Vísir - 15.03.1949, Page 4
4
V I S I R
Þriðjudaginn 15. marz 1949
Einn af æöstu hershöfðingjum Rússa
kveður upp dómin yfir valdhöfunum.
Hreinsamrnar voru vegna þess, að rússnesld herinn
viidi handalag við lýðræðisöflin gegn Hitler, en
Stalin var þvi andvígur.
Kravchenko komst aldrei
til þeirra metorða hjá Ráð-
stjórninni í Rússlandi, að
hann gæti talizt verulega
°óð heimild um það, sem
gerðist þar að tjaldabaki.
Nú er hinsvegar komin út
bók, sem vegna skynsam-
legrar uppbyggingar sinnar,
gætinnar frásagnar og sakir
þeirra ókjara af upplýsingum
sem hún hefir að geyma,
skarar langt fram úr bók
Kravchenkos. Hún er skrifuð
af einum af fv. hershöfðingj-
um og stjórnmálaerindrekum
Stalins, Alexander Barmine,
sem var áður aðalræðismaður
Sovétríkjanna i Iran og
sendifulltrúi í Aþenu. Hún
kom fyrst út í Bandaríkjun-
um, en þar dvelur Bamiine
nú og var titill hennar: -—
„Einn, sem af komst“, en
hefir ennfremur verið þýdd
á dönsku.
Var af
fátækum kominn.
Ævisaga Barmines er í
stuttu máli þessi: Hann' er
sonur fátækra hjóna, er
bjuggu í þeim liluta Rúss-
lands, sem talinn er til
Evrópu. Hann gekk í Rauða
herinn á byltingaránmum,
var á liðsforingjaskóla Trot-
skis, fullnumaði sig í hern-
aðartækni og útski’ifaðist úr
hernum sem stórfylkishers-
höfðingi, en snéri sér síðan
að utanrikisþjónustunni.
Hann var fyrst sendur i
leynilegum erindagerðum til
Iran, en var siðan i utanríkis-
deild Tjiterins í fjögur ár.
Hann var alræðismaður og
komst imi i utanríkisverzlun-
ina og var sem slíkur sendur
til Parísar og Briissels. Um
skeið var hann framkvæmda-
stjóri bíla- og vopnaútflutn-
ings Rússa og að lokum varð
hann sendiráðsritari í Aþenu.
Þaðan hvarf líann aldrei til
heimalandsins aftur, þrátt
fyrir skipanir í þá átt, er hin-
ar miklu hreinsanir áttu sér
stað í Rússlandi. GPU tókst
aldrei að koma honum fyrir
kattai’nef, enda þótt ítrek-
aðar tilraunir hafi verið
gerðar til þess og nú býr
Barmine í Bandaríkjunum.
Er ennþá
kommúnisti.
Það sem gerir bók Barm-
ines einkar sennilega, er að
hann hefir aldrei snúið baki
við kommúnismanum. Hann
er ennþá sannfærður kom-
múnisti, bolsevikki af gamla
skólanum, eins og það er
nefnt. En hann virðist vera
trotskisti og heldur því
fram, að Stalin hafi algerlega
svikið gömlu byltingarhug-
sjónina, eyöilagt sosialis-
mann i Rússlandi og komið
á fót afíurhaldssamri ógnar-
stjórn. Ymislegt bendir til að
Barmine hafi á réttu að
standa.
Bók Barinines, cr ævisaga
eins og bók Kravchenkos og
skotið er inn sögulegum stað-
reyndum og pólitískum hug-
leiðingum. Hann ljóstar upp
um margt, sem ekki var áður
kunnugt og þýðing uppljóst-
ana hans kemur bezt i ljós í
þvi, að þar sem blöð kom-
múnista skopast að Krav-
chenko, Valtin og Köstler
og reyna að gera þá hlægi-
lega, reyna þau aftur á móti
að þegja Barmine i hel. Er
j>að kannske vegna þess, að
þau hafa engin vopn gegn
honum ?
Merkilegustu kaflarnir í
bók Barmines er lvsing hans
á hinum þrem þýðingarmestu
tímabilum í sögu Sovétríkj-
anna, tímabilum, sem hvert
á sinii hátt voru forsendur
fyrir alræðisvaldi Stalins.:
1) Barátta hans og sigur yfir
Trotski, 2) fyrsta fimm-ára-
áætlunin, 3) hreinsanirnar
miklu.
Skaphöfn
Stalins.
Það virðist ekki lengur
vera neinn vafi á því, að það
sem einlcum einkennir skap-
höfn Stalins er slægð, hæfi-
leiki til þess að sýna þolin-
mæði í áætiunum, forðast
beinar árásir, láta málelnin
þróast, vera þó með undir-
róður, helzt án þess að and-
stæðingurinn viti lun hver
rær undir. Þegar á liólminn
er komið, virðist Stalin geta
verið mjög framkvæmda-
samur. Hann bíður olt árum
saman og lætur ekki fyrr til
skarar skríða en þegar áhætt-
an cr sama og engin. Þangað
til má þróun málanna kosta
hvað sem vera slcal. Það
skiptir hann engu.
Trotsky segir í bók sinni
um Stalin, að hann hafi
snemma stefnt að því að
verða einvaldur í Sovétríkj-
unum. Bannine færir sönnur
á þá staðhæfingu. Hann
heldur ]>vi fram, að Stalin
hafi þegar í herförinni til
Póllands 1920—21 af áseltu
ráði látið Rauða herinn bíða
ósigur hjá Lublin með því
að svikjast um að koma hon-
um til hjálpar. Tilgangurinn
var, að eyðileggja álit
tveggja meslu hershöfðingj-
anna, Trotskys og Tukhat-
jevskys, með því að koma
því til leiðar, að þeir töpuðu
stríðinu. Stalin, sem ckki
hafði unnið sér neitt til á-
gætis í herförinni, var orð-
inn leiður á að standa í
skugganum.
„Sviti^
blóð og’ tár“.
Á fyrstu árum Sovétríkj-
anna steðjuðu ótrúlegir örð-
ugleikar að og þau ár vorti
Framli. á 10. síðu.
Endurminningar Churbhiíls.
Framh. af 3. síðu.
„28.6.40.
Eg vona, að fulltrúa páfa verði gert Ijóst, að við æskj-
um alls ekki efth’, að neinar fyrirspurnir verði gerðar um
friðarskilmála við Hitler og öllum sendimönnum okkar
og fulltrúum er stranglega bannað að lcoma fram með
neinar slíkar uppástungur.“
*
Eg álti í dálitlum brösum við hina gömlu vini mína,
Indlandsmálaráðherrann og Lloyd lávarð, nýlendumála-
ráðlierra, er eg lét flytja lier okkar heim fra Palestínu.
Lloyd lávarður var sannfærður and-zionisti og Araba-
vinur. Eg vildi láta vopna Gyðingainnflytjendurna.
Amety Indlandsmálaráðherra var á annarri skoðun en eg
um hlutverk Indlands. Eg vildi fá indverskar hcrsveitir
þegar í stað til Palestinu og landanna fyrir botni Miðjarð-
arhafs, en varakonungurinn og Indlandsmálaráðuneytið
höfðu önnur áform á prjónunmn, vildu heldur skapa vold-
ugan indverskan her, er styddist við indverskan hergagna-
iðnað.
Undírbúningur gegn innrás haíinn af kappi.
Hinn 25. júní lagði Ironside hershöfðingi, yfirmaður
lieimahersins, ráðagerðir sinar fyrir herforingjaráðið. Að
sjálfsögðu voru þær ræddar og rannsakaðar af sérfræð-
ingunum af liinni mestu nákvæmni og sjálfur atliugaði
eg þær vandlega. Yfirleitt voru þær samþykktar.
Það voru einkum þrjú meginatriði í þessum frumdrátt-
um að hinni miklu áætlun, er síðar varð: í fyrsta lagi átti
að vera einliverskonar „skotgrafaskorpa“ á ströndum
þeim, er liklegastar þóttu til innrásar, og þar áttu verj-
endurnir að verjast þar sem þeii- voru komnir, studdir
lireyfanlegum lierdeildum til lafarlausrar gagnárásar; í
öðru lagi röð skriðdrekatorfærna, með Ileimavarnarliðs-
mönnum, er lægi suður cftir miðbiki Englands, austar-
lega til varnar London og hinum miklu iðnaðarborgum
gegn árásum brynyarinna farartækja; í þriðja lagi átti að
vera fyrir aftan þá línu aðalvaraliðið til meiriháttar gagn-
sóknar.
Látlausar aukningar og breytingar á þessari fyrstu ráða-
gerð fóru fram eftir því sem vikur og mánuðir liðu; en í
rneginatriðum hélzt þessi skilningur á vörnum okkar ó-
breyttur. Allar hersyeitir áttu að halda velli, ef á þær yrði
ráðizt, ekki í heinni línu, heldur til varnar gegn árásum
hvaðanæva, meðan aðrar sveitir kæmu skjótlega á vett-
vang til þess að uppræta árásarliðið, hvort sem það kæmi
af sjó eða úr lofti. Hermenn, sem höfðu verið umkringdir
og voru úr tengslum við aðra herflokka hefðu ekki þurft
að láta sér lynda að vera kyrrir og verjast. Virkar ráð-
stafanir voru gerðar til þess að gera f jandmanninum skrá-
veifur aftan frá, ennfreinur að trufla samgönguæðar hans
og eyðileggja vérðmæti, eins og Rússar gerðu með svo
góðum árangri, er flóðbylgja Þjóðverja skall vfir land
þeirra ári síðar.
Margur maðurinn mun hafa verið ringlaður af öllum
þessum framkvæmduin allt í kring. En menn skildu nauð-
svn þess að konia fyrir gaddavírsgirðingum og Sprengjum
með ströndunum, skriðdrekagildum í kleifum, steinsteypu-
virkjum á vegamótum, skildu nauðsyn átroðslu í húsum
sínum til þess að hlaða upp sandpokum i ruslakompum
cða skurðanna á golfvöllum og í görðum lil þess að stöðva
skriðdrcka.
Menn létu sér vel líka allt þetta óhagræði og miklu
meira. En vera má, að stundum hafi menn velt því fyrir
sér, livort allt þetta væri liður í eiijhvérri'allsherjaráætlun,
eða þá að einhver valdalitill einstaklingúr væri gripinn
æði og notfærði sér nýfengin völd til þess að raslca eignar-
rétti borgaranna.
Toríærur og hindranir á miklu flæmi.
En samt sem áður var til ein allsherjaráætlun, sam-
ræmd, víðfeðm og nákvæm. Miðstjórn þessarar áætlunar
var í Londón í aðalbækistöð hersins. Stóra-Bretlandi og
Norður-írlandi var skipt í 7 umdæmi, en þeini aftur í
margar undirdeildir eftir ákveðnum reglum.
Smám saman var byggt upp margþætt varnakerfi frá
ströndunum, þar sem hvert tók við af öðru og var varna-
belti þetta víða 150 km. á breidd eða meira. Bale við allt
þetta var svo aðal skriðdx-ekatorfærulínan er lá eftir Suð-
ur-Englandi norður á bóginn, inn i Noltinghamshire. Loks
var loka-vai’naliðið undir stjórn yfirmanns heimahersins
og stefna okkar var sú, að hafa það sem öflugast.
Torfærum óg hindrunum var komið fyrir á rnörg þús-
und fermílna svæði á Bretlandi lil þess að koma í veg fyr-
ir að herflutningaflugvélgr gætu lent. Allir flugvellir okk-
ar, radar-stöðvar og benzínbii'gðastöðvar, en 8X11113x40
1910 voi’U þær þegar orðnar 375, þurftu sérstakra vanxa
við og voru sérstakir varðflokkar til þess auk flugmann-
anna. Gæta varð, dag og nótt, þúsunda „viðkvæmra staða,“
svo sem brúa, rafstöðva, birgöaskemma, verksmiðja o. þ.
h., til þess að ekki væri liægt að vinna á þeim skemmdar-
verk.
Áætlanir lágu fyrir um eyðileggingu ýmissa birgða, er
gátu komið fjandmönnunum að liði, ef þær féllu þeim i
liendur. Þá var ráðgerð út í yztu æsar eyðilegging Iiafnar-
mannvirkja, þjóðvega, er mesta þýðingu höfðu, farar-
tækja, ennfremur lörnun síma- og loftskeytastöðva og
flerra, áður en þetta kynni að ganga okkur úr greipum.
En þrátt fyrir allar þessar viturlegu og nauðsynlegu varn-
áiTíiðstafanir, þar sem borgaraleg yfiiv’öld veittu her-
stjórninni fyllslu aðstoð, var aldrei hugsað um stefnuna
er kennd er við „sviðna jörð“. England skyldi varið af
þjóð sinni, ekki eyðilagt.
x nh