Vísir - 04.05.1950, Blaðsíða 1

Vísir - 04.05.1950, Blaðsíða 1
I V 40. árg. Fimmtudaginn 4. maí 1950 98. tbl. fyrír sölu á gj Sèͣ it€>p ■'iOOÍi stp€Í. fyrir íiíct* ÍGOmOÚÓ ki\ Nýlega hefir verið kveð- inn upp dómur í lögreglu- rétti Reykjavíkur yfir út- gerðarmanni er uppvís hefir orðið að því að selja sterl- ingspund á svörtum markaði hér. Hafði maður ]>essi alls selt nálega fjögur þusuiid sterl- ingspúnd á 40 krónur pundið að jafnaði, samkvœmt játn- ingu hans sjálfs. Jataði liaun að hafa gert þessa ólöglegu verzlun við fjölda manna, án þess að nafngreina þá. Svo er mál með vexti að útgérðarmaður þessi var framkvæmdastjóri fyriif h.f. SveiTi út. iSkip þetta fór Sverri, sem gerir vélsldpið þrjár söluférðir til Englands í marz og apríl 1949 með ís- varinn fisk og’ seldi í öllum þessum söluferðum fyrir alls £11851. Af þessari upphæð skilaði útgerðarmaðurinni meirihlutanum, en aldrei komust til skila £3974. Þcgar hann var krafinn um þessi sterlingspund, er vitað var að hann íiafði fengið í Bretlandi, játaði hann að hafa selt þau á svörtum markaði hér i bænum. Bar hann þvi við að hagur útgerðarinnar hefði verið mjög bágborinn og Iiefði liann þvi tekið lil þessa ráðs til þess að afla henni fjármagns. Eins og. að ofan getur skýrði útgerðarmaðurinn frá því að hann hefði selt sterl- ingspundið fyrir 40 krónur hvért og’ nam því liagnaður- inn. samkvæmt þáverandi gengi, kr. 53.649.00. Hinn 2 mai s. 1. var síðan N Stofnun skot- félagsins. í kvöld kl. 20.00 veröur framhaldsstofnfundur hald- inn í Skotfélagi Reykjavik- ur. Fundurinn verður í Tjarn- arcafé og eru þeir, sem sátu undirbúningsfundinn, og aörir, sem hafa íhyggju að gerast meðlimir í félaginu, beönir um að fjölmenna á fundinn. kveðinn upp dómur í lög- regiurétti yfir manni þessum og lilaut hann 50 þúsund króna sekt og auk þess var allur ólöglegur hagnaður, þ. e. krónur 53,649, gcrður upp- tækur til ríkissjóðs. Lie veröur 10. maí. Trygve Lie fór í gær frá París til Haag, er hann hafði rætt við blaðamenn þar, en síðan er ferðinni heitið til Moskva. Lie sagði við franska blaðá- menn að liann myndi fara til Genf og siðan til Moskva og bjóst hann við að vera kom- inn til höfuðborgar Sovét- ríkjanna 10. maí. Þar mun hann ræða við lielztu stjórn- málamenn Rússa og kannske við Stalin, ef ástæða þykir til. Lie telur horfur í alþjóða- málum mjög ískýggilegar um þessar mundir og Iiafi þær aldrei verið verri síðan í styrjaldarlok. Athugið! Auglýsendur Vi'sis og aðrir, sem þurfa að koma einhverju í blaðið á Iaug- ardag — og raunar í laug- ardagsblöðin framvegis í sumar — ættu að athuga, að blaðið kemur út ár- degis á laugárdögum næstu mánuði. Meim þurfa að hafa komið því efni, sem þeir óska að koma í blaðið þá daga, tií ritstjórnarinn- ar fyrir klukkán sjö á föstudagskvöldum. Paul Demaie, 70 ára gám- all fránskur ínúrari, tilkynnti nvjega, að liann Iiefði eignazl 36. harnið. líanii átti 24 með fyrri konu sinni, en á nú 12 með þeirri síðari. örn Clausen og Bob Mathias. — Myndin er tekin í Osló í keppninni milli Norðurland- anna og Bandaríkjanna í fyitrasumar, að afloltinn tugþrautarkeppninni. V - Islendingum boðið hingað. Fuiltrúum vestur-íslenzkra hluthafa í stjórn Eimskipta- félags fslands hefir vérið boðið hingað til lands til þess að vera viðstaddir er Gull- foss kemur svo og'til þess að sitja aðalfund félagsiris. Var þeim Ásmundi P. Jó- liannssyni og Árna G. Egg- ertssyni ásamt konum þeirra boðið, en sá fyrrnefndi gat eldd þegið boðið vegna lieilsuhrests. Kemur Árni G. Eggertsson, ásaxnt konu sinni og’ dóttur hingað þann 19. niaí og munu þau ferðast umhverfis land með Gull- fossi, sem gestir félagsins. I Tvísýn keppni IVIorðurlanda- meistarans og Olympíu- meistarans. Sæbjörg aðstoð- ar 54 skip á 12 mánuðum. Björgunarskip Slysavarna- félagsins, hefir á s. 1. 12 mán- uðurn aðsloðað samtals 54 báta, sem orðið hafa fyrir skakkaföllum í hafi. Skýrði SÍysavárnafélag ís- Iands Msi frá þessu i gær. Hefir Sæbjörg vefið til eftir- lils og björguuar cinkum hér í Fáxaflóa, en í fýrrasúmar var skipið staðsett um tíma við Norðurland og áðstóðáði þá nokkra háta, sem orðið li’öfðú fyrir óhöppum. Enn- fremur má geta þess, að á sama tima hefir Sælijörg bjargað 10 mannslífum. Ráðgert er, að hingað komi í sumar Olympíumeist- arinn í tugþraut, Banda- ríkjamaðurinn Bob Mathias, til keppni við Örn Clausen, tugþrautarmeistara Norður- landa. Vísir hefir það eftir áreið- anlegum heimildum, að nefnd sú, er hér fjallar um þátttöku íslendinga í Ev- rópumeistaramótinu, hafi skrifað Bob Mathias og boð- iö honum hingað til áður- nefndrar keppni, og hafi Mathias tekiö boðinu. Hins vegar mun ekki fullráöiö, hvenær þetta verður, en Vís- ir hefir fregnað, að það verði að líkindum um mánaða- mótin júlí—ágúst. Verður hér án efa um mjög spennandi keppni að ræða. Síöast er þeir leiddu saman hesta sína sigraði Mathias, en Örn hefir mjög bætt sig síðan. Bezti árangur Mathi- as er 7556 stig, en Örn náði 7259 stigum 1 Stokkhólmi í fyrrasumar. Til gamans fyrir íþrótta- unnendur skulu hér tilfærö afrek Arnar í einstökum greinum tugþrautarinnar, er hann náði í Stokkhólmi í fyrra og afrek Mathias í svigum, en þar getur skakk- að örlitlu: 100 m. hlaup 11 sek. (11.3), langstökk 7.11 m. (6.80), kúluvarp 13.63 m. (13.87), hástökk 1.86 m. (1.86), 110 m. grindahlaup 15.3 sek. (15.0), 400 m. grindahlaup 50.7 sek (51.3), stangarstökk 3.40 m. (3.70). spjótkast 45.14 m. (54.00), kringlukast 36.13 m. (46.08) og 1500 m. hlaup 4.49.6 (5.01.00). Þeir, sem vel fylgjast með því, sem gerist á íþróttavell- inurn segja, aö Örn sé í mjög’ góðri æfingu og megi jafn- vel búast við mun betri ár- angri af honum í tugþraut- inni í sumar en í fyrra. Þarf ekki að efa, að hér veröur „spennandi“ á vell- inum í spmar er þeir keppa, Örn og Mathias, og algerlega óvíst um úrslitin. Bob Mathias er lækna,- nemi, tæplega tvítugur að aldri, frá borginni Tulare í Kaliforníu. Hann vakti á sér heimsathygli, er hann sigr- aði í tugþrautarkeppninni á Olympíuleikunum í London, í hitteðfyrra, þá ekki orðinn, 18 ára að aldri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.