Vísir - 23.12.1950, Side 7
vini.
SkemmtiatriSi:
Kvikmynd, ednsöngur, jólasveinn o. fl.
Aðgöngumiðar seldir í Efstasundi 72, Laugarnesveg 50,
Laugarnesveg 45 og við innganginn. — Verð kr. 5,00.
Nefndin.
Laugardaginn 23. deseniber 1950
lllargt er skrítið....
Sydney, Ástralíu (UP).
Mary Gabrielle McGrath
vó aðeins 3 merkur, þegar
hún fæddist, þrem mánuS-
um fyrir tímann. Tíu vikum
síðar skýrðu læknar frá
þessari fæðingu, sem þykir
alveg einstök, en þá hafði
barnið þrifist og dafnað svo
vel, að það vó þá nær 6
merkur. Þeir spáðu því þá að
stúlkubarnið myndi úr því
þroskast eðlilega.,
Læknirinn, sem stundaði
barnið, skýrði frá því að þess
væru fá dæmi að barn lifði,
er fæddist meira en tveim
mánuðum fyrir tímann og
hann vissi þess engin dæmi
að barn lifði, ef meðgöngu-
tíminn væri styttri en 26
vikur.
í þessu tilfelli hefði með-
göngutíminn verið aöeins
25 vikur og þrir dagar. „Eg
vei.t ekki um hliðstætt dæmi
í sögu læknavísindanna, að
barn, er fæðst hefir svo langt
fyrir tímann og er jafn létt
þessu barni við fæðinguna,
hafi lifað jafn lengi,“ sagði
læknirinn.
Gefur góðar vonir.
„Eg býst við því að barnið
muni nú geta lifað og þrosk-
ast alveg eðlilega og veröa
eins og önnur börn. Fæðing-
in sjálf var að öðru leyti al-
veg eðlileg., Fyrst í stað var
ekkert látið uppi um líðan
barnsins, því, eins og áður
er sagt, eru möguleikarnir
fyrir því að barn, sem fæðist
þetta fyrir tímann, lifi, sára-
litlir “
Dr. B. T. Mayes, prófessor
við háskólann í Sydney í
þeim fræðum er lúta að fæð
ingum og fæðingarhjálp seg
ir, að hann viti aðeins um
tilfelli, að börn, er fæðst
hefðu í 26. viku meðgöngu
tímans hafi lifað nema stutt.,
Yfirleitt hefir ekki verið á-
litið að veruleg von væri um
að hægt væri að halda lífi í
hvítvoðungunum, nema þeir
fæddust eftir a. m. k. 26
vikna meðgöngutíma. Jafn-
vel þá lifa þeir aðeins í fá-
um tilfellum.
Móðir stúlkunnar, kona
John McGraths, á þrjár
hraustar dætur á aldrinum
frá 13 mánuðum til fjögra
ára„
Yfirhjúkrunarkona spítal-
ans, þar sem barniö er, segir
að þar muni það verða þang
I að til það nær 10 mörkum.
(Þegar barnið fæddist sást
aðeins votta fyrir nöglum á
fingrum og tám og aðeins
fyrir brúnu hári. Erfiðleikar
voru miklir á því að næra
barnið fyrst í stað, en þaö
tókst með mikilli nákvæmni
og umönnun.
Aðalfundur
Kára
í Hafnarfirði.
Aðalfundur Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Kára í
Hafnarfirði var haldinn 16.
þ. m.
í stjórn félagsins voru
kjörnir Ölafur Þórðarson
skipstj., form., Ágúst Hjör-
leifsson, skipslj., gjaldkeri,
Guðm. Sigurjónsson skipstj.
ritari, aíiir endurkjörnir.
Kosnir voru á næsta þing
Farmanna- og fiskimanna
sambandsins Ólafur Þórðar-
son skipstj. og Sigurjón Ein
arsson skipstj.
I Sjómannadagsráð voru
kjörnir: ísleifur Guðmunds-
son skipstj. og Einar Þor-
steinsson skipstj.
Félagið var stofnað 20. jan.
1922 og eru félagsmenn nú
62 talsins. Félagslífið er fjör-
ugt og hagur félagsins góður.
I styrk laisj óði félagsins eru
nú um 40 þús. krónur.
Barnaskemmtun í Austurbæjarbíó miðvikudaginn
27. þ.m. kl. 2 e.h.
Einstæðar
unglingabækur
Sjón er sögu
ríkari
FÁST IÖLLUM
BÓKABUÐUM
Isltftsfiesif/te"
seeffet te eé ífgeeifsst
Túngötu 7.
Símar 7508 og 81244.
Fabiola
Quo vadis?
Kyrtillinn I—III.
Sagan af Hermundi jarlssyni
Sölvi I.—II.
Litli lávarðurinn
Ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur I.—IV.
Orðið
Passíusálmar
'ókagejiiri
.iua
óíLai' öííu.m áínum uihbiptauimim gíá.L
leqra. ióia.
I-