Vísir - 02.06.1951, Blaðsíða 4

Vísir - 02.06.1951, Blaðsíða 4
1 V I S I R Laugardaginn 2. júní 1951 ITlSXK. Ð A G B L A Ð Riístjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa Austurstrætf 7. Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VISIR H.F„ Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1G60 (fimm línur). Lausasala 75 aurar, Félagsprentsmiðjan h.f, Fyrsta skrefið. prá deginum í gær ber að greiða verkamönnum laun með hinni nýju uppbót, scm um samdist milli atvinnurek- enda og félaga þeirra, er sagt höfðu upp samningum frá 18. fýrri mánaðár. Svo „einkennilega“ vill til, að frá sama degi verða verkamenn og aðrir að kaupa mjólk og allar mjólkurafurðir við hærra verði en þeir þurfíu að greiða áður. Þarna háfa því bæði atvinnurekendur og neytendur i landinu fengið á sig hækkun, sem báðum er mjög svo finnanleg. Verkamannalaun cr nú greidd með uppbót, sem er níu stigum hærri en áður var reiknuð á laun þeirra. Mjólkur- afurðirnar hafa vcrið hækkaðar um fimm af hundraði, sem þeir, er um þessi mál fjalla, segja, að bændur verði að fá, til þess að þeir hljóti í slþn lilut svo mikið fé, að þeir geti greitt hinn hækkaða framleiðslukostnað, er lciðir af hærri verkamannalauniun. Mcð öðrum orðum — kapphlaupið milli kaupgjalds og launa er liafið og ef cklcert verður gert til þess að koma reglu á þessi mál og viti fyrir menn, er þetta aðeins fyrsta skrcfið á leiðinni til enn hækkandi launa, enn hækkandi afurðaverðs, enn minnkandi og vei’ð- minni krónu. Sú var tíðin — og síðan er ekki svo ákaflega langur timi — að einn stjórnmálaflokkanna barðist fyrir bindingu vísitöhmnar. Ilann taldi þá ráðstöfun nauðsynlega, mcðal annars til þess að trvggja verkamönnum vinnu og koma í veg fyrir enn gengdarlausari dýrtíð, en þcgar var orðin j landinu. 1 þeirri baráttu naut þessi flokkur stuðnings allra þeirra, er sjá fram á veginn og vilja búa svo i haginn, að þjóðin fari ekki á vonarvöl. Þessi sami flokkur hefir cnn forustu í sömu efnum,- cn hann beitir að þessu sinni öllum mætti sinum gegií bindingu vísitölu og gegn tryggri atvinnu fyrir verkamenn. Flestir, scm eru elcki algerlega óminnugir á liðna atburði, muna það, að það var flokkur Stefáns Jóhanns 'Stefánssonar, sem lét binda vísitöluna í 3C0 stigum og taldi sér og þjóðinni glötun búna, ef hækk- un yrði. Nú er þessi sami flokkur í harðvítugu kappldaupi við kommúnista um að hleypa vísitölunni upp mcð öllum ráðum og hann sá árangurinn af þessari slarfsemi sinni í gær, þegar mjólkurlítirinn hafði hækkað um 15 aura. Það hlýtur að vera ákaflega skemmlilégt fyrir Alþýðu- flokkinn að geta bent verkamönnum á árangurinn af þess- ari baráttu. Gerið svo vel, segir þessi flokkur — þarna er hagsbótin ykkar, mjólkin er 15 aurum dýrari cn áður. Alþýðuflokkurinn og forsprakkar hans vita, hvert vcrk þcir eru að vinna, því að svo harðvítug var barátta^ J'iokksins gegii nýrri verðbólguöldu fyrir fáeinum árum. j En foiingjarnir halda, að þeir sé að bjarga lífi sínu með þessu. Flokkur þeirra kann að skrimta nokkrum dögum( lengur vegna þeirra níu vísitölu stiga, sem verkamcnn hafa i'engið, þegar þau hafa verið etin af öðrum hækkunum, þá er hætt við, að þeim verði ljóst, að Alþýðuflokkurinn hefir brugðizt skyldu sinni — cnn einu sinni. Og þá vérða dagar hans taldir. Sýning á listaverkum finnska snillingsins Gallen Kallela. Jafnframt eínir tengdadótiir Itans iil liljónileika í næstn viku. Næstkomandi þriðjiulag ( A hljómleikum frú Pirrko verður opmið í Þjóðminja- Gallen Eallela verða finnsk safninu sijning á um Í2d,þjóðlög, ennfremur verlc eft- verkum finnska málarans ir Purcell, Brahms, Ricliard Axeli fíallen Kallela. Strauss og Verdi. Undirleik Var liann einhver fi’ægasti annast Cyril Szalkicwicz, listmálari Finnlands, en á mjög frægur píanisti, sem fimmtudag mun tengdadótt-jsjálfur Sibelius hefir miklar ir hans, frú Pirkko Gallen niætur á. Hann mun að lík- ' í Kallela, efna til hljómleika indum einnig efna til sjálf hér. er Finnlandsvinafé- og Mennta- Það lagið „Suomi málaráð, sem gangast fyrir komu hins finnska lista- fólks, en liingað eru komin frú Pirkko Gallen Kaíjela, Aivi, dótlir liennar, dr. L. Wennervirta og frú hans, Ernu Wennervirta. Dr. L. Wennervirta er rit- höfundur og mikill vinur Gallen Kallela-fjölskyldunn ar, og liefir hann undirbúið sýningu þá, sem opnuð verð- ur á þriðjudag. Axeli Gallen Ivallela er talinn með Finnum einhver snjallasti listamaður þjóð- arinnar, en heimsfrægð hlaut hann fyrst með kalk- málverkum sínuin, er sýnd voru á Parisarsýningunni aldamótaárið 1900. Þá hefir liann' skrevtt slúdentagarð- inn og þjóðminjasafnið í ÍHelsingfors snjöllum mvnd- ium með „mótívum“ úr i Kalevala-lj óðunum, hetj u- sagnabálki Finna. Á sýningúnni hér verða um 120 listaverk, vatnslita- myndir, raderingar og teikn- ingar, en ekki reyndist kleift að koma með hin stæfri ol- íumálverk. Listaverkin eru flest í eigu fjölskyhhmnar. stæðra hljómleika. Rvíkingar unnu á 12 borium af 21. Á sunnudaginn keppti 21 bridgesveit héðan úr Reykja- vík við jafnmargar bridge- sveitir úr nærliggjandi kaup- stöðum og kautúnum. Keppninni lyktaði með þvi að Reykvíkingar unnu á 12 borðum, gerðu 7 jafntefli og töpuðu á tveimur. Keppnin fór að mestu leyti fram hér í bænum, en þó fóru héðan 3 sveitir til Vestmannaeyja og ein að Reykjalundi. En þeir sem hingað komu voru Akurnes- ingar með 5 sveitir, Hafn- firðingar með 5 sveitir, Sel- fyssingar með 6 og Keflvík- ingar með 1 sveit. Úrslit urðu þau að Akranes lilaut Va vinning á móli 4Vó> Hafnarfjörður 2 v. gegn 3, Kefiavilc V-i vinning gegn % v. Reylcjalundur 0 v. gegn 1, Selfoss 1 vinning gegn 5 og Vestmannaeyjar 1% v. gegn 1V-2 vinning. Þörf handbók berklasjúklmga. Hin stórmerku og ágætu samtök SÍBS hafa látið gefa út kver, er nefnist „Handbók berklasjúklinga.“ Er sýnilegt, að forráða- menn SlBS ætla ekki að sofna á verðinum, þrátt fyrir mikla og merkilega sigra, sem þegar liafa unnizt í baráttunni gegn berklaveiki á Islandi, og er handbók þessi einn liður í þessari baráttu, sem háð verður unz sigri er náð, en takmarkið er, segir á einum stað í henni: Island berkla- laust. 1 foi’málsorðum að hand- bókinni segir m. a. svo: „Aðalhlutverk þess (ritsins) er að fx-æða bei’klasjúklinga um, hvaða hlunninda þeir og fjöldskyldur þeiri’a geta vænzt samkvæmt þeim hluta íslenzkra félagsmálalöggjaf- ar, sem um þá f jallar sérstak- lega, og vakin atliygli á skyldum þeiira við þjóðfélag- ið. Leitazt hefir verið að setja þessa fi’æðslu fram á aðgengi- legan og auðskilimx hátt.“ Er ekki annað að sjá, en að þetta hafi mæta vel tekizt í lxandbók þessari, sem er smekkleg og látlaus, en veitir jxxnx leið mikinn fróðleik um Jmai’gt, er viðkemur málefn- um berklavama og berkla- sjúklinga. Þá liefir SlBS látið sér- jxi’cnta stórfx’óðlega grein ÓI. B. Björnssonai’, er nýlega birtist í blaðinu „Akranes“ og nefnist „Reykjalundur og lítið eitt um þróun bei’kla- vai’na á Islandi“. Margar myndir prýða gx’ein þessa, svo og handbókina, er að ofan getur. BERGMAL fá meiza að heyía. „Gamall þulur“ hefir seut mér stuttan pistil, sem er raunar aS mestu le}rti fyrirspurn. Hann segir: „Eg-hefi veriö aö furöa mig' á því aö undanförnu, aö Vísir, senx birtir blaöa mestar frégnir um atvinnulífiö viö sjávarsíöuna, skuli meö öllu hafa gengið framhjá uppSögií Sjómannaskólans á annan hvíta- sunnudag. Var þaö þó nokkuð mefkileg uppsögn, því aö skól- anum var þá slitiö í sextugasta sinn, ef eg man rétt. Hvernig stendur eiginlega á þessu ó- samræmi í fréttaflutningi blaðs- ins?“ HJommúnistai’ — jafnvcl Rússlandsfarar — fásl ekki til að í’æða það, hvernig rússnesltir vcrkamenn fara að því að di-aga fram lífið á 800—1000 rúblum á mánuði, þcgar fjölskylda þarfnast 100,000 í’úblna til að lifa sóma- samlegu lífi í 2—3 ár. Það vill svo til, að fjórar krónur eru i í’úbhmni, svo að vei’kamenn hafa 3200—4000 krónur á mánuði. Það nægir ekki til að lifa sæmilcgu lífi, því að menn yrðu að hafa tvöföld laun til þess. Menn hafa hugleitt það xxokkuð, hvers vcgna kommun- istar gáfu ekki verkamönnum kost á að fara austur til Rússlands á dögunum. Skyldi skýx’ingin vera fólgin í því, að þeir gætu kynnzt þar einhverju miður hagstæðu sælu- xílcinu eða hefði það verið móðgun við þá, cr að lieint- boðinu stóðu, ef ei’fiðismenn hefðu fengið að fljóta með?j[ Eg vil nú byrja á því að þakka hinunx gamla þul fyr- ir viðurkenninguna á frétta- flutningi blaðsins af at- vinnuháttum við sjávarsíð- una. Blaðinu finnst sjálf- sagt að helga þeim þætti mikið rúm, því að þar er slagæð þjóðarinnar. * Vísir hefir raunar oröiö þess var líka, aö sjómenn fylgjast vel meö þessurn fregnum, ekki sizt ef einhver slcekkja slæðist meö — sem getur komið fyrir, jrátf fyrir beztu aðgæzlu -— því að þá stendur ekki á ábending- urn til leiöréttinga. En þetta var nú útúrdúr. Svariö viö fyrirspurn ganxals þuls er þetta: Á þriðjudagsmorgni — daginn eftir skólaslitin — talaöi einn tíöindamanna blaðsins viö skólastjóranri og óskaöi fregna af uppsögninni. Hann kvaöst ekki liafa þær viö höndina — eöa eitthvað á þá leið — en hann skyldi korna þeim til blaðsins síðar um daginn. Síðan eru nú liðnar nær þrjár vikur og hefir ekki bólaö á skólastjóranum né fréttum hans, en þar sem víð rengjum ekki orð slíkra manna, höfum við ekki ýtt við honum aftur. Vonandi kemur hann fyrir næstu skólaslit. * Mörg óþvegin orö féllu í garð utanfará Fram og' Vikings eftir fyrstu tvo kappleikina í Þýzka- landi. Er þó ekld rétt að dæma menn að þeim fjarverandi, þótt það tiökist víöa um heim, og sízt, þegar óvist er um allar aö- stæöur til keppni. En forráða- menn félaganna, þeir, sem ráöa þéssum feröum, eiga aö fá að lxeyra það, aö slík landkynning er ekki þegin meö þökkum. Þessir menn vissu, aö þeir voru aö fara með óþjálfaða rnenn til keppni við harösnúna iþrótta- menri, sem eru ekki svo gest- risnir, að þeir gefi komumönn- um leik. Og svo eiga loks þeir, senx hafa samþykkt slika utan- för, að gera hreint fyrir sínum dyrum, en fjári verður þaö vist erfitt. * Annars segja gosarnir, að þetta sé bezta knattspyrnu- för, sem farin hafi verið, því að aldrei hafi gjaldeyristekj- urnar verið meiri. Og svo sé það að auki vesturmörk, sem landinn fái! =h • Þá hefi eg verið beðinn aö spyrja stjórn MÍR, hvers végna engum verkamanni hefði verið boðiö til Rússlands á dögunum, heldur einungis „flibba-kom- múnistum". Eg geri nú ráð fyr- ir, aö svarið liggi hendi nærri. íslenzkir verkamenn mundtt gera samanburð á kjörum sín- um og rússneskra stéttarbræðra sirina og MÍR-menn munu eklci ganga að því gruflandi, að sam- anburöurinn yrði ekki hagstæð- ur sæluríkinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.