Vísir - 09.03.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 09.03.1949, Blaðsíða 4
V 1 S I R Miðvikudaginn 9. marz 1949 ¥ÍS1R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm líriur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Bíldð í ríldnu. Þegar Ráðstjórnarríkin höfð'u gengið endanlega úr skugga um, að þjóðir þær, sem búa við Atlantshaf norðanvert, myndu gera með sér varnarbandalag, alveg án tillits til þess, hvort stjórn Ráðstjórnarríkjanna líkaði betur eða miður, gripu kommúnistar til þess ráðs að sýna lýðræðisþjóðunum mátt sinn. Þeir töldu sig eiga ríki i hverju riki, þar sem ílokkur- kommúnista er, en til þess að sanna hvers styrks mætti vænta af flokksdeildunum, var þeim boðið að velja milli lýðræðisríkjanna og Ráðstjórnarríkjanna og sýna sitt rétta hugarfar og eðli. Riðið var á vaðið þar, sem kommúnistar voru sterkastir og ui’ðu franskir kommúnistar fyrstir til, þá ítalskir og brezkir, kommúnistar á Norðurlöndum og síðar víða um Iieim. Islenzki kommúnistaflokkurinn einn hefur ekki gefið bema yfirlýsingu um afstöðu sína til innrásar komm- únistiskra herja, en þögn flokksins talar sínu máli. Jafnlúiða því, sem kommúnistar sanna trúnað sinn við Ráðstjórnarríkin, hvar sem þeir eru i sveit settir, og sanna þannig að þcirra Norður-Atlantshafsbandalag er þegar fyrir hendi, gera kommúnistar í Ráðstjórnarríkj- unum róttækar breytingar á stjórn sinni, sem verður að setja í samband við yfirlýsta stefnu kommúnista um heim allan. Molotov er látinn vikja úr sessi utanríkisráðherra, en í stað hans tekur Vishinski það sæti, en hann er fræg- ur fyrir þjónkun sína í þágu kommúnistiskra yfirvalda, og nú síðast vegna afstöðu sinnar á þingum hinna sam- eínuðu þjóða. Munu þessi skil'ti vafalaust boða harð- vítugri utanríkismálastjórn Ráðstjórnarríkjanna, auk þess frekari afskifti hennar af kommúnistiskri niðurrifsstarf- semi um heim allan, en þó einkum meðal lýðræðisríkja, scm ekki eru nógu vikaliðug eða auðsveip, er Ráðstjórnar- ríkin bjóða eða banna. Yfirlýsingar kommúnista og ráð- herraskiptin í Ráðstjórnarríkjunum virðast eiga sér eitt og sama upphaf austur í Moskva og boða miklu harð- vítugri afstöðu Ráðstjórnarrikjanna út á við og stórlcga aukin afskifti af innanrikismálum annarra þjóða. Ekki verður sagt, að yfirlýsingar kommúnista um holl- ustu sína við Ráðstjórnarríkin, hafi komið þeim mönnum á óvart, sem nokkuð hafa fylgst með stjórnmálastarfsemi þeirra á undanförnum árum. Hún hefur mótast í einu og öllu af vilja yfirboðaranna, en i innanríkismálum hefur hentistefna verið rekin, og þar hafa kommúmstar reynt að nugga sér utan í lýðræðisflokkana, til jiess fyrst og fremst að vinna af þehn lylgið. Islenzkir kommúnistar hafa brugðið sér í allra kvikinda líki frá j)ví cr styrjöldin hófst og fram til Jicssa dags, en ákafir þjóðernissinnar hafa þeir þótzt vera allt frá því, er Ráðstjórnarríkin lentu í styrj- öldinni við Þjóðverja og fram til þessa dags, en nú verða þeir vafalaust að sýna hinn eina og sanna lit, eins og llokksbræður þeirra í öðrum Atlantshafslöndum. Islenzkir kommúnistar liafa notið styrks og stuðnings margskyns skripatrúða á hinu politíska sviði, en með margþættri „menningarstarfsemi“ bafa þeir ennfremur á- netjað hóp andvaralausra manna, sem skipað hafa sér undir merki „Sovjetvinafélaga“ í ýmsum myndum. Þess- ir menn hafa veitt kommúnistum brautargengi við kosn- ingar, án þess þó að vera flokksbundnir. Kommúnista- flokkurinn hefur hlotið miklu fleiri atkvæði, en þau sem ílokksbundin eru og verður því ekkert fullyrt um raun- verulcgan styrkleika flokksins, er hann loks sýnir réttan lit, eftir að hafa borið dulargerfi um mörg ár. Kosninga- gengi kommúnista fyllli þá ofmetnaði um skeið. Nægir í því efni að minna á, er þeir töldu sjálfir, að Jieir væru ómissandi úr ríkisstjórn og töldu jafnvel sumum öðrum flokkum trú um hið sama. Raunin helur sannað, að þar máttu kommúnistar missa sig, en frá því er Jieir hrökkl- uðust úr ríkisstjórninni hafa Jieir farið sifelldar hrakfar- ir við minnkandi veraldargengi og kjósendafylgi. Þeir eru liér ekki ríki í ríkinu, en af J>eim getur stafa háski. Alþýðufiokkurinn hefir enga stefnu í dýrtíðarmáfunum. .Mitnn ilýtuw9 siÞÍtiBiili aö ieifj&aw'ósi. Alþýðuflokkurinn hefir enga stefnu í dýrtíðarmálunum. Hann flýtur sofandi að fcigðar ósi. .......... Alþýðuflokkurinn hefir forustu í ríkisstjórninni og að réttu lagi ber honum jafn- framt að hafa forustu í landsmálunum. Þótt margh’ væru í byrj- un vantrúaðir á forustuhæfi- leika hans, ]>á væntu menn þó að úr rnundi rætast, er liann gegndi ábyrgðarmiklu hlutverki í sainbandi við stjórn landsins. Eftir tveggja ára stjórnarforustu gengur Jijóðin þess nú ekki lengur dulin, að flokkurinn hefir herfilega brugðist hlutverki sínu og hann hefir sýnt, að hann er ekki fær um að leysa neitt af aðkallandi vanda- málum Jijóðfélagsins. Alþýðublaðið liefir undan- farið gengið berserksgang út af ræðu Björns Ólafssonar á Alþingi um afnám hafta og skömmtunar ög breylta stefnu í fjármálum. Blaðið fordæmir ]>au úrræði, sem B. Ó. setti fram í ræðu sinni og kallar hana brcinræktuð- ustu íhaldsræðuna, sem á þingi hefir heyrst árum sam- an. Meira lof gat nú blaðið varla valið ræðunni, því það sýnir, að hún hefir komið nokkurri hreyfingu á }>á pólitísku gerningaþoku, sem Alþingi bringsólar nú í, með- al annars af völdum Aljiýðu- flokksins. Aljibl. segir að B. Ö. haldi því l’ram, að allar byrðarnar eigi að leggja á launþegana í landinu. Þetta sé J>að sem íhald borgaraflokkanna ætli sér — „og sýnir ja-fnframt hverju Aljiýðuí'l. hefur, með- al annars, bægt frá dyrum launastéttanna og alls al- mennings í landinu“. Við skulum nú athuga hvað Jiessi „verndari“ alþýðunnar í landinu liefir gert til ]>ess að bægja atvinnuleysi og erfiðleikum frá dyrum henn- ar. Alþýðuflokkurinn hefir aldrei komið með nokkra til- íögu um það, hvernig skuli leysa dýrtíðarvandamálið, sem er að stöðva atvinnu- vegina. Hann segist vera á móti gengislækkun. Látiun J>að svo vera. En hann hefir aldrei sagt hvað liann vilji láta gera í staðinn. Hann við- urkennir, að eittbvað verði að gera. En hann hefir ekki átt frumkvæði að neinni til- lögu og vcrið á móti öllum tillögum, sem aðrir hafa komið með, vegna Jiess að ]>ær rýri kjör almennings. Flokkurinn hefir staðið gegn öllum lillögum, sem komið hafa fram i ríkisstjórn um leiðrétting efnahagsástands- ins, nema þeirri einni að binda vísitöluna í 300. Hann hcfir J>vi stöðvað allar raun- hæfar aðgerðir í dýrtíðar- málunum með hugleysi sínu og fálmi. Hann vcit ekkert, hvað hann vill. Hann Jiorir heldur ekkert að gera. Ár- angurinn hefir svo orðið sá, að hann hefir knúð bina flokkana til að halda áfram á þeirri gjaldþrotaleið að gefa mcð öllum bátafiskinum úr ríkissjóði. Svo segir flokkur- inn að hann hafi einn komið í veg fyrir stöðvun bátaflot- ans! ! Af því að flokkurinn ]>or- ir ekkert að gera, reynir hann af öllum kröftum að balda öllu sukkinu gangandi með sköttum og uppbótar- greiðslum. En nú er allt að fara um þverbalc og af þyí að flokkurinn liefir alltaf staðið öfugur gegn öllum að- gerðum, er hann nú að leiða yfir hina verstu atvinnu- kreppu, sem hér liefir þekkst. Þótt flokkurinn sjái hættuna framundan, tvístígur hann eins og kálfur, sem ekki þoVir að stökkva yfir skurð. Það er því nokkuð hlálegt, J>egar J>essi flokkur J>ykist vaka yfir velferð almennings í landinu, flokkurinn, sem er að kalla kreppuna yfir lands- , lýðinn með liugleysi sínu og vesældarskap. Flokkurinn hefir enga stefnu í dýrtíðar- málunum. Hann hefir aldrei borið fram eitt einasta ráð gegn verðbólgunni. Hann hefir aldrei sagt, hvernig ætti að láía framleiðsluna bera sig. Hann er gersamlega ráð- þrota og hefir engar tillögur að leggja fram, þótt allt efna- hagslífið í landinu sé að komast á ringulreið. Svo er þessi flokkur að leika lilutverk vandlætarans en hefir ekkert sjálfur til málanna að leggja. Með þess- um loddaraskap mun honum takast að kalla atvinnuleysi yfir verkalýðinn og langvar- andi háðung og fvrirlitningu yfir sjálfan sig’. Nýtt 1. fl. PllkNÓ til sölú. — Tilboð sendist afgr. Vísis merkt: „Píanó —170“. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstaréttarlögmenn Oddfellowliúsið. Simi 1171 Allskonar lögfræðistörf. B1 il ÞaÖ hefir verið sagt, að miklu minni peningar væru í umferð nú en fyrir tveim þrem árum, eða réttara sagt, almenningur hefði ekki eins mikið fé handa í milli, og má þetta vel vera. Þó koma oft fyrir atvik, sem óneitan- lega virðast benda til þess, að unglingar og strákslött- ólfar á gelgjuskeiði hafi feykinóg auraráð. * Fyrir nokkruin kvölclum gekk eg inn á einn af „matbcir- um“ borgarinnar til J>éss að fá mér eittlivað að ]>orða, J>ví aö eg var tímabundinn og mátti ekki vera að ]>ví aö fara heim eða í venjulegt veitingahús. Þar voru fyrir þrír strákar. á að gizka 16—17 ára gamlir. Allir vorti Jieir i sama „úni- forminu“, síðum strigablússum með amerísku sniði, með skinn- kraga og hettú. Þeir hámuðu í sig, eins og þeir ættu lí-fið aö leyst og rifu af • sér brandarEt. Sá, sem næstur mér stóð, virtisl vera fyrirliði þeirra, enda stóð whisky-flaska upp úr vasa hans. * Stráksi var ekkert að leyna flöskunni, eða breiða yfir stútinn, sem stóð ögr- andi út í loftið, framan í hvern, er hafa vildi. Flaskan var óátekin og slöttólfarnir ódrukknir. Er einn þeirra hafði lokið við að naga af heljar miklu kjötbeini, mælti hann: „Bíðið þið strákar, eg ætla að græja bílinn.“ * Hinir biðu og notuðu tímann vel á meðan, einn sallaði á sig 5—6 kj.þtbollum, svona til ör- yggis, en annar raðaði i sig nokkrum kótilettum. Þeir virt- ust leika á als oddi og eitthvað mikiö stóð til. Þeir voru svona rétt að búa sig undir kvöldi’S og þá er ekki ónýtt áð hafa eitthvað í mágánum, þegar „partýið“ heíst, Svo vatt hinn strákurinn sér inn úr dyrun- um. Hann var búinn aö „græja“ bílinn. „Hvað er J>aö mikið?“ sagði fyrirliSinn. „Nei, eg borga núna,“ sagði annar, lítill og rindilslegur piltur, áreiðan- lega ekki meira en 16 ára. Strákarnir þrir höfðu horðað fyrir um 60 krónur og rindillinn tók nokkra 100 krónu seðla upp úr vasa sínum og rétti af- greiSslustúlkunni einn þeirra. Svo hurfu þessir séntil- menn út í bílinn, sem græj- aður hafði verið og óku út í buskann.--------Sumir æsku- menn hafa ekki gott af of miklum peningum, það er víst gömul saga. En þetta litla atvik inni á matsölu- staðnum finnst mér vera eins konar spegilmynd af nokkr- um hluta æskulýðs þessa bæjar í dag. 100-krónuseðl- arnir og whiskiflaskan-------- tf,_V7 ára — _____ —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.