Alþýðublaðið - 19.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.05.1920, Blaðsíða 4
4 Xoli konungur. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.), Þau litu á hann. Þau voru öll á barmi örvæntingarinnar, en þau tóku eftir þessum nýja hljómblæ i rödd hans. „Hvernig?" sagði Olson. „Menn vita þetta ekkert. Eg set það í blöðin. Þeir geta ekki neitað að taka það, hversu sem þeir áður eru bundnirl Þetta er morð, framið af ásettu ráði!' „Hveraig dettur þér í hug, að þeir trúi því, sem hleðslusveinn i kolamanns segir þeim?“ spurði frú Davíðs. i „Eg skal hitta á ráð, sem dug- ar“, sagði Haliur. ,Eg skal fá þá til að opna þessa námu!“ XXIX Þegar Hallur ráfaði um kola- héraðið hafði hann séð unga menn með vasabækur í höndunum, sem bersýniiega töluðu við verkstjór- ana eins og gestir félagsins. Þeim var sýnt alt. Hann ætlaði þá að freista, hvort enginn þeirra hefði samvizku, eða léti að minstá kosti leiðast af því, að fá eftirtekta- verðar upplýsingar. Hallur valdi einn úr hópnum og fór á eftir honum, þangað til hann varð einn, og bað hann þá að ganga með sér niður þvergötu, svo þeir gætu talað saman óáreittir. Hann tók að segja frá orsök- inni til slyssins og spurði hann, hvort hann þekti nokkuð til laga- ákvæðisins um vökvun námanna. Það þekti hann ekki, en hann spurði Hall að nafni og stöðu og lagði fyrir hann margar skysam- Iegar spurningar. Sjálfur hét hann Graham og var fréttaritari þar á staðnum fyrir blaðahringinn, svo frásagnir hans um slysið myndi verða lessið um alt landið. Hjarta Halls hoppaði af gleði, vegna þess hve heppinn hann hafði verið, að hitta einmitt á þennan mann. Hann fekk traust til hans vegna framkomu hans. Hallur sagði frá því, hve margir væru lokaðir niðri í námunni, og varð ákafari og ákafari, þegar hann mintist á érhvern þeirra, á konurnar og á ALÞYÐUBLAÐIÐ Góðir fiskímenn geta fengið pláss á mótorkútterum í vor og sumar. H. P. Duus. það, hve félagið misbeitti valdi sínu og kæmi ruddalega og skammarlega fram. ,Já, þér hafið rétt fyrir yður“, sagði Graham, „þér megið reiða yður á, að eg skal athuga þetta alt saman". „Og svo eitt enn þá“, sagði Hallur, ef þér nefnið nafn mitt, verður mér kastað á dyr, þér skiljið mig?“ „Eg skal ekki minnast á það“, svaraði hinn, „Auðvitað — ef þér getið ekki birt frásögn yðar án þess, að opinbera heimild yðar, þá nefnið mig —“ „Eg er heimildarmaðurinn", sagði fréttaritarinn brosandi. „Nafn yðar myndi ekkert gagn gera'. Hallur var í engum vafa lengur. Þessi fréttaritari var umheimurinn, hann var almenningsálitið, og frá- sögn hans myndi þyrla upp reiði- gný og gremju, sem jafnvel myndi knýja Pétur Harrigan sjálfan til að beygja sig. títlenðar Jréttir. Iðnaðnr í Canada. Canada er mjög vel í sveit komið, hvað viðvíkur vatnsafli. Er áætlað að það sé 14 miljónir hestafla. Hafa 2,3 milj. þegar ver- ið teknar til notkunar og bráðlega verður 1 milj. bætt við. Iðnaði hefir stórkostlega fleigt fram síð- ustu árin, t. d. hafa risið upp nýjar kalk-köfnunerefnis-verksmiðj- ur, sem meðal annnars búa til rafmagnsofna í stórum stíl; stórar pappírsverksmiðjur hafa komist á laggirnar (framleiða alt að 250 smál. af pappír daglega); verk- smiðjur, sem framleiða allskonar sýrur, hafa þotið upp. Einkennileg er heliumframleiðsla Canada. Á Bow-eyju í Alberta fanst, 1916, stærsta uppspretta náttúrlegs gaslofts, sem hafði inni að halda 0,36 procent af helium (efni sem er allmikið Iéttara en loft). Þó ekki væri meira af efn- inu en þetta, var það þó um 50 milj. dollara virði, eftir verðgildi heliums fyrir stríðið. Á seinni árum hefir nú tekist að ná efni þessu á svo hagkvæman hátt úr sambandi við gasið, að það hefir verið notað til þess að fylla með því loftbelgi flugskipa á stríðsár- unum. En þetta mun ekki borga sig nema að litlu leyti á friðar- tímum, og er því iðnaður þessi því nær úr sögunni. Annarstaðar hefir það komið í ljós, að loftteg- undirnar f gaslindunum eru að mestu leyti hreint kojnunarefni. Er nú búíst við því, að þarna sé gnægð efnis til þess, að frám- leiða köfnunarefnissambönd, sem nota má svo til áburðar, og er í ráði að reisa stórar verksmiðjur í því augnamiði. Fer nú varla að bresta áburð í heiminum úr þessu. Piparhj úaskattur. Franska þingið samþykti nýlega Iög um að leggja hærri skatt á ógifta menn og konur en aðra. Skattur þessi nær þó aðeins til þeirra, sem eru eldri en þrítugir og hafa yfir 6000 franka f tekjur. Flest er nú til týnt, þegar farið er að skattleggja meydóm kvenna. Húsmálningavél. Verkamaður einn berzkur hefir gért vél til þess að mála með hús og annað. Hefir hún verið reynd og vinnur 60 sinnum fljótar en málari gerir með gömlu aðferðinni. Föt eru hreinsuð og pressuð f Grjótagötu 10, uppi. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: _______Ólafur Friðriksson.______ Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.