Vísir - 07.01.1952, Page 5
Mánudaginn 7. janúar 1952
V í S I R
S
Carlson skipstjóri var í sigling-
um hér við land á stríðsárunum.
*
Æ hursBs maryes kumm~
intjjm hér í hm síöam.
VÍSI varð kunnugt um það s.l. laugardag, að skipstjórinn
á bandaríska flutningaskipinu Flying Enterprise, sem svo mjög
hefir verið getið í heimsfréttunum að undanförnu, hefði verið
í siglingum hingað til lands á styrjaldartímanum. Hefir tíðinda-
maður frá blaðinu nú fundið
fulltrúa á Hafnarskrifstofunni,
stjóra á þeim árum.
„Þegar eg las í blöðum hér
um aldur Carlsons skipstjóra á
„Flying Enterprise“, sagði Helgi
Hallgrímsson, „lagðist í mig, að
um sama mann væri að ræða
og skipstjóra með sama nafni,
er kom hingað til lands marg-
sinnis á styrjaldarárunum, fyrst
sem stýrimaður og síðar sem
skipstjóri á flutningaskipinu
Yemessee, sem var þá eitt af
leiguskipum Eimskipafélagsins,
og þegar eg sá mynd af skip-
stjóranum á Flying Enterprise,
sem birt var í blaði hér, var
eg ekki í neinum vafa lengur.“
„Þér hafið vafalaust kynnst
honum gegnum starf yðar á
Hafnarskrifstofunni?“
„Já, en vanalega komust við
starfsmennirnir á Hafnarskrif-
stofunni ekki í náin, persónuleg
kynni við skipverja á þeim
skipum, sem hingað koma, og
það var nánast tilviljun, að eg
kynntist mæta vel Kurt Carlson
skipstjóra, Mortensen 1. vél-
stjóra og fleiri skipverjum á
Yemassee. Þetta var 5000 lesta
skip, finnskt, og var þar valinn
maður í hverju rúmi. Hlekktist
skipinu aldrei á í hinum áhættu
sömu ferðum hingað á styrjald-
að máli Helga Hallgrímsson,
sem kynntist Carlson skip-
arárunum. Eitt sinn er
Yemasse var í lest undan
Reykjanesi lögðu skipverjar
sig í mikla hættu við að bjarga
mönnum af skipi, sem var skot-
ið í kaf. Heyrði eg aldrei
æðruorð til þeirra, en man vel,
er fundum bar síðast saman og
mestu hætturnar hjá garði, að
þeir voru þakklátir fyrir hve
farsællega allt hafði gengið fyr-
ir þeim, og glaðir yfir, að nú
var þetta að baki. Síðar hefi eg
haft fregnir af sumum þessara
manna. Mortensen vélstjóri,
sem eg nefndi, er til dæmis nú
vélstjóri á 20.000 lesta olíu-
skipi, sem er í förum til Suður-
Ameríku."
„Viljið þér segja lesendum
Vísis eitthvað nánara frá kynn-
um yðar við Kurt Carlson?“
„Það skal eg gera með á-
nægju. Það vakti í fyrstu at-
hygli mína hve þessi ungi og
vasklegi sjómaður hafði fljótt
unnið sig upp í skipstjórastöðu,
en þá var hann um. þrítugt.
Hann kom mér fyrir sjónir sem
maður hæglátur, öruggur og
yfirlætislaus, og fráhverfur því
að láta bera á sér. Kemur mér
ekki annað í hug en að það
hafi verið skyldurækni hans,
stefnufesta og sannfæring,
byggð á þekkingu hans á skip-
inu, sem hefir ráðið þeirri af-
stöðu hans, að halda kyrru fyr-
ir á skipsfjöl, þar sem því yrði
komið í höfn ef auðna réði. —
Carlson var mjög tíðrætt um
nútíma radio-tækni, sem hann
hafði mikinn áhuga fyrir, og
hefir þessi áhugi hans og þekk-
ing hans og reynsla sem áhuga-
manns'í þessum efnum nú kom-
ið honum að góðum notum.
Carlson kom eitt sinn á að-
fangadagskvöld ásamt fleiri
skipverjum á Yemassee á heim-
ili mitt og gaf hann mér þá
þessar myndir.“
Sýndi hr. Helgi Hallgríms-
son tíðindamanninum nú 3
myndir og var ein þeirra af
Carlson skipstjóra, tekin af hon
um í skipstjóralráetu hans, er
Yemassee lá hér í höfninni. —
Bauð Helgi Vísi myndirnar til
birtingar og var það að sjálf-
sögðu vel þegið og birtir blaðið
nú myndina af Carlson, þar sem
hann situr í káetu sinni.
„Vegna kunningsskapar míns
við Kurt Carlson,“ sagði Helgi
Hallgrímsson að lokum, „og
með tilliti til þess hve farsæl-
lega tókst til með ferðir þessa
skips, sem hann var stýrimaður
og síðar skipstjóri á í mörgum
hættuferðum hingað til lands
og með það í huga, að honum
bærist kveðja frá starfsmanni
við höfnina og frá íslandi, hefi
eg sent honum skeyti og óskað
honum hjartanlega til hamingju
með afrek hans og ósltað hon-
um allra heilla.“
a.
Hér sést Kurt Carlson skipstjóri í káetu sinni á Yemassee.
Myndin er tekin í Reykjavíkurhöfn.
Aukin aðsókn að
Sundhöllinni.
Aðsókn að SundhöII Reykja-
víkur var betri árið sem leið en
urn nokkurt undangengin ár.
Venjuleg árleg aðsókn ac¥
Sundhöllinni hefir verið sem
næst 200 þús. manns, en heild-
artala Sundhallargesta á s.l. áril
nam 220279 manns.
Aðsóknin skiptist sem hér
segir: Karlar 69047, konur
28444, drengir 47800, stúlkur
42079, íþróttafélagar 5350 og
skólanemendur 27559.
Talið er að það sé fyrst og
fremst Norrænu sundkeppninni.
að þakka að aðsókn varð þetta.
miklu meiri s.l. ár en að und-
anförnu. En auk þess telur
Sundhallarforstjórinn, Þorgeir
Sveinbjarnarson, að aukinnar
aðsóknar hafi gætt þó nokkuð-
fram yfir það að Norrænií.
sundkeppninni lauk. Einkunx.
hafi þess gætt í aukinni að-
sókn kvenna.
400,000 verka-
menn óskast!
London. (U.P.). — Rreta.
skortir nú um 400.000 verka-
menn til allskonar starfa heima
fyrir.
Það er hinn aukni vígbúnað-
ur, sem því veldur, að hörgull.
er á vinnuafli. Til dæmis þurfa.
flugvéla- og hergagnaverk-
smiðjur hins opinbera á.
175.000 mönnum að halda.
Verður sennilega að draga eitt-
hvað úr framleiðslu neyzlu-
varnings á næstunni til þess að:
beina verkamönnum til nauð-
synlegri starfa.
Mtappdrœtti MMdskóta íslands
Númerum og vinningum hefur verið fjölgað, og eru nú
30.000 hlntir — 10.000 viniftiiigar
70% af andvirði hlutamiðanna eru greidd í vinninga á árinu, alls
5.020.000 krónur
Þriðja hvert númer hlýtur vinning á hverju' ári — Happdrættið hefur á 18 árum greitt í vinninga
29 mílljónir króna
Verð miðanna er óbreytt: 1/1: 20 kr. Vz • 10 kr. *4: 5 kr. á rnánuði.
llmboðsiuénn í IIe vk jj a\ í k:
Arndís Þorvaldsdóttir kaupkona, Vesturgötu 10. Sími 6360.
Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonai', Læk jarg. 6B. Sími 3263.
Bækur & ritföng, Laugaveg 39 (Kiistján Jónsson). Sími 2946.
Bækur & ritföhg, Austurstræti 1. Sími 1336. (Áður í Austui-stræti 14,
Carl D. Tulinius & Co.).
EIís Jónsecn kaupmaðui', Kirkjuteigi 5. Sími 4970.
Hélgi Sfvertsen, Austurstræti 12. Sími 3582.
Maren Pétursdóttir, frú, (VerzL Happó), Laugavegi 66. Simi 4010.
Pálína Ármann, frú, Varðarhúsinu, Sími 3244.
N Y UMBOÐ: =
Hildur Jónsdóttir, frú, hannyrðakennari, Efstasundi 41. Sími 80122. Z
Sigurjón Danívalsson, Borgarholtsbr. 21E, KópavogshreppL Sími 5008. S
í Hafuarlíirði:
Valdimar Long kaumaður, Strandgötu 39. Sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Strandgötu 41. Sími 9310.
Viðskiptameiiii ha£a forgangsrétt ad ínimeriim sínum til 10. jan.
: DREGID VERÐUR 15. JANÚAR
Vinningar ent skattfrjálsir (tekjuskattur og tekjuútsvar).
Nú geta menn keypt heilmiða og hálfmiða, en eftirspurnitn er ntikil.