Vísir - 08.01.1952, Blaðsíða 8
Þriðjudagirin 8. janúar 1952
Repubikanar stin
EiseÉower
Óifist hvort iiann
Bandaríkjaþing kemur sam-
an til fundar í þessari viku og
liefst þá seinasta þingtímabilið
fyrir forsetakosningarnar á
hausti komanda.
Truman forseti er önnum
káfinn þessa dagana. f fyrsta
lagi verður hann að verja all-
miklum tíma til viðræðnanna
við Churchill og ráðherra hans
og ráðunauta, í öðru lagi er
hann að leggja síðustu hönd á
ársboðskap þann, er venja er að
ríkisforsetinn flytji þingnu, er
þáð kemur saman fyrst eftir
áfamót hver. Ennfremur vinn-
ur hann að ræðu um fjármálá-
.stefnuna o. fl.
Stjórnmálafréttaritarar í
Washington segja, að það líði
nú óðum að því, að Truman
verði að taka ákvörðun um
það, hvort hann gefi kost á sér
sem forsetaefni demokrata.
Eisenhower
borinn fram.
Henry Cabot Lodge öldunga-
•deildarþingmaður hefir nú lagt
fram nafn Eisenhowers höfð-
ingja við undirbúningskosn-
ingar í New Hampshire, þar
sem valdir verða fulltrúar repu-
blikana til þess að sitja flokks-
þingið, er tekur lokaávörðun
um forsetaefni flokksins. í New
Hampshire er heimilt að leggja
fram nafn forsetaefnis, án sam-
þykktar hans, en forsetaefni
getur heimtað nafn sitt strikað
út, ef það er gert innan 10 daga.
Fyrstu undirbúningskosningar
.slíkar sem þær er fram eiga að
fara í New Hamshire og víðar
áður langt líður, vekja mikla
athygli, þar sem litið er á þær
sem einskonar pólitíska veður-
spá.
Eisenhower hefir birt yfir-
a s@r„
lýsingu í tilefni af tilkynningu.
Lodges.
Kveðst hann ekki undir nein-
um kringumstæðum æskj a
lausnar frá núverandi störfum,
til þess að taka þátt í keppni-
vali forsetaefnis. Ef ekki kæmi
fram afdráttai’laus kvaðning til
þess að.takast á hendur pólitísk
skyldustörf, mundi hann halda
áfram að gegna hernaðarlegum
skyldustörfum.
Blöðin í Bandaríkjunum
túlka yfirlýsingu Eisenhowers
þannig, að hann muni taka við
tilnefningu sem forsetaefni,
verði hún samþykkt á flolcks-
þinginu í júlí næstkomandi.
Gófl sala Sól“
B.v. Sólborg seldi ísfiskafla
í Grimsby í fyrradag, 2852 kit
fyrir 10.479 steriingspund.
B.v. Hallveig Fróðadóttir
seldi ísfiskafla í gœr í Aber-
deen, 2300 kit fyrir 6947 stpd.
Þessar tvær sölur eru allgóð-
ar miðað við aflamagn. Ólafur
Jóhannesson selur í dag. Kefl-
víkingur seldi 1750 kit í Aber-
deen í gær fyrir 3467 stpd., og
átti eftir-1000 kit, sem hann
mun hafa selt árdegis í dag.
Ilelgafell, Elliði, Marz og
Geir selja í vikunni.
HtiS'Vií ;
Kommúnistar vilja
ekki vopnahlé.
Joy flotaforingi, aðalsamn-
ingamaður SÞ. í Kóreu, hefir
flogið til Tokio, til viðræðna
við Kidgway hershöfðinga.
Joy flotaforingi sagði við
fréttamenn, að það virtist verða
augljósara með hverjum deg-
inum sem liði, að kommúnistar
vildu ekki vopnahlé. Hann kvað
það gersamlega ástæðulaust
fyrir þá, að vilja ekki fallast á
tillögur S. Þj., sem væru fram
bornar í einlægni. Nefndi
hann til dæmis tillögurnar um
bann við að gera flugvelli með-
an vopnahlé stendur, en þeim
tillögum hafa þeir hafnað.
Þeir höfnuðu enn í morgun
tillögum um fangaskipti, en
þær munu þó verða ræddar
frekar á fundi síðdegis. í dag í
' undirnéfndinni.
1 • ' V. ■- a:
Talsamband yfir
Atlantshaf 25 ára,
í gær voru 25 ár liðin frá því
er hafin var talsambandsþjón-
usta yfir Atlantzhaf.
Hefir þessi starfsemi stöð-
ugt aukist á þessum tíma, og
er mikið notuð af fréttablöðum
og fréttastofum, kaupsýslu-
mönnum, o. fl. Einstaklingar
nota sér og þessa þjónustu í
æ ríkara mæli. —
Þóknunin fyrir viðtalstíma-
bil er eitt af því fáa, sem farið
hefir sílækkandi, var upphaf-
lega 15 stpd. fyrir viðtalsbil,
en er nú 3 stpd. (að degi til).
Sigurlkir
vinsson
pnsinteisÉat'i.
Sigurður Baldvinsson póst-
meistari í Reykjavík lézt í
sjúkrahúsi í gærmorgun, hálf-
sjötugur að aldri.
Sigurður hafði legið rúmfast-
ur vegna sjúkdóms þess, er dró
hann til dauða, síðan í haust.
SigurðUr Baldvinsson hafði unn
ið að póstmálum um 33 ára
skeið, en póstmeistari í Reykja-
vík var hann skipaður árið 1930,
og' gegndi hann því starfi til
æviloka. ■. >.:
Á sýningu, sem haldin var nýlega í London, voru sýnd ýms
hjálpartæki fyrir fatlað fólk. Meðal annars var þeíta tæki, sem
gerir mönnum er misst hafa báða handleggi fært að nota ritvél.
Tækið er fesí urn enni og höku og síðan höfuðið hreyft til og
s'egið á stafina með tækinu.
Er SÉMMi Bssilij. ei&iíssB'ss. smimmi
Í BBB'sS&h M9SÉS. “ /1 Sa'BBB'iegpBB' StOB'f<*>
ESB' CBBBSÉeSBS Htafs VB9SÉBBSS.
í gær var tilkynnt í London, að gull- og dollaraforði ster-
lingssvæðisins hefði rýrnað um 940 milljónir dollara á 4. árs-
fjórðungi 1951. Var gull- og dollaraforðinn 2300 millj. dollara
í lolt ársins, — 1000 d. minni en í árslok 1950.
Butler fjármálaráðherra' Fundina sátu með Churchill
sagði í gær, er hann ræddi hin-
ar ískyggilegu efnahags- og
viðskiptahorfur Breta, að það
yrði eitt höfuðverkefn'i þings-
ins, að taka þessi mál til með-
ferðar, því að mikið lægi við
að komið yrði í veg fyrir að á-
fram stefndi í sömu átt og und-
angengna mánuði. Knýjandi
nauðsyn væri að auka útflutn-
inginn. Hann kvað Churchill
mundi gera Bandaríkjastjórn
grein fyrir horfunum og hver
áhrif ríkjandi ástand hlyti að
hafa á þátttöku Breta í endur-
vígbúnaði vegna varnarsamtaka
Norður-Atlantshafsríkjanna.
Churchill og Truman héldu
fyrstu formlegu viðræðufundi
sína í gær og ræddu horfúr á
sviði efnahagsmála með tilliti
til endurvígbúnaðar og varnar-
samtakanna. Skipaðar voru
nefndir sérfræðinga, sem hafa
ýms mál, er heyra þar undir,
til meðferðar.
og Truman brezku ráðherrarn-
ir Eden, Ismay og Cherwell, og
af hálfu Bandaríkjamanna,
Bradley yfirmaður bandaríska
herforingjaráðsins og Averill
Harriman, forstöðumaður hinn-
ar gagnkvæmu hjálparstofnun-
ar.
Faxa ti! sín?
Það vekur að vonum mikla
furðu manna, að bv. Faxa
skuli hafa rekið mannlausan
inn allan Borgarf jörð, án
þess að steyta á skerjum eða
grynningum, sem þar er
nóg af, því að siglingaleiðin
inn. fjörðum er „óhréin“ og
hættuleg.
Togarinn liggur ■ nú á
sandeyri og snýr stefni að
Borg, þar sem Skallagrímur
tók sér bólfestu, er hann
nam Ianda.----Mýramaður
nokkur hefir komið nieð þá
skýringu á hinni „dular-
fullu“ siglingu Faxa inn
fjörðinn, að andi Egils
Skallagrímssonar hafi sveim
að yfir skipinu, er þetta
gerðist, því að Egil hafi
langað til að hitta fornvin
sinn Arinbjörn liersi, en það
var nafn Faxa áður.
Gullfaxi m©!l
30
Gullfaxi áíti að leggja af stað
héðan í áætlunarferð til Prest-
víkur og Hafnar kl. 1.
Um 30 farþegar voru skráðir
með flugvélinni, en auk þess
flytur hún allmikið magn af
pósti. Ekkert mun verða um
flugferðir innanlands í dag
vegna óhagstæðrar veðurspár,
en flugsamgöngur innanlands
hafa legið niðri síðan á föstu-
dag vegna veðurofsans.
Vonlítið, að
Valur finnist.
Ekkert hefir spurzt til v.b.
Vals frá Akranesi síðan á laug-
ardag.
Ekki var skrifstofu Slysa-
varnafélagsins kunnugt um, að
fleira hefði rekið af bátnum en
bjarghringina tvo, er Vísir átti
tal við hana í morgun, en frá
þessu var skýrt í blaðinu í gær.
Auk þess hafði fleira brak
borið að landi á Ökrum á Mýr-
um, en ekki hefir verið úr því
skorið, hvaðan það sé. Þykir þ n
vonlítið um, að báturinn geti
verið ofansjávar.
Óvist enn um mjólkur-
flutninga í dag.
Vonandi berast 8000 I. að austan síðdegis.
Mjólkin, sem kom að austan
í gærkveldi, röskir 20.000 lítr-
ar, fór í mjólkurbúðir fyrir há-
degi í dag.
Mjólkurbílarnir komu kl.
rúmlega 9 í gærkveldi. Lögðu
þeir af stað frá Mjólkurbúi
Flóamanna um kl. 3 og voru
eina klst. til Hveragerðis. —
Fremstur var bíll, sem hefir
snjóýtu framan á sér. Er sá bíll
með drifi á öllum hjólum. Bíl-
unum gekk sæmilega suður. —
Fóru þeir aftur í gærkveldi, og
var búist við, að þeir yrðu fljót-
ari austur.
Mjólkin, sem barst í gær, er
skömmtuð — 1 peli á skömmt-
unarreit. —- Horfur að því er
varðar mjólkurflutninga í dag
eru mjög óvissar, en vonir
standa til, að 8000 lítrar berist
að austan, en getur orðið meira,
ef veður helzt gott í dag og sam-
g'öngur austan fjalls' batna.
Samgöngum var haldið uppi
í gær við Keflavík, en þar var
snjókoma í morgun.
Ferðir
Laxfoss.
for
til Ákrahess’ í
morgun og átti að taka mjólk
þar. Skipið var alllengi að lóna
úti fyrir, áður hætt var á að
leggjast þar að bryggju, og var
útskipun miklum erfiðleikum
bundin vegna brims og sjó-
gangs.
Laxfoss kom frá Akranesi
laust fyrir hádegi. Skömmu
áður en skipið kom átti blaðið
tal við Friðrik Þorvaldsson,
sem var nýbúinn að tala við
skipstjórann, er hann var á leið
inn, og kvaðst hann mundu
freista að komast í Borgarnes
upp úr hádeginu. Veður er ó-
líkt skárra en í gær, en brim
mikið og sjógangur.
Laxfoss flutti hingað frá Akra
nesi 6000 litra mjólkur, en í
Borgarnesi bíða 20—30 þús.
litrar flutnings suður.
Forstjóri Mjólkursamsölunn-
ar hefir tjáð Vísi, að ef fyrr-
greint mjólkurmagn komi frá
Borgarnesi í dag verði mjólk
óskömmtuð á hiorgun.
Litil mjólk mún berast eins
og stendur að Flóabúinu vegna
samgönguerfiðleika innanhér-
aðs.
Hs:. b'u "s í íey it