Vísir - 12.12.1949, Blaðsíða 1

Vísir - 12.12.1949, Blaðsíða 1
39. árg. Mánudaginn 12. desembei’ 1949 275. tbl. Smjöríikið kem- ur um næstu helgi. Síðustu áaga hefir smjör- líki verið illfáanlegt hér í Reykjavík. Nokkuð af smjörlíki frá verksmiðjum á Akureyri héf- ir þó komiö til bæjarins og hefir það nokkuð bætt úr.# Hins vegar munu smjörlíkis- verksmiðjurnar hér í bæn- um geta sent frá sér smjör- líki um næstu helgi, að því er Vísi hefir verið tjáð, því að hráefni munu vera á leið til landsins. Engar íerðir til Miðjarðartiafsins. Nú er útséð um það, að elckert verður úr ferðum m. s. Heklu til Miðjarðarhafslanda. | Pálmi Loftsson, forstjóri Skipaútgerðar rikisins, Ijáði j Vísi þetta nýl. Skýrði hann svo frá, aö málið hefiði strandað á fjárhagsráði og viðskiptanefnd, en þessir að- ilar liefðu ekki treyst sér til þess að láta af hendi rakna gjaldeyri til ferðanna, en um það bil 200—250 þús. krónur í crlendum gjaldeyri hefði þurft i hverja ferð. Hefði sú upphæð nægt fyrir öllum kostnaði vegna 150 farþega í einni slíkri för. Þá er þelta mál úr sögunni að sinni, en vonandi skapast síðar möguleikar tii þess að hrinda því í framkvæmd, þvi margir munu liafa haft hug á því að nota þetta tækifæri. lil jjess að skoða suðræn lönd af islenzku skipi. Veðurfar. í morgun var suðvestan og vestan átt um allt land og éljagangur um suðvestur og Vesturland. Léttskýjað var á Austfjörðum og norðaust- urlandi. Hiti var um frost- mark víðast. Vindáttina virðist heldur aö lægja og er hún að snúast meira til vest- lægrar áttar. Aðalfundur S.Í.F. Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda var haldinn s.l. laugardag. Fundurinn afgreiddi ýms mál, en Vísi tókst ekki að afia sér upplýsinga um þau í morgun. í stjórn sambands ins voru kjörnir: Jón G. Mar- íasson, bankastjóri, Richard Thors, forstjóri, Jóhann Þ. Jósefsson, ráðherra, Vil- hjálmur Þór, forstjóri og Ól- afur Jónsson, útgerðarmað- ur, Sandgerði. Kommúnistar taka Kumning. Einkaskeyti til Vísis frá UP. Hong Kong á laugard. Herir kommúnista tóku Kunming, höfuðborg Yunn- anfylkis í morgun, en pá gafst her stjórnarinnar, sem var til varnar borginni, upp. Með falli Kunming er leið- in greið fyrir heri kommún- ista til landamæra Indó- Kína, Burma og Indlands.! Um miönætti nóttina áður en kommúnistan héldu inn- reið sína í borgina gerði setu- liðið í borginni uppreist og dró fána kommúnista að hún í bækistöövum sínum þar. Sjö bandarískir flugmenn voru handteknir af fram- varöasveitum kommúnista, er þær komu til borgarinnar, aðrir 45 flugmenn flýðu í síðustu flugvélirmi, sem komst frá flugvellinum, en kommúnistar héldu uppi lát- lausri skothríð á hann. Tólf( bandarískar flugvélar munu hafa orðið eftir og eru nú í höndum kommúnista. ■' 4 Maríalííiíafullgerð Gullfoss, hið nýja og glæsilega skip Eimskipafél. hleypur af stokkunum s. 1. finxmtudag. 1 og Tran sjordan viðurkenna i alþjóðasl tjórn í Jerusafem. Þaö hefir vakið mikla óá- nœgju meðað Israelsmanna og íbúa Transjordaníu, að allsherjarþing Sameinuöv^ þjóðanna samþykkti að Jer- úsalemsborg skyldi fara und- ir alþjóðastjórn, vegna þes$ að Arabar. og Gyðingar gœtú ekki komið sér saman um stjóm hennar. Borginni hefirverið skipt í tvö yfirráðasvæði síðan Palestínustyrjöldinni lauk og hefir Israel farið með stjórn annars svæðisins, en Transjordan hins. Tvö yfirráðasvæði. Samkomulag hefir aldrei verið gott milli Israels og Transjordaníu og hafa sam- göngur milli yfirráðasvæð- | anna í Jerúsalem verið mjög j takmarkaðar, en setulið hafa báðir aðilar haft hvor í sín- um borgarhluta. Strangur vörður hefir verið við tak- mörk yfirráðasvæðanna og á ferðir manna milli þeirra. margvíslegar hömlur settar Sambúðin batnar. Nú þegar ákveðið hefir Framh. á 8. síðu. í þessum mán. Björgunarskipið María Júlía verður væntanlega full- gert síðar í þessum mánuði, að því er Vísi hefir verið tjáð. Svo sem Visir hefir áður skýrt frá, verðu* skip þetta i senn björgunarskip, varð- skip og liafrannsóknaskip, en í þvi eru nauðsynleg tæki til þessara hluta. Vestfirðing- ar liafa lagt 300 þús. kr. til byggingar skipsins, en ann- an kostnað greiðir ríkissjóð- ur. VISIR er 16 síður í dag, prentaður í tvennu lagi, 275. og 275. A tbl. — í tbl. 275. A er m. a. framhaldssagan, Tarzan o. m. fleira.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.