Vísir - 11.03.1949, Blaðsíða 10
w
Föstudaginn lt. marz 1949
Þjóðminjasafnið, Stýrimannaskólinn
og bygging Skóiavörðiihæðarinnar.
Tyrir skemmtigarða, leikvelii
barna eða minni liáttar
íþrottasvæði. Og meðan bær-
inn þenui' sig lengra og
lengra suður á Reykjanes og
upp i Mosfellssveit, eru heil
liverfi af eldgömlum og illa
byggðum kumböldum látin
.slanda ólireyfð i miðju hjarta
bæjarins, — svo ekki sé talað
um þau fádæmi,-þegar þeir
eru látnir standa út í mið
fjölfarin stræti til þess eins,
að umferðin limlesti og drepi
þar fjölda manns á hverju
ári.
Eiiiu sinni gerði ég laus-
legan samanburð á flatar-
málsstærð Reykjavíkur og
Gautaborgár, sem þyldr vel
og skynsamlega byggð borg
og liefur um það bil þrefalt
fleiri íbúa en Island allt, og
komst að þeirri niðurstöðu,
að munurinn væri ekki ýkja-
tnikill. Þó má bæta því við,
að i Gautaborg hefur þótt
ríkulegt landrými fyrir stór-
an skóg (Slotsparken),
marga skemmtigerða, bát-
genga skurði og vegleg torg.
Flugvöllurinn
í bænum miðjum.
Ef þensla Reykjavíkur
heldur áfram, eins og verið
hefur síðasta áratuginn, lend-
ir flugvöllurinn bráðlega í
miðjan bæinn, sem hann
reyndar er að mestu kominn
þegar, og skapar þannig
bæði flugvélum og öllum
bænum bráða hættu, og því
meiri, sem von er til, að
flugferðir fari frekar vax-
andi en hitt. Heldur er það
ekki til þægindaauka fyrir
íbúana, að liafa sífellt véla-
.skrölt yfir höfði sér, jafnt
daga scm nætur.
Eiléndis dettur engum
heilvita manni i hug að
byggja flugvöll nema á
svæði, sem liggur þó nokkra
kílómetra fyrir utan bæinn,
allt að 10 15 km. Ekki veit
ég, hvort þessi háskasamlega
skammsýni er frekar að
kenna íslenzkum eða erlend-
um aðilum, en íslenzkum
yfirvöldum hefði a. m. k.
borið ótvíræð skylda til að
banna með öllu, að þessi nýi
og geysidýri völlur yrði stað-
settur þar, sem fyrirsjáanlegt
var, að hann mundi um-
tjúkast af bænum cftir örfá
ár.
Gallar á
víðáttumiklum bæ,
Auk J)cssa hefir útþensla
bæjarins að sjálfsögðu í för
með sér tvo megingalla: Gif-
urlcgan kostnað vegna vega-
gerða og allra þeirra lagna,
sem flytja vatn, rafmagn,
síma, gas og veita burt
skólpi, og það, hve erfitt það
gerir öllum íhúunum fyrir
um samgöngur.. Þó ekki
þurfi rfema að leggja böggul
í póst, borga reikning eða
kaupa plástur, ef barn meið-
ist á fæti, neyðist fólk til að
leggja á sig langleiðina niður
í miðbæ. (l'r þessu mætti
reyndar bæta að nokkru, ef
þessi hryllilegu fornaldar-
tælci, sem noluð eru lil
mannaflutninga, vrðu teldn
úr umferð, og í stað þeirra
fengnar bifreiðar, þar sem
fó'lk gæti tyllt sér, þótt fleiri
væru fyrir en tíu farþegar.
Hitt mundi heldur ekki saka,
þólt þær gengju oftar cn á
hálfs- og heil tímafresti til
bæjarliluta, þar sem þúsund-
ir manna búa.)
Auðu svæðin
vantar alveg.
Eins og eg minntist á fýrr,
er sú staðrevnd alltaf að
verða átakanlegri, að þrátt
fyrir þessa brjáluðu út-
þenslu borgarinnar, er eins
og livergi megi sjást auður
blettur, án J)ess að hann sé
strax tekinn og eyðilagður
með einú eða öðru móti. ,Af
öllum þeim dæmum, sem
nefna mætti, eru þó örlög
Skólavörðuhæðarinnar cinna
sorglegust. Hér virðist sama
hugarfarið og smekkleysan
vera ráðandi og þegár Skóla-
varðan var brotin niður, með
öllu að nauðsynjalausu. Enda
Jiótt hún hafi kannske ekki
verið merkilegt mannvirki,
var hún samt hjartfólgin
mörgnm gömlum Reykvílc-
ingum og-geymdi sínar minj-
ar um bernskuár höfuðstað-
arins. Þótt í litlu sé, eru það
samt slikar minjar, ef vel og
alúðlega er að þeim búið,
sem verða mcð tímanum lil
þess að gera hverja borg fjöl-
breytilegri og rikari.
Niðuri-if Skólavörðunnar
var aðeins örlítið atriði lijá
þeim hermdarverkum, sem
verið er að fremja á holtinu
um Jæssar mundir, og því
frekar, sem öll heildarmynd
bæjarins er í liúfi að J)essu
sinni.
Skólavörðuholtið
hefði átt að vera autt.
Skólavörðuhæðin er svo
að segja í miðjum bænum
og er umlukin þéttbýlum
hverfum allt í kring. Það her
einna hæst þeirra hæða, sem
bærinn er reistur á, og Jjaðan
er hin fegursta útsýn til
fjalla. Ei' nokkur staður til i
öllum bænum, sem sjálfsagð-
ara væri að friða og búa vel
að en einmitt J)essi hæð, —
ef við á annað borð gerum
ráð fyrir þvi, að landrými sé
til á íslandi fyrir slikan mun-
að? Iíér á eg ekki við J)að, að
nein nauðsvn hefði verið til
J)ess að gera hér skrúgarð, —
erida hefði J>að eflaust verið
erfitt, heldur bara að gera
smekklega að hemii, hafa
grasgeilar á víð og dreif, en
láta klappirnav ráða sinu.
VISIR
Síðan hefði mátt setja upp
nokkurar myndastvttur, lag-
legt skýli, beldd, smáreit
með sandkössum og öðru
handa bömum o. s. frv., en
J)ó aðallega til J)ess að hafa
þar opið svæði, sem gæfi um-
liggjandi liverfum dálítið
lífsloft og gæti verið griða-
staður ])eirra, er þ>angað
vildu ganga á björtum'
tnorgni. Einnig ber þess að
gæla, að við holtið liggur
stærsti barnaskóli bæjarins,
tvö sjúkraliús (annað þeirra
er svo undarlega sett, að J)að
ræður ekki yfir fermetra
jarðar, J)ar sem sjúklingar
geti gengið sér til hressing-
ar), auk J)ess listasafn og
fleiri stofnanir.
Ef það hefði verið gert,
sem hér er nefnt, mundi það
ekki hafa þurft að kosta
mikinn þening (þótt aldrei
sé of miklu eyðandi i fegrun
borgarinnar), en hefði hins-
vegar forðað bænum að
nokkuru leyti frá þeirri klúð-
urslegu á sýnd, sem er að
verða merki hans,
Öllu lirúgað
á einn stað.
A móti þessari sjálfsögðu
hugmynd, sem fleslir Reyk-
víkingar hafa áreiðanlega
talið það eina, sem Jæssu
holti bæri, koma síðan hinar
ófögru staðreynelir.þess, sem
verið er að gera. Er nú sem
óðast að hlaða þar niður
hverju steinbákninu við lilið
annars, og er svo hart að
| gengið, að varla verður liúsa-
sund á milli.
Við hliðina á Austurbæjar-
skólanum er búið að reisa
nýjan Gagnfi-æðaskóla, ofan
í honum, Bergþórugötumeg-
in, er verið að byggja nýjan
Iðnskóla og, að því er mér
hefir verið sagt, mun vera í
ráði að reisa nýjan Kennara-
skóla úti við Eiríksgötuna.
Til þess að fullkomna svo
með öllu Jietta snilldarverk
sitt, liafa þeir fundið það
upp — af hvggjuviti sínu —
að nota ]>að svæði, sem af-
gangs verður, þegar búið er
að þjappa öllum steinkössun-
um saman, til þess að reisa
þar eilt gífurlegt guðshús.
Ef eg mundi skrifa um
luis þetta og höfund þess eins
og mér liggur á hjarta,
mundi það eflaust falla undir
lagaálcvæði meiðvrða.
!
Ófær leið.
Er eg var heima í sumar,
lá leið min eitt sinn yfir þvert
holtið, sem er reyndar að
verða jafn ófært mönnum
scm skepnum, og varð þá
fyrir mér ein mildl steinþró,
hálfhringur að lögun, ekki
ósvipuð haugliúsum þeim,
sem sjá rná á nýtízku bú-
görðum erleudis. Er eg hugði
betur að, sá eg þó hvaðan
vindurinn blés. Þró þessi átti
sem sé að vera upphaf, — eða
betur sagt endirinn, — á
fyrrnefndri kirkjul)yggingu.
Ef eitthvert skáld eða lista-
maður þárf .á ihnblæstri að
halda eða andlegri upphTt-
ingu, sem auðgi hugmvnda-
flugið, þá ráðlegg eg honum
að fara upp á holt og seðja
augu sín stundarkorn við feg-
urð þessa nýja kórhýsis!
Með þessum menningar-
snauðu framkvæmdum hefir
hlutverki Skólavörðuholtsins
í lífi bæjarins verið markað-
ur endir. Sá staður, sem
Reykvikingar liafa leitað til
á góðum degi allt siðan byggð
fór að risa umhverfis lækinn
á öndverðri 18. öld, hefir nú
ekki einungis verið evðilagð-
ur, heldur er hann á hraðri
leið til þess að verða ljótasti
og sólarlausasti bletturinn á
öllu Islandi.
V
Auk þeirra ólæknandi
skemmda, sem þessi örtröð
er á öllu vfirliti bæjarins,
sýnir sú staðreyncL, að þama
skuli 3, ef ekki 4, stórum
skólabyggingum vera klesst
hverri ofan á aðra, að hér er
alls ekki um neinn skilning á
skóla sem menningarstofn-
un að ræða. —- Það hlýlur
hverjum hugsandi manni að
vera ljóst, að það er ekki
hægt að fara með skóla eins
og skrifstofuhús eða verk-
smiðju. Það er ekki hægt að
þjappa þeim á milli annarra
hiisa eins og margarínsköss-
um í geymslu. Skóli, sem
ungt fólk á a^ sækja i mörg
ár, líta á sem lieimili sitt og
bera virðingu fvrir, verður
að hafa sina eigin jörð, sitt
eigið umhverfi. Nemenduridr
eiga að skynja hann sem ríki
i ríkinu, og því verður liann
að eiga sitt eigið ldnd, sin
landamæri.
\
Menntaskólinn.
Sjálfur hefi eg vciið nem-
andi við Menntaskólann i
Reykjavík og eg veit, að mik-
ið af þeirri virðingu, sem við
bárum fyrir lionum, og ber-
um enn, varð til fyrir það,
að hann býr í fallegu húsi,
sem stendur tignarlega og
hefir fallega spildu lands um-,
hverfis sig. Sii jörð var okk-
ar jörð meðan við dvöldum
þar, okkar löglega ríki. Ef
Menntaskólinn hefði verið til
húsa í ljótum steinkastala,
sem hefði verið þrengt inn í
citthvcrt liúsasundið, og ekki
átt nema garigstélt að lóð,
mundu líiinningar okkar um
veruna þar og virðing okkar
fyrir lionum eflausl hafa
verið með öðrum blæ. Þáttur
hans í lífi bæjarins hefði
einnig orðið mun rýrari en
nii er.
Þvi er það álit mi:t, að
með framkvæmdum þessum
á Skólavörðuhæðinin sé ekki
aðeins verií að eyðileggja
falfegt og nauðsvnlegt svæði,
heidur sé um ieið verið að
geia þessar menningarstofn-
auir, Gagnfræða-, Kennara-
og Iðnskólánn, algerlega
hornreka, verið að svipta
Jxrr sinum sjálfsagða rétti til
virðingar nemenda sinna og
alþjóðar.
Hvort er skipulagsmálum
bæjarins raunverulega kom-
ið í það öngþveiti, að ekki
megi finna auðan blett lianda
nýjum skóla, eða er hitt nær
sanni, að sérliverri skynsám-
legri viðleitni til að byggja
íslendingum höfu'ðborg liafi
með öllu verið kastað fyrir
borð?
Khöfn, 1. febrúar 1919.
Björn Th. Björnsson.
--♦-—
Vísir er ekki sammála
gi einarhöfundi um margt,
sem liann slær fram, en birt-
ir J)ó grein hans. Blaðið birt-
ir því að sjálfsögðu andsvör,
ef einhver berast. — Ritstj.
Tveir @im-
sfeinar —
Framh. af 4. síðu.
var ekki eins J>ungur að því
loknu, en bjarmi hans óx að
sama skapi. Dalhousie lá-
varður færði hann Viktoríu
drottningu sem gjöf frá
Austur-Asíu félaginu.
Það er gömul trú á Ind-
landi, að ógæfan muni elta
eigendur steinsins, þangað til
honum sé skilað aftur rétt-
um eiganda, sem ætti J)á lík-
lega að vera einliver vald-
hafi á Indlandi. Og líklega er
sú trú si^rottin af því, að
því er sagt er, að Mogul-
arnir á Indlandi hafi álitið,
að ættleggur þeirra myndi
halda völdum meðan „Ljós-
fjallið“ væri í þeirra eigu.
Frá 21. marz til 20. apríl
ér sólin í lirútsmerki og þess-
ir steinar, demanturinn og
blóðsteinninn heyra undir
J)að hús.
Blóðsteinninn er i raun-
inni grænn jaspissteinn með
rauðum deplum. Þessi steinn
var á miðöldum í niiklu á-
liti og kallaður „Blóðsteinn-
inri. Sú sögn fylgir honum,
að við krossfestinguna, er
Kristur var særður með
spjótinu, hafi blóðið frá
J)ví sári fallið á grænan
jaspisstein, sem lá fyrir
neðan krossinn. Þaðan staf-
aði sú trú. manna, að guð-
dómlegur töframáttur fylgdi
steininum og var hann sér-
staklega vel fallinn til að
lækna hvers konar l)lóðrás,
vatnisýld, og einnig var liann
notaður við barnslæðingar.
Steinninn var líka .notað-
ur sein vcrndargripur; liann
átti að færa eigandanum auð,
heppni og langlil'i. Hann var
hafður til þess að stöðva
blóðrás og þvi báru her-
menn hann oftlcga. Á síð-
ari árum hefir því verið
haldið fram, að hinir rauðu
flekkir i steininum stafi frá
járnsýru, og samkvæmt sið-
ari tima rannsóknum er það
efni síernmandi og iiefir ver-
ið notað til að stöðva blóð-
rás.
Gömid trú segir, að stcinn-
inn sé hollnr þeim, sem beri
liann og færi þeim gæfu og
gengi, hann hrcld og óróa
úr huga mannsins og sé
hann greyptur í silfur, vcrði
áhrif hans sterlou'i.
V *