Vísir - 17.04.1951, Blaðsíða 4
4
V 1 S I R
Þrið.j udaginn 17. apríl 1951
D A G B L A Ð
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa Austursiræti 7.
Otgefandi: BLAÐAUTGAFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm linurjf.
Lausasala 75 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
J^tburðirnir í Kóreu og frávikning MacArthurs hershöfð-
ingja, hafa að vonum leitt athygli frá því sem fram fer
í Evrópu, en sem vert er að gefa gaum, vilji menn gera sér
nokkra grein fyrir friðarhorfum í heiminum. Truman for-
seti lét svo ummælt, að ófriðlega horfði, þannig að hætt-
an hefði aldrei verið meiri síðustu fjögur árin. Horfur eru
að vísu á, að Um Kóreudeiluna verði reynf að semja, én
kommúnistastjórnin í Kanton sýnist ekki hafa sérstakan
áhuga fyrir slíkum samningaumleitunum. Ber hún hcr-
stjórn Sameinuðu þjóðanna, en þó einkum „herstjórn
Bandaríkjanna á Formósu“, — þar sem engin bandarisk-
ur her er, að hún hafi sent flugsveitir til árása á kínverskar
borgir og valdið þar miklum spjöllum. Jafnframt sér stjórn-
in ástæðu til að lýsa yfir því, að Kínverjar muni standa við
hlið Norður-Kóreubúa, hvað sem í skerst og gera málstað
þeirra að sínum. Stjórn N.-Kóreu hefir hinsvégar boðizt
til að ræða frið ó þeim grundvelli, sem friðarþing kommún-
ista lagði í Varsjá, sællar minningar, en þar var þess kraf-
izt, að hersveitir S.Þ. hyrfu á brott úr N.-Kóreu og amer-
iskum stríðsglæpamönnum yrði refsað.“ Mun slikur við-
ræðugrundvöllur ólíklegur til árangurs.
Meðan þessu fer fram, ræða fulltrúar utanríkismála-
xáðherra stórveldanna vandamál Evrópu í París, en verð-
ur lítt eða ekki ágengt. Deilan stendur fyrst og frcmst um
Þýzkaland. Rússar eru svo sem kunnugt er allsráðandi i
austurhluta landsins og fullyrt er, að þeir hafi komið þar
á allsherjar hervæðingu, en þó dulbúinni að einhverju leyti.
Vesturveldin gcra hinsvegar ráð fyrir, að Þjóðverjum vest-
an járntjalds verði leyft að hervæðast, en fulltrúi Rússa
telur slíkt brot á Potsdam-sáttmálanum, sem ekki hefir ver-
ið sérlega í heiðri hafður austari járntjalds. Frakkar reyna
ef til vill að miðla málum í deilunni, en eklci er vitað, að
þeir hafi borið fram miðlunártiílögu það sem af er, hvað
scm verða vill síðar.
í París hefir ennfremur verið i’ælt um Tricste-vanda-
málið og framtíð þess héraðs. Itálir gera kröfu til horgar-
innar, og hafa nýlega rætt málið við frönsku stjórnina,
cn auk þess hittust þeir de Gaspei’i, Sfoi-za gx-eifi og Attlee
og Herbert Morrison í London, en talið er, að þeir hafi þá
cinnig rætt það mál. Júgóslavar krefjast yfirráða í Ti’iestc,
cn Bretar og Frakkar hafa áður lýst yfir því, að þeir telji
cðlilegt að hlutur Itala vcrði þar gerður betri. Hinsvcgar
kann að vera, að málið hafi vandast, vegna deilu Tilos við
Köminfoim, cn af henni leiddi, að.Júgóslavía varð að láta
af kxöfum til aulcins landi'ýmis frá Austurríki og Grikk-
landi, en krofur þcss efnis voru uppi hafðar að styrjaldar-
lokum.
Vesturveldin lcggja ríka áhcrzlu á að halda uppi friði
við Miðjarðarhaf, en einn áfangi á þeirri leið, er að sætta
Itali og Júgóslava. Jafnframt er talið eðlilegt, að Grikkir
og Tyrkir gei'ist aðilar að Atlantshafssáttmálanum, þanriig
nð vai'nir Miðjarðarhafsins vei’ði scm öruggastar, einnig
fyrir botni hafsins, en þangað hafa átök stórveldanna oftast
7 átt rætur sínar að rekja og enn eru þar ýmsar vcilur. Næg-
ir í því cfni að skírskota til samninganna rnilli Breta og
Egypta, varðandi hei-styi'k Bi'eta þar í landi og varnir Suez-
skurðsins. Fyrir Breta er lífsskilyrði að hakla slairðinum
opnum fyi’ir siglingar til Indiands og Asíulanda, en láti
þcir af varðgæzlunni, kann svo að fara, að lil vandræða
dragi. Gyðingar eru ótryggir nági'annar, en jafnframt hafa
svo Pcrsar sagt upp samningum við Breta varðandi nýt-
ingu olíulindanna í landinu,
Loks má minna á, að róstur hafa orðið ó Spóni að urid-
anförnu, cn þótt ætla megi, að stjórn landsins sé enn örugg
í sessi, sanna þær, að til átaka getur þar dregið, ef vandi
eykst í alþjóðamálum og til ófriðar kemur. Öfi'iðvænlega
hefir éinnig liorft í Marokkó að undanförnu, þótt ])ær
deilur hafi nú vei’ið settar niður í svip. En allt þetta sann-
nr að átökin eru víðar háð en i Kói'eu, þótt þar berist þ.jóð-
in á banaspjót. Friðurinn er ótryggur og stórviðburðir geta
gérzt á hverri stundu. ;
Harðindin nyrðra:
Gróf 9 m. löng göng til að
komast út úr bænum.
Jíútuáis Slavsteen sajsluntaður setgÍB'
tíðindi frú norðausturiantli.
Júlíus Havsteen, sýslumað-
ur Þingeyinga, er staddur hér
í bænum um þessar mundir,
og hefir Vísir átt tal við hann
og innt hann frétta úr hér-
aðinu og öðru.
Tíðindamaður Vísis innti
sýslumann fyrst eftir Rauf-
a rl íaf narniálmu, sem svo
injög liefir verið rætt. Sýslu-
maður kvaðst fagna því að
dómsmálaráðuneytið hefði
fyi’irskipað framhaldsrann-
sólcn í málinu. „Hringurinn
þrengist,“ sagði sýslumaður,
„en að öðru leyti vil eg ekki
segja neitt frekar um það.“
Eins og alkunna er, hefir
vei'ið rnikið fannfergi á
Húsavik í vetur, og margar
stórhríðar, en þeirra rnest
var hinn 5. mai’z s. 1. Hún var
sú mesla, cr sýslumáður man
þau 30 ár. sem liann hefir
verið á Húsavík. Elztu menn
segja, að hún sé áþekk þeirri,
er geisaði árið 1901 og enn er
í minnum höfð. Allmikil
spjöll urðu á Húsavík þenna
dag. Þök tók af húsum, stór-
ir gluggar brotnuðu surns
staðar, en manntjón vax'ð
ekki scm betur fór.
Erfiðir
aðdrættir.
Miklir örðuleikar liafa ver-
ið upi alla aðdi'ætti til Húsa-
vikur af völdum fannfergis,
meðal annars stöðvuðust allir
mjólkui’flutningar til kaup-
túnsins i febrúar. Síðan tókst
að flytja neyzlumjólk þangað
úr Reykjahverfi og frá Laxa-
mýri. Voru þá notaðir tveir
sleðar, sem snjóýta var látin
draga.
Til marks um snjóþyngslin
á Húsavík nú má geta þess,
að bæir undir Húsavíkur-
fjalli eru alveg i kafi, sér að-|
eins á þölc og reykháfa. Á1
jafnsléttu sér ekki á metei’s
háa girðirigarstaura. j
Á Langanesi hefir einnig'
vei’ið feikna snjókoma. Til
dæmis þurfti Ixóndinn á ný-
býlinu Efi’a-Lóni að grafa sér
9 metra löng göng frá bæjai’-
dyrunum til að komast út.
Ilarðindin i þessum lands-
hluta mega heita einstök.
Sýslumaður vissi ckki til þess
fyrr, að bcit hefði brugðizt á
I.anganesi og Sléttu undan-
fai’in 30 ár.
Horfur
ískyggilegar.
Horfurnar mega lieita
skelfilegar. cn þó getur rætzt
úr þessu svipað og árið 1910.
Þá var iðulaus stórhríð frá
6.—8. mai. Hinn 10. maí
skánaði veðrið og liinn 12.
var komið sumar, að kalla
mætti.
Að sjálfsögðu licfir at-
vinnulíf stórlega lamazt á
Iiúsavík vegna veðurofsans,
t. d. er sjósókn, einkum
hrognkelsaveiðar rniklu
nxinni, en afli cr nú að glæð-
ast. Hætta af snjóflóðum er
víða mikil í suðursýslunni,
einkum við Eyjafjörð og
undir Kinnarfjöllum.
Brýna nauðsyn ber til að
lengja hafnargarðinn á Húsa-
vík um 30—40 melra, enn-
fremur gera bólvei’lc, til þess,
að bátar geti lagzt að söltun-
arplássiuium og akstur spar-
aðist. Annars cr dýpi nægi-
legt í liöfninni og stærstu
skip liér geta lagzt þar að
bryggju.
Hvera-
virkjun.
Eitt mesta liagsmunamál
♦ BE
Mér liafa borizt bréf út af
rabbi mínu um kríuna og
komu hennar hingað. Þessi
fugl á ríkari ítök í hugum
fólks en margan grunar, en
eg verð að bíða með „kríu-
þáttinn“, þar sem hjá mér
liggur eldra bréf frá Stefáni
Þorsteinssyni, garðyrkju-
manni að Stóra-Fljóti í
Biskupstungum. Bréf hans
er svona:
-i'
„Baldur Pálmason kom á
framfæri tillögu lyn útvarps-
efni í þættinum „'Ráddir lilust-
enda“, og á hann þakkir skili'ð
fyrir það. Tillagan er á þá leift;
að útvarpið skýri lauslega frá
efni dagblaöanna dag hvern, t.
d. í hádegisútvarpi. Þúsundir
út varpshlustenda muhdu án efa
fagna því, ef útvarpsráð sæi sér
fært að verða viö Jxessari tillögu
í einhverri mynd- Jafnvel í nær-
sveitum Reykjavikur fáum við
ekki blöðin fyrr eti margra
daga gömul, þrátt fyrir dagleg-
ar samgöngur viö höfuöstaö-
inn- Iiin ýmsu blö'ð þurfa að
vísu misjafnlega langan tima
til feröalagsins, t. d. lallar
„ÞjpSviljinn“ lieim { holtið
okkar á fjóröa og fimmta degi
frá útkomu, og má geta nærri,
að jafnvel hinar kjarnmestu
skammir hans eru orönar harla
bragSdaúfar, livaS þá fréttirnar.
*
Að sjálfsögðu mætti deila
um, hvaða tími dagskrárinn-
ar væri lieppilegastur til
slíkra blaðatilvitnana, hvaða
hljómlist mætti helzt við því
að fjarlægjast vegna þáttar-
ins o- s. frv. Hljómlist há-
degisútvarpsins var lengi vel
nokkuð lágkúruleg, en það
var meðan þeir réðu þar
„lögum og lofum“ Erling
nokkur Krog, gleraugnasali
í einu úthverfi Oslóarborgar
og tveir án efa löngu látnir
svertingjar, Leyton og
Johnston að nafni- Nú liefir
Jóni Þórarinssyni tekizt að
fjarlægja þessa áður svo
þaulscínu dánumenn, og lof
Húsvíkinga er virkjnn og
bagnýling hveranna í Reykja-
liverfi, einkum Baðsiofu-
livei’s, öðru nafni Yztalivers.
Yatnsmagn í honum er gíf-
urlegt, sjálfsagt ekki minna
en í Geysi. Þar liafa þegar
verið reist nokkur gróður-
hús, þar sem í’æktað liafir
verið mikið af tómötum, og
meira að segja er þar tó-
baksplanta.
Á Húsavík er nú urn 1300
manns og hefir fjölgað um
helming undanfarin 30 ár.
Má einkum þakka það liinum
nýju hafnarmannvirkjum og
síldarverksmiðjunni. Raf-
magn fær kauptúnið frá
Laxárstöðinni og liefir það
í’eynzt mjög vel, og befir
engin bilun orðið í ofviðrun-
um í vetur.
Það, sem helzt vantar á
Húsavik nú, er flugvöllur, en
annars eru samgöngur góð-
ar til staðai’ins. Þó þyrfti að
bæta veginn vfir Tjörnes til
þess að tengja örugglega
Suður- og Norður-Þingeyjar-
sýslu.
-----♦------
Á ekki stoð
í lögum.
Ekkert varð af atkvæða-
greiðslu þeirri, sem fram átti
að fara í Vestmannaeyjum á
sunnudag, um lokun xitsölu
Áfengisverzlunarinnar þar.
Svo sem Vísir grcindi frá
á sínum tiöia, sanxþykkti
bæjarstjórn, að efnt skvldi til
atkvæðagreiðslu um þetta, en
Góðtemplarar á slaðnum
lxöfðu áít uppástunguna að
því. Síðan mun dómsmála-
ráðuneytið bafa ski’ifað bæj-
ai’stjórninni og bent henni á,
að slík atkvæðagi’eiðsla ælli
sér ekki stoð í löguin, þar senx
lögin um liéráðabönn bafa
ekki komið til framlcvæmda,
en það cr eitt af áhugamálum
Góðtemplara, að þau komi til
framkvæmda.
sé honum fyrir það.
Mið degi sútvarpið kæmi einn-
ig til greina fyrir þennan blaða-
þátt og gæti liann þá tekið með
efni úr öllum dágblöðum í
Reykjavík samdægurs. En sem
sagt, það eru án efa einlæg til-
mæli fólks um allt land til út-
varpsráðs, að gerð verði tilraun
með slíkan íréttá- eða blaða-
þátt. I’að. mætti jafnvel gera
í-áö fyrir, að sjálfir höfuðstað-
arbúar hefðu ekki á móti þætt-
inum. Fæstir þeirra lesa öll
biööin, eins og að líkum lætur-
Með þöklc fyrir birtinguna."
*
Þessari uppástungu í bréfi
Stefáns Þorsteinssonar er
hér með vinsamlegast skoti'ð
til ráðamanna útvarpsins til
athugunar. Vitað er, að slík-
ir þættir tíðkast víða erlend-
is, m. a. í brezka útvarpinu,
og þykja ágætir þar- Væri
gaman að fá að heyra frá
útvarpsmönnum um þessa til-
lögu. — Th.S-