Vísir - 14.09.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 14.09.1949, Blaðsíða 4
V I S I R Miðvikudaginn 14. septcmhcr 1949 ¥IS1R DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐACTGAFAN VISIR H/F, Ritatjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 7. AfgreiSsla: Hverfisgötu 12. Simar 1660 (fimm Iínur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hvað vilja þeif? SS tkraz Ðómhildur Hannesdóttir. prezka stórblaðið „The Times“ sagði í leiðara fyrir nokkr- ® um dögum, að aðalorsökiri fyrir núverandi fjárhags- örðugleikum Breta væri hin stöðrigt vaxandi verðbólga á Sterlingsvæðinu, sem kæmi fram í opinberri eyðslu, i miklum framleiðslukostnaði og háu vöruverði. Þetta eru að vísu engin n>r sannindi, en frá þessu er skýrt hér vegna þess, að þetta á eins við erfiðleika Islend- inga og Breta. Vei'ðbólgan vex hér hröðum skrefum og jafnframt erfiðleikar þjóðarinnar að halda atvinnuveg-j unum gangandi og forðast hrun. Munuririn á okkur og Bretum er þó fyrst og fremst sá, að þeirra erfiðleikar ei'u tiltölulega helmingi léttari á metunum en okkar, vegnaj þess hversu verðbólgan hjá þeim er miklu minni en hjá okkur. Og í öðru lagi er munurinn sá, að Islendingum verður ekki boðið til ráðstefnu þótt allt sé að fara í slrand hjá þeim, vegna þess að enginn lieims-brestur verður, þótt stefna Alþýðuflokksins keyri hér allt i rúst. Alþýðuflokkurinn hefur auðsýnilega fundið kosninga- vopn, sem á að hans dómi, að verja hann verðskulduðu falli í kosningunum. Það er „gengislækkun“. Flokkurinn segir að það sé mál málanna í kosningunum. En jafnframt tilkynnir hann að hann hafi tekið ákveðna afstöðu gegn gengislækkun og niðurfærslu. Alþýðuhlaðið heldur því, svo fram, að í stjórnartíð Stefáns Jóhanns hafi vísitalan aðeins hækkað um-4 stig á ári, en hjá öðrum undanfar- andi þremur forsætisráðherrum inn að „ineðaltali“ öl stig á ári. Að vísu skilaði utanþingsstjórnin vísitölunni ná- kvæmlega eins og hún tók við henni, svo að í því tilliti stendur Björn Þórðarson miklu framar St. Jóh. Það leynir sér ekki að Alþbl. álítur gengislækkunar-J vopnið mjög biturt á andstæðingana. En það athugar ekki, að vopnið er mjög tvíeggjað, því að Alþýðuflokkurinn hef-1 ur haft forustu í stjórnartáð St. J. St. að lækka krónuna, um nálega 25%, með tollhækkunum, söluskatti, sköttum á innflutningsleyfi og öðrum álögum á innflutninginn, sem j nemur að minnsta kosti 80 millj. kr. og hækkar beint vöruverðið. — Til hvers eru slíkir flokkar að slá um sig og reyna að telja þjóðinni trú um að þeir standi á verði um að nauðsynjar almennings hækki ekki? Er það til að opinbera sina eigin heimsku og gera sig hlægilega? I Alþ.flokkurinn segist vera á móti gengislækkun og! niðurfærslu, þeim tveim leiðum scm ahnennt er viðurkcnnt að til séu úf úr feni verðbólgunnar. Látum svo vera. Hverjum er heimil sín skoðun. En kannske þessi virðulegi flokkur vilji segja þjóðinni hvað hann vill gera til þess að komast út úr öngþveitinu? Iiann hefur aldrei bent, á neina lausn, ekki komið með neitt ráð. Hvað vill hann?i Við skulum lofa Alþ.bl. að svara þessari spurningu: „Það er að stöðva verðbólguna og dýrtíðina, halda henni niðri á allan hátt, meðal annars með því að auka framleiðsluna og útflutninginn. Ef hægt er að halda dýrtíðinni í skefjum munu aukin afköst, aukin tækni, aukin framleiðsla og aukinn úlflutn- ingur innan skamms brúa bilið“. Þetta er þá svar flokksins til þjóðarinnar, eftir að stjórn lians hefur mist allan hemil á verðbólgunni, eftir að stórkostlegar álögur tolla og skatta í stjórnartíð flokksins hafa tvöfaldað vöruvcrðið í landinu. Þá ætlar hann að lækna verðbólguna mcð því að halda hcnni niðri og auka framleiðsluna! Af hverju er hér allur rekstur að stöðvast? Af hverju er útflutningsframleiðslan í ógöngum? Af hverju er verzl- unin á tréfótum og af hverju er ríkissjóður á köldum klaka ? — Vegna þess að ofangreind stefna Alþýðuflokks- ins, sem hefur verið ráðandi undanfarin tvö ár, hefur reynzt fálm og sjálfhlekking.Dýrtíðin hefur ekki stöðvast. Hún hefur vaxið. Verðþensluhjólið tekur hvern snúning af öðrum. Framleiðslan hefur ekki vaxið. Hún hefur minnk- að. Ástandið fer hraðversnandi. Samt Isegir Alþ.fl. í ein- feldni sinni, að við eigum að halda áfram að stöðva dýr- Jiðina með því að gcra ekki neitt. „Bágt á sá blindi.“ í auslurbænum í Reykja- vík er enn autt tún, sem yngri kynslóðin nefnir Klömbrutún. A þetta tún sækja að vetr- inum hestar og fuglar. Oft fyndu þessir útigang- ar fátt í svanginn, ef góð- gjarnar manneskjur færðu þeim ekki matföng. Fremst í hópi þessara dýravina er kona að nafni Dómhildur Hannesdóttir, scm i dag er 85 ára, en um nokkurt skeið hefir hún búið i nánd við túnið. Hún er íædd i Vestur- Skaftafellssýslu, en vinnu- mennskan færði hana um Austfirði og Vestmannaeyj- ar til Rcykjavíkur í byrjun þessarar aldar og siðan hefir hún átt heimili hér og nú dvelnr hún á heimili eins þeirra barna, sem nutu um- önnuriar hennar i uppvexti og launar hcnni fyrir okkur hin„ sem nutum með henni. Veraldarauður hlcðst ekki í handraða þeirra, sem livers- dagsstörfin vinna, og þakk- læti þeim til handa vill oft gleymast. Dómhildur hcfir fyllt lióp hinna trúu líjúa, sem virina verk sin með vfir- lætisleysi, en skapa öryggi og festu á hverju því heimili er riýtur. Heimur vinnu- mennskunnar cr oft þröng- ur, én Dómhildur hefir megnað vegna skaphafnar og gáfna að víkka sjónar- sviðið. Allt scm lifir nærri henni verður henni viðkom- andi, grösin á vcllinum, dýr- in á fæti eða á flugi og menn irnir nær og fjær. Fátt i þjóðmálum og ljóðagerð hef ir farið framhjá henni. Henni er ekki sama um hvernig islenzkt mál er not- að, enda er málfar hennar hreint, hvort sem það túlkar gaman eða alvöru. Við, sem höfum alist upp i nærveru Dómhildar liöfum notið vinnuscmi hennar, fórnfýsi og uppfræðslu, lirif- ist með af fróðleiksþorsta hennar og umgengni herinar Ivið dýr og jurtir var okkur góður skóli. | Færri þeirra, sem skulda Dómhildi þákldæti geta fært henni i dag árnaðaróskir og þvi vildi ég með þessum fáu línum minnast hennar. Þorst. Eiharsson. Villigöltur gerir óskunda í Sidney Uppi varð fótur og fit í borginni Sidney í Ástralíu fyrir nokkrum dögum, er villigöltur villtist inn í borg- ina og náðist ekki fyrr en eftir tvær klukkustundir. Villigölturinn var að ráfa um stræti borgarinnar i tvær stundir og gerði af sér margs konar óskunda. Beit hann meðal annars hurðarkarl við járnbrautarstöð í borginni, meiddi 71 árs gamla konu hvolfdi mjólkurvagni og rot- aði lögregluþjön. Loks var hægt að króa göltinn inn i kirkjugarði og þar var unnið Nýir sendiherrar Samkvæmt tilkynningu spánska séridiráðsins hefir Manucl Orbea, verzlunar- ráðunautur við spönsku ■sendiráðin í Stokkhólmi, ^Kaupmannahöfn og Oslo, ný- |Iega verið skipaður verzlun- arráðunautur við spanska sendiráðið í Reykjavik. Heimilisfang verzlunar- (ráðunautarins er: Spanska Legationen, Handels Avdel ing, Svevágen 29, Slockholm. Þá hcfir Robert .1. Gibbons verið skipaður vararæðis- maður við bandaríska sen<li- ráðið hér og hefir utanríkis- ráðuneytið veitt honum br áð abi rgð a v i ðurk enningu sem slikum. Ásjætt móí ungra sjáli- stæHismanna. Samband ungra sjálfstæð- ismanna hélt fjölmennt mót að Selfossi á laugardag, er tókst með miklum ágætum. Húsfyllir var og undirtekt- ir áheyrenda Iiinar beztu. Þar fluttu ræður Magnús Jónsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Gunriar Helgason, formaður Heimdallar, Sigurður Bjarna- son alþirigismáður og for- menn félaga ungra sjálfstæð- ismanna á Suðvesturlandi. Ólafur Magnússon frá Mosfelli og Hermann Guð- mundsson sungu einsöng og tvisöng og Jón Aðils leikari las up(>. Var það mál manna, að haustmót þetta hefði tekizt ágætlega og benti glögglega lil, að samtök ungra sjálf- stæðismanna eru í öruggum vcxti og sóknarhug. Loftvarnir Hong Kong styrktar. Bretar hafa styrkt varnir Hong Kong mikið vegna á- takanna milli kínverskra kommúnista og stjórnarinn- ar. F. W. Festing yfirmaður setuliðsins þar segir að nú séu loftvarnir nýlendunnar komnar í það horf. að Lon- don hafi ekki verið bctur var- in á stríðsárunum. Örkin hans IMoa finnst ekki. Leiðangur dr. Aron Smitlis, sem kíeif hið 4000 metra háa Araraí fjall, er kominn aftur til Ankara í Tyrklandi. Leiðangurinn var farinn lif þess að leila að örkinni hans Nóa, en cngar leifar fundust á f jallinu er bent gætu til J>ess að örkin hafi nokkru sinni verið þar. ♦ BERGMAL * „Halldór“ hefir sent mér bréf, þar sem hann kvartar undan seinagangi á Pósthús- inu hér og telur mikilla um- bóta þörf. Bréf hans er skynsamlega skrifað og að- finnslur hans á rökum reist- ar, að eg held. Það hljóðar svo; „Hvernig stendur á því, a'S það er niiklu dýrara að senda bréf héöan t. d. til Noregs en frá Noregi og hingaö ? Eg á viö, aö 25 aura frímerki nægir til j>ess aö senda bréf frá Nor- egi og hingaö, og j>aö fer alltaf meö fyrsta pósti (flugpósti) án þess aö sérstáklega sé um þaö beðiö. Hins vegar veröur maöur liér að rita það sérstak- lega á bréfið, aö bað skuli fara loftleiðis og greiöa fyrir það um eða yfir krónu. ’Ef ekkert er tekið fram á bréfinu hvernis? senda skuli og greitt fvrir mjöl- mörg frímerki, má búast viö. aö bréfiö fari ekki fyrr en eftii dúk og disk, með einhverju skipi.“ Og svo heldur bréfritarinn áfram og segir: „Um dag- inn fékk eg bréf frá Noregi, nánar tiltekið frá Bergen. Það hafði kostað 25 aura fyrir það og var ekki nema þriggja daga gamalt. Ekkert var tekið fram á því hréfi, að það ætti að fara með flug- pósti. Ef eg hefði sent þetta bréf héðan, hefði það tekið tvær eða þrjá vikur.“ ❖ Nú veit eg ekki meö vissu, ■hvernig j>essu er háttaö hér. Eg held, að h.ér sé g’reitt sér- stakt gjald fyrir bréf, sem fára eiga loflleiöis annars fara bréf- in í venjulegum pósti. En ef til vi 11 getur I’óststofan upplýst, hvernig þessum málum er hátt- aö, og er Bergmáli ljúft aö l>irta orösendingu frá j>eim aöila, ef til kemur. — En svo að eg víki nú aö ööru efni: Hvernig stendur á þvi, aö bæjarbúar, sumir bverjir, eru svo forvitnir, sem raun ber vit'ni? í gær sá eg af tilviljun nokkura meö- limi hinnar grænlenzku fjöl- skyldu, sem hér clvelur meö Grænlandsfarinu „Sværd- fisken'*. Þetta var niöri i Veltu- sundi, í miöbænum, Eitthvaö munu Grænlendingárnir hafa verrö ao spyrja til vegar eöa eitfhvaö, en það skipti engum togum. að fólk hópaðist saman til þess aö skoöa fólkiö, ekki ósvipað og á gripasýningu. Þetta var ákaflega ósmekklegt, en j>ví miöur allt of algengt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.