Vísir - 04.11.1950, Blaðsíða 8

Vísir - 04.11.1950, Blaðsíða 8
Laugardaginn 4. nóvember 1950 iiema II’ &E,F&S & Veðurblíða og einstök hlý- indi eru nú um allt land og umferð eftir vegum og f.jall- vegum landsins sem um sumardag. AS. því er Vegamálaskrif- stofan tjáSi Vísi í inorgun eru j'afnvel hæstu fjallvegir, aS SiglufjarSarskarSi einu undanskildu, færir bifreiS- um. Snjó hefir aS vísu tekiS aS mestu í fjöllunum, sem aS SigiufjarSarskarSi liggja, en sjálft skaröiS er djúpt og þröngt og þar hefir safnazt mikil fannkyngi Tefur Vega málastjórnin naumast á- stæöu til þess aö moka þenn- an skafl, þar sem sýnilegt er aS hversu lítiS. sem snjóar eöa skefur hlýtur skarðiS aö fyllast aö nýju. LeiSin til Austurlandsins er fær sem á sumardegi. — LokaSist JökuldalsleiSin og HólsfjallaleiÖin um stund- arsakir í illviörahrotunni í haust, en seinna tók allan snjó upp og nú er leiöin hverri bifreiö fær. Sama má segja um leiöina í Vopna- fjörö, en hún liggur sem kunnugt er af Hólsfjöllum þangaS austur. Aörir torsóttustu og hæstú fjallvegir landsins, eins og t d. BreiSdalshejöi á Vestur- landi og Fjaröarheiöi og m smmmES' - OddsskarS á Austurlandi eru allir færir bifreiSum. Mun þaö líklega einsdæmi aS vegir séu jafn góöir um þetta leyti árs, sem nú, því enda þótt ýmsir fjallvegir hafi veriö slarkfærir fram eftir hausti sum undanfar- in ár, hafa þeir veriö miklu i þungfærari og torsóttari yf- irferSar. IS&jHið til SSttsteSa^ fé/ijetteetít. Ólafur ríkisarfi NorS- manna og Marta prinsessa fara vestur til Bandaríkj- anna í þessum mánuöi í op- inbera heimsókn. 4ÍS tieteit ts.s »©rn eisfti vt'iieeaté. Saknað er indverskrar j flugvélar með 44 farpegum og fjögurra manna áhöfn, sem var á leiðinni frá Ind- landi til London. Indverska flugvélin er af Constellation-gerS og, er ótt ast um aö hún hafi rekist á fjallstind í Ölpunum. Leit var hafin aS flugvélinni í gærkveldi, en snemma í morgun var tilkynnt aö leit- in heföi ekki boriö neinn ár- angur. Flugvélin var aö flytja 44 indverska sjómenn til Englands. Leitinni aö vélinni veröur haldiö áfram í dag, en veöur var í gær og er enn óhag- stætt til leitar. Norska stjórnin hefir bannaö útflutning á timbri, fyrst um sinn til áramóta. Nœstkomandi þriðjudag veröur frumsýning í Þjóð- leikhúsinu á verðlaunaleik- ritinu Jón Arason eftir Tryggva Sveinbjörnsson. Þaö var þetta leikrit, sem fékk fyrstu verölaun viö leik ritasamkeppni Þjóöleikhúss- ins, en áöur hafSi leikritiö veriö sýnt í Kaupmannahöfn viö góöa aSsókn en misjafna dóma. Haraldur Björnsson er íeikstjóri og fer meö hlut- verk Arnfinns. prófasts, en aSalhlutverkiö leikur Valur Gíslason og Arndís Björns- dóttir Helgu fylgikonu hans. Ara og Björn syni þeirra leika Róbert Arnfinnsson og Haukur Ásgrímsson. Eru hlutverk álls um tuttug.u í leiknum, en auk þess eru um 30 aukahlutverk — statistar, JólaleikritiS veröur Söng- bjallan eftir Charles Dick- ens, en þar veröur Yngvi Thorkelsson leikstjóri og leikur jafnframt eitt- helzta hlutverkiö. f■ m a® - O Hefir 2svar á5w verið dæsiid^r fyrir ölvaan við akstiirn Það hefir orðið að sam- komulagi milli stjórn Óháða fríkirkjusafnaðarins og stjórnar S.D. Aðventista, að hinn fyrrgreindi söfnuður fái til afnota Aðventkirkjuna við Ingólfsstræti, til guðs-1 þjónustuhalds. Til þessa iiefir Óháði frí- , kirkjusöfnuðuriim ekki haft fast húsnæði til guðsþjón-| ustuhalds, en haldið guðs- þjónustur sínar i Stjörnubió. I Fyrst um sinn verður þá guðsþjónusluliald- í fyrr-1 greindu liúsnæði, og verður hin fyrsta guðsþjónusta safn- aðarins þar á morgun kl. 11 f. Ii. Þau eru nofuð ftil að siEci, sem er að §irygna« Síldarrannsóknanefnd hef- ir fyrir nokkru fengið botn- net, eins og Norðmenn nota tH síldveiða á hrygnjngar- tíma síldarinnar. Hafa Norð- menn góða reynslu af netum þessum. Netin eru sterk og vönduð og sérstaklega gerð til þess að veiða sild, sem er að hrygna, en þá liggur hún við botninn. Það eru 40 net, eða eitt „úthald“ sem kallað cr, sem Sildarrannsóknanefnd hefir fengið. Nokkur áhugi:, er meðgl sjómanna að-fá netin reynd nú, en það mun ekki verða gert, þar sem netin eru dýr og ckki ætluð til sildveiða nema á hrygningarlíma sem áður 1 var sagt. Er litið svo á af sér- fróðum mönnum, að tilgangs- lítið sé að reyna netin við þær síldveiðar, sem nú cru slund- aðar, og auk þess gæti af þvi leitl, ef farið væri að reyna ! þau nú, að þau skemmdust ; áður en þau verða reynd við þær síldyeiðar, sem þær eru til ætlaðar. Hrygnjingansvæði vorgo ts- } sildarinnar er við vestanvert ! Suðurland eða kringum Vest- mannaeyjar og þaðan yest.ur íog hrygningartíminn frá ; miðjum marz til apríllolca. „Blg sljarnan“ er seinni á ferðinni að þessu sinni en venja er tiL en nú birtist hún næstkomandi miðvikudag, er frunisýning- verður á „Feg- urðarsamkeppninni“, eins og „revýan“ heitir í ár. Vísir hefir hlerað, að „Feg- urðarsamkeppnin“ verði með nokkuð öðru sniði en hingað tii, þannig, að skemmtiatrið- in rfek-i hvert annað viðstöðu- laust, í stað þess að hafa hlé á milli, enda er Haraldur Á. sagður dauðleiður á liinum eilífu kynningum kvöld eftir kvöld. „Feður“ hinnar ný ju reýýu cru sem fyrr þeir Haraldur Á. Sigurðsson, Tómas Guð- mundsson, Alfreð Andrésson og Indriði Waage, — Har- aldur, AllTeð og Soffía Karls- dóttir munu hera hita og þunga dagsins i þessari skemmtilegu kvöldstund, sem menn eiga von á í Sjálf- stæðishúsinu, en að sjálf- sögðu koma þár fram fagrar stúlkur, eins og verá her í skenmithfagskrá, sem ber svo vandasanlt nafn, en það er alger nýj’ung að inn í „Fegrunafsainkeppnina" verður, fléttað tízkusýning frá fyrirtækinu „Iris“, og mun marga fýsa að sjá, hyersu langt Rcykjavík er komin á tízkusviðinu. | Fleiya hefir Vísi ekki tek- izt að híera um það, sem1 gerist í sambandi við „Feg- urðarsa]nkeppnina“, og óger- ■ legt að veiða neitt upp úr þeim Haraldi og Alfyeð. 1 Haida. úf- Þingstúka Reykjavíkur gengst fyrir útbreiðslufundi í Stjörnubíó á morgun. Fundurinn hefst kl. 3 með því, aö Halldór Kristjánsson blaöamaöur flytur ávarp. Þá syngur Einar Sturluson, síra Jakob Jónsson flytur ræðu, síSan verSur kvikmyndasýn ing. Þá syngur Árni Helga- son, sýsluskrifari úr Stykk- ishólmi, gamanvísur, en hann er mjög vel þekktur í hópi templara fyrir gaman- vísnakveSskap og flutning, og aS Iokum verður skraut- sýning, sem börn úr barna- stúkunni Lindinni annast. Fleirj; slíkir fundir verSa haldnir 1 vetur, en- öllum er heimill aögangur. Nýlega liefir hœstiréttur kveðið upp dóm í máli manns í Véstmannaeyjum, er hafði gert sig sekan um að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Voru málsatvik þau, aS Gunnar * Marel Jónsson, skipasmiöur í Vestmapna- eyjum, var ölvaSur viö akst- Uý á vörubifreið, sem hann á, aö kvöldi þess, 31 marz síð astliSins. KærSi bifreiöaeft- irlitsmaöurinn á staönum Gunnar, en hann hafði kom- iö út úr verkamannaskýlinu í Eyjum, reynt aS aka bif- reiö sinni og munaö litlu, aö hann æki á aörar bifreiSir, sem þarna stóSu. Tók eftir- litsmaöurinn kveikjulykil- inn úr bifreiö kæröa, til aS koma í veg'fyrir frekari til- raunir til aksturs. ViSur- kenndi Gunnar Marel, aö hann hefði verið undir áhrif um áfengis umrætt kvöld og að eftirlitsmaðurinn, Már Frímannsson, hafi bannað honum að aka og tekið kveikjulykilinn úr bifreið- inni. Fjögur vitni, sem sáu til Gunnars Marels umrætt kvöld, báru það einnig, að hann hefði verið undir áhrif um áfengis en meðan hann var í verkamannaskýlinu, braut hann glugga á húsinu er hann fleygði jakka sínum í hann Kærður hafði tvívegis áð- ur gerzt sekur um ölvun við akstur og auk þess veriö kærður tvívegis fyrir sama brot, en mál látið niður falla sakir sannanaskorts, en meö tilliti til þess var hann dæmdur í undirrétti í 20 daga varöhald og sviptur réttindum til að aka bifreið ævilangt. í hæstarétti fór málið þannig, aö Gunnar Marel var dæmdur í 15 daga varðhald og ævilangt svift- ur rétti til aö öðlast ökuskír- teini aö nýju. Guttormur Erlendsson hrl. var sækjandi fyrir hæsta- fétti en Einar Ásmundsson hrl, verjandi Ewttjlan tis<~ pwinsessa ier til telriii/iiantis. Elizabeth Englandsprins- essu og Philip hertoga hefir verið boðiö af grísku kon- ungshjóttunum aö koma til Grikklands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.