Guð. jón situr yfir. ið frá því skýrt, að myndir af Stalin hafa verið hengdar upp í kennslustofum allra skóla i landinu og ennfrem- ] ur í flestum verksmiðjum til þess að minna almenning á hver ráði í landinu. Bifreið stolið. 1 nótt var fólksbifreiðinni R-2768 stolið, þar sem liún stóð fyir utan ftúsið nr. 40 við Hringbrau{. IJafði eigandi bifreiðar- innar ekið henni þangað í nótt, skrapp snöggvast inn í húsið, en skildi bifreiðina eftir opna og svisslykiliifh í. Þegar maðurinn kom út aft- ur var bifreiðin horfin og heflr ekki fundizt síðan. Bifreiðin var af Chrysler- gerð, svört upii að rúðum en steingrá að ofan. Þeir sem kynnu að hafa orðið liennar varir eftir framangreindan tíma eru vinsamlega beðnir að láta Rannsóknarlögregl- una vita. Myndin er af atriði úr gam- anleiknum „Eftirlitsmaður- inn“, sem Leikfélagið er að sýna. Talið frá vinstri: Valur Gíslason, Haraldur Björns- son, Valdimar Helgason og Þorsteinn Stephensen. Slökkviliðsstjórinn í Rvík hefir leitað aðstoðar bæjar- ráðs um að endurnýja um- sókn úm gjaldeyrisleyfi til kaupa á þráðlausum tækjum fyrir slökkviliðið og fatnaði fyrir slökkviliðsmenn. Slökkviliðsstjóri sótti a sínum tíma til Viðskipta- ráðs um gjaldeyrisleyfi i'yr- ir þessum hlutum, en var þá synjað. Síðan hefir hann ekki fengi$ neinu áorkað í jiessum efnum og hefir því leitað aðstoðar bæjarráðs til að endurnýja gjaldeýrisúm- sókn sína. Þau þráðlausu tæki, sem hór um ræðir eru radíótæki sem ætlaö er að setja. í slökkviliðshílana, svo að þeir geti staðiö. í stöðugu sam- b^ndi við stöðiná' eftir þörf.-' um þegar um útkall eða bruna er að ræða; Hvað fatnað slökkviliðs- rnanna snertir, segir'slökkvi- liðsstjóri bera brýna nauð- syn tii að endurnýja fatn- að þeirra, þvi að þeir séu um það bil að verða fata- lausir og frekari dráttur á þessu geti ekki átt sér stað. Lýðræði BantiaÓ aó tilusfa á erl. úfwarp. Lýðræðið í Tékkósló- vakíu er nú óðum að líkj- ast lýðræði því, er Hitler sálugi bauð Þjóðverjum upp á á sínum tíma, er veldi nazista var í sem mestum blóma. Kommún- istablöðin í Prag ráðast nú heiftarlega gegn öllúm þeim, er hlusta á erlent út- varp og reyna að fylgjast með fréttum af erlendum vettvangi með þv| að lesa erlend blöð. Gengur það nú orðið lándráði næst, að hlusta á aðrar fréttir en þær, er hin kommúnistiska stjóm landsins ber á borð fyrir íbúa landsins. 18 bátar róa frá Keflavík. Fréttabréf frá Keflavík. Frá Keflavík stunda nú sextán bátar veiðar með línu og er sá seytjándi að búast til veiða. Auk þess veiða tveir bátar með botnvörpu, en tveir munu b'ætast við síðar. Frá Njarðvíkum róa fimm bátar, 4 með jiroskanet og einn með línu. — Þegar gefið hef- ir á sjó, hefir aflazt vel i öll veiðarfæri, cn þar sem tíð hefir vgrið mjög slæm, hafa róðrar orðið færri og afli jiess vegna minni en vonir sfóðu tií: Það sem aflazt hefir, var mestmegnis sett í frystihús, en lítilsháttar var saltað. — Aflahæsti bátur mun hafa fengið á sjötta hundrað skippund. Fyrir skömmu var flutn- ingaskipið Kaiæn hér og tók eftirstöðvar af fyrra árs framleiðslu af saltfiski. Þá var Baut hér nýlega og tók 864 smálestir af síldarmjöli til Frakklands. Síldarverksmiðjan hér er nú hætt síldarbræðslu og vinnur nú mjöl úr fiskúiv gangi. — Stormur hefir verið undan- farið á Suðumesjum og hafa bátar ekki getað róíð. Ekki er vitað um tjón af völdum veðursins. Mandólín- N. k. föstudag efnir Mandó- línhljómsveit Reykjavíkur til hljómleika í Austurbæjarbíó kl. 7 e. h. I hljómsveitinni eru nú 20 manns og er Ilaraldur Guð- mundsson stjómandi. — Illjómsveitin verður fimm ára i haust og er jiegar haf- inn undirbúningur undir af- mælistónleika, er reynt verð- ur að vanda til eftir föngum. iptín við Tékka. Nýr sendifuliftrúi í Sftokkhólmi, Dr. Helgi P. Briem hefir nýlega tekið við starfi sínu sem sendifulltrúi Islands í Stokkhólmi; Afhenti liann embættisskilríki sín í gær. — Fréttatilkynning frá utanrík- isráðuneytinu. Honduras ekki i Latídstjórinn í • brezka Honduras hefir skýrt frú því að nýlendun sé fær um uð verja sig ef ú hana verður rúðist. Ýmsar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar- vegna þeirrar hættú. Brezka lier- skipið Sheffield er á leiðinni til Austur-India til heræf- ihga og taka kanadisk her- skip þátl í heræfingunum. Innan skamms er selveiði- skipiö „Arnarnes“ væntan. legt hingað til Iands. „Arnarnes“ er eign sel- veiðifélagsins Norðurhöf h.f., sem stofnað yar nýlega hér á landi. — Amarnes er um 300 smálestir að stærð og sér- slaklega útbúið til selveiða. Ekki *er ákveðið hver skip- stjóri þcss verður. Vilja ekki afnám forgang! Félagar vörubifreiða stjórafélkgsins Þróttar vilja viðhalda því fyrirkomulagi um forgangsvinnu, er gilt hefir, en ekki tuka upp vintiuskiptingu, er stöðin sjúlf annaðist. Fór fram atkvæðagreiðsla í félaginu fyrir skemmstu um þetta ipál og fór hún þannig, að 139 menn vildu ekki taka upp j>að fyrirkomu- lág, að stöðin annaðist róðn- ingar allar fyrir félagið, en 113 vildu hafa forgangs- vinnu, eins og liún er nefnd, svo sem verið heíir. Utanríkisráðuneytinu hefir í dag borizt staðfesting frá Pétri Benediktssyni sendi- herra um, að viðskiptasamn- ingur milli Islands og Tékkó- slóvakíu hafi verið undirrit- aður hinn 11. j>. m. í Prag. Samkvæmt samningi þessum selja Islendingar Tékkum hraðfrystan fisk, síldar- og fiskimjöl, niðursoðnar fisk- gfurðir, þorskalýsi og gær- ur, og kaupum í staðinn syk- vefnaðarvöru- og skó- fatnað, ýmiskonar bygging- arvörur, járn og stál, vélar og verkfæri, bílagúmmi, bús- áhöld o. fl. Gert er ráð fyr- ir, að heildarinnflutningur frá Télckóslóvakíu á jiessu ári muni nema nálægt 30 milljónum íslenzkra króna. — Fréttatilkynning frá ut- anríkisráðuney tinu. Esja komsl ekld nt úi höfninni. Strandferðaskipið 'Esja átti að fara héðan kl. 10 i gærkvöldi í hraðferð til Seyð. isfjarðar, en sölcum veður- ofsans komst skipið ekki út úr höfninm. Um kl. sex i morgun var veðrið heldur skárra og var j)á mögulegt fyrir skipið að fara liéðan. — Bókasafnið. Framh. af 1. síðu. bókakost safnanna og geng- ið síðar að bókunum þar sem þær eru. Þá er ennfremur gert ráð fyrir því að Landsbókasafnið jiaulsafni öllu prentuðu máli á íslenzku eða því, sem Is- land varðar. Það skal og vinna að söfnun íslenzkra handrita, og þeirra erlendra er snerta Island. Ennfremur að öflun eftirrita eða mynda af slíkum handritum, sem ekki er unnt að fá á safnið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.