Vísir - 08.05.1950, Blaðsíða 8

Vísir - 08.05.1950, Blaðsíða 8
Mánudaginn 8. maí 1950 Samkomulag hefir náðst í kaupdeilunnt í Finnlandi. Allsherjarverk- fallinu afstýrt. Allsherjarverkfalli pví er boðað var til í Finnlandi í dag hefir verið frestað, en vonir standa nú til að sam- komulag náist milli járn- brautarstarfsmanna og stjórnarinnar. Samkvæmt fréttum frá Helsingfors í morgun tókst á seinustu stundu að afstýra verkfallinu og leysa kaup- deiluna, en ekki hafði fylli- lega verið gengið frá sam- komulagi í morgun, en vegna þess að horfur voru góðar í þá átt var ekki efnt til allsherjarverkfalls. Teknir í herinn. Þegar stjórnin ákvað að kalla alla þá járnbrautar- starfsmenn finnska er voru í verkfalli í herinn, ef þeir tækju ekki upp vinnu aft- ur án þess að semja um ágreiningsatriðin svaraði al- þýðusambandið finnska með því að bjóða til allsherjar- verkfalls. Þó voru undan- þegnar járnbrautir og at- vinnufyrirtæki, er unnu aö skaðabótagreiðslum til Rússa. Fagerholm sáttasemjari. Stjórnin skipaði síðan Fag erholm, fyrrum forsætisráð- herra, til þess að verða sátta- semjara í deilunni og tókst honum starfið svo vel að all- ar líkur eru nú á að kaup- deila þessi leysist án þess að hún dragi óvenjulegan dilk á eftir sér. Fagerholm mun hafa fyrst snúið sér að því að hindra allsherjarverkfali- ið með járnbrautarstarfs- mönnum, en samúðarverk- fallið átti að ná til allra iðn- greina nema þeirra, er sér- staklega snertu skaðabóta- greiðslur til Rússa. Fækkunin naua 600 á s.l. ári. Prmmh. mf 1. sf&a. und viðtæki og reynslan liér hefir verið sú, að nieðalaldur þeirra hefir verið 11 ái’. Þai'f þess vegna liátt á fjórða þús- und tækja einvörðungu lil þess að endurnýja tækjakost- inn áx-lega. Auk þess þyrfti a. ni. k. nokkur þúsund læki á ári til þess að fullnægja ann- arri eftirspurn. Yiðlæk j averzlun i n hefir ekki fengið innflutningsheiixi- ildir fyrir tækjum á þessu ári, enda þótt hrýna þörf bcri til þess, hefir aðeins fengið takmöriíuð leyfi lil innfluln- ings á rafhlöðum, Engiri leyfi hafa vei’ið veitt fyrir vara- hlulum og má húast við, að liundi’uð tækja stöðvist á næstunni vcgna þess, að eigi er liægt að útveg'a nauðsyn- lega varahluti. Ástandið í þessum málum er allt annað en glæsilegt, en þess væri óskandi, að inn- flutniugsj’firvöldin gcrðu Viðtækjaverzluninni kleifl að inna af höndum það hlut- verk, sem henni her. Ekki dóitir » 3 tlrengir. Palmero (UP). — Frú Ninu Piazza langaði til að eignast dóttur, af pví að hún átti pegar sex drengi. Um síðustu helgi varð hún léttari í sjöunda sinn og eignaðist ekki dóttur — öðru nær. Hún eignaðist hvorki meira né minna en þrjá myndarlega drengi. Frú Piazza er 31 árs að aldri. Indverji var smitberinn. London. (U.P.). — Heil- brigðisyfirvöldum í Skot- landi mun nú hafa tekizt að komast fyrir rætur bólusótt- arinnar, sem kom upp í Glasgow í s.l. mánuði. Hefir komið í ljós við rann- sókn, að það var indverskur sjómaður, sem hafði vorið veikina til landsins. Hann liafði verið bólusettur, en tek- ið veikina, þótt liún legðist mjög lctt á hann og liann vissi ekki af lienni. Léiegar afi Það, sem af er pessum mánuði, hafa prír togarar selt afla sinn í Bretlandi, all- ir í Grimsby. Á laugardag seldi togar- inn „Jörundur“ 2411 kits fyrir 4433 sterlingspund. Áð- ur höfðu togararnir „Marz“ og „Bjarnarey“ landað í sömu borg og selt afla sinn, „Marz“ 2980 kits fyrir 6511 pund og „Bjarnarey“ 2639 kits fyrir 5779 pund, en auk þess hafði- togarinn meðferð- is 346 kits af bátafiski úr Vestmannaeyjum aðallega kola og ýsu, sem þykir verð- mætari fiskur á Englands- markaði. Seldist þessi fiskur fyrir 1025 pund. Undanfarið hafa togar- arnir einkum verið að veið- um fyrir sunnan og vestan land og afli frekar tregur, að því er skrifstofa LÍÚ tjáði Vísi í morgun. . I ilaiseby kastaðl kúBurmi 15.37 - Haukur hBjóp lÖOm. á 11,0.. Esienzkum lista- mönnum boöið Æches&wv wívó™ ir rið SchjMwwuewnww. Dean Acheson, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, er nýkominn til Parísar og mun hann í dag ræða við Schu- mann. Schumami og Acheson vcrða fidltrúS* fyx-ir stjórnir landa sixxna á í’áðstefmmum í London, er hefjast á næst- unni. Frá London herast ]xær fréttir að Peai’son, utanríkis- isráðhei’ra Kanada sé þangað kominn. * 1 Fimm íslen%kir listamenn, málararnir Hjörleifur Sig- urðsson, Hörður Ágústsson og Valtýr Pétursson og mynd höggvararnir Gerður Helga- dóttir og Guðmundur Elías- son héldu frá 14.—28. apríl sýningu á verkum sínum í La Galarie Saint-Placide -í París. Listamönnunum hefir öll- um verið boðið að sýna verk sín sem sérstaka íslenzka deild á vorsýningunni „Sa- lon de Mai“, sem stendur síðari hlutann í maí og er talin einna merkust af ár- legum listasýningum í París. Er ekki hægt að sækja um að fá að sýna á þessari sýn- ingu, heldur er . listamönn- um boðin þátttaka. Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem norrænum listamönnum er boðin þátttaka. (Frétt frá utanríkis- málaráðuneytinu). — Uætfa velðasBit Framh. af 1. síðu. um lúðuveiði á þessum slóð- um. Togarar. Jón Forseti fór til Eng- lands á laugardag og Ingólf- ur Arnarson í gær. Geir fór á veiðar á laugardag. Uran- us er í slipp. -Fjöldi fær- eyskra bá.ta voru hér í höfn um helgina og fóru nokkrir á veiðar í gær. Vormót Í.R. í frjálsum í- próttum fór fram á íprótta- vellinum í gœr að viðstöddu fjölmenni. Var árangur í ýmsum greinum mun betri, en menn höfðu gert sér von- ir um. Veður var hið bezta, er mótið hófst. Keppt var fyrst í 100 m. Úrslit urðu þau, aö fyrstur var Haukur Clausen á 11 sek., annar Hörður Har- alds Á., 3. Ásm. Bjarnason K.R. báðir á 11,1 sek. og 4. Finnbjörn Þorvaldsson á 11,2 sek. Huseby stóð sig með ágæt- Um í kúluvarpinu, eins og vænta mátti, kastaði hann lengst 15.37 m., sem verður að telja mjög gott afrek, svo snemma sumars. Annar var Sigfús Sigurðsson frá UMFS með 14,25 m., 3. Bragi Frið- riksson, K.R., með 13.72 m. og 4. Vilhjálmur Vilmundar- son með 13.70 m. Torfi Bryngeii’sson náði á- gætum árangri í langstökki, stökk 7.09 m. Annar varð Karl Olsen frá UMFN, er stökk 6:49 m. 3. SigurÖur Friðfinnsson, FH, er stökk 6,38 m. og 4. Matthías Guð- mundsson frá UMFS, er stökk 5.77 m. í 800 m. hlaupi sigraði Pét ur Einarsson úr ÍR, með yf- irburðum. Rann hann skeið- iö á 2.01.2 mín. Annar varð Sigurður Guðnason úr ÍR á 2.07.9 mín. og þriðji Hörður Guðmundsson UMFK á 2.10.8 mín. í spjótkasti urðu úrslit þau, að lengst kastaði Jóel Sigurðsson, ÍR, 64.90 m. Er það prýðilegt afrek. Annar varð Halldór Sigurgeirsson, A, meö 51.70 mm. og 3. Gumi laugur Ingason, Á., er kast- aði 47.76 m. Hafdís Ragnarsdóttir varð sigurvegari í langstökki kvenna, stökk 4.37 m. Önnur varð Kristín Jónsdóttir, stökk 4.24 m. og 3. Sesselja Þorsteinsdóttir, er stökk 4.04 m. Huseby varð hlutskarpast- ur í kringlukasti, kastaði 45.60 m. Næstur varð Hall- grímur Jónsson, HSÞ með 44.25 m. og Þorsteinn Löve, ÍR, kastáði utan keppni 43.58 m. í 100 m._ hlaupi drengja náði beztum tíma Þorvaldur Öskarsson, ÍR, á 11.7 sek., annar Vilhjálmur Ólafsson, ÍR, á 11,9 sek. og 3. Kristinn Ketilsson, FH, á 12 sek. Mótið fór hið bezta fram og gekk keppnin mjög greið- lega. eftir af Mjög lítið er orðið eftir af dilkakjöti í landinu, að pví er framleiðsluráð landbún- aðarins hefir tjáð Vísi. Eru til víðsvegar á land- inu smáslattar af þeirri teg- und kjöts, en búast má viö, að þaö gangi til þurrðar á næstunni. Hinsvegar eru til nægiiegar birgðir af ærkjöti, nautakjöti, hrossakjöti, svínakjöti og fleiru, svo um kjötskort verður ekki að ræða, enda þótt dilkakjötiö gangi til þurrðar. Slysum f er fækk- andi í námum Breta. Námumálaráðherra sagði í gær að mikið hefði dregið úr slysum í námunum en með góðri samvinnu við námumenn mætti enn draga úr þeim. Sagði hann að mörg dauðaslys hefðu átt rót sína til þess að rekja, að námumenn reyktu niðri í námunum, en það er alger- lega bannað. Stærsta iön- sýning Breta. I Englandi verður opnuð í dag stœrsta og tilkomu- mesta iðnsýning, er nokkru sinni liefir verið efnt til af brezkum framleiðendum. Um 10 þúsundir manna unnu að undirbúningu sýn- ingarinnar en hún verður í tveim borgum Birmingham og London. Sýningin veröur opin í hálfan mánuö og með- an hún stendur yfir verður helicoptervél í förum milli sýningarborganna. Á síðastliðnu ári urðu.460 dauöaslys í námuvi í Eng- landi, en peim fer nú árlega fœkkandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.