Vísir


Vísir - 23.09.1950, Qupperneq 8

Vísir - 23.09.1950, Qupperneq 8
VISIR ! , 4}. • ** Laugardaginn 23. september 1950 Allir skátar læra hjálp í viðlögum og sýnir mynd þessi nokkra skáta vera að æfa sig í því að binda um beinbrot. j Ýmislegt annað gagnlegt læra ungir menn, er ganga í skátahreyfinguna og starfa á henni. Árleg merkjasala skáta- félaganna hefst í dag. SkátafáSög eru sfarfasidi á 33 stöð&nim á landinu. Norðrí opnar bókaverzlun í Hafnarstræti 4 í dag. Sendlr samtímis fjórar nýjar bækur á markaðlnn. Bókaútgáfan Norðri opn- ar bókaverzlun í Hafnar- stræti 4 í dag, og er pað fyrsta bókaverzlunin, sem Norðri setur á stofn. Verða þar, a. m. k. fyrst um sinn, einvörðungu ís- lenzkar bækur á boðstólum. Óskar Sigurgeirsson veitir verzluninni forstöðun Samtímis því sem Norðri opnar þessa verzlun, sendir fyrirtækið fjórar nýjar bæk- ur á markaðinn, sem vekja munu eftirtekt og verða kær komnar lesfúsu fólki. Tvær þessara bóka fjalla um þjóöleg fræði. Önnur heitir „Horfnir úr héraði“ eftir Konráð Vilhjálmsson fyrrum bónda frá Hafralæk. Er þar fróðleikur saman- kominn, einkum að því er snertir Þingeyjarsýslur. Hin bókin heitir: „Bóndinn á heiðinni" og er eftir Guðlaug Jónsson, fulltrúa hjá saka- dómara.. Eru þetta þættir úr Hnappadals- og Snæfellsnes sýslum og reyndar víðar, all- stór bók og skemmtileg. Báð ar þessar bækur eru prent- aðar á góðan pappír og vand að til frágangs þeirra. Hinar tvær bækurnar eru unglingaþækur. Önnur er úrval íslenzkra dýrasagna, sem Einar E. Sæmundsen hefir safnað og valið, og hef- ir hann séö um útgáfu bók- arinnar. Hún ber nafnið „Forystuflekkur“ og er myndskreytt. Hin unglingabókin heitir „Júdý Bolton á kvennaskól- anum“, saga fyrir ungar stúlkur og hefir komið út Júdý-bók hjá Norðra áður. Áður í sumar hefir Norðri sent frá sér tvær bækur: Verður í höfn- inni til 15. okt. Á fundi, sem haldinn var í hafnarstjórninni I s. I. viku, var rætt um, hvort taka skyldi Hæring inn á innri höfnina. Eins og menn vita hefir skipið verið flutt upp að Ægisgarði, þar sem það lá úður en það var sent austur. Samþykkti liafnarstjórniu, að skipið skyldi vera á innri höfninni til 15. októher, en elcki er vitað, hvort það fær að vera lengur eða verður þá að þoka. „Móðir og barn“ eftir Þor- björgu Árnadóttur hjúkrun- arkonu, en það eru leiöbein- ingar mæðrum til handa, bæði um meðgöngutíma og fyrst eftir fæðingu. Hin bók- in er Afmælisdagabók með málsháttum, sem síra Frið- rik A. Frikriksson á Húsavík hefir séð um útgáfu á. Á næstunni er væntanleg- ur fjöldi nýrra bóka frá Norðra. _________ Aðaislátrun hafin á vegum Sf. Suðurlands Slátrun sauðfjár (aðal- slátrun) er nú hafin sunnan- lands. Hófst hún dagana 18.—20. þ m. á félagssvæði Slálurfé- lags Suðurlands, nema í Vestur-Skaftafellssýslu. Hefst slátrun þar, á Kirkju- bæjarklaustri og Vík i Mýr- dal, i næstu viku. Aðalslátrun sauðfjár á vegum félagsins er nú orðið að mcstu utanhæjar sem kunnugt er. I Rangórvalla- sýslu fer slátrun frani á eftir- töldum stöðum: Djúpadal, Ilellu og Rauðalæk, r Árnes- sýslu við Ölfusá. Einnig er slátrað á vegum félagsins á Akranesi. Elcki verður að svo stöddu sagt live mörgu fó verður slátrað, sennilega ekki fjarri því sem var í fyrra, nema á Akranesi. Þar vCrður slátrað nreira vegna niðurskurðar- ins. Iíeyfengur hefir að jafnaði noklcur áhi'if á hve niörgu fé fer fargað og ma geta þess í þessu samhandi, að í Árnes- sýslu og Rangárvallasýslu er menn ágætlega lieyjaðir. Hurð siiítll uasrri htjeluwn. Halifax (UP). — Nýlega skall hurð nærri hælum, er eldur kom upp í AOA-vél á leið frá London til New York. í flugvéljmú voru 62 far- þegar og tíu manna áhöfn. Flugvélin var 160 km. frá Gape Breton, er eldurinn kom upp, en gat nauðlent hjá boi-ginni Sydney á Nova Scotia og þar var eldurinn slökktur fljótlega. Skátafélögin hér í Reykja- vík og víðsvegar út um land hafa í dag hina árlegu merkjasölu til styrktar skátafélagsskapnum. Merkin kosta 5 krónur og 2 krónuiy Ennfremur verður Skátablaðið selt á götum Reykjavíkur. Skátafélögin eru starfandi á 33 stöðum í landinu og 1 að minnsta kosti 10 kaup- stöðum eru starfandi tvö fé- lög, þ. e. kven- og drengja- skátar í sitt hvoru félagi á hverjum stað. Áhugi er mik- ill meðal æskunnar fyrir stofnun nýrra félaga á fleiri stööum. Að markmiði sínu vinnur félagsskapurinn með því að fá unga fólkið til þess að hag nýta tómstundir sínar á skipulegan hátt, við leiki og störf, sem öll miða að því að þroska það andlega og lík- amlega. Sameiginlegar leik- reglur allra skáta eru skáta- lögin„ Meðlimir skátafélaganna eru flestir á skóla aldri. Tekjulitlir unglingar, sem geta ekki lagt fram mikið fé af mörkum til starfseminn- ar, en meö auknu starfi, út- gáfu hóka og blaða, rekstri t ísiniii ©f/ sijjóvMtnttí L Budapest (UP). — Fjórir sýklafræðingar hafa verið dæmdir í 18 mánaða til 4 ára fangelsi. Mönnum þessum er gefið að sök að hafa prðið 10 hörn- um að bana, enda sé þeir fyrrverandi nazistar og nú- verandi fasistar i þjnustu Bandaríkjanna. skátaheimila o. s„ frv. vaxa verkefnin og verða ungling- unum of erfið, ef þeim berst ekki fjárhagsleg aðstoð. Þess vegna leita skátarnir til almennings með merkja- sölu. Laugardagssaga (Framh. af 7. síöu). auðveldara að segja það ,sem eftir var, standandi, tein- réttur, eins og hermaður: „Eg drap Taimani majór, yðar göfgi.“ „Það skiptir litlu, þótt svikari sé drepinn.“ „En eg drap hann að yfir- lögðu ráði, vegna lífsham- ingju lítils barns.“ Hershölðinginn gamli lyfti brúnum: „Við hvað eigið þér?“ „Eg hefi ekki lagt inn neipa skýrslu um Hapna Hahih. Það er ekki á npinna vitorði, nema mín og yðar, að hann íók skjalið, — og að hann drap Spiros. Þjáður af samvizkuhiti — sleginn ótta, cins og þér sögðuð. En hann var líka 1 rauninni dyggur þjónn, sem kannskc nú hefir sýnt enn frekar cn áður, að hann er trausts verð- ur? Viljið þér glata honum? Og eigum við að svifta harn- ið lífshamingju sinni?“ Löng þögn ríkti. Meðan Chafik heið, tpk hershöfð- inginn gullskrcytt vindlinga- stykki upp úr vasa sinum, fór sér hægt, setti vindling í það pg kveikti í. Þegar hann leit upp var mildi í svip hans. „Það er vafalaust fullnægj- andi“, sagði hann, „að Guði er kunnugt um skýrsluna.“ ENDffi. Flugdagurinn, sem hald- inn verður á morgun, ef veð- I iir leyfir, verður um leið fagnaðarhátíð fyrir áhöfn Geysis. Meðal dagskráratriða á flugvellinum verður hópflug einkaflugmanna, ennfrem- ur hópflug stærra véla„ Enn- fremur verður sýnt listflug. ýmiskonar, bæði vél- og svif flugna. Reynt verður að fá hingað þrýstiloftsvélar, ef einhverr- ar verða staddar hér. Athöfnin hefst meö því að Svanur leikur nokkur lög undir stjórn Karls On Run- ólfssonar, en síðan setur Agnar Kofoed-Hansen, for- maður flugráðs, hátíðina með ræðu. Merki verða seld á götum bæjarins og við innganginn, sem verður viö aðalhlið flug- vallarins (Suðurpólamegin). Athygli skal vakin á því, að börn veröi í fylgd með full- orðnum. Merkin gilda svo sem aðgöngumiðar að flug- sýningunni„ Um kvöldið verður efnt til dansleiks að Hótel Borg, og verður áhöfnin af Geysi þar heiðursgestir. Loks skal þess getið, að reynist veður óhagstætt, verður tilkynnt í hádegis- útvarpinu í morgun, aö hon- um verður frestað til næsta góövirðrissunnudags. Síöasta meistarafl.- mótiöíár. Síðasta meistaraflokksmót- ið á þessu ári liefst á íþrótta- vellinum í dag. Er þetta hið svonefnda haustmót meistaraflokks og verður keppt um Kalstaðs- bikarinn, sem KR vann í fyrra, en þá var keppt um liann í fyrsta skiptið. Mótið verður með þeim hætti, að kepptir verða tveir leikir um næstu þrjár helgar, en þeir verða stuttir, eða klukkutima livef leikur. í dag lceppa KR og Fram og strax á eftir Valur og Viking- ur. Leikirnir liefjast kl. 2. Þetta eru því síðustu forvöð fyrir reykviska knattspyrnu- unnendur að sjá meistara oldcar eigast við á þessu liausti.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.