Vísir - 19.12.1949, Page 3
Mánudaginn 19. desember 1949
YiSIR
Bækur á jólamarkaðnum.
landnemar. Hafði R. verið
seltur til mennta og skyldi
stunda lögfræðinám við Har-
wardháskólaíín, en vildi sjálf-
ur ganga í sjóljerinn. En hann
liafði veikst af farsótt, er
liann hafði skamma liríð ver-
ið i háskólanum, og upp úr
þeirri sótt fékk hann illkynj-
aða augnveiki og varð að
liætta námi. Honum er svo
lýst, um þær mundir, að hann
Iiafi verið hár en grannvax-
inn, veill og lingerður , kvíð-
inn og óttasleginn um fram-
tíð sína. Honum var ráðlagt
að ferðast til Norðurálfu, sér
til Iiressingar og lieilsubótar,
en skorti farareyri. Auk þess
þurfti liann að geta haft eitl-
Iivað fyrir stafni. Loks ákvað
hann svo að láta skrásetja sig
á skip og hafði þá aldrei á
sjó komið svo heitið gæti og
engin kynni haft af ævikjör-
um háseta á kaupskipum i
langferðasiglingum. Skipið
var hriggskip og hét „Píla-
grímur“ — frá Boston.
í land steig hann svo rösk-
um tveim árum síðar, og var
þá sólbrendur háseti, liertur
og stæltur við sævarseltu og
sólarfuna, hafrót og háska-
storma. Augnveikin var
horfin. Veiklaði, grannvaxni
stúdentinn var orðinn að
stæltuin og þrekmiklum
kjarkmanni, sem tók þar
þegar til, er frá var liorfið við
námið. Þetta var 1836.
En bókin kom fyrst út
1810 og' var liennar þá lof-
samlega getið, meðal annars
i einu merkasta tímaritinu,
sem þá var gefið út i New
York: The Knickerbocker.
Þar segir m. a.: „Bók þessi er
sérkennilegasta og tvimæla-
laust áreiðanlegasta lýsing,
sem til er á ævikjörum lang-
ferðásjómanna, einkum há-
scla . ...“
Síðan liefir liver útgáfan
rekið aðra allt fram á þennan
dag og héfir hókin verið
þýdd á menningarmál allra
siglingaþjóða — og á síðari
árum hlotið þann (vafasama)
lieiður, að vera kvikmynduð.
Og nú er þessi viðfræga hók
sem sé komin út í ágætri is-
lenzkri þýðingu.
Elcki hefi eg séð bók þessa
á frummálinu og ekki man
eg að eg hafi^ séð höfundar-
ins getið fyrri, en tej líklegt
að hún hafi verið vel rituð
upphaflega. Hitt tel eg hins-
vegar alveg víst, að síður en
svo hafi Sigurður Björgúlfs-
son dregið úr ljómanum, sem
á stílnum kann að liafa verið,
þvi að liandbragð lians er svo
snilldarlega að einstök unun
er að lesa bókina, þó ekki
væri fyrir annara liluta sakir,
en hið glæsilega og kjarn-
mikla málfar og lotningar-
fulla meðferð á islenzkri
tungu. Enda er Sigurður í
essinu sínu þegar liann fjall-
ar um efni, eins og þetta. Á
yngri árum stundaði hann
farmensku og þekkir alla
hluti, sem fyrir koma lii sjós
og alla háttu sjómanna, eins
og buxnavasana sína. Ilann
er líka einn hinna góðu,
gömlu Landvarnarmanna,
sem fylgdu með lolningu og
aðdáun liinum glæsilegu,
djörfu og eldheitu forystu-
mönnum okkar. En þeirra
aðalsmerki var einmitt livað
helzt í því fólgið, að láta sér
aldrei um munn fara annað
en hreina, tæra og ómengaða
íslenzka tungu. Og á öllu,
sem Sigurður hefir látið frá
sér fara, gefur glögl að lita
þetta aðalsmerki, — sjaldan
þó öjlu greinilegra en á þess-
ari þýðingu.
Það er trú min, að hafi bók
skipstjórans (Hálfa öld á höf-
um úli) verið vel tekið, þá
verði ekki siðri viðtökurnar,
sem þessi bók hásetans fær.
Hún er skrifug af lífi og f jöri
og frábærilega miklu flugi,
svo að víða finnst lesandan-
um liann standa á öndinni.
Það er ekki um auðugan garð
að gresja, þegar leitað er að
góðum sjóferðasögum í ís-
lenzkum bókmenntum. Þó
getum við státað af þvi, að
vig eigum að minnsta kosti
eitt ritsafn, sem ekki stendur
að baki þvi bezta, sem frum-
samið Iiefir verið á öðrum
menningarmálum, þar sem
eru Sjóferðasögur Sveinbj.
Egilsonar. Og hvernig fór
um þær? Þær voru lesnar
upp tii agna á fáum árum.
Og endurprentaðar!
Eg á von á, að eitlhvað
verði líkt um þessa bók.
Mcnn eru sólgnir í ferðasögur
og ekki sízt þegar þær eru
vel ritaðar og á hressilegu
máli.
Og þcssi bók, sem hér ræðir
um, er samiarlega vel rituð.
Við lestur bókarinnar á is-
lenzku gleymist það alveg, að
þetta er þó þýðing, svo glæsi-
leg er þýðingin. En þetta er
einkum bók fyrir karlmenn.
Svo sem hæfir svo ágætri
bók, • er mikið til útgáfu
liennar vandað: Pappírinn á-
gætur, prentun mjög sæmileg
og bandið mjög glæsilegt.
Og enn má svo bæta þvi við,
að á þessari bók virðist vera
vandvirknislegri prófarka-
lestur en á ýmsum þeim bók-
um, sem komið hafa frá
þessu forlagi: Prentsmiðju
Austurlands á Seyðisfirði.
Rvík, 12. des. 1949.
Theódór Árnason.
Móðir mín. Pétur Ólafsson
liefir séð um útgáfuna.
Bókfellsútgáfan li.f. Al-
þýðuprentsmiðjan. Rvk.
1949. 309 bls. með mvnd-
um.
I bók þessari gera 26
rnenn, karlar og konur, grein
fyrir mæðrum sinum, sam-
húð sinni við þær og endur-
minningum sínum um þær.
Bókin er afarskemmtileg, því
að allir eru höf. vel ritfærir,
þó auðvitað misjafnlega sé.
Bókin er líka merkileg, og
fyrst og fremst vegna þess,
hvað eru miklu fleiri ljós-
brotsfletirnir á henni en flest-
um öðrum bókum. Bókin er
fvrst og fremst lýsing þess-
ara höf. á mæðrum sínum.
Vel að gáð eru slikar lýsing-
ar ])ó allvafasamar mannlýs-
ingar vegna þess, að foreldr-
ar manna vita allt öðruvísi
við þeiin en öðrum mönnum.
Flestar mæður sjá ekki sól-
ina fyrir börnum sinum og
rcyna að gera þeim allt til
góðs og hæfis, enda þótt þær
á ahnennan borgaralegan
mælikvarða séu ekki öðrum
mönnum betri, en móður- og
föðurást er angalýja út úr
sjálfselskunni. En auðvitað
hljóta allir menn að meta
náunga sína — fjærskylda
eða nærskvlda — eftir því
sem jieir hafa reynzt þeim.
Lýsingar okkar á mæðrum
okkar liljóta þvi að vera af-
stæðar, en með þessu er eg
auðvitað ekki að segja, að
mæður þær, sem liér er lýst,
hafi ekki verið ágætar konur.
Sumar þeirra þekkti eg og
veit að þær voru ágætar, og
eg liefi enga ástæðu til að ef-
ast um, að hinar hafi verið
það líka. .Lýsingarnar þykja
mér iniklu fremur vera óbein
lýsing á höfundunum sjálf-
um, hvernig afstaða þeirra
hafi verið til mæðra sinna,
hvern hug þeir hafi til þeirra
horið og livernig þær hafi
reynzt þeim, en það má þá
lieldur ekki gleyma því, að
sonar- eða dóttur-elska eru
hka sjálfselskukennd. Það
lýsir því óneitanlega liöf. vel,
hvernig þeim ferst þetta.
Sumir eru blátt áfram og
segja með einföldum orðum
það, sem þeim býr í brjósti,
aðrir eru dauðhræddir við
það, að vart verði hjá þeim
viðkvæmni og tilfinninga,
enn aðrir setja sig í hátíðleg-
ar stellingar og segja mun
meira en þeir hugsa og loks
eru sumir, sem lenda í hrein-
um líkræðu- og æfiminninga-
stíl með tilvitnunum i lcvæði
út og suður. En allt fer þetta
vel, og virðist mér aðeins ein
ritgerðin vera þess eðlis, að
hún liefði nauðsynlega þurft
að vera öðruvísi. Þegar mað-
ur skiptir greinunum niður
eftir þvi hvernig tekizt hefir,
reynist svo að höf. beztu
greinanna eru þeir, sem mað-
ur sizt bjóst við. Beztu grein-
arnar eru tvimælalaust eftir
þá liöfundana, er við stjórn-
mál hafa fengizt, og eftir
prestana. Eg' liefði haldið að
skrápurinn á stjórnmála-
mönnum væri orðinn svo
harður, að tilfinninga gætli
ekki mikið hjá þeim, og að
stjórnmálahættirnir hefðu
gert þá svo rótgróna í yfir-
drepsskap, að þeir gætu
livorki ritað af tilfinningu
né einföldu hispursleysi, og
þó bera þeir einmitt af í
þessu efni. Maður liéll lika
að prestarnir væru búnir að
eyða svo mannlýsinga- og til-
finningapúðri sínu i stöðug-
ar líkræður, að þeir ætlu
ekkert eftir nema hvellliett-
ur og flugelda, en það er öðru
nær. Þótt þetta sé sameigin-
legt með þessum höf. cru
þeir samt að öllu leyti ger-
ólikir sín á milli. Það skyldi
mega halda, að svona marg-
ar blaðsíður af mæðralýsing-
um yrðu einhæfár, en það er
ákaflega fjærri, þrátt fyrir
það, að allir höf. komast að
nákvæmlega sömu niður-
stöðu: að þeir hafi ált ágætar
mæður og beztu mæðurnar.
Þess er eg alveg fullviss, að
þessi bók rennur út og verður
lesin spjaldanna á milli bæði
nú og síðar, og mun hún um
síðir ]>ykja ágætur lylcill að
skapgerð þeirra manna, sem
liér liafa ritað og elcki falla
]iegar frá líður í þá glevmsku,
sem flestum okkar er fvrir
búin.
Guðbr. Jónsson.
Eiðurinn. Ivvæðaflokkiu*
eftir Þorstein Erlings-
son. Fjórða útgáfa. —
ísafoldarprnstmiðja h.f.
Rvk. MCMXLIX.
Það ætti að vera kunnara
en frá þurfi að segja, að sum-
ar dýrustu perlurnar úr þess-
um kvæðaflokki komu fyrst
á prent fyrir aldamótin sein-
ustu í Eimreiðinni, sem dr.
Valtýr Guðmundsson gaf út
i Kaupmannahöfn um langt
árabil, unz tímaritið fluttist
heim og hefir verið gefið út
hér síðan. Ágætustu skáld
og rithöfundur þjóðarinnai*
lögðust á sveif með dr. Valtý
og skópu Eimrciðinni vin-
sældir, sem hún býr að enn,
og einn liöfuðsnillinganna
var Þorsteinn Erlingsson. -—-
Þjóðin tók Eiðnum þegar
opnum örmum og menn biðu
framhaldsins óþreyjufullir.
Hann vakti hrifningaröldu,
og ekkert sannar betur, að
þjóðin kann enn að meta
slíkar gersemar sem Eiður-
inn er, að Iiann er nú kominn
í fjórðu útgáfu, sem i alla
staði er hin prýðilegasta. í
bókinni eru tvær myndir af
skáldinu, rithandarsýnishorn
og myndir af Skálholtsstað
og Skálholtskirkju, sem
Brynjólfur biskup lét reisa
1650. — Brot er sama og á
úrvalsljóðum ýmissa liöfuð-
skálda þjóðarinnar, sem ísa-
foldarprentsmiðja hefir gefið
út.
Það mun sannasl enn sem.
fyrr, að ljóðelsk þjóð mun
fagna Eiðnum af lijarta.
A. Th.
KAPPAR I. Bókaútgáfa
Æskunnar. — Félag's-
prentsmiðjan. Reykja-
vík 1949.
Við höfum um langt skeið
búið við fjölbreyttan bóka-
lcost, sem betur fer. Einnig:
börn og unglingar eiga nú.
kost á afarfjölbreyttu lestrar-
efni og er ekki vafi á, að það
ýtir stórum undir lestrarfíkn
og menntun inna ungu.
Bókaútgáfa Æskunnar hcf-
ir gefið út bókina Kappa,
fyrstu bókina úr því safni.
sem fyrirhugað er, að því er
ráða má af tililblaðinu. Bók-
in er nokkrir kaflar úr íslend-
ingasögum; sögurnar styttar
og cndursagðar af Marino
Stefánssyni kennara. Sögurn-
ar eru teknar úr Orms þætti
Stórólfssonar, Hreiðars þætti
»
Vtiir er tfifMtur mí þéffirhat"
A
— en bækurnar knma fyrst i Bókaverrlun Isafoldar
■ ■■'■■•■•■■■•■•éA«aaa.if«am ■■■■■■■■■■■■■ ■-■■■■■■■■. ■»••■■ ■■■■■•■•■ ■•■•■ ■■■■■■ ■■«■■■■•■■■ ■ ■ ■■ • ■■ ■■■■■■ f ■ ■ ■ ■■■•■■•• ■>■ ■ ■ •■ f f ■•■•■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■ a ■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■«■■■ ■