Vísir - 15.06.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 15.06.1950, Blaðsíða 4
s Eimmtiutagirm 15. júní 1050 DA6BLAS Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VISLR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson, Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 50 aurar, Félagsprentsmiðjan h.f. Friðarsókn elnræðishena. tað var venja Hitlers sálaða, þegar hann hafði náð ein- ** hverju marki í útþenslu Þýzkalands, unnið einhvern sigur, hvort sem var í hinu „kalda stríði“ þeirra tíma eða éftir að farið var að skjóta, að hann hóf lævísa friðarsókn, tilraun til að sefa andstæðingana. Hitler cr nú dauður — eða svo ætla menn :— en einræðisherrar draga allir dám hveil af öðrum og sá, sem nú er voldugastur þeirra, tiefir gefið undirtyllum sínum hingað og þangað um heiminn skipun um að nú skuli hafin friðarsókn til þess að svæfa lýðræðisríkin enn á ný, svo að auðveldara verði að gleypa þau en ella. Þessi nýjasta friðarsókn hófst með „heimsfriðarí'undi“, sem haldinn var í Stokldiólmi á síðasta vetri. Þar var samið skjal mikið, fagurlega orðað, eins og vera ber og sent nytsömum sakleysingjum hingað og þangað um heim. Þeir áttu að safna undirskriftum og samkvæmt þeim 1‘regn- um, sem Þjóðviljinn birtir í gær af undirskriftasöfnuninni, hafa nú um hundrað milljón manna undirskrifað skjalið. Er það vissulega myndarlegur hópur, en á það er að líta, að þeir munu harta fáir, hvar sem er í hinum siðmcnntaða heimi, sem vilja lcggja blessun sina yfir stríð og sízt nú, þegar hin ægilegustu vopn eru komin til sögunnar, scm geta í cinu vetfangi orðið milljónum manna að bansa. En atiiugum nú, hverjir það eru, serti standa að hinu mikla friðarskjali. Það eru menn, sem undanfarna ára- tugi hpfa ævinlega Jagt blessun sína yfir hvert ofbeldisverk Rússa af öðru. Hvað eina, sem Rússar hafa gert, hefir verið fyrir friðinn í heiminum. I þeirra augum undir- skrifuðu Rússar meira að segja sáttmála við Þjóðverja í ágúst 1939 til þess að vcrnda l’riðinn. Og eftir að styrjöld- inni lauk hafa þeir keyrl liverja þjóðina af annari í dróma — allt fyrir friðinn, vitanlega! Þeir breyta heilum ])jóð- íöndum í fangabúðir, scm eru svo illræmdar, að fanga- búðir nazista verða jafnvel sem skemmtistaðir í saman- hurði við ógnirnar austan járntjaldsins. Og allt er þetta fyrir friðinn og hitt styrjaldarundirhúningur, þegar lýð- ræðisþjóðirnar bindast samtökum til þess að hverfa ekki í gin vargsins eins og hinar ógæfusömu þjóðir austan járntjaldsins. Islendingar hafa óvenjulega góða aðstöðu til að fylgjast með og dæma um atburði sem þá, er hér hefir verið gctið. Einangrtm landsins er aflétt og um leið hafa landsmenn fengið betri og hlutlausari yfirsýn yfir erlenda atburði en íleslar ef ekki allar þjóðir. Þeir njóta freLsis til að líta á málið frá öllum hliðum og geta skapað sér heilbrigðar skoðánir um það. Þess vegna sjá þeir, hvað brölt hinna nytsömu sakleysingja, hvort sem er í þeirra hópi eða annarra þjóða, cr í rauninni hroslegt, en jafnframt grótlegt að menn, sem eru annars góðir og gegnir, skuli láta nota sig í svo fýrirlitleguin tilgangi sem friðarsókn einræðis- herra cr jafnan. ' t(lf! Þeim er eldd klígjugjarnL ffm verðlag í Sovétrikjunum cr það að ségja, að þar eru ýmsar vörrir, sem ekki heyra lil algengri ncyzlu, enn alldýrar.“ Þannig kemst Þjóðviljinn að orði í gær, þegar hann reynir að verja hið háa verðlag í sæluríkinu. Samkvæmt ])essu telst mjólk, smjör, smjörlíki og sykur ekki til „algengrar ncvz!u“ og hefir Þjóðviljinn sennilega aldrci gengið cins langl í játningum sinum. Samkvæmt þessu verður rússnesk alþýða að eta brauðið sitt ]nirri, því að viðbit telst ekki til „algengrar neyzlu“. Smjör og smjörlíki eru ekki illfáanleg eins og hér — ]jví að Jivort tveggja mun framleitt í ríkum mæli þar eystra ( ?) — en er aímennt ekki neytt þai'. Og eitthvað er ástandið bágborið, þegar te, scm var þjóðardrykkur á límum keisaranna, telst nú ekkí Iengur lil „algengrar neyzlu“. Er lurða, þótt Þjóð- viljinn sé hreykínn? óperunnar til Val fyrstu gestanna hing- að í Þjóðlcikhúsið gat ekki verið betra. Þeir koma með eitthvert snilldarlegasta verk óperunnar, sem til er, hina töfrandi tóna Mozarts. Þessi lónlist, sem hrífur eins og sólaruppkoma á lögrum vor- degi, full léttleiks, unaðar og yndislcika, og sem leikur sér með og hefur upp hið duttlungafulla líf Rococco- tímabilsins, sem Brúðkaup Figarós gerist á, og fyllir það yndi og unaði, glettni og göfgi þessa yfir-tilfinninga- næma timabils, scm cr skrautlegt og glæsilegt í leikhúsi og ákafleg broslegt í virkileikanum. Snilld Mozarfs lætur allt lifa í undraheimi tónanna, þar sem véröldin gengur á léttum fólum draumanna vf- ir jörðina, langt frá hennar tárum og þrautum, sem knýja á dvr hans sjálfs. Mozart er einn af stærstu sigurvegurum mannsandans. Ekker gat verið belra en val konunglegu óperunnar frá Stokkhólmi. Hún hefur gamla tradition. Ekki ein- ungis hefur hún gefið heim- inum tvo mestu söng-snilt- inga hans, Jenny Lind og Christine Nilsson, auk ínargra annanra ágætra söngvara fyrr og síðar, er horið hafa hróður Svíanna í söngmennt til allra landa, heldur er Óperan í Stokk- hólmi einnig musteri list- anna. Iíátt á aðra öld hefur þar verið unnið að fullkomn- ún í útfærstlu meislara- verka óperunnar, og sköpuð" fyrirmynd, sökum rikidæm- is, snjallra leiksviðslnig- mynda og andlegrar áreynslu til að ná því hæsta. Stokk- liólms-óperan er Mka ein af beztu óperum Evrópu, þar scm allt tvinnast saman, á- gætir söngkraftar, tækni ])eirra og riddaraleg fram- koma á leiksviðinu, ágætis samspil, ekki einungis stjayn- anna, heldur einnig þeirra, sem fara mcð hin mmnstu hlutverk. Hin undur-fina út- færsla dansins í 3. þætti sýndi okkur, hvað þeir megna einnig i þeirri list. I gær nutum við þessa alls við uppfærsln Brúðkaups Figarós. Við sáum glæsilegan leík og ríkmannlega og smekklega búninga söng- fólksins. Aðalsmannslega framkomu þeirra, heyrðum ágætis raddir, vel þjálfaðar -— meðferð hvéýs hlutverks fágað og samstillt og virki- Iega í stil hinnar miklu óperu. Einnig að vera eðli- legur á leiksviðifiu, eins og hið litla söngkór sveitafólks- ins sýndi, allt var út- hugsað og unnið af meist- arahöndum. Þessi fyrsta ópcrusýning. á íslandi vci’ður því öllum ó- gléymanleg og lærdómsrík. Eg veit að Isléndirigar geta Iært þetfa allt, ef þeir vilja vinna að því. Óperukóra rættum við ekki að vera í vandræðum með, heyrðist mér, þegar karlakórarnir sungu liér um helgina, og fá þeir þá vegleg verkefni. Persónulcga vil ég hiðja ]æssa ágætu gesti að heilsa óperunni í Stokkhólmi, sem eg hafði ýms tengsl við, þeg- ar eg dvaldi i Stokkhólmi 1915—19. Heilsa Strömmen, heilsa Djurgárden, Hassel- backen, Liljevalcks og lieilsa draumnum, er hvíldi yl’ir Humlegárden um dag- renningu í júnhnánuði. Heilsa Svíþjóð í sumri og vetri, þó ég veldi Itálíu — ekkert er glcymt. Næst þegar þið kornið, þá flytjið okldir Arnljót Peter- son-Bergir, þetta náttúru- málverk í tónum hins hreina norræna anda, — þessa vin- ar míns, sem eg skulda svo mikið, listræn áhrif og hug- sjónir, og sem opnaði mér augun fyrir köllun íslands í list, cr hvatti okkur til að blína ekki einungis á hina söguríku fortíð, heldur einn- ig.sýna dáð í nútíð. Ef liann lifði myndi hann sjá, að við liöfum reynt að fylgja þvi. 12. júní ’50. Eg-gert Stefánsson. menn á Presta-. stefnu tslands. Prestastefna íslands (Syno- dus) verður haldin í Reykja- vík 21.—23. þ. m. Ilefst hún á guðsþjónuslu í dómkirkjunni, þar seni sira Jón Ivr. ísfeld, prestur á Bíldudal, prédikar. Fyrir alt- ari verður síra Jón Þorvarðs- son, prófastur í Vík. Síðar um <Iaginn verður presta- stefnan formlega sett i kap- ellu Háskólans; biskup flvtur ávarp og gefur skýrslu um starf kirkjuimar á synodus- árinu. Síðar verða erlendir gestir t)oðnir velkomnir, en þeir munu ávarpa presta- stefmma. Um. kvöldið fiytur Magnús Már Lárusson pró- fessor opinhert erindi í dóm- kirkjunni, Nánar verður síðar greint frá dagskrá prestal&fnunn- ar og því, sem á henni gerist. Meðal erlendra gesta liennar Manfred Björkquist, eru I ! Stokkhólmsbiskup, Regin . Renter ])rófessor, Kristian I Hansson skrifstofustjóri, dr. I theol. Harry Johansson frkv.stj. og síra Finnur Tul- inius. óðum líður að þjóðhátíð- ardegi okkar, 17. júní, og ef veðrið verður skaplegt má búast við eftirminnilegum clegi, enda vinna skeleggir menn að því, að gera daginn sem hátíðlegastan, eins og áður hefir verið sagt frá bér í blaðinu- I tiTéfni þessa dag's hefir Rergmáli bórízí eftiríarandi til- skrif frá manni. sem viö skúl- um kalia ,,S. S.", ’en hann er annars sérfróður maður um garðrækt. ,,S. S.“ segir á þessa leiö: „Gleymiö ekki aö jirýSa svalirnar falleg.u blómaskrúði fyrir .17. júní- Margir bæjarbú- ar hafa gert þetta undanfarin ár og notið blómafeguröarinnar aí svölimum allt sumarið, t- <1. íbúar bæjarhúsanna við Hring- braut og flciri- Til eru margar ])!ómategundir, sem hentugar ertt ‘ til ])eir.ra liluta. svo sem stjúpmæður og aðrar fjóluteg- undir, bellisar, gleym-mér-ei, prímúlur, lagetes, petúnía og jafnvel tropaeolum og mörg; fleiri. Næsta haust yæri svo hægt að gróðursetja þar blóm- lauka, sem hlómstruðu snemma næsta vor, og yrðu þá strax -til augnayndis, en fátt er eins unaðslegt og fög- ur blóm-“ Bergmál vill taka undir þetta bréf ,,S. S-" og hvetja nienn ein- dregið til aukjjrmar btómræktar. eftir þvi, sem við verður komið. Sem bétur fer liefir áhugi maima hér t Reykjavik fyrir garð- og blómarækt stórlega aukizt hin síöari ár- Óhætt er að segja, aö ekkert ,.hobby“, cða að minnsta kosti fá, eru eins göfgandi og mannbætandi og einmitt 1)lómaræktin. Sá maður, sem á garðholu, hefiv alltaf óþrjótandi verkefni, og þeirri vinnu, sem menn leggja í garð- inn sinn. er ekki á glæ kastað. Oft er ga-man á góSviörisdög- um að ganga um mörg úthverti bæjarins og horfa á menn við vinnu i göröunum, og vtða hafa á al.lrá siðustu árum veriö gerð- ir stórfallegir garöar, sem eru vegfarendum til augnayndis, ekki síöur en eigendunum sjálf- unt. Fegrunarfélagið á veru- legan þátt í því að hafa auk- ið og glætt „garðmenningu'* þessa bæjarfélags, ef svo mæti að orði kveða, eins og menn muna af samkeppni þeirra, er efnt var til um feg- urstu garðana- Væntanlega fer slík samkeppni einnig fram í sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.