Vísir - 15.12.1950, Blaðsíða 3

Vísir - 15.12.1950, Blaðsíða 3
í iminr.*T» n OT "■») Föstudaginn 15. desember 1950 s&wat hrtíst^ - Stuttir kaflar úr bókinni „Guðinii, sem brást‘\ sem er rituð af fyrrver- andi kommúnistum. Bókaúígáfan Stuðlabeig- hefir farið myndarlega af stað með því að gefa út eina þeirra bóka um stjórnmálaefni, sem mesta athygli hefir vakið í hinum frjálsa heimi. — Má gildi bókarinnar vel af því marka, svo og hinu, að kommúnistar hafa hvarvetna látið bókarinnar að engu getið, því að svo kemur hún við kaun þeirra. Höfundar ritgerðanna í bökinni eru sex heinisþekktir j rithöfundar — tveir Banda- ríkjamenn, Fraklci, Itali, Englendingur og Ungverji. Árum saman flögguðu kom- nninistar með nöfnum þeirra og gerðu sér mikinn mat úr ölíu, seili þeir létu sér um múnn fara eða festu á pappír- inn. Það var þegar þessir menn voru flokksbúndnir kommúinstar eða stóðu þeim svo nærri i öllum hugsunar- liætti, að þar gekk varla hnif- urinn á milli. En Adam var ekki lengi i paradís, því að allir þessir menn sáu villu síns vegar og liöfðu hugrekki til að taka smnaskiptum fyrir heimin- um, játa villu sína og reyna að bæta fyrir afglöp sín. — Bókin „Guðinn sem brást“ er árangurinn af því. Hér skulu ekki höfð mörg orð um bókina sjálfa, heldur skulu höfundarnir leiddir fram og látnir segja frá af- stöðunni með þeirra eigin orðum, eins og þau birtast í bókinni. ,,Við þögðum þunnu hljóði. .. . “ | Ungverski rithöfundurinn Arthur Koestler starfaði í sjö ár fyrir Kommúnistaflokk Þýzkalands og aiinarra landa. I Hann fórnaði öllu fyrir flokkinn á þvi timabili. Að því búnu segir hann: ,,.... Joliol-Gurie, Black- ett og aðrir marxiskir kjarn- orkufræðingar geta ekki haldið því fram, að þeir hafá ' ekki minnstu hugmynd um , það, sem er að gerast í Rúss- landi. Þeir þckkja sögu a. m. k. tveggja . samstarfsmanna siniia í sir.áatriðum, sam- starfsmanna, sem voru trygg- ir þegnar Sovétrikjanna, handteknir vegna fáránlegra afsakana, hafðir í haldi árum saman, án yfirheyrslu, og síðan seldir í hendur Gestapo í . . . . Hver og einn í okkar | hópi veit um a. m. k. einn jviii, sem látið hefir lífið í I þrælkunarvinnu á flæmi því,j sem næst er íshafinu, vcrið skotinn sem njósnari eða horfið eins og hann hefði |Verið uppnuminn. Við hróp- uðum hástöfum, fullir rétt- (látri gremju, þegar við for- dæmdúm einhverjar veilúr í réttarfari lýðræðisríkjanna, þar sem mönnum líður vel, en við þögðum þunnu hljóði, þegar félögum okkar var koiúið i hel á hinum sósial- iska sjöttungi jarðar, án réttarhalda. eða dóms. . . . i Aldrei og hvergi hafa fleiri byltingarmenn verið ráðnir af dögum eða linepptir í þrældóm en i Sovétríkjun- um. I augum manns af mínu tagi, sem hefir 'i sjö ár verið að finna afsakanir fyrir 'hverri hehnsku og hverjum glæp, sem framin liafa verið undir merki marxismans, er það meira liiyggðarefni að sjá þann rökfræðilega línu- dans, sem stiginn er af góð- um mönnum og gáfuðum, en grimmdarverk þau, sem framin cru af einfeldning- um.“ „Við höfum heilsuhæli í staðinn.“ Ignazio Silone var urn eitt skeið nánasti samverkamað- ur Togliattis og hafa kom-j múnistar keppst við að koma sögum og greinum el'tir hann í þau tímarit hér á landi, sem þeir hafa einhver innhlaup i. Hann fór nokkrum sinnum til Moskvu og um eina þeirra ferða kemst haun svo að orði. í ritgerð sinni: „. . . . Dag nokkufn eyddi eg klukkustundum í að reyna að skýra fyrir konu, sem var framkvæmdarstjóri við út- gáfuhring rikisins, hvers vegna hún ætti að minnsta kosti að skammasl sín fyrir þann sífellda ótta sem rúss- neskir -rilböfundar lifðu í. Hún skildi elvki það, sem eg var að reyna að koma lienni i skilning um. Eg rtíyndi að sýna hentli fram á þetta með dænnim. .,Frelsi,“ sagði eg, „er rnögú- leikinn tii að efast, niögu- leikinn til að skjáílast, mögú- leikinn til að leita og gera til- raunir, möguleikinn til að segja nei, við hvaða yfirvald sem er — bókmenntalegt, Iistrænt, heimspekilegt, trú- arlegt og jafnvel stjórnmála- légt yfrvald;“ „En það,“ tautaði þessi á- gæti embættismaður Sovét- menningarinnar með liryll- ingi, „er gagnbylting.“ Svo bætti hún við, til þess að reyna að ná sér niðri á mér: „Við erum l'egin því að njóta ekki frelsisins vkkar, cn við höfum heilsuhæli í staðinu.“ Þegar eg benti henni á, að orðatiltæki hennar „í stað- inn“ væri alveg út í lictt, „frelsi er ekki verzlunarvara, sem hægf er að nota til skipta,“ og að eg hefði séð heilsuhæli í öðrum löndum, hló hún upp í opið geðið á mér.“ „Nú blasti óttinn við mér á nýjan leik.“ Ricliard Wright er amer- ískur svcrtingi. Hann er einn þeirra manúa, sem kommún- istar liafa notað hér á landi með því að gefa út eiiia bóka hans og birta sögur hans tímaritum sinum eða þtíii sem þeir geta komið efm Hann segir svo frá þvi, er >fv;i,riir«iri,rvrvn>r^rvr«irt,rvrvrvfsrvrvrvr -- .. _ tvr'owwwws/vjv/HJMvrMMViviviti/'uvrvivJViv/vrvri c o Maschinenfabrik FAHR, AG-, Gotímadingen í Þýzkalar.di er S0 ára gamul verksmiðja i sinni grein. Frá bessari verksmiðju gfeíum- vér nú útvegað landbúnaðardieselvélar gegn nauðsynlegum Ieyfum. Er hér um mjög góða tegund drátlurvéla að rrcða: og ev lýsing á vélinni þanjiig: Vél: Fjórgengis-dieselvék 2 cyb, lö.bremsuhéstöfl, 100 snún/mín. Þyngd 1158 kg. — Hjólaslærð: Framhjól 500x10". AftUr- hjól 800x20". Hæð undir öxul 40 cm. — Stærð hráolíutanks 21,0 kg. — Fldsncytiseyðsla 1,2—1,64 kg. af hráolíu á klukluistund. Dráttarvélin er útbúin aflúrtaki, ræsi og ljósaútbúnaði. — Sláttuvél: Er stnðsett fyrir framan afturlijól. Greiðutindarnir erú vel lag- aðir og af réttri gerð fyrir ísienzka stpðhætti. 6 Gírar: Verð á sláttuvéiinni er um Rr. 2.400,00. Áfram Afturábak Ganghraði: 2,51 km. á klst. 4,89 km. á klst. '6,96 km. á klst. 10,81 knj. á klst. 18,08 kni- á Mst. 1,92 km. á klst. Vmdmlefmn kaupen^m dkal gremihfa kení á hversu eldsneytiseyðsla umræddrar vélar er mjög hagstæð, þegar miðað er við bensíndráttarvél. Dæmi: Drátt- afvél infeð benzínvél, sem eyðir 4 lítrum á klst, myndi nota við 1200 klukkustúnda notkun á ári 4800 lítra af benzíni á kr. 1,50 pr. 1. eða kr. 7200,00. — Ofangreind drátt- arvél myndi með söntu notkun eyða 1064 kg. af hráolíu á kr. 0,62 */2 pr. kg, eða fyrir samtals kr. 1230.00 á ári. Mismunur á eldsnejdiseyðslu inyndi því veroa kr. 5079,00 á ári. Einnig framleiðir ofan'greind verksmiðja dráttarvélar með 24 og 30 bremsulieslöflum. Sömuleiðis framleiðir hún plóga, lierfi, rakstrar- og snúningsvélar o-fl. tæki, fyrir dráttarvélar og hesta. .... Álla þá, sem hafa áliuga fyrir nánari upplýsingum um ofangréind ar dráttaryélar og tæki,,biðjum vér að hafa sámband við oss. Einkaumboð á ísiandi fyrir Maschinenfabrik FAHR, AG., Gottmadingen í Þýzkalandi Verð: Miðandi við greindan útbúnað og núverandi gengi myndi útsöliiverð vélarinnar verða um kr. 25.850,00. Einnig er hægt að fá vökvalyftu og reiknast hún sérstaklega. Skúlagötu.59, Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.