Vísir - 28.08.1950, Side 8
Mánudaginn 28. ágtíst 1950
urvígstöövunum og
■ Kínverskar hersveitir í
Mansjúrm bíða eftir tilefni
til þess að veita Norður-
Kóreu lið.
Pekingstjórnin kær-
ir yfir loftárásum á
borgir í Mansjúríu.
Á austurvígstöövunum í
Kóreu verjast hersveitir
Sunnanmanna árásum lcom
múnista um 5 km. fyrir
norðan Pohang og ennfrem-
ur sókn þeirra fyrir vestan
borgina.
í fréttum frá aðalbæki-
stöðvum MacArthurs í To-
kyo í morgun segir, að varn-
arherinn hafi bætt aðstöðu
sína frá í gær og.eru nú ekki
taldar eins miklar líkur á
því, að innrásarher komm-
únista takist aö innikróa
varnarhersveitirnar
Hraktir til baka.
Harðir bardagar standa þó
enn yfir á þessum slóöum
og ennfremur á miðvígstöðv
unum, þar sem Bandaríkja-
menn hófu sókn í fyrradag
:meö góðum árangri. Barist
er nú um 45 kílómetrum fyr-
ir suðvestan Tageu. Her-
sveitir kommúnista á þess-
um slóðum geröu tilraun til
þess að sækja að borginni aö
sunnan, en framsókn þeirra
hefir veriö stöðvuð og biðu
þeir mikið afhroö í bardög-
um þar.í gær.
Loftárásir.
Flugvélar Sameinuöu þjóð
anna fóru í gær í árásarleið-
angur til Norður-Kóreu og
var varpað niður sprengjum
á hernaðarlega mikilvæga
staði um 25 kílómetrum fyr-
ir vestan Pyongyang, höfuð-
borg Noröur-Kóreumanna.
Ennfremur gerðu brezk og
bandarísk herskip árásir á
skip kommúnista fyrir vest-
urströnd Kóreu og var nokkr
um skipum sökkt.
Árásum mótmœlt.
Pekingstjórnin hefir sent
Bandaríkjastjórn harðorð
mótmæli og segir 1 þeim, að
bandarískar flugvéiar hafi
gert árásir á járnbrautar-
stöð við landamæri Norður-
Kóreu og Mánsjúríu, innan
landamæra Mansjúríu, —
Þessu hefir verið mótmælt
af yfirflugforingja Samein-
uðu þjóðanna í Suöur-
Kóreu. Vitað er að Kínverjar
hafa sent tvö herfylki til
landamæra Norður-Kóreu
og er taliö að nú sé aðeins
beðið eftir tækifæri til þess
Maður bítur bund.
París. (U.P.). — Þar hefir
það gerzt — maður hefir bit-
ið hund.
Efnafræðingurinn Roulet
lagði fæð á kjölturakka ná-
granna sinna og uin daginn
sauð upp úr — og liarin beit
seppa í hálsinn. Pioulet var
dæmdur í 2000 franka sckt
og 3000 franka skaðabætur.
að senda þessar hersveitir til
bardaganna með kommún-
istum í Kóreu,,
Skaðabœtur.
■ Pekingstjórnin hefir kraí-
ist skaðabóta fyrir spjöll er
uröu af þessum meintu loft-
árásum og ennfremur sent
Trygve Lie bréf, þar sem
kært er yfir þeim. Ýmsir líta
þó svo á, að alveg eins geti
verið aö Kínverjar séu að
reyna að skapa sér átyllu til
þess að skerast í leikinn í
Kóreu, en takist kommúnist
um ekki að sigra þar á næstu
dögum má búast við aö halla
taki undan fæti fyrir þeim.
Framh. af 1, víðu.
þessu sinni fór á aðra lund.
Reiff byrjaði á að fara fyrir,
en í lok annars hrings fór
Zatopek fram úr honum og
háðu þeir harða baráttu um
fyrsta sætið fram eftir hlaup
inu, unz tæpur hringur var
eftir. Þá var Reiff á und^n,
en Zatopek skauzt fram úr
honum og varð Reiff svo um
það, að hann lagöi árar í
bát og hleypti einnig öðrurn
rnanni framhjá sér.
Eins og oft áður varð
hollenzka konan Fanny
Blankers-Koen ein bezta í-
þróttakonan, sem fram kom.
Hún varð Evrópumeistari í
þrem hlaupum og fór enginn
keppandi heim með eins
mörg meistarastig.,
Finni sigraöi í spjótkasti,
þeirri „finnsku grein, en
tveir næstu voru Svíar.
Englendingurinn Patter-
son sigraði í hástökki, stökk
l, 97 m., en Svíinn Ohman
varð annar, stökk 1,93.
Bretar unnu bæði 4x100
m. boðhlaup kvenna — á
47,4 sek. — og 4x400 m„ boð
hlaup karla á 3:10,3 mín. og
er það bezti tími, sem náöst
hefir á Evrópumeistaramóti.
Bretinn Farmer varð einnig
fyrstur í 800 m. hlaupi, en
annar varð Frakkinn Han-
senne.
Einkaskeyti frá U.P.
Fréttastofa kínversku
stjórnarinnar í Peking'
skýrði frá því í morgun,
að mjög alvarlegt ástand
hefði skapazt við loftárás,
er bandarískar flugvélar
hafi gert á borg eina 4
Mansjúríu, við landmæri
Norður-Kóreu. Hefir
Chouen-Lai sent Aclieson
mótmæli vegna árásarinn-
ar, og segir í þeim, að árás
hafi verið gerða á járn-
brautarstöð á bakka Yalu-
ár og hafi þrír Kínverjar
látið lífið og a.mk. 21
maður særst. Iírefst Chou
þess, að flugmönnum verði
refsað og Bandaríkjamenn
greiði skaðabætur.
Yfirmaður flughers
Bandaríkjamanna í Kóreu
fiefir mótmælt þessu og
segir að jengar loftárásir
hafi verið gerðar á land-
svæði innan landamæra
Mansjúríu.
Þessi Studebaker-bíll lenti í árekstri við stóra mjólkur-
bifreið og valt, sem dæmið sannar. Bílnum var fljótlega
lcomið á réttan kjöl aftur og var í ökufæru standi. Ekill-
inn sömuleiðis.
Áflu eidfepýUs ?
Róm (UP). — ítalir fram-
leiða á ári hverju 150 mill-
jarða eldspýtna.
1 landinu cru rúmlega 20
eldspýtnaverksmiðjur og við
þenna iðnað starfa 10—12
þús. manns. Italir nota sjálf-
ir urh helming framleiðsl-
unnar en sclja liitt úr landi,
eirikum í Bandaríkjunum og
S.-Ameríku.
Churchill átel-
ur brezku
stjómina.
Winston Churchill, fyrr-
verandi forsætisráölierra
Breta, hélt í fyrradag út-
varpsrœðu, þar sem hann
ræddi landvarnamál Breta.
Gagnrýndi hann afstöðu
Attlees, núverandi forsætis-
ráðherra, sem vildi ekki
kalla þing saman þegar í
stað, en-halda fast við þing-
hald 12„ sept. Ennfremur
varaði hann við því í hve
miklum ólestri landvarnir
Vesturveldanna væru yfir-
leitt og benti á vígbúnað
Rússa. Hann átaldi og
brezku stjórnina fyrir að
selja Rússum hernaðarnauð
synjar. Talsmaður brezku
stjórnarinnar hefir síðan
neitað því aö Rússar fengju
nokkrar hernaðarnauðsynj-
ar frá Bretlandi, ■
Óshlíðarvegur
vígður.
S.l. Uiugardag vígði biskup
landsins veginn um Óshlíð,
milli Hnífsdals og Bolungai*-
víkur.
Á einum versta lcafla leið-
arinnar hefir verið reistur
kross. Þar l'ór fram s.l. laug-
ardg stutt afhöfn. Var margt
manna þar samanlcomið og
lýsti bislcup blcssun yfir vegi
og vegfarendum. Síðan héldu
mcnn til Bolungarvíkur og
var þar sett samkoma. Töl-
uðu þar ýmsir, m.a. hiskup,
vegamálastjóri Geir Zoega og
þingmaður N orður-I sf irð-
inga, Sigurður Bjarnason.
Bislcup framkvæmdi vígslu
þessa eftir óskum manna
þar vcstra. Er þetta í ann’að
skipti, sem biskup í Lúth-
erskum sið framkvæmir slíka
vígslu, að ])ví er vitað er,
en á 17. öld framkvæmdi
Þorleifur Skaplason slika
vígslu á Siglufjarðarskarði.
Lciðin um Óshlíð mun vera
ein sú allra erfiðasta og
hættulegasta hér á landi.
Thor Thors sendiherra
verður til viðtals í utanríkis-
ráðuneytinu kl. 10—-12 á
morgun,,
Komið í veg fyrir járnbraut-
arverkfall í Bandaríkjunum.
Bandaríkjaher tek-
ur við rekstrinum.
í gœr tók Bandaríkja-
stjórn formlega viö yfir-
stjórn allra járnbrauta í
Bandaríkjunum til þess að
lcoma í veg fyrir að til stöðv-
unar kæmi.
Nefnd 50 liðsforingja var
skipuð til þess aö fara meö
stjórn járnbrautanna meö-
an á samningum stæði um
kaup og kjör járnbrautar-
starfsmanna. í Bandaríkjun
um hafði verið boöaö til alls-
herj arverkfalls j árnbrautar-
starfsmanna, sem átti aö
hefjast í dag. Þegar útséð
var um að ekki myndi nást
samkomulag fyrir mánudag
inn, fyrirskipaði Truman
forseti aö herinn skyldi taka
járnbrautirnar í sínar hend-
ur, sem nú hefir verið gert.
Talið er að verkamenn
hafi sætt sig viö þessi mála-
lok, en samningar um kaup
og kjör járnbrautarverka-
manna halda áfram, þótt
korniö hefði verið í veg fyrir
að járnbrautirnar stöðvuð-
ust alveg.