Vísir - 09.12.1948, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 9. desembcr 1948
VISIR
7
Júlmbœtkmw* wmwmw* í áw*
Dnlheimai
Skáldsaga eftir Phyllis Bottome.
Sagan gerist að mestu leyti á geðveikrahæli, aðalsögu-
fólkið er læknar spítalans, hjúkrunarfólk og sjúklingar.
Minnjsstæðastur verður ungi kvenlæknirinn og félagar hans
tveir, vinur og yfirboðari, og hvernig persónulíf þeirra
fléttast i sameiginlegu starfi. Sögufólkinu er lýst með
hlýju og skilningi, sálarfræðin gefur höfundi innsýn í dul-
heima mannanna, hvort sem þeir eru það, sem nefnt er
heilbrigðir eða bafa þokazt svo langt, að brjálsemin tekur
við.
Þetta er heilbrigð Ijók, sem bikar eklci við að sýna dökk-
ar hliðar mannlífsins, en leggur aðaláherzhi á hæfileika
manna lil að sigrast á erfiðleikum, sigrast á þeim tálmunum
í sjálfs síns barmi, sem lokar þá úti frá heilbrigðu samlífi
og mannlegu félagi.
Menn og kynni
Eftir Steindór Sigurðsson.
Endui’minningar ævintýramanris, sem margt befir séð
og lifað. Sérstæð bók um sérstæð örlög.
Svaðalíarir i
í Snðurhöínm
Spennandi og viðburðarík drengjasaga eftir Percy
Westex-man, einn vinsælasta unglingabókahöfund í heinxi.
— Sjálfkjörin jólabók allra drengja.
l'ni miðjan mánuðinn koma út þr.jár merkar bækur:
Frá HUðarhúsum ti!
Bjarmalands
Eftir Kendrik Ottósson.
Heykjavíkur-minningar frá bernskuárum höfundarins í
Vesturbænum, endurminningar hans um fjölda gamalla
Reykvíkinga, frásagnir utan úr löndum o. fl o. fl. Fjöldi
myndu. ' _
Fjögur ár í Paradís
Eftir Osa Johnson.
Yndislegar ferðaminningar eftir höfund „Æfintýrabrúð-
urinnar“. Fjöldi mynda.
Bunua
Eftir Pearl S. Buck.
Ný skáldsaga eftir jxessa dáðu skáldkonu.
Veljið ekki jólabækurnar fyrr en yður hefir gefizt kostrir
á að skoða þessar þrjár.
Ársbækur Sjómannaútgáfunnar 1948
eru komnar ut. Þær eru þessar:
1. Margt skeður á sæ
Eftir CLAES KRANTZ. lírvat sannra sjóferðasagna frá ýmsurn tímurn
og af flestum höfum heims.
Það er stundum sagt, að veruleikinn sé meira skáld en í'ithöfund-
arnir. Ofangreind bók er skýrt dæmi um jxetta. Hún hefir eingöngu að
geyma sjóferðasögur, sem raunverulega hafa gerzt, en flestar þeirra
eru svo fáheyrilegar og furðulegar, að enginn skáldrit standa þeim þar á
sporði. Hér er sagt frá sjóræningjum, skipreikum, leit að fólgnum dýr-
gripum, þrælaverzlun, Iandkönnunai'ferðum og baráttu við’ lxafis og
kulda heimskautalandanna. Ennfremur er sagt frá fjölmörgum dulai-
fullum og kynlegum atbui-ðum, sem komið hafa fyrir á sjö, fyrr'og síðar,
og mörgu fleira.
2. Smaragðurimi
Skáldsaga eftir JOSEF KJELLGREN.
Sniaragðui'inn er fremur lítið flutningaskip, ekki sem traustast né
glæsilégast, og mun mönnum finnast nafnið í nokkurri mótsögn við
skipið. Smaragðurinn er á norðurleið, hcimleið. Sagan gerisl öll á sjó
að heita má. Raunar far skipverjar í land við og við, eins og gengur,
en ekki spilla jxeir útúrdúi’ar lrásögninni. Við kynnumst í þessari sögu
stai’fi sjómanna og hugðarefnum, þrá jxeii'ra til hetra lífs og meii'i
farsældiir. Persónulýsingar sögunnar eru með ágætum og öll er hún
hin cftirminnilegásta.
3. í Vesturveg
Skáldsaga eftir C. S. Forester.
Foi'ester er mikið lesinn og skemmtilegur brezkur rithöfundur. Fræg-
astar allra bóka Iians eru sögurnar um Hornblower sjóliðsforingja. Hafa
þær verið þýddar á fjölmörg timgumál og hvarvetna komið út í risa-
upplögum. Hornblower er hrezk hetja frá Napoleonstímum, komst í
miarga raun og á oft í vök- að verjást, en er gæddur miklum lxæfi-
leikum og yfirstígur flcstar torfærur. Hér kennir í íslenzkri þýð-
ingu fyi’sta sagan af Hornhlower skipsljóra, bráðskemmtileg og meira
„spcnnandi“ en flestir reýfarar, þótt hún sé mn lcið ógæt aldarfars-
lýsing.
Eldri útgáfubækur Sjómannaútgáfunnar eru
enn fáanlegar. Þær eru þessar:
L Hvirlilvindur
Skáldsaga eftir Joseph Conrad. Finhver tilkommncsta ‘ og ágætasta
saga, sem rituð hefir verið um ofviðri á sæ.
2. Æviniiýri í iiiðurhöhim s
Skóldsaga eftir Edgar Allan Poe. Þetta er vel sagður „reyfari”,
spennandi og viðburðaríkur og enginn hörgull á æsilcgum atburðum.
3. Indíaíarinn Mads Lange
Eftir Aage Krarup Nielsen. Aðaluppistaða bókarinnar er æviferill
danska stýrimannsins Mads Lange, sem seltist að á sólskinsevnni Bali,
hóf jxar stórfelldan verzlunarrekstur og komst tit virðingar og met-
orða.
4. Worse skipstfóri
Skáldsaga eftir A.lexander Kielland, einhver allra geðjxekkasta saga
jicssa vinsæla höfundar.
5. Gaiman og Worse
Skáldsaga eftir Alexander Kielland, raunverutega áframhald sög-
unnar um Worse sldpsljóra. Báðar eru sögumar eftirminnileg lýsing
á fólki í útgerðarbæ í Noregi og hinar skemmtilegustu aflesti'ar.
8, Nordenskjöld
El’tir landkönnuðinn og rithöfuudinn Sven Hedin. Hér er lýst hinni
frægn för Nordenskjöld á skipinu Vega mnhverfis Asíu og Kvrópu,
og mörgmn vísindaleiðangrmn lians öðrmn. Bókin ei' prýdd fjölda
mynda.
Sjóraannaíigáiu-bÐíku/nar en: sjálfkjörnar til
jófagjafa handa sjómönnúm.
Framantaldar bækur íást hjá bóks.iúm ;tm íand allt og beint frá útge/anáa.
Békaútgála Pálma H. Jónssonar Aknreyri