Vísir - 07.01.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 07.01.1952, Blaðsíða 4
4 V f S I R Mánudaginn 7. janúar 1952 ¥XSXR DAGBLAD Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Aðstoðin við útveginn. Atvinnumálaráðherra skýrði nýlega svo frá í Sameinuðu Al- þingi, að ríkisstjórnin hefði lokið samningum við vélbáta- útvegsmenn fyrir áramótin og yrði útvegurinn sömu fríðinda aðnjótandi og á síðasta ári, en þó yrði hlutur hans gerður nokkru ríflegri að því er varðar innflutning, sem heimilaður er xneð kaupum fyrir bátagjaldeyri. Stjórnarandstaðan hefur séð ástæðu til að gagnrýna þessa samninga, af lítilli vinsemd í garð útvegsmanna og algjöru skilningsleysi á hag útvegsins. Vitað er að rekstur vélbátaflotans í heild hefur gengið mjög erfiðlega, enda var hag útvegsins svo komið að grípa varð til skuldaskila, sem að sjálfsögðu er algjört örþrifaráð, en skuldaskil voru gerð fyrir á annað hundrað vélbáta. Er hagur þessara báta var upp- gerður, sýndi það sig upp í almennar kröfur var aðeins unnt að greiða 2—15%, en algjör undantekning mun vera, ef greiðsl- urnar hafa farið yfir þann hundraðshluta. Hagur þjóðarheildarinnar stendur og fellur með afkomu vélbátaútvegsins, sem aflar verðmæta, er nema munu um þremur fjórðu hlutum af heildar útflutningsverðmætunum, auk þess sem hann skapar aðalatvinnu í öllum kaupstöðum við sjávarsíðuna. Stöðvist vélbátaflotinn, þótt ekki væri nema um skamma stund, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og stóraukna erfiðleika fyrir rekstur þjóðarbúsins í heild, enda mætti þá fyrst ræða um yfirvofandi ríkisgjaldþrot og neyðar- ástand. Fyrir því verður að leggja allt kapp á að halda vélbáta- flotanum úti og skapa honum skilyrði til farsællar afkomu. Annað ráð en aukin gjaldeyrisfríðindi hefur ekki þótt tiltæki- lcgt, þótt neyðarúrræði sé. í rauninni er þar um óbeinan skatt á almenning að ræða, sem mestra hagsmuna hefur að g'æta vegna atvinnu sinnar í sambandi við vélbátaútveginn. Þegar rætt er um að fríðindi bátaútvegsins feli í sér tvöfalda gengisskráningu, þá er það vitanlega ekki réttmætt, enda sam bærilegt við vöruinnflutning, sem átt hefur sér stað samkvæmt milliríkjasamningum, en þar sætum við oft óhagstæðari kjör um um vörukaup, en fáanleg eru á opnum markaði. Nægir í því efni að skírskota til samninga, sem gerðir hafa verið við Tékkó- slovakíu, Pólland og Finnland, svo að nokkur dæmi séu nefnd, en engum heilvita manni dettur í hug að ræða um gengislækkun i samþandi við slíka milliríkjasamninga, eða tvöfalda gengis- skráningu. Sýnist það því undarlegt fýrirbrigði, er kommúnistar og Alþýðuflokkurinn hneyklast svo mjög' á samningum ríkis- stjórnarinnar við samtök útvegsmanna, enda sýnist það bera ljóst vitni um fjandskap í þeirra garð, frekar en umhyggju fyrir þjóðarhag. Lagaheimild til slíkrar samningsgerðar af hálfu ríkisstjórnar og gjaldeyrisyfirvalda er tvímælalaus, svo sem vitrari menn beggja andstöðuflokka ríkisstjórnarinnar viður- kenna, og er það leikaraskapur einn, ef heimildin er í efa dregin. Úrræði Alþýðuflokksins. T^r Alþýðuflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn sællar minningar, rökstuddi hann þá afstöðu sína með andstöðu gegn gengis- lækkuninni. Flokkurinn taldi þá sjálfsagt að halda áfram upp- bótargreiðslum úr ríkissjóði til vélbátaútvegsins, þannig að hagur hans yrði tryggður. Til þess hinsvegár að standast slíkar, greiðslur, varð að afla ríkissjóði aukinna tekna og flokkurinn fór ekki leynt með, að það yrði að gera. Hafði hann uppi ráða- gerðir um stórfellda auðjöfntm, sem likjamátti við hreint eignar- nám, og hafði enga stoð í stjórnskipunarlögum. Er það því furðulegt, er Alþýðuflokkurinn amast.við fríðindum útveginum til handa, sem að vísu má líkja við obeinan skatt á almenning, en sem þeir einir greiða, sem kaupgetu hafa og leyfa sér kaup á glysvarningi eða vörum, sem imnt er að vera áh. Flestar þær vörur, sem keyptar verða fyrir bátagjaldeyri má flokka undir alík vörukaup, og sýnist þá engin ástæða til að amast við fríðindunum. Stjórnarandstaða, sem þyggir mólefnabaráttu sina á jafn Ýfiikum grunni og Alþýðuflokkurinn gerir, hlýtur að tala fyrir daufum eyrum almennings einkum þar sem vitað er að flokk- urinn sjálfur hafði uppi ráðagerðir um auðjöfnun sem hann vildi lögbjóða og gengið hefði nær hagsmunum almennings ep frjálst vöruframboð af hálfu útvegsins. Þar er enginn neyddur ti] að kaupa varninginn, en hann stendur almenningi til boða og menn ráða hvort þeir ganga að eða frá. Vitanlega er þó .hér um neyðarúrræði að ræða, enda verður fleira að gera en goit þykir á erfiðleikatímum. Bót er þó Lböli, að eí vélbátaútveginum verSur,fej*tzgað með slikum ráðstöfunum, þarf almenningur við. sjávarsáSuna ekki að -kvíða lilfmnanlegu atvinnuleysi, sem á mun skella um leið og vélbátaflotinn stöðvast. .. ... Strætisvagnaferðir í Kópavogshreppi. r*i Æskorun tiS stgomujr hantlleiða. í fyrra vetur fór það að ber- ast milli manna, sem búa aust- ast á Digraneshálsi, að von væri á því, að strætisvagn færi með vorinu að ganga innar á hálsinn, og mundi fara um eystri þverveginn, milli Ný- býlavegar og Álfhólsvegar, sem líka væri sjálfsagðast og eðli- legast að gangi. Hafði mönnum skilizt þetta í samtölum við hina ágætu bíl- stjóra . hjá Landleiðum, sem aka um hina illa viðhöldnu vegi í hreppnum, og einnig, að ferðum yrði fjölgað. Nú hefir sú von manna rætzt að nokkru, hvað það snertir að ferðum hefir fjölg- að til mikilla hagsbóta, þótt mikið vanti á, að strætisvagna- ferðir um hreppinn séu komnar í sæmilegt horf. Má í því sambandi nefna, að engar ferðir eru um helgar, og engar seint að kvöldinu, ef fólk skreppur í bæinn, í bíó, eða kunningjar úr bænum koma í heimsókn. En vonin um að vagninn gangi innar á hálsinn hefir al- veg brugðizt til þessa. Er það furðulegt, að fólk, sem býr innarlega við Nýbýla- veg og Álfhólsveg og við eystri þverveginn, skuli ekki njóta sömu hagsbóta og fólkið, sem býr úti á nesinu hvað strætis- vagnaferðir snertir. Það er farið tæplega miðju vegar til austurs eftir hálsinum frá Reykjanesbraut og væri farið eins að við þá, sem vestan megin Reykjanesbrautar búa, mundi vagninn aka um þver- veginn sem liggur næst fyrir vestan hana milli Kársnes- brautar og Kópavogsbrautar og' mun það vera mjög svipuð vegarlengd til vesturs frá Reykjanesbraut og leiðin að vestari þverveginum milli Ný býlavegar og Álfhólsvegar, en sem betur fer er ekið þannig um vestari hluta Digranesháls, að fólkið, sem þar býr, þarf ekki nema stutt að ganga til að komast á viðkomustað vagnsins. Þá kemur sú sjálf- sagða spurning í hug manns, hverju það sæti að þeir, sem búa austast á hálsinum, skuli þurfa að ganga meira en helm- inginn af leiðinni að Reykjanes- braut, til að komast að næsta viðkomustað vagnsins. Þessari spurningu vi.l eg vinsamlegast beina til forráðamanna Land- ) leiða, sem hafa með strætis- 1 vagnaferðir í hreppinn að gera. Jafnframt vi.l eg benda á það, að vegna þessa ranglætis, sem þeir búa við, sem eiga heima austast á hálsinum, er reynt að komast með þeim fáu, sem bíla eiga, þótt oft sé um óhentugan tíma að ræða í því sambandi. Er það því áreiðanlega tap fyrir þá, sem hafa með strætis- vagnaferðir í hreppinn að gera, að láta sig muna um að aka inn á innri afleggjarann, fólk- inu austast á hálsinum til stórra hagsbóta. Eg vil því spyrja forráðamenn Landleiða að því, hvenær megi vænta úrbóta í þessu efni. Að sjálfsögðu munu margir, sem til þess hafa bílakost, >gjarnan vilja taka að sér að annast strætisvagnaferðir um þenna fjölmenna hrepp, sem sífellt fjölgar í með ári hverju. T. d. mun heimilisfastur mað- ur í hreppnum gjarnan vilja taka þetta að sér og haga þann- ig ferðum, að þær komi að sem beztum notum fyrir hreppsbúa og hafa eystri hluta hreppsins þar ekki útundan. Svo vil eg beina þeirri spurn- ingu til þeirra, sem með það hafa að gera, hverju það sæti, að mjög sjaldan kemur fyrir, að snjó sé rutt af Nýbýlavegi, Álfhólsvegi og Digranesvegi, þótt rutt sé t. d. af Kársnes- braut og veginum yfir nesið og að Reykjanesbraut að sunnan. Þeir sem búa austan megin Reykjanesbrautar mega steyp- ast um í djúpum hjólförum í snjónum á framantöldum veg- um á leið sinni, berandi nauð- synjar heim til heimilisins og þeim mun verra er sem austar á hálsinn dregur. T. d. í fyrra vetur og í síð- ustu ófærð voru miklir erfíð- leikar á því, að hægt væri að koma eldsneyti heim til manna vegna ófærðar á vegunum. Þeir. sem eldsneytið selja, vilja af skiljanlegum ástæðum, ó- gjarnan brjóta bifreiðar sínar á því að aka þeim um hálfófæra vegi. Það er því brýn nauðsyn á því fyrir íbúa þessa hrepps, sem við þessi vandræði búa, að taka höndum saman og krefj- ast úrbótar í þessum efnum, að vegunum. sé haldið akfærum og krefjast þess af fullri ein- urð. Kópavogsbúi. Fjöldaferming tvíbura. Nýlega voru fimm tvíburar fermdir samtímis í Horsens- kirkju í Danmörku. Um 100 börn voru fermd við þetta tækifæri, en dönsk blöð telja, að hér hafi verið um ein- stæðan atburð að ræðá í land- inu, líklega Danmerkurmet á þessu sviði. BERGMAL Fyrir flesta húseigendur og heimilisfcður er kostnað- ur sá; er leiðir af upphitun íbuða eitt mesta vandamálið nú orðið, og er þá einkiun og sér í Iagi átt við þá, sem ekki njóta blessaðrar hitaveit- unnar. Allra verst eru þeir þó settir, sem verða að hita bibýli sín með kolum, en þau eru nú orðin óhugnan- lega dýr, eins og alkunna er. Einn þeirra, sem verður að nota kol, „Ó.“ að nafni, sendir mér eftirfarandi til- skrif: „Hér er svolítil hugleiðing um kol. Það eru ekki allir. sem eru svo lánsamir að búa við hitaveitu, en hiti er mönnum nauðsynlegur til þess, að þeim líði skapíega í íbúðum sínum. Allir þeir, sem kol nota, vita, að þau eru misjöfn að gæðum, og.óskaplega dýr, 650 kr. .smál. Hús með 3 íbúðum þarf 2 smál. á mánuði yfir veturinn, eða J300 kr. á mánuði. Upp- hitunin er því sem sagt mesta yanriamél heimilanna, en á tveim árum hefir smáL af kol.-. Á .tímabilimi jan.—febr. 1551 voru fluttar inn 60.000 smál. af kolum fyrir um 24 millj. kr. i *<ý Kolin eru svo misjöfn, að ekkert eiga þau sameiginlegt nema nafnið. Ensk kol fást • ekki, en þau eru allra kola bezt. Pólsku kolin, sem liér fást, eru afskaplega lé- leg fyrir miðstöðvar, of „létt“, — loga vel en fuðra .. upp eins og timbur, og því ,i' sennilcga nothæf í litla ofna og eldavélar. '£■ -:5- * Hingað kom í sumar farmur af amerískum kolum, sem voru þung, og þurftu mikin „trekk“, en voru hitamikil og drjúg. Munar um þriðjungi á þeim og hinum pólsku. Þessi kol voru góð í miðstöðvar, en sennilega slærn í smá-eldfæri. Einu sinni voru hér til antracit-kol ensk, líklega beztu kol í heimi. Þau brunnu upp til agna, engin aska, en gjallið ótrúlega lítið. En þau voru „þung“ og hörð, og fólkið, sem hefir lítil eld- færi bað kolaverzlanir að hirða aftur þessa steina. Við, sem þurfum að ncrta kol til hitun- m hækkag.úm tæpar 460 kr. ar, *dljum auðvitað fá það bfizta og drýgsta. Ensk og am- erísk kol eru okkur sennilegá ódýrari en pólsk, en áreiðanlega’ eiga Pólverjar til betri kol eii þau, sem við höfum fengið upþ á síðkastið. * Vænt þætti mér um, að Bergmál vekti fyrir mig at- hygli viðkomandi aðila á eftirfarandi: Hvað taka kola- verzlanir fyrir heimflutning kolanna? Fást þau ódýrari, ef þau eru sótt á geymslu- stað? Margur hefir aðstöðu til þess að koma hálfri eða . heilli smál. heim til sin fyrir lítið.“ Karl hitti ókunnan mann á förnum vegi, og spurði hann að lieiti. Hann svaraði: Kallaður er eg: Akur alvaxinn, humall á kvisti, feldur af biruu, fagrar slægjur. Nafnið er í hverri línu. Svar við síðustu gátu; Synir Adams.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.