Vísir - 05.05.1950, Blaðsíða 8

Vísir - 05.05.1950, Blaðsíða 8
Föstudaginn 5. maí 1950. 3*^ r ’•; • . %///' , ' ■ !;.v;; Siglingaleiðii að lokast til Shang- hai, 3ju stæistu hafnaiboigai heims. Framvörður Jangtse-fljéts fyBlir siglingarenriUrnar. Tokyo (UP). — Shanghai, „borgin, sent byggð er á leðju“, er smám saman að kyrkjast af leðjunni, sem hún er byggð á. Framburður Jangtse-flj óts- ins er smám saman að loka einu siglingarennunni, sem meðalstór skip hafa getað notað til siglinga að og frá þessari borg, sem var þriðja mesta hafnarborg beims, áð- ur en Japanir tóku bana fá- einujn árum áður en heims- styrjöldin síðari brauzt út. Skip, sem koma af hafi, verða að sigla 65 milur upp eftir Jangtse, til að komast að 'Whangpoo-á, en á böldí- um liennar stendur Sliang- liai. Frani til 1931 var um tvœr rennur að velja, en þá liættu stór liafskip að nota liina nyrðri vegna þess að dýpkunarslcip höfðu ekki undan að lialda lienni opiimi. Þegar kmmúnistar tóku svo borgina fyrir ári, var liætt að halda hinni, syðri, renn- unni opinni og er nú svo kom- ið, að eftir fáeina mánuði, munu einungis smáskip geta komizt til borgarinnar. Það er kommúnistastjórn- inni í Kína lífsnauðsyn að halda siglingaleiðinni til borgarinnar opinni fyrir stærri skip, þótt þjóðernis- sinnastjórnin á Formosu hafi sett sig'lingabann á hana-eins- og aðrar hafnarborgir, þvi að jafnvel þótt litið verði um hafskipakomur til borgarinn- ar á næstunni, geta smáskip engan veginn fullnægt flutn- ingaþörf íbúanna. Reykjavíkur- deild R.K.Í. slofnuð. Fyrir helgi var stofnrð Reykjavíkurdeild Rauða Kross íslands, með um 800 meðlimum, en var þó í raun- inni aðeins skipulagsbreyt- ing- Áður var að forminu til ekki til nein sérslök deild i Reykjavik, lieldur aðeins úti á landi, en deildin liér heyrði beint undir aðalstjórn Iv. K. í. Ilér eftir munu svo hinár ýinsu deildir senda fulltrúa sina á aðalfund R. K. í. Stjóni ReykjavíkLirdeildar R. K. í. skipa: ÓU R. Ólason Icaupmaður, Jónas R. Jóns- son fræðslufulltrúi, sira Jón Auðuns, Guðrún Bjarnadótt- ir hjúkrunarkona, Gísli Jóri- asson fulftrúi og Sæmuudur Stcfánsson kaupm. Friun- mælandi á. fundirium, þar sem skipulagsbreytingin var gerð, var Kristiim Stefáns- son læknir, varaformaður R. K. í. Aðalfundur R. K. I. verður hinn 19. maí n. k. hér i Reykjavik. íbúar húsanna nr. 52—80 við Skúlagötu (bœjarhúsin) hafa farið fram á pað, að bifreiðaumferð verði bönn- uö par fyrir utan, nema peim bifreiðum, sem erindi eiga að húsunum. Munu tilmæli þessi eink- um fram komin vegna slysa- hættu á börnum, sem heima eiga í húsunum. Umferðar- nefnd hefir fjallað um mál- ið, og telur, að ekki sé unnt að loka götunni, svo mikil umferðaræð sem hún er, enda muni slíkt mjög þyngja umferð niður Lauga- veg, sem engan veginn þolir frekari umferð, nema síður sé. — Vörubílstjórafélagið Þróttur hefir einnig af svip- uðum ástæðum lagzt gegn því, að götunni verði lokað. Hins vegar hefir verið bent á nokkurar leiðir til úrbóta, til þess að koma til móts viö óskir íbúa nefndra húsa. Er þar fyrst að nefna, að full- gerður verði barnaleikvöllur á bak við húsin og þar ráðin gæzlukona með börnunum, ennfremur að takmarka öku hraða bifreiða um -þeuna kafla í 18 km. á kl.st. og að fella niöur aðalbrautarrétt á götunni. -— Annars mun bæj arráð taka endanlega á- kvörðun í þessu máli. á knaftspyrnu. Loridon. (U.P.). — Bretar eyddu um 50 millj. punda á s. 1. ári í veðmál mn úrslit knattspyrnuleikja. Er þella ura það bil eiít pund á hvert mannsbarn í landiniL og unnu margir þátttakendur álillegar fúlg- ur. En rikissjóður tók líka vænan skerf, þvi að hariri leggur 30% skatt á slika veð- málaslarfsemi. mjólk til geiil- sneyðingai. Það hefir nú verið upplýst, að tvö mjólkurbú, Ftóabúið og Borgarnesbúið, hafa um nokkurt skeið selt Mjólkur- samsölunni í Reykjavík mjólk til gerilsneyðingar, sem hituð hefir verið upp áður. Er slík mjólk talin vera ó- hæf til neyzlu og hefir heil- brigðisnefnd bæjarins nú lagt bann við, að slík mjólk verði seld almenningi. Hefir formanni heilbrigðisnefndar verið falið að senda mál þetta til dómsmálaráðuneyt- isins til frekari meðferðar, því hér er taliö að um brot á reglugerð um mjólk og mjólkurvörur sé að ræða. Skömmtun hefir nú verið hætt á sylui i V.-Þýzkalandi og er þá engin skömmtun lengur þar i landi. ★ Enn er tundurduflahætta á Norðursjó. Nýlega rakst 7000 srnál. biæzkt sldp á dufl og varð að clraga það til bafn- ar. Keppendur í hæfnisglímunni í kvöld fer fram Hæfni- glímukeppni íslands og eru pátttakendur pessir: í 1. fl. Ármann J. Lárus- son, Magnús Hákonarson, báðir frá UMFR, Rúnar Guð mundsson frá Vöku og Sig- urður Sigurjónsson, KR. — í II. fl. Anton Högnason, Á, Gunnar Ólafsson, UMFR, Gunnlaugur Ingason, Á, Steinn Guðmundsson, Á, Unnar Sigurtryggvason, KR, — III. fl. Egill Jónasson, HSÞ, Eli Auðunsson, UMF. Trausti, Grétar Sigurðsson, Á, Guðm. Jónsson, UMFR, Kristján Heimir Lárusson, UMFR, Ingólfur Guðnason, Á, Baldur Kristinsson, Á, Pétur Sigurösson, ÍBA, Sig- urður Þorsteinsson, KR, Sig- urður Hallbjörnsson, Á, Svav ar Einarsson, UMFR. Glíman fer fram að Há- logalandi og hefst kl. 8. — Ferðir verða frá Ferðaskrif- stofunni. Tékkar haí’a farið þess á leit við Bandarikin, að starfs- mönnum í sendiráðmn þeirra i Prag og Bratislava verði fækkað um %. Sennilega mundi íslenzkum blómarósum ekki falla það vel, ef það væri í lögum hér, að þær yrðu að fela fegurð sína, eins og egypzka konan á myndínni. Annars er það merkilegast við hana — hún heitir Tawhida Ahmed Hamdi — að hún heldur því fram, að erkiengillinn Gabríel hafi birzt sér og tilkynnt henni, að hún ætti að fæða son. Það skal tekið fram að konan er ógift. ætlaS 140 millj. Á bœjarstjórnarfundi í gœr skýrði Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri frá pví, í sambandi við fyrirspurn, að heildarkostnaður við virkjun Sogsins væri nú á- œtlaður 140 milljónir króna. Var og frá því skýrt, að stjórn Sogsvirkjunarinnar hefði fyrir skemmstu sent ríkisstjórninni skýrslu um. málið, þar sem m. a. væri frá því greint, að tilboð hefði verið gert 1 rafal ög rafmagnsútbúnað og samiö hafði verið við' bandarískt fvr irtæki um þetta. Þá hefði verið samið við sænskt fyrir- tæki um túrbínu. Ekki hefir verið tekin ákvörðun um byggingarvinnu, en nokkur tilboð hefðu borizt, hið lægsta frá dönsku fyrirtæki, er væri í sambandi við sænsk. Borgarstjóri sagði, að inn- an tíöar myndi afstaða ríkis- stjórnarinnar liggja fyrir. Loks skýrði hann.frá því, að tilboð, sem hefðu verið bund in við 1. maí, hefðu verið framlengd. Nánari greinargerð um Sogsvirkjunina er ekki unnt að gera að svo stöddu, fyrr en kunnugt er um afstöðu þings og stjórnar. Framh. af 1. síðu. gæzluvarðhald og einnig em- bættismaður rússnesku sendisveitarinnar. Er gert ráð fyrir því, að frekari handtökur geti far- ið fram á næstunni, þegar rannsókn málsins verður haldið áfram með yfirheyrsl um á hinum handteknu. Hvað er í undirbúningi? í öðrum fregnum en frá UP er skýrt frá því, að tyrkn esk stjórnarvöld hafi áhyggj ur af þessu. Þau hafi aö vísu vitaö aö kommúnistar hefðu talsverð samtök í landinu, en þau voru veik og fámenn. MáliÖ horfir hins vegar öðru vísi viö, þegar þaö er upp- lýst, aö sendisveit Rússa er að reyna aö ná sambandi við samtök þessi. Þaö virðist benda fil þess, að Rússar munu hugsa sér aö styðja og styrkja samtök þessi að einhverju leyti og er varla erfitt að renna grun í, hvað fyrir þeim vakir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.