Vísir - 17.11.1951, Blaðsíða 7

Vísir - 17.11.1951, Blaðsíða 7
Laugardaginn 17. nóvember 1951 V I S I R u* Vilja að reistur verði minnisvarði hestsins. Fjársöfnun í því skyni hafin. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík hefir ákveðið að gangast fgrir fjársöfnun eða samskotum til þess að reist- ur verði minnisvarði hests- ins, en mál þetta hefir lengi verið á döfinni, þótt dregist hafi framkvœmdir til þessa. Tildrögin eru þau aö fyrir nokkrum árum barst Hesta- mannafélaginu Fák 300 kr. gjöf frá konu vestan af landi, en gjöfinni fylgdu um mæli um að það væri gert til minningar um 3 ákveðna hesta, er konan hefði átt. Þótti þá stjórn félagsins rétl að láta gjöf þessa verða horn stein að minningarsjóð, er varið yrði til þess að reisa „þarfasta þjóninum“ minn- isvarða. Eins og kunnugt er hefir hesturinn um liðnar aldir verið mjög nátengdur öllu landsfólki, þótt nú séu að verða þáttaskipti i sögu hans. Þjóðin þarf ekki nú sem fyrr að treysta eins á þrautseigju hans og þolgæði, fótvísi og ratvísi eða yfir- leitt að byggja líf sitt og til- veru á þessum eiginieikum hans. Hestamenn líta þó svo á, að heimiiishesturinn og góð- fákurinn sé þeirri kynslóð, sem nú er uppi, svo hug- stæður og hjartfólginn, að þess mætti fastlega vænta að hugmyndin um minnisvarða hestsins verði fagnað af fjöi mörgum, og hún hljóti öfl- ugan stuðning allra hesta- eigenda og hestaunnenda á landinu. Fjársöfnun er nú hafin og þótt Fákur í Reykjavík eigi upptökin að henni nær hún þó til alira hestamannafé- laga á landinu, en áskriftar- listar munu liggja frammi hjá stjórnum þeirra og enn- fremur ,í helztu bókaverzí. hér í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að fjölmargir menn óski að minnast einhvers lát- ins hests og vilji styrkja sjóð inn með gjöfum. Ennfrem- ur er gert ráð fyrir að marg- ir óski að láta gjöfinni fylgja lýsingu og jafnvel mynd af hestum og mun þeim safnað saman. Slíkt safn upplýs- inga um hesta gæti orðið mjög fróðlegt, ,er fram líða stundir. 1 fjársöfnunarnefnd eru dr. Björn Björnsson, Björn Gunnlaugsson og Bogi Egg- ertsson, formaður Hesta- mannafélagsins Fáks. SGT tekur Röðul Skemmtifélag templara (SGT) hefir nú tekið veit- ingahúsið Röðul á leigu í vet- Ur og efnir þar til dansleikja Um helgar, en leigir húsið út aðra daga til skemmtana- halds, án áfengis. Freymóður Jóhannsson. f orstöðumaður Röðuls, skýrði fréttamönnum frá þessu í gær, og gat þess jafnframt, að Röðull hefði tryggt sér hljómsveit Björns R. Einars- sonar til þess að leika fyi’ir dansinum. Mun SGT hefja þessa vetrarstarfsemi sína að Röðli í kvöld, en annars verða nýju dansamir á laugardög- um, en þeir gömlu á sunnu- dögum. SGT hefir orðið vel ágengt í því að halda uppi hollu skemmtanalífi í ænum án á- fengis, sem má heita kj örorð félagsins. Er því ekld að efa, að Röðull verður fjölsóttur skemmtistaður í vetur fyrir þá, er taka yilja þátt i slíkum skemmtunum, án þess að ölvaðir menn spilli ánægj- Unni. — Formaður SGT er Björgvin Jónsson. NæffiirvéBrzlð Reglusamur miðaldra mað- ur getur fengið störf við næturvörzlu innanhúss. Bifreiðastöð Steindórs. Póleruð sófaborð Ilin margeftirspm-ðu póleruðu sófaborð á kr. 890,00 éru komin aftur. Ennfremur mikið úrval af allskonar borðum, póieruðum og máluðum. Húsgagnaverzlun, Guðm. Guðmundssonar, Laugavegi 166. Opnuðum í dag Bjóðipn yður allar fáanlegar kjöt- og nýlenduvörur, svo sem: Itölsk epli Perur, þurrkaðar Sveskjur Vínber Sítrónur Rúsínur o. fL Verziunin Skúiaskeift h.f. Skúlagötu 54 Rafmagnstakmörkun Straumlaust verður kl. 11—12: Mánudag 19. nóv. 4. hluti: Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabrautar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Þriðjudag 20. nóv. 5. hluti: Vesturbserinp frá Aðalstræti, Tjamargötu og Bjarkargötu. Melamir, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu. Vesturhöfnin með örfiris- ey, Kaplaskjól og Seltjaraarnes fram eftir. Miðvikudag 21. nóv. 1. hluti: Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. Fimmtudag 22. nóv. 2. hluti: Nágrenni Reykjavikur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugamesið að Sundlaugarvegi. Árnes- og Rangárvallasýslur. Föstudag 23. nóv. 3. hluti: Hlíðamar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigamir og svæðið þar norð-austur af. Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo miklu leyti, sem þörf jkrefur. Sogsvirkjunin. BEZT AÐ AUGLYSA1VISI i Húsmæðraskóli Alette Goldens Berby Herregaard, Prestbakke st., Noregi. Fimm mánaða námskeið hefjast 10. janúar og 1. ágúst. Fjölbreytt kennsla í matar- gerð og hússtjóm auk nokk- urrar handavirmu. Ágæt dvöl á sögufrægum, stað í fögru umhverfi. Biðjið um kennslu- skrá. Kaupi pll og silfur 1, salemiskassa Verð kr. 195,00. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. Sími 3184. Fluoresent lampar fyrir eina peru kr. 310,00, — jyrir tvœr perur kr. 542,00. Fluoresent-perur Fluoresent-startarar. Véla- og raftækjaverzlunm Tryggvagötu. 23. Simi 81279. Bankastrœti 10, Slmi 6456. ceSunwqhtt _ TARZAIM — 1007 Tarzan tókst með þessu móti að komast sjálfur inn í göngin, en keðjan hélt úlfinum föstum svo að hann gat ekki nema gelt og, urrað. . „Verðirnir munu ekki elta okkur hingað,“ sagði Tarzan, „en betra er að vera kominn úr augsýn. Úlfurinn inun sjá fyrir öðru. „Það var sannarlega heppilegt, að þú þurftir ekki að drepa hann. Það hefði vakið eftirtekt varðmannanna," tók West til máls. Betty fór nú að kvarta um hita, „Eg; hitna óskaplega á þessum hlaupum,“ sagði hún. Tarzau hélt samt, að aðrac orsakir gætq komið til greiaa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.