Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1920næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Alþýðublaðið - 19.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólísstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. io, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. sagt írá því, að 18 manna söng- kór hafi sungið á Akureyri til ágóða fyrir hælið. Er kór þessi stofnaður í vetur, og stjórnar Magnús Einarsson söngkennari honum. Hafa fáir menn á Norður- landi, ef nokkrir eru, gert eins mikið fyrir útbreiðslu söngs og hljóðfærasláttar þar og Magnús. Hefir hann korrsist svo langt, að geta boðið frændum vorum, Norð- mönnum, að hlusta á 20 manna söngflokk, er hann sigldi með til Noregs fyrir nokkrum árum. Hiaut flokkur sá, er »Hekla« hét, mikið lof ytra, og hefir sá er þetta rit- ar, aldrei heyrt jafn samæfðan og lítalausan söng og söng »Heklu«, ekki einu sinni »17.' júní«, er hann var upp á sitt bezta. i. Skíðafélag var stofnað á Siglu- firði í vetur og gekst það fyrir skíðamóti sfðast í marzmánuði. Þátttakendur voru 30, og var skípað f þrjá flokka: I. fl. 15 ára og eldri, II. fl. 13—15 ára og III, fl. IO—13 ára. Var fyrst kappganga (ca. 7 kílóm.) og gekk Jóhann Þorfinnsson þá leið á 25 mín. og 20 sek., var þar í I. fl ; hinir flokkarnir gengu styttri Ieið. Jóhann hlaut einnig 1. verðlaun, bæði fyrir að standa hindrunar- lausa brekku og brekku með hindrun (hengju). — Aukaverðlaun hlaut E. Jóhannsson, fyrir að stökkva 14,60 metra loftstökk á skíðunum, Siglfirðingar hafa lengi haft orð á sér sem góðir skíða- menn, og er ekki ólíklegt að fé- lag þetta verði til þess, að sá orðstýr verði sér ekki til skammar. i. Hákarlayeiði byrjaði síðast í marz nú f vor, og hafa skipin veitt dável. Er óvenju mörgum skipum haidið út að þessu sinni, og er betur, að vel veiðist, ekki mun af veita. Jack London. (Eftir Skútu). I, Þegar rætt er um bókmentir, er það tiltölulega sjaldan að talið berst út fyrir álfuna. Enda munu, þrátt fyrir það, að >hverjum finst sinn fugl fegurstur*, hinar evró- peisku bókmentir einna fjölbreytt- astar og lengst á veg komnar. Þó hafa, og sérstaklega á sfðustu tfmum, indverskar bókmentir vak- ið allmikla eftirtekt og aðdáun, Er það engin furða, því þar stóð vagga mennfngarinnar, og flestar þær hugsjónir er helgastar og feg- urstar þykja eru þaðan runnar til nýja heimsins, — >Vínlands hins góða< — Ameríku, þar sem alt er á ferð og flugi, þar sem gull- ið „vex“ vilt, að þvf er sumir halda, þar sem paradís lífsins er, að margra áliti, er aftur á móti sjaldan leitað í því tilliti. Ameríkskir rithöfundar eru fáir nefndir þá er taldir eru mestu sniliingarnir á bók- mentalega sviðinu, þeir, sem menn segja um: »Orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getur* Þó er örfárra minst. Einn þeirra er Jack London. Jack London var skáld — sagna- skáld. Og — hann var eigi að- eins skáld, heldur og stórskáld, snillingur. Hann hafði glögg ein- kenni þeirra manna. Gamlir menn og ungir í öllum löndum hafa jafn mikið yndi af að lesa bæk- ur hans. Öllum finst þær eiga er- indi til sín, færa sér eitthvað. Engum leiðist þær, allir eru fíkn- ir í að lesa alt sem London hefir ritað. Og það kemur af því, að hann hafði gáfu snillings til að bera. Þessa gáfu, að þekkja menn- ina og geta sýnt þeim þá sjálfa. Það kemur af því að hann gekk í hinn rétta skóla. Lífið sjálft kendi honum að skrifa. II. Ég ætia ekki að segja frá æfi Jack Londons. Hánn hefir sjálfur drepið á helstu atriðin í kafla þeim, sem fer hér á eftir og í ýmsum bókum sínum, svo sem í »FIökkuIífi«, »Martin Eden« og »AlkohoI konungur*, og ég er ekki fær um að gera það betur. Þó er ekki úr vegi að bæta við endirinn. Hann var að því er sagt er, myrtur af einum fyrri félaga sínum sem öfundaðist yfir vel- gengni hans. Enginn furða þó svo væri, — svo hefir oftast far- ið með mikilmennin, að þær sömu þúsundir manna, sem fegnar vildu gráta þá úr Helju ef hægt væri, grýttu þá í lifanda Iífi. Ég hefi ekki í hyggju að dæma rit hans. Það er fæstra meðfæri. Ég vil eingöngu benda mönnum á þau. Því oft vill svo verða hjá þjóð vorri, að hún metur það gamla meir en það nýja og kýs fremur gömlu eldhúsrómanana en bækur höfunda sem eru að verða eða eru orðnir heimsfrægir. Bækur Jack Londons eru nær einvörðungu um hið gamla og nýja, um menning hvíta kynflokks- ins og hið náttúrlega ástand villu- mannsins, um hinn sterka og veika, um bönd laganna og frelsið, og um það hve vitlaust er að þrengja menningunni uppá þessa villuþjóð- flokka. Oftast teflir hann hvítum mönnum og Indíánum saman í þessum t'ilgangi, stundum hvítum mönnum og dýrum eða þeim hvítu og svörtu. Og — alstaðar er sama mildin: Alstaðar dregur hann sömu einkennin skýrt fram. Sjálf— ur hefði hann sjálfsagt kosið að vera Indíáni eða réttara sagt »Ur- mennesket eins og Danir segja, heldur en hvítur maður, og þó dáist hann að hinum bjargfasta vilja og eirðalausu metorðagirnG hvíta kynflokksins og löghlýðni hans sem kemur öllu á kné. Stíll Jack Londons er skemti- legur og allar lýsingar af hrein- ustu snild. Hvort sem það eru náttúrulýsingar, mannlýsingar eða lýsingar á dýrunum. Maður sér alt sem hann segir frá, finnur svo- glögt að það er Iifið sjálft sem hann er að lýsa. Mér finst smá- sögurnar yfirleitt enn betri en löngu sögurnar. Þar er aldrei sagt orð um of, eða orði of fátt, — maður getur ekki hugsað sér það öðruvfsi. Þar sannast spakmælið »In der Beschránkung zeigt sich erst der Meister®1). Lengri sög- urnar eru líka hver annari betri, þó þær séu manni fæstar eins hugþekkar. 1) „Mesta snildin er að kunna hin réttu takmörk". Skúta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 111. tölublað (19.05.1920)
https://timarit.is/issue/201

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

111. tölublað (19.05.1920)

Aðgerðir: