Vísir - 11.03.1949, Blaðsíða 1
39. árg.
56. tbl.
Föstudaginii 11. marz 1949
Fengu einu sinni
póst á níu vikum.
• •
Öræfingar eru óáuægðir með
ráðstafanir pGststfórnarinnar.
Öræfingar hafa í vetur
verið mjög afskékktir hvað
allar samgöngur snertir, en
það sem þá tekur þó sárast
er það, að póst hafa þeir ekki
fengið nema einu sinni á 9
vikum.
Samgöngur við Öræfin
hafa alla tíð verið slæmar.
þetta er eitt af afskekktustu
byggðárlögum • á íslandi,
lukt stærsta jöldi Norður-
álfu á einn veg, hafnlausri
strönd á annan, en eyðisönd-
um með illfærum vatnsföll-
uum á tvo vegu.
Er flugið kom til sögunn-
ar, töldu Öræfingar flug-
samgöngur þær einu, sem til
greina kæmu í framtíðinni
og það gera þeir enn. Þeir
Iiafa fengið því til vegar
komið að sæmilegur flug-
völlu'r hefir verið gerður á
Fagurhólsmýri, þar sem 22ja
farþega flugvélar geta lent
og með þeim hafa þeir mest-
megnis flutt afurðir sínar og
lífsnauðsynjar á s.l. ári.
Póststjórnin mun einnig
liafa verið á sama máli um
gildi flugsins fyrir Öræfinga,
því að á árinu sem leið lagði
hún niður póstferðir land-
leiðina og tók ákvörðun um
að flytja allan póst loftleiðis.
í vetur, eftir nýárið, Iicfir
veðráttu liins vegar verið
háttað þannig, að nær engar
flugsamgöngur liafa verið
við Öræfin. Á níu vikna
bili, eða frá 3. janúar til 6.
marz hefir aðeins ein
flugvél getað lent á Fagur-
hólsmýri.
Þetta gerir Öræfingum
ekki svo mjög til hvað snert-
ir vöruflutninga, því þeir
eru ekki vanir vöruflutning-
um að vetri til og hafa jafn-
an birgt sig upp með nægan
vetrarforða. En hitt sárnar
þeim að fá hvorki bréf né
blað til að lesa, svo vikum
skiptir, eins og átti sér stað
í vetur. Eru það vinsamleg
tilmæli þeirra við póststjórn
ina að hún taki að nýju upp
póstferðir landleiðina, a.' m.
k. þann tíma árs, sem búast
má við að flugsamgöngur
teppist.
Eiu leiðdbáidr til aS besjast við
kommúnista, nnz yfir lýlnu.
lökum vllfa ekki smánarsaminga.
JF'riðrih
ur IVffffff ^fff/fff
í dutj.
Friðrik IX Danakonungur
á fimmtugsafmæli í dag-.
Hann tók við konungdómi
eftir föður sinn Kristján X,
sem var síðasti konungur
yfir Islandi.
Friðrik konungur er eins
og faðir lums, mjög vel lið-
inn af þegnum sínum, vegna
alþýðlegrar framkomu. Frið-
rik konungur hcfir þrisvar
komið hingað lil lands og
hafa margir Islendingar haft
persónuleg kynni af honum.
Síðast kom hann hingað
1938 og var þá i för með
honum Ingirid prinsessa.
Naumur sigur
dr. Malans.
Kanton. — Fylkisstjórar
fjögurra syðstu fylkja Kína
hafa tilkynnt, að þeir muni
ékki telja sig bundna af
samningum stjórnarinnar við
kommúnista undir vissum
kringumstæðum.
Hafa þeir komið saman á
ráðstefnu hér í borg og til-
kynnt síðan, að ef stjórnin
geri einhverja smánarsamn-
inga við kommúnista, muni
þeir ekki viðurkenria slíka
uppgjöf, heldur berjast með-
an nokkur stendur uppi, sem
þeim vill fylgja. Fylkisstjór-
ar þessir ráða fylkjunum
Kwantung, Kwangsi, Ilunan
og .Fuldcn.
Sá. sem fengið hefir J>yi til
vegar komið, að baráttunni
við kömriiúnista vérði háldið
áfram þarna syðra, heitir
Hsueh Yueh, fylkisstjóri, og
ræður fyrir Kwantungfylki.
Þar stjórnaði áður T. V.
Soong, mágur Chiangs Kai-
sheks, en lét af störfum rétt
áður en hann fór frá.
Kyrrð og
viðbúnaður.
Kyrrt má heita á bökkum
Yangtse-fljóts um þessar
mundir. Það er að segja um
verulega bardaga er hvergi
að ræða, cn mikið er um að
vera fjær fljótinu, bæði að
norðan og sunnan. Komrnún-
istar slarfa af kappi að því
að koma flutningaleiðum
sínum að norðan í fullkomið
lag, en herSveitir stjórnarinn-
ar víggirða fljótsbakkana og
halda uppi vitækum æfingum,
Fari samningar út um þúfur,
munu kommúnistar að lik-
indum hefja sókn þegar og
af miklu kappi. (Sabiuews).
Þjóðernisflokkur dr. Mal-
ans hav sigur úr bútum i bæj-
ar- og sveitarstjórnarkosn-
ingunum í Suður-Afriku.
Hlaut flokkur hans 86
fulltrúa kjörna, flokkur
Smuts 78, verkamenn 3 og
óháðir 3. Einn fulltrúi ó-
háðra mun fylgja Malan að
máltun. Dr. Malan hafði lýst
því ýfir að hann liti á kosn-
ingarnar sem prófstein á
stjórnarstefnu sína og sér-
staklega mcð tilliti lil stefnu
lians gagnvart blökkumönn-
um og Tndverjum. Malan hef
ir viljað svipta aðra en hvíla
mcnn kjörgengi. Einn' fylg-
ismanna Malans lýsti því yf-
ir í morguri, að sigurinn
hefði vcrið svo naumur, að
ekki væri vist að dr. Malan
treystist til þcss að láta til
skarar skríða um mál, er
mestur ágreiningur væri um.
Annar hreyfilfinn bifaði
yfir miðju Atlantshafi.
Masmst þó h&iiu og höidau
4i§ KeíitariA uE'S'iuyra iiaí*.
Akfært til
Akureyrar.
Akfært er nú aftur tii
Akureyraiý að því cr Yega-
málaskrifstofan tjáði Vísi í
morgun.
I gær var unnið að því
að ryðja öxnadalsheiði og
fór áætlunarbifreið frá póst-
stjórninni norður í gær og
dag mun bifreið leggja af
stað frá Akureyri hingað til
Reykjavíkur. Ef veður spill-
ast ekki til muna verður
reynt að lialda leiðinni opinni
það sem eftir er vetrar.
Ungur lista-
maður heldur
syningu.
Á laugardag verður opnuð
málverkasýning í sýningar-
sal Ásmundar Sveinssonar,
Freyjugötu 41.
Sýnir þar ungur listamað-
ur, Gunnar Magnússon, all-
margar myndir. — Sýningin
verður opnuð kl. 4 e. li.
opnuð kl. 4 e. li.
Annar fóturinn
var tekinn af.
Búið er að taka annan
fótinn af Jóhannj bónda frá
Goðdal, þeim er bjargaðist
úr hir.u hörmulega snjó-
flóði /norður á Ströndum
skömmu eftir jól.
Fóturinn var tekinn af Jó-
hanni fyrir neðan hné og
eru nú um 3 vikur frá því
er sú aðgerð fór fram. Tókst
það ágætlega og er Jóhann
nú koniinii á stjá og farinn
að ganga við hiekju um
húsakynni spítalans.
Jóhann mun samt verða
að dvelja þar nokknrn tíma
enn, eða þar'til liann er bú-
inn að fá gcrfífót. örinur
kalsár Jóhanns eru nú ýin-
ist gróin eða á öruggum
batavegi.
Litlu munaði, að tveggja
hreyfla .bandarísk .flugvcl
færizt í gærmorgun á teið-
inni milli Goose Bay (Labra-
dor) og Kefiavíkur, er ann-
ar hreyfillinn bilaði, en flug-
vélin lenti heilu og höldnu
i Keflavík.
Var þetta flugvél af gerð-
inni C-4, á leið til Prestwick
og Múnchen. Er flugvélin
var komin um það bi! hálfa
leið áleiðis til Islands, bilaði
annar Iireyfillinn og radio-
tæki vélarinnar fóru einnig
úr lagi. Flaug flugvélin á ein-
um lireyfli í 5% ldst. eftir
])að.
Frá Keflavikurflugvelli
var send ein af björgunar-
flugvélum vallarins og tókst
henni að finna liina nauð-
stöddu flugvél með radar-
tækjum, en þá var lienni
mjög tekið að daprast flug-
ið, gat ekki baldið sér nægi-
lega hátt á lofti. Björgunar-
flugvélin leiðbeindi henni
síðan inn á Keflavíkurflug-
völl og lenti húri þar, eins
og fyrr getur, kl. 11.35 í gær-
mórgun.
Var þetta flugvél frá band-
aríska flugfélaginu „Miami
Airlines" og var forstjóri fé-
lagsins með í förinni, ásamt
konu sinni og 5 farþegum
öðrum.
Flugvél þessi var á leið lil
Múnch.cn til þess að sækja
|)angað heimilislaust flótta-
fólk, cr ællaði til Suður-Am-
eríku. en flugfélagið er
samningsbundið til slíkra
flulninga/
Unnið er nú að viðgerð
vélarinnar, er mun halda á-
fram ferð sinrii jafnskjótt og
henni er lokið.
Tekinn í
landhelgi.
I fyrradag var mb. Sleipn-
i) tekinn með ólöglegan um-
búnað viðarfæra innan land-
helgi,
Var farið með bátinn til
Seyöisfjarðar og þar var
skipstjóri hans dæmdur i 6
þús. kr. sekt. — Það var
varðbáturiun Óðinn, scm tók
Sleipni. Skipsljóri á ,Öðni er
Gunnar Gíslason.