Vísir - 15.10.1948, Blaðsíða 7

Vísir - 15.10.1948, Blaðsíða 7
Föstudaginn 15. október 1948 V í S I R 1 «QOOQOOOQOOQOQQQOOQQQOOOQQQQOQOQOQOODOQCXXXX1QG« Einn liöfuðsmannanna, sem sat all-langt frá Borgía, tók nú til máls: „Mér finnst, að yðar tign ætti að taka til- lit til þess, að Systir Lúsía fra Narní er gædd einkennileg- um hæfileikum, svo sem allir vita. Það ætti ekki að vera nein skömm að því að láta undan i máli þessu, þar sem hún hefir skýrt okkur frá vilja Guðs. Enginn mundi leggja yður það til lasts, því að yfirhershöfðingi kirkjunnar ætti að vera fyrstur manna til að sýna hlýðni og auðmýkt.“ „Það er talsvert til i þvi,“ svaraði Borgia. Önnur rödd sagði: „Ef þér dragið úr hegningu svikar- ans, þá mun það vekja athygli manna á miskunn yðar, vegna þess hve glæpir hans voru miklir.“ „Já, það mætti milda hegninguna,“ mælti hertoginn og hfnaði við. „Konan talaði aðeins um líflát.“ Enn fleiri tóku til máls og voru allir samdóma um, að það væri heimska og glapræði að þverskallast við boði Drottins. Það kom sér vel fyrir Borgía. „Signori,“ tók hann til máls, „eg legg málið undir dóm ykkar. Sjálfur tel eg orð konunnar þvaður og bull, en þó skal það aldrei á mig sannast, að eg hlýði ekki Guði. Eg vil heldur, að illmenni þetta sleppi við hluta verðskuld- aðrar refsingar, en að menn kalli mig óguðlegan. .... Þú skalt því fá að halda lífi, óþokkinn, en til æviloka skaltu sitja í fangelsi. Bamirez höfuðsmaður gætir fangans fram- vegis.“ En nú spratt Maríó Belli á fætur og virtist óður af bræði, þrí að æðarnar þnítnuðu á enni hans. „Má eg segja eitt orð, yðar tign?“ spurði hann. Sesar starði á hann. „Hvað amar að ?“ „Eg mótmæli þessu, herra. Eg get ekki setið hjá þegj- andi, er eg hugsa til svika manns þessa, illræðisvcrkanna, sem hann á sök á og vanþakklætisins, sem hann hefir sýnt yður og á svo aðeins að sitja í fangelsi fyrir. Eg þykist vita, að Madonnu Kamillu þyki alveg nóg um slíka mildi. Er það ekki rétt, Madonna?“ Kamilla var milli vonar og ótta og þoldi nú varla meira. Hún gat aðeins stunið upp: „Eruð þér genginn af vitinu?“ „Þér sjáið, að hún er mér sammála,“ liélt Bellí áfram. „Fúlmennið verðskuldar liundrað dauðdaga. Fyrsti dóm- ur yðar tignar var alltof miskunnsamur, enda þótt al- menningi hefði þó gefizt kostur á að læra af fordæmí hans. En eg er algerlega andvígur fangelsi. Eg segi — það á að blinda hann og siðan á að reka hann á dyr, svo að öll ítalía geti fengið að virða svikarann mikla fyrir sér og dá miskunnsemi og réttlæti yðar tignar.“ Menn hlýddu ekki síður á Bellí en systur Lúsiu forðum, en þcim fannst þeir að þessu sinni vera að hlýða á sjálfan djöfulinn. Andrea starði á Belli og átti bágt með að kann- ast við fvrrverandi aðstoðarmann sinn. Það var ekki leng- ur hægt að segja, að jafnvægi væri með hinu góða og illa í fari hans. Hið illa réð þar lögum og lofum. Kamilla lok- aði augunum og barðist við ómegin og löngunina til að selja upp. Sesar Borgia einn fagnaði orðum Bellis. Honum skild- ist, að hann sæktist einmitt eftir hefnd af þessu tagi. Andrea væri gerður óskaðlegur en samtimis hefðu menn jafnan fyrir augunum, hvernig færi fyrir þeim, sem gerðu á hluta Sesara Borgia. Þetta væri bezt að gera, úr þvi að ekki mætti dæma hann til lífláts og í rauninni væri kröfu Systur Lúsiu fullnægt mildu betur með þessu móti. „Þú ert einstakur í þinni röð,“ sagði Borgía, „alltaf boðinn og búinn með heilræði og eg ætla að fara að þessu ráði. Don Esteban, látið fara með fangann og stinga úr honum augun áður en klukkustund er liðin. Síðan -——-“ „Nei, herra,“ gi'eip Belli fram i, „eg óska að fá að gera þetta sjálfur með þessum hérna — þumalfingrum min- um. Einn liúsbænda minna dáðist mjög að því, hve slyng- ur eg væri á þessu sviði og einu sinni stakk eg augun úr tiu glæpamönnum í Fenevjum, áður en hægt var að þylja „Faðir vor . . • til enda.“ Hann greip vinber og hélt því á lofti —milli þumalfingurs og vísifingurs. „Sko, maður þiýstir á, út spýtist safi og þá er það búið. Það er enginn vandi.“ Hann stakk vinherjunum upp í sig og smjattaði á þeim. Síðan endurtók hann þetta nokkurum sinnum og ranghvolfdi augunum á meðan. Sumir viðstaddra fölnuðu en aðrir horfðu í gaupnir sér. „Þú átt þér ekki þinn líka!“ sagði hertoginn hinn ánægð- Skrifstofur vorar verða lokaðar á hádegi í dag vegna jarðarfarar. Sjáuálrij^Cjlnqa rféLf JJanl k.f. Eimskipafélagshúsinu— Borgartúni 7. Fargjaldaívilnun á Hafnarfjarðarleii Skólanemendur búsettir í Hafnarfirði og Kópavogs- hreppi, sem nám stunda í Beykjavík, geta fengið kevpta farmiða, scm gilda í áætlunarbifreiðum póst- stjórnarinnar á leiðinni Beykjavik—Hafnarfjörður, með 50% afslætti. Hver skólanemandi fær keypta allt að 50 far- seðla á mánuði eftir því hve oft hann fer á milli vegna námsins. Farmiðarnir eru til sölu á umferðamálaskrifstofu póst- stjórnarinnar, Klapparstíg 26, 15. til 18. október og síðan 27. til 29. hvcrs mánaðar meðan skólarnir starfa. Nemendur skulu, þegar þeir kaupa farmiða, afhenda vottorð frá hlutaðeigandi skólastjóra um að þeir stundi nám í skólanum. Póst- og símamálastjórnin, 8. okt. 1948 Vekjara- klukkur Drsmíða- stofan, Ingólfs- stræti 3. Sími 7884. Háðskona óskast á fámennt sveita- heimili. Má hafa með sér barn. Uppl. í síma 2403 eða Mjóuhlíð 14. JámiðMtaðar- wneaa og menn vanir járnsmíðavinnu óskast nú þegar. léfstrtfd/Vifi Iféðitttt /t.f. Dugleg stúlka öskast í Sápuverksmiðjuna Mjöll. Sími 5172. Kenni i. islenzku og reikning. — Uppl. í síma 4091 kl. 8—9 e.h. faxveiðitaeaa Þeir, sem ætla að senda til Hardy Brothers (Alnwick) Ltd., Alnwick, veiðistengur til viðgerðar, eru beðnir að koma þeim á skrifstofu okkar fyrir 25. október n.k. Ólafur óídason & Co. h.f. Sími 1370- Lítið hús, í bænum eða nágrenni, óskast til kaups eða leigu. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir mánudags- kvöld, merkt: „Arsíbúð— 717“. Stórt herbeigi til leigu, ágætt fyrir tvo. Uppl í síma 5642 eftir kl. eyo. HestamannaféEagið Fákur Hestaeigendur, sem ætla að hafa hesta sína á vegum félagsins í vetur, tilkynni það til Boga Eggertssonar, Laugalandi, simi 3679. Fóðurgjald og hirðing frá áramótum og fram til 1. júní, verða kr. 1250,00 á hest, en eitthvað hærra hlutfallslega ef um skemmri tíma er að ræða................ Tökum aftur hullsaum Og zig-zag VESTURBRÚ Njálsgötu 49. Stúlka. má vera eldri kona, óskast til húsverka. Uppl. í síma 3424 eftir kl. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.