Vísir - 17.11.1951, Blaðsíða 5
Laugardaginn 17. nóvember 1951
VISIR
Kvikmyndin „Niðursetninprinn.''
Með mynd þessari hefir Loftur 6uð-
mUndsson stígið drjiígt spor í rétta átt.
Undanf arin ár haf a íslenzk-
ir áhugamenn starfað tölu-
yert við kvikmyndun, með
mismunandi árangri. Hefir
þar eflaust sannast orðtæk-
ið um, að öll byrjun, er erfið.
Efni hefir yfirleitt verið
sótt i íslenzka menningu
liðna tímans, enda þar minnst
hætta á samanburði við er-
lenda kvikmyndagerð. „Nið-
ursetnmgmrinn'' er að efni til
frá 19. öldinni, segir i inn-
gangsorðunum. Söguþráður-
inn er ekki margbrotinn.
Niðursetningurinn er gam-
all vesalingur, , sem bóndi
tekur á bú sitt.'til vinnu og
til að-fá meðgjöf sveitarinn-
ar. Myndin segir frá þraut-
um þessa manns og ungrar,
fátækrar stúlku, er kemur
samtímis á býlið og á i -vök
að verjást fyrir ágengni
bóndasonarins. Þar kemur,að
hún hittir sinn draumaprins,
ungan „studious" frá næsta
bæ. öllu lyktar þessu þó vel.
Unga stúlkan fær sinn prins,
niðmsetningurinn fær verð-
skuldaða hvíld frá þessum
heimi og bóndasonurinn fær
makleg málagjöld. En auk
þessa aðalþráðar myndarmn-
ar eru auðvitað margir aðr-
ir spunnir þar innan um,
mismunandi veigamiklir. —
Sem heild mun mega segja,
að efnið sé nægjanlegt i kvik-
mynd og yíða ágætlega með
farið frá leikaranna hálfu,
einkanlega, ef dæmt er frá
sjónarmiði leikrits á leik-
sviði. Hér er hinsvegar leik-
sviðið oft vítt til veggja og
þyi eru kröfurnar oft tölu-
yert aðrar en þegar leikið er
á sviði leikhússihs. Nokkur
deyfð er yfir fyrri hluta
myndarinnar, en þegar komið
er fram undir miðju, er leik-
urinn og atburðarás orðin
hröð, en heldur dofnar yfir,
áður en lýkur. Þó er sjálf
lokamyndin ágæt.
Kostir leikrita
og kvikmynda.
Hér hefir verið drepið laus-
lega á efnið og leikinn, af þvi,
að það er auðvitað mergur-
inn málsins i sérhverri sýn-
ingu, hvort sem hún fer
fram á leiksviði leikhúss, eða
á tjaldi kvikmyndahússins.
Þar með er líka að mestu
upptalinn skyldleikinn milli
þessara tveggja .tegunda af
sýningum. Leikhúsið hefir
þann kost fram yfir kvik-
myndahúsið, að sjálfir leik-
ararnir standa frammi fyrir
áhorfendum sínum og geta
hrifizt meira eða minna af
áhuga þeirra á leiknum, eða
þá skorti á ahuga. Styrkleiki
kvikmyndarinnar' er af tur á
móti notkun á nærmyndum
einstakra atóða, sem fram-
leiðandinn vill leggja sér-
staka áherzlu á. Lýsingu má
oft nota meira í kvikm.
en á sviðinu til aS móta um-
hverfi og útimyndir eru
teknar i eðlilegra umhverfi,
en hægt er að byggja upp á
leiksviði. Að lokran má svo
geta þeirra mörgu möguleika
til að gefa hugmyndafluginu
lausan tauminn i kvikmynd-
um, eins og t.d. í hinn dásam-
lega vel gerðu kvikmynd
„Rauðu skórnir". Þetta má
ekki skilja svo, að hægt sé
*að bera saman þá möguleika,
sem islenzkir áhuga-kvik-
myndamenn hafa við sitt
'starf, og þá miklu tæknilegu
möguleika og hstrænu þjálf-
un, er erlend kvikmyndaf élög
búa yfir. Hér er aðeins verið
að bera saman leiksviðslist,
eins og þegar hún er bezt og
kvikmyndalist a sama stig-
þrepi, en engum dylst, að hér-
lendis ef auðvitað leiksviðs-
list svo miklum mun framar
kvikmjmdum, að mjög ólíku
er saman að jafna.
Framfarir
leiksviðslistar.
Þetta er hinsvegar svo
eðlilegt, að enginn þarf að
taka það nærri sér, að svo sé.
Leiksviðslist er hér nú orðin
vel rótföst, og með þeirri
leiksviðstækni, sem Þjóðleik-
húsið nú getur haft á boð-
stólum sem umhverfi og bak-
grunn leiklistarinnar, hefir
það sýnt sig, að leikararnir
eru þess megnugir að heilla
jafnvel þá áhoifendm-, sem
séð hafa það bezta, sem völ
er á í erlendum stórborgum.
Er þar skemmst að minnast
ópermmar Rigoletto og leik-
ritsins „Sölumaður deyr",
hvort sinnar tegundar en
hvorttveggja heillandi bæði í
leik og umhverfi á leiksviði.
— Enn eru mörg skref óf arin
hjá þeim mönnum, er nú fást
hér við kvikmyndagerð, en
áhugamenn meðal almenn-
ings gleðjast yfir hverju því
spori, sem gengið er iátt til
fullkomnunar.
Með kvikmyndinni „Niður-
setningurinn" hefir Loftur
Guðmundsson ljósmyndari
stigir drjúgt spor i rétta átt.
Hljóð þessarar myndar er
t.d. miklum mun betra en i
fyrri mynd sama manns.
Yfirleitt heyrist allt yel, sem
sagt er i myndinni. Þó er þar
eitt atriði, sem má minnast á,
sem sé, að stundum er talið
skírara, þegar leikendur eru
fjarri, en þegar þeir eru ná-
lægt. Þetta er óeðlilegt, og
spillir því dálitið . heildar-
áhrifum myndarinnar.
Yfir- og
undirlýsing.
Kvikmynd þessi er'í litum.
Hún er ef til vill glæsilegri
fyrir þá sök. Sá mikli vandi
er hinsvegar þar falinn, að
litfilman þolir miklu minni
yfir- "eða undirlýsingu. Auk
þess er hráefnið dýrt, svo
að miklu dýrara 'ef að
taka upp af tur þau at-
riði myndarinnar, er kynnu
að hafa mistekizt vegna
skakkrar lýsingar. Undirlýs-
ing er of t hotuð með vilja
til að fá fram rökkur-stemn-
ingu og það er auðvitað ekki
á neinn hátt vítavert. Hms-
vegar hafa nokkur atriði í
myndinni undirl}rstst óvilj-
andi, t.d. nokkur atriði 'fyrir
framan sveitabæina. Áhorf-
endm hugsa sér þá, að ætlun-
in sé, að degi sé tekið að halla.
Skömmu síðar kemur svo i
ljós, af atburðarás leiksins,
að svo á ekki að vera. Þetta
er til töluverðs baga. Á öðr-
um stöðum hefir komizt
falskt ljós að filmu í hægri
hhð myndarinnar. Einnig
þennan hluta héfði þurft að
taka upp aftur.
Mörg erfið
skilyrði.
Það kann að vera satt og
rétt, að það er hægara sagt
en gert. Myndin er trúlega
tekin nokkurnveginn í sam-
hengi, og filmurnar síðan
sendar út til framköllunar.
Það er miklum erfiðleikum
bmadið, að safna aftur sam-
an þeim leikurum og búning-
um, sem með þarf til að taka
upp aftur það, sem með þarf.
Ennþá erf iðara en þetta auð-
vitað vegna þess að um dýra
litfilmu er að ræða, og mi-
ið myndanna er tekið úti. Þá
þarf að sæta sól og öðrum
skilyrðum, sem geta verið
vandfengin. En er ekki ein-
faldara að nota svarthvítu
filmuna til að byrja með?
Hún er auðvitað ekki eins
glæsileg, en hún er ekki eins
viðkvæm fyrir yfir, og.undir-
lýsingu, og hún er ódýrari ef
taka þarf einhver atriði upp
af tur. Það er nefnilega sorg-
legur sannleikur, en sannleik-
ur þó, að lélegu atriðin í
hverri mynd festast manni
fullt eins vel i minni og þau
beztu, þannig að heildaráhrif
myndarinnar verða mun
verri en ella hefði orðið.
Eitt atriði til, einnig
tæknilegs eðlis við upptöku
myndarinnar, er að sums-
staðar eru horn myndanna á
léfeftinu svort. Þetta getur
e.t.v. orsakast af, að sól-
skyggni á linsimni hafi náð
það langt fram, að það hafí
skyggt á hluta myndflatarins
í hornunum. Þenna galla
hefði verið mjög auðvelt að
vera laus við, þar eð prófa
hefði mátt sólskyggnið áður
en upptaka kvikmyndarinnar
hófst, sé þessi tilgáta um á-
stæðu fyrir svörtu hornun-
um í myndfletinum rétt.
Afbragðsgóðar myndir.
Frá myndrænu sjónarmiði
«ru margar myndir í kvik-
myndinni afbragðsgóðar. T.d.
er uppbygging myndflatar-
ins, þar sem niðmsetningur-
inn kemur skríðandi upp
brekkuna til ungu stúlkunn-
ar við þvottabalann og segist
vilja tala við hana, alveg
piýðileg. Efst til vinstri á
léreftinu sést höfuð stúlk-
unnar á ská aftanfrá, én höf-
uð og axlir niðursetmgsins
fylla mestan hluta myndflat-
arins. Þessi mynd er tekin
ofanfrá og sj'nir, að höfund-
ur hefir mikinn myndrænan
skilning á verkefninu. En í
kvikmynd er ekki nóg að
einskorða sig við hverja ein-
staka mynd. Þar er samræmi
og samhengi þeirra mynda,
er koma hver á ef tir annarri
mikil nauðsyn.
Hér er aftur gott að bera
saman leiksvið leikhúsanna
og kvikmyndir. Á leiksviðinu
er fjarlægðin milli áhorfanda
og leikara svo til hin sama
allan tímann, og áhorfanda
er í sjálfsvald sett, á hvorn
leikara hann horfir hverju
sinni, t.d. þegar tveir talast
við. 1 kvikmyndinni aftur á
móti er myndatökmnannin-
vim i lófa lagið að skipta
milli yfirlitsmynda, milli
fjarlægðarmynda og nær-
mynda. Það er þannig mynda-
tökumaðurinn, sem ákveður,
á hvern leikanda áhorfand-
inn horfir, og þessi möguleiki
er mikilsverður þáttuf kvik-
myndanna til að gef a auganu
nóg að starfa allan tímann,
auk þess, sem eyrað hlustar
á tal og tón. Það er því að
vanrækja þessa möguleika
kvikmyndarinnar, að láta
tvo tala saman lengi, án þess
að skipta á einhvern hátt um
sjónarsvið eða skipta milli
nærmynda og fjarmynda. —
Hér er stigið spor
í rétta átt.
Þessi galli var miklu meira
álDerandi á fyrrikvikmyndum
islenzkum en þessari, þannig,
að einnig hér er stigið gott
spor áleiðis til bættra kvik-
mynda. Þó virðist sem sums-
staðar hefði mátt nota sér
enn meira af nálægum nær-
myndum til að setja líf í
myndina. Einkanlega er t.d.
dauð frásögnin um það, fyrst
í myndinni, þegar unga stúlk-
an kveður heimilið, þar sem
VARÐABFVN
i landsmálaféiagið Vörðnr ©Shiís til kndar í Sjálfstæðishúsinu, surtnudaginit 18, þBm. M. 2 e.h.
| Fundarefni:
\ 1. Landsfundur S;álfstæðismanna: \
\ Framsögumaður, Tóhann Hafstein alþm. , ¦
: 2. Shattamál: ^ ,^ J
I FramsögumaSur, Sigurbjörn Þorbjörnsson fulitrúi. \
í M framsöguræðum lohnum verða frjálsar umræður.
| Allt SjálfstæSisfóik er velkcmið á tundinn meðan húsram leyfir. Stiórm Varðar \
¦ í/ '¦¦-".;•, .,''¦.- -¦¦ ''.¦: • s',,. ¦ ,'•..'.- ., ¦'". •'.'.' '" ..; .'.,< ."•''.' ¦
^**«*««****#»*«B«Hff«««*««BII»«**«a«**iaaí»«»»****B«*««*«*II«*^.. ^^»«««**«rf«««*****«**«W*«««««««*«eeBí;***«C«**««*a«KCC*«««*«N*«**CB«'«««««*«C*««««Ke***CB««*««K«B*«B«*R«**«*«C*«**XK*«**«*.«W