Vísir - 15.12.1950, Blaðsíða 7

Vísir - 15.12.1950, Blaðsíða 7
V I S I R Föstudaginn 15. desember 1950 7 Jólabók ungu konunnar segir frá ungri hjúkrunarkonu og unnusta hennar, áhugasömum ungum lækm, sem leggja út í örlagaríka ferð til norðlægustu byggða veraldar til þess að lifa þar og starfa í þjónustu hins veglegasta mál- efms. Þrátt fyrir það þó hinn heilbrigði veikleiki konunnar reymsf um stund-yfirsterkan trúnaði hennar við þá æfagömlu hefð að ástinni sé ekki sóað, reymst líf þeirra hið eftirbreytnisverðasta í hvívetna Astin sem hún hafði af auðlegð sinni miðlað vinum unnustans reyndist að vera af öðrum toga spunmn en sú sem ætluð var honum til frambúðar. Það er ástæðulaust að dylja það fyrir væntanlegum lesendum að „Systir Lísa“ er fyrst og fremst skemmtileg bók, persónurnar mannlegt, yndislegt fólk. Þetta er tvímælalaust tilvahn bók handa ungum konum og mönnum þeirra. Jólabókm okkar í fyrra, „Látum drottinn dæma“ seldist upp á fáum dögum, Systir Lísa er enn áfengari ástarsaga og við- burðaríkari. •X'ý.vX jfnt ^atfclctarprehUmitju Mamma skilur allt Ný saga um Hjalta litla, eftir Stefán Jónsson. Hjalti litli er vinsælasta unglingabókin, sem samin hefir verið á síðari árum. Hún seldist upp á skömmum tíma, og síðan hefir verið látlaus eftirspurn eftir bókinni. Nú er komin ný saga um Hjalta litla — og þó framhald hinnar fyrri. Hjalti er að stækka. Eftir mjaltir morgni á — mjakast Hjalti að slætti. Og hann er samvizku- samur og gerir það sem hann getur. Smækkar ljár- inn strá og strá — stækkar skári á teigi. Það er gaman að fylgjast með Hjalta litla og athuga umhverfi hans og samferðamenn. MAMMA SKILUR ALLT er jólabók unglinganna, og þeir fullorðnu hafa líka gaman af henni. Dularmögn Egypíalands eftir Paul Brunton. Frú Guðrún Indriðadóttir héfir þýtt þessa ágætu bók. Paul Brunton er orðinn kunnur íslenzkum lesendum. Bók hans Dul- heimar Indialands hefir verið lesin með athygli og aðdáun um land allt. D ularmög-n Egyptalands er ef til vill ennþá dularfyllri og merkilegri. Brun- ton lýsir í þessari bók af aðdáanlegri snilld pýramídunum, konungagröfu num, launhelgunum og musterunum í Egyptalandi. Hann lýsir og skýrir trú manna og siði. Á einum stað segjr hann, er hann hafði skoðað Pýramída: „Þegar vörðurinn opnaði framhliðið, skömmu eftir dögun, reikaði út úr Pýramidanum maður, þreytulegur til augnanna, lúinn og rykugur. Hann gekk niður eftir hinum miklu tilhöggnu klettum út í morgunsólskinið og horfði ljósfælnum augum yfir landið, flatt og kunnugt. Honum varð það fyrst fyrir að anda að sér djúpt nokkrum sinnum- Þvi næst sneri hann andliti sínu ósjálfrátt upp móti, Ra, sólinni,. og þakkaði hljóður hina blessuðu gjöf ljóssins mannkyninu til handa.“ Lesið DULARMÖGN EGYPTA- LANDS um jólin. Þið getið ekki fengið betri bók. Virkið í norðri eftir Gunnar M. Magnúss. Þetta er þriðja og síðasta bindi verksins og fjallar um atburði á sjó og við strendur landsins. Aftan við bind- ið er skrá yfir alla þá, er fórust af völdum ófriðarins, ásamt mynd og stuttu æviágnpi. Eiríkur Hansson Nonni eftir Jón Sveinsson. Freysteinn Gunnarsson þýddi. — Af öllum Nonnabókunum er Nonni vinsælastur og sú bók er viðfrægust, en.da eru allar bækur Jóns Sveinssonar við Nonna kenndar. Með þeirri bók tók séra Jón Sveinsson sess meðal frægra, rithöfunda og varð eins og kunnugt er víðlesinn höfundur. Árið 1943 var búið að gefa út 103:000 eintök af Nonna í Þýzkalandi, en auk þess hefir hann verið þýddur á meira en tuttugu tungur. Nonni var .fyrsta bók Jóns Sveins- sonar, sem Freysteinn þýddi. Nú, eftir tæp þrjátíu ár, kernur þessi þýðing út aftur, að mestu leyti óbreytt. eftir J. Magnús Bjarnason. Þeir, sem komnir eru á fullorðins ár, munu kannast við söguna um Eirík Hansson. Þegar hún kom fyrst út hér á landi, var hún lesin um allt land áf ungum og gömlum. Fólkið fylgdist af áhuga með litla íslenzka drengnum, sem fór til Ameríku, og. það lifði með honum ævintýrin, sem hann rataði i þar vestra. — Þá voru fólksflutningar héðan af landi vestur til Ameriku og þarna oppaðist nýr töfra- heimur. En ævintýrin eru þau söriiu í dag og þau voru þá, og yngri kynslóðin mun fagna komu þessarar bókar, og hinir eldri rifja upp gamlar og góðar endurminningar. „Og kyiiíegar sögur hann kunni og lög.“ — Eiríkur Hansson er bæði gefinn út í heilu lagi og i þremur sjálfstséðum heftum. BOKA VERZM/IfW ISAFOJLOfktt -.mgssi., í«eOOOOÓOOOOÍXSOÍKSOOO?SÍSííOt5Cöa!íO?5íS5iíÍÍÍÖÍ50ÖÍÍOttOÍ5íÍOO!Sí5í50«Ö?5íJOQf50íSíÍCSO«5Í!J?ÍOí5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.