Vísir - 17.11.1951, Blaðsíða 4

Vísir - 17.11.1951, Blaðsíða 4
s V I S I R Laugardaginn 17. nóvember 1951 D A G B L A Ð Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Ctgefandi: BLAÐADTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. 'í Styrkið Hauða krossinn. J|eykjavíkurdeild Rauða Kross Islands efnir nú til sókn- ar, til þess að fá Reykvíkinga til þess að ganga í deild- ina. Félagsmenn eru nú um 2000, en í bæ eins og Reykja- yik, ættu þeir að vera a.m.k. tíu sinnum fleiri. ) I seinustu sókn bættust deildinni 700 nýir félagar og Verður nú farið í hverfi, sem ekki gafst tími til að fara í þá. Munu ungmenni úr imgbngaskólunum og hjúkrunar- 'kvennanemar fara um bæinn á morgun í þvi skyni, er að framan greinir, og þarf ekki að efa, að þeim verður bvar- vetna vel tekið. Árgjald í deildinni er 15 krónur, en ævi- félagagjald 150 kr. Deildin er nú búin að fá hingað tvær nýjar sjúkrabif- reiðar, eiiis og sagt var frá í blaðinu i gær, sem hin brýn- ‘asta þörf var fyrir. Fyrír voru 3 sjúkrabifreiðir, sem svo mjög eru úr sér gengnar, að t.d. í snjóunum í fyrravetur, 'urðu slökkviliðsmennirnir, sem annast sjúkraflutninginn, oftar en einu siimi, að bera sjúklinga á börunum ofan af Freýjugötu niður í Landspítala, af því að sjúkrabifreið- arnar dugðu ekki í ófærðinni. Væntanlega verða þá einhver not enn af þessum gömlu bifreiðum. Nýju bifreiðarnar kosta sem áður var getið um 100.000 kr. hver, hingað komnar, eftir að allur kostnaðim hefir verið greiddur. Deildin er þvi fjár þurfi enn frekara en vanalega og hennar höfuðslyrkur, að hafa sem flesta félaga, því að „margar hendur vinna létt verk.“ Annars er það mikill misskilningur, eins og vikið var að, er stjórn félagsins ræddi við blaðamenn í gær, að Rauði krossinn vaði í peningiun, því að liann sé deild í alþjóða- félagsskap og fái fjárstuðning erlendis frá. Hið sanna í málinu er, að Rauði lcross Islands verður að leggja sitt af mörkum til Alþjóða Rauða krossins, eins og Rauði krossinr í öllum löndum, en Alþjóða Rauði krossinn kemur til slcjalanna með aðstoð í þeim löndum, þar sem neyðarástand ríkir. Þvi hefir ekki veríð íil að dreifa hér, sem bctur fer. .Við verður því að vera sjálfum okkur nógir í jæssu efni og seíja metnað okkar í að vera það áfram. Um þörfina fyrir nýjum sjúkrabifreiðum mætti margt 'segja umfram það, sem þegar hefir gert verið. Hve brýn þörfin er fyrir þær er m.a., að segja má, að tveir slökkvi- ‘liðsmenn séu mestan liluta dag hvem í sjúkraflutningum, og eru mestir flutningar í Röntgendeild Landspítalans, fæðingardeildina og aðrar deildir hans. Mikill fjöldi ’sjúklinga þarf not af sj úkrabifreið til þess að fara i sjúkra- ■hús til skoðunar, myndatöku eða læknisaðgerðar, auk .þeirra, sem veikjast skyndilega o.s.frv., og munu sjúkra- ' flutningar innanbæjar háfa verið um,2700 talsins, en raun- verulega fleiri, þvi að þá er ekki talin sem nýr sjúkraflutn- ’ingur, er sjúklingur er sóttur á sjúkrahús sama daginn og hann var fluttur þangað. Hér er miðað við sjúkraflutning- ana árið sem leið, en þeir aukast vitanlega með ári hverju. Er það mikið stari' sem slökkviliðsmennirnir inna af hendi við þetta og hefir stjórn Reykjavíkurdeildarinnar beð- ið að geta þess, að hún sé mjög þakklát slökkviliðsstjóra og slökkviliðsmönnummi öllum, fyrir þessa aðstoð, sem látin er í té endurgjaldslaust. Um það þarf ekki að fjölyrða, hversu þakklátir allir þeir eru, sem notið hafa aðstoðar 'slökkviliðsmaimanna í þessu starfi, sem oft er erfitt, og 'aldrei hefir það komið fyrir, að stjóm Rauða krossins hafi borizt umkvörtun í garð slökkviliðsmannanna. Þess má einnig minnast, að árunj saman vom sjúklingar oft sóttir langt út á land, jafnvel í aðra landsfjórðunga, en nú sveig- ir í þá átt að hafa hæfar sjúkrabifreiðir sem víðast, og eru nú sjúkrabifreiðir í Hafnarfirði og Selfossi, og í ráði mun, að Akranes fái sjúkrabifreið. Á morgun ættu menn að minnast jæss, sem kunnur ís- fenzkur læknir eitt siim sagði í erindi um starfsemi Rauða 'skrossins: „Rauði krossinn jiarf á aðstoð yðar að haldá í dag: iEf til vill þurfið þér á aðstoð hans að halda ó morguii.“ Þýzki listmálarinn Haye- Walter Hansen, sýnir árang- urinn af þriggja jára dvöld á íslandi i litum og linum í Listamannaskálanum þessa dagana. Sýningin er hin f jölbreytt- íista, bæði olíumálverk og ávartlist (tréskurður, penna- teikningar og steinprentun). Olíumálverkin eru flest lands- íagsmyndir livaðanæva af tandinu. Hrikaleiki islenzkr- nr náttúru, þar sem brim fcverfur kletta og dranga, hef- 'r verið honum lieillandi við- fangsefni, svo sem myndirn- nr af Stapa, Dyrliólaey og Vestmannaeyjum sýna. Þar er og fjöldi mynda af foss- tim, jöklum, fjöllum og gömlum sveitabæjum. Flest- nllar þær myndir eru í skær- Um og sterkum lit. Litauðgi hans og litagleði fær bezt notið sín í glímunni við víð- crni íslenzku fjallanna. Myndir H. W. Hansens byggjast yfirleitt á traustum teiknilegum grundvelli. Þær cru sprottnar úr jarðvegi faunsæisstefnu, sem nú er crðin næsta sjaldgæf. Lista- manninum liggur fyrst og fremst á hjarta að gleðja tiugu manna við raunsæja túlkun bins fagra og sérstæða cn lætur ekki berast með t.tefnum og straumum. Eðli- tega eru ekki allar myndirnar jafn veigamiklar. I svartlist- tnni kemur styrkur hans sem teiknara bezt fram. Áhrif Vnargra teikninganna, eink- um landslagsmynda gefa oft ckki oliumálverkunum eftir. Mvndir af skemmum, eldhús- , um og liesthúsum gamla tím- ans ber vitni um áliuga ó gömlum minjum, enda er II. W. Ilansen einnig lærður fornfræðingur. Þá eru á sýningunni margt andlitsmynda, sumar af þjóð- kunnum mönnum. Skemmti- leg er mynd af konu í göml- um þjóðbúningi, lánuðum úr Þjóðminjasafninu. Á Norður- Fríslandseyjum líkist jijóð- búningur kvenna einna mest íslenzþa upplilutnum, sem annars er talinn einstætt fyr- Irbæri í heiminum. Þá eru og nokkrar landslagsmyndir frá Þýzkalandi, s. s. Helgolandi og viðar. H. W. Hansen mun fara með mestan hluta þess- arar sýningar til Þýzkalands og gefa almenningi þar kost á að skoða einkenni íslenzkr- ar náttúru. Að lokum skal þess getið, að það er harla girnilegt til fróðleiks að sjá hér, livaða myndarefni ís- lenzk laða útlendinginn mest. Sv. B. -----«----- Aðalfundur Fiskifélags- deildar Rvíkur. S. 1. þriðjudag var haldinn aðalfundur í Fiskifélagsdeild Reykjavíkur og var stjórn deildarinnar öll endurkosin. Formaður er Sveinn Bene- diktsson, Ingvar Vilhjálms- son gjaldkeri og Þorvarður Björnsson ritari. Ýmsar tillögur vorú sam- þykktar á fundinum. Sam- þykkt var tillaga um mót- mæli gegn jöfnun flutnings- kostnaðar á olíu, svo og gegn frv. um Fyrningarsjóð Is- lands, en ef það yrði sam- þykkt, myndi rekstrarfé út- vegsins mjög rýrna, sam- þykkt tillaga um áskorun til Alþingis um að gera nauð- synlegar ráðstafanir, til þess að bæta úr rekstrarfjárskorti útgerðarinnar. Ennfremur var samþykkt tillaga um að skorað yrði á ríkisstjórn að beita sér fyrir þvi, að Islend- inguin verði látin í té aðstaða í Grænlandi til þess að koma þar upp bækistöð fyrir ís- lenzk fiskiskip. Rætt var einnig um og samþykktar til- lögur varðandi nánari sam- vinnu vísindamanna og fiski- manna við fiskirannsóknir, lækkun álagningar á útgerð- ai’vörum og síldarleit með skipi og flugvélum. Þetta er ein af myndunum, sem er á málverkasýningu þýzka málai-ans, Haye Walter Hansens. Sýningin er í Lista- mannaskálanum. ♦ BERGMÁL ♦ Frá Ingólfi Davíðssyni hefir blaðinu borizt bréf, og er þetta blómaþáttur, sem unnendur fagurra blóma og gróðurs vafalaust kunna að meta. Bréf hans er svohljóð- andi: * . „Blómlaukar sjást nú í sér- hverjum blómabúöarglugga. Verður éflaust mikið um blóm- skrúð í görðunum að vori, og er það vel farið. Nógu.. er úr aS velja. Dvergliljur (crocus) þrífast ágætlega og bera stór, gul, blá eða hvít blóm snemma vors í marz eða apríl. Vetrar- gosar bera lítil, hvít, drúpandi þlóm um svipað leyti. Erlendis tíökast aS senda kunningjunum vetrargosablóm á vorin og drekka gosakaffi. Hin bláu, hálfdrúpandi blóm stjörnulilj- anna (scilla) auka fjölbreytn- ina í maí—júní. Um sama leyti blómgast perlulijurnar (mus- cari). Blómin eru smá, himin- blá að lit, og sitja þétt saman, eins og bláar perlpr á upprétt- um stöngli. * Allt eru þetta lágvaxnar jurtir, sem fara vel í þyrp- ingum, milli trjáa, við hús- hliðar o. s. frv. Ætti ræktun þessara smágeru lauka- og hnúðjurta að stóraukast. Alls staðar er rúm fyrir þær. * Eitt túlípanaafbrigöi, sem sumir nefna kaup'mannatúlípana (t. káufmannina), blómgast á- líka snemma og fyrstu túlípan- ar. Kaupmannatúlípaninn er lágvaxinn, og ber stór, opin blóm, gul að innan, en rauðleit að utan. GoSaliljur (hyacintur), bláar, hvítar eða rauSar, mjög ilmsterkar, og páskaliljurnar gulu, alkunnu, taka vi'S í maí— júní, og hvítasunnuliljan um hvítasunnuleytið. Túlípanarnir skarta aSallega i júní. Til er fjöldi skrautlégra afbrigða og keppast menn við að velja sam- an fallega liti túlípanablóma í garSana. „Svarti“ túlípaninn nýtur sín t. d. bezt meSal hvitra túlípana eSa gulra. Hægt er aS fá túlípana, sem bera,. rauS, gul, hvít, bláleit, dökkvínrauS og tvílit (eða marglit) blóm, t. d. „fantasía“ . Hægt er að fá sverðlilju- hnúða (iris), ýms afbrigði, blá, gul, eða hvítblómguð, fögur og einkennileg. — Vepjulilja þrífst hér prýði- lega. Blómin drúpandi, oftast holdrauðleit og ryðdröfn- ótt. Hnúðar maríusóleyjanna (anemona coronaria) eru oftast geymdir til vorsins. * Maríusóley er ein hin skraut- legasta og blómsælasta jurt. Blómin stór, bláS rauS gul eSa hvít. Eru augu manna aS opn- ast fyrir fegurS hennar hin síðari ár. Margt fleira mætti telja. En fræSslu um tegundir, blómliti, hiröingu o. s. frv. er aS finna í bókinni „GarSagróS- ur“ o. fl. ritum. Nú fer hver aS verSa siSastur meS aS setja niS- ur laukagróSur, áSur en jarS- vegur frýs verulega. MuniS, aS laukblómín eru fyrstu vorboð- arnir i görðunum. Ingólfur Davíðsson.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.