Vísir - 19.01.1952, Page 4
V 1 S I R
Laugardaginn 19. janúar 1952
DAGBLAÐ
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Röskun og jafnvægi.
‘ Á þeim tímum skipulagningar, sem nu eru rikjandi innan
þjóðfélagsins, er löggjafarvaldið er með nef í „hvers manns
koppi“, enda af því krafist að það leysi öll þjóðfélags vanda-
mál er upp kunna að koma, virðist heldur ekki úr vegi að
athuga hvort þróun undanfarinna ára hafi verið eðlileg og
heilbrigð í atvinnumálunum. Þessu er í rauninni fljótsvarað og
flestum Ijóst. Á styrjaldarárunum urðu svo róttækar breytingar
í atvinnumálunum að líkja má frekar við byltingu en þróun.
Framkvæmdir hernámsliðsins brezka og síðar verndarliðsins
ameríska leiddu til þess að vinnukrafturinn sogaðist úr sveitum
landsins og til kaupstaðanna, en þó til Reykjavikur fyrst og
fremst. Þessi röskun olli vaxandi húsnæðisleysi og óeðlilegri
útþenslu bæjarins, en skapaði jafnframt verkefni, sem hlutu
að reynast stundarfyrirbrigði frekar en varanleg', svo sem
raunin einnig sannar.
Sem dæmi varðandi þessa þróun mætti nefna, að iðnaðar-
menn voru svo störfum hlaðnir á styrjaldarárunum, að þeir
gátu með engu móti annað þeim, og því varð að grípa til
„gervimanna", sem íslenzka iðnaðarlöggjöfin veitir þó enga
viðurkenningu né réttindi og var við þá notast, þar til verulega
tók að draga úr byggingarframkvæmdum. Óeðlileg' fjölgun varð
einnig í stétt vörubifreiðastjóra, enda var ásóknin í vörubif-
reiðakaup svo hóflaus að v.ið fullkominni vansæmd lá, en þá
um skei$ voru verkefni næg fyrir mjög aukinn fjölda vöru-
bifreiða, ekki sízt vegna malarflutnings til flugvalla eða vegar-
gerðar víðsvegar um land.
Þegar draga tók úr byggingarframkvæmdum, töldu iðnaðar-
menn ,,gervimennina“ óþarfa, og þar sem þeir voru réttinda-
lausir, urðu þeir að hverfa frá öllu því, sem talist gat til iðnað-
árvinnu. Þegar framkvæmdir setuliðsins hurfu úr sögunni, voru
verkefnin ekki lengur næg fyrir hinn mikla fjölda vörubifreiða,
og í stað þess, að þær væru nú eftirsóttar, taldist hver góður,
sem við þær gat losnað á viðunandi verði. Munu um tvö hundruð
manns, eða jafnvel fleiri hafa horfið frá slíkum akstri, enda eru
verkefnin ekki fyrir hendi, þrátt fyrir óvenjumiklar opinberar
framkvæmdir og atvinnubótavinnu, sem miðuð er við þarfir
bifreiðastjóranna.
Vegna óvenjulegra framkvæmda á styrjaldarárunum er
mikill fjöldi manna í kaupstöðum landsins, sem horfið hafa að
algengri verkamannavinnu, en verkefni eru ekki fyrir hendi,
eu aðrir hverfa frá einni atvinnugrein og leita til annarrar, og
kunna því að vera atvinnulausir um skeið, þótt úr rætist síðar.
Við þetta bætist svo íslenzk vetrarveðrátta, sem ávallt hefur
staðið framkvæmdum fyrir þrifum og er þá heldur ekki að
undra, þótt nokkurt atvinnuleysi sé ríkjandi nú um stund.
Atvinnulífið leitar jafnvægis, sem enn er ekki náð, en verk-
efnin munu gefast fyrir vinnufúsar hendur fyrr en varir.
Skagfjörðsskáli verður
reistur í Þórsmörk.
J>
Fyrsfta Arbæicur F.L Bjós-
prentaÓar.
Ræia Churchills.
•jT ávarpi sínu til Bandaríkjaþings komst Chuchill forsætisráð-
herra Breta svo að orði, að hann væri ekki vestur kominn
til þess að biðja um gull, heldur stál. Brezkur iðnaður þyrfti
stuðnings við, að því er hráefnin varðaði og öryggismálum lands-
ins yrði ekki komið í viðunandi horf, nema því aðeins að kaup
yrðu tryggð á slíkum hráefnum. Brezka þjóðin hefði sigrast á
ýmsum erfiðleikum, og henni væri hollast að búa að sínu, án
beinna fjárframlaga frá Bandaríkjuniim eða öðrum stórþjóð-
um, þótt slíkur styrkur væri látinn af hendi rakna af góðum
hug. Um það vitnaði öll ræða forsætisráðherrans, að brezkur
manndómur er enn við lýði, og Bretar hyggjast sjá sér sjálfir
farborða, en fljóta ekki að feigðarboðunum í náðarskauti
snnarra.
Fordæmi Breta mætti verða öðrum til eftirbreytni eftir því
sem við á. Þjóðir sem skammt eru á veg komnar í efnahags-
málunum, þurfa að vísu stuðnings með af hálfu þeirra þjóða,
sem fremstar standa og hafa yfir fjármagni að ráða, en aldrei
mega þær þó lúta svo lágt, að talist geti að þær lifi á fátækra-
framfæri og náðarbrauði. íslenzka þjóðin verður að keppa að
því, að skipa málum sínum svo, að hún geti á venjulegum tím-
um séð sér farborða, án beinna fjárframlaga annarra þjóða,
þótt af góðum hug sé gert. Annarra framfæri gerir þann minni,
sem þiggur, enda er keppnikefli flestra einstaklinga að geta séð
sér og sínum farborða. Engin vansæmd þarf þó að vera að
þiggja styrk mm skeið, en styrkurinn á ekki að þiggja lengur
en bein nauðsyn krefur, ef nokkur metnaður og manndómur
er fyrir hendi.
Stjórn Ferðafélags íslands
vinnur nú að undirbúningi
sæluhúss í Þórsmörk.
Á sl. hausti var tekin ákvörð-
un um það, að félagið reisti
vandað sæluhús til minningar
um Kristján Ó. Skagfjörð stór-
kaupmann, sem um margra
ára skeið var framkvæmdar-
stjóri Ferðafélagsins og auk
þess einn ótrauðasti brautryðj-
andi þess á meðan hans naut
við.
Félagsstjórnin hefir rætt um
ýmsa staði sem til greina koma
fyrir skálastæði í óbyggðum
landsins, en orðið sammála um,
að skáli í Þórsmörk muni koma
að almennustum notum, enda
á einum fegursta stað landsins.
Er nú verið að athuga kostn-
aðarhliðina á skálabyg'gingunni,
en í þeim efnum verður félagið
að sníða sér stakk eftir vexti,
þar eð fjárhagur þess er ekki
alltof góður, en húsbyggingar
hinsvegar dýrar. Seinni hluta
vetrar eða með vorinu, kemur
út næsta Árbók Ferðafélagsins.
Hún fjallar um Strandasýslu
og er eftir Jóhann Hjaltason,
'skólastjóra í Súðavík. Nokkrir
erfiðleikar hafa verið á því að
afla mynda úr Strandasýslu og
eru þeir aðilar, sem eiga kunna
góðar myndir þaðan vinsamleg-
ast beðnir að láta stjórn Ferða-
félagsins eða skrifstofu þess
vita um það hið allra bráðasta.
Vegna þess að allar fyrstu
Árbækur félagsins eru longu
uppseldar hefir félag'sstjórnin
látið ljósprenta þrjár liinar
fyrstu þeirra, en þær fjalla um
Þjórsárdal, Kjöl og Þingvelli.
Þær eru seldar á skrifstofu fé-
lagsins við mjög vægu verði.
I undirbúningi er endurútgáfa
af tveimur næstu árbókunum,
1931 og 1932, en það eru þær
bækur, sem flesta vantar og
mestur hörgull hefir verið á.
Með þessum endurútgáfum
verð'ur sem flestum félags-
mönnum, þeim er þess óska,
gefin kostur á að eignast Ár-
bækur Ferðafélagsins frá upp-
hafi, en þær eru í heild lang-
bezta Islandslýsing og sú ná-
kvæmasta sem til er. Fyrir
bragðið hafa Árbækur Ferða-
félagsins orðið eitt hið eftir-
sóttasta og dýrasta ritsafn, sem
út hefir komið á síðari ár^m.
Laxfoss.
Gestrisni og hjálpsemi.
Jón Oddgeir Jónsson, full-
trúi SVFÍ, tjáði Vísi um kl. 10
í morgun, að þá væri nýbúið ‘
að bjarga skipstjóra og öðrumi
yfirmönnum skipsins, þar eð
björgunarmöguleikar voru ekki
fyrir hendi nú vegna veðurs.
Hann lauk miklu lofsorði á
skjót viðbrögð Kjalnesinga, svo
og gestrisni og hjálpfýsi fólks-
ins í Brautarholti. Tveir synir
Ólafs bónda gengu mjög rösk-
lega fram, þegar fréttist um
strandið, en allir björgunar-
menn voru hinir vöskustu.
Framh. af 1. síðu.
að austan á snjóbíl sínum í
morgun, en hann lagði þegar af
stað upp á Kjalarnes kl. rúml.
9 í morgun, og var talinn vænt-
anlegur að Brautarholti um 11-
leytið í morgun.
Skip fara á
strandstaðinn.
Klukkan sjö í morgun lagði
v.b. Aðalbjörg af stað héðan úr
Reykjavík á vegum SVFÍ, svo
og dráttarbáturinn Magni, til
þess að athuga björgunarmögu-
leika, en Þór var við strand-
sj^tðinn í nótt.
Vísir átti tal við Ólaf
Björnsson, bónda í Brautarholti
í morgun. Sagði hann, að far-
þegar væru allir komnir heim
í Brautarholt, og liði öllum vel
eftir atvikum. En fólk var þó
all-þjakað við að ganga á móti
afspyrnuveðri heim að bænum.
Ólafur sagði, að skipið myndi
hafa hreyfzt lítið á strandstaðn-
um, en ekki mvndi vera unnt að
segja enn, hvort það væri mik-
ið skemmt. Enn var hvasst þar
efra, en vindur tekinn að snú-
ast í vestur. Kjalnesingar
brugðu mjög rösklega við, er
fréttist um. strandið, eins og
fyrr greinir, en formaður slysa-
varnadeildarinnar þar er Gísli
Jónsson í Arnarholti.
— Ófærðin.
Framh. af 1. síðu.
í nótt var slökkviliðið kall-
að suður á Nesveg. Gat það
brotizt þangað í kafófærð og
við illan leik, en á heimleið-
inni sátu bílarnir fastir í fönn
og varð að fá dráttarbíl þeim
til hjálpar. Sem betur fór var
ekki um eldsvoða að ræða,
heldur aðeins um samslátt á
rafmagnslínum.
Ófært í úthverfin.
í morgun mátti heita að ó-
fætt væri bifreiðum til allra
úthverfa bæjarins og sums
staðar í bænum sjálfum. Bif-
reiðastöðvar sendu ekki bíla
nema um miðbæinn og flestir
strætisvagnanna fóru ekki á
vettvang fyrr en seint og síðar
meir. Bílar sátu víðsvegar fast-
ir í sltöflunum frá því í gær-
kveldi eða nótt og orsökuðu
víða umferðatruflanir. M. a.
má geta þess að á níunda tím-
anum í morgun sátu margir
tugir bíla í einni bendu á Miklu
brautinni og komust hvorki
aftur á bak eða áfram.
í Hafnarfirði hafði orðið raf-
magnsbilun og götur voru þar
margar eða jafnvel flestar
tepptar vegna skafla. Fólk sem
var á leið frá Keflavík til Rvík-
ur í áætlunarbíl kom til Hafn-
arfjarðar um fimmleytið ■ í
morgun og fékk að gista á lög-
reglustöðinni það sem eftir var
nætur.
BGRGMAL ♦
Austurbæingur sendir Berg-
máli nokkrar athugasemdir í
sambandi við sparnaðartillögur
„sparnaðarnefndarinnar“:
„Sparnaðarnefndin virðist
hafa unnið störf sín af mikilli
samvizkusemi og er sérstaklega
athyglisvert, að einn nefndar-
maðurinn vill láta lækka sín
eigin laun. Sá hugsunarháttur,
sem ákveður slíkar tillögur er
algengur í Bretlandi ef eitthvað
kreppir að, en hann er því mið-
ur alltof sjaldgæfur hjá okkur.
-X-
Sum af þeim embættum
sem nefndin vill láta leggja
niður eru þannig vaxin, a’ð
flestir munu furða sig á því
að þau skuli nokkurn tíma
hafa orðið til. Sem dæmi rná
nefna gangaverði í skólum.
Eftir því sem mér skilst er
starf þessarra manna fólgið
í því að horfa á skólabörn
ganga út og inn úr skólun-
um og sjá um, að innganga
þeirra og útgauga sé á-
rekstralaus.
Erfitt er fyrir venjulega
dauðlega menn að skilja ágæti
þessa fyrirkomulags. Flestir
myndu ætla að kennararnir
þekktu börnin bezt og því eðli-
legast að þeir sæu um að engin
ólæti yrðu á göngum í stað
manna utan úr bæ, sem vænt-
anlega þekkja börnin sáralítið
og hafa tæpast hlotið éink-mikla
tilsögn í meðferð þeirra eins og
kennararnir og því miður til
þess fallnir.
*
Nú er vitað mál að skólar
bæjarins eru yfirfullir og
þess vegna erfiðara um vik
en ella að lialda uppi eðli-
legum aga. Væri þá ekki
hægt að fela elztu og traust-
ustu nemendunum ganga-
vörsluna ásamt kennurun-
um. Fyrir slíkt starf gætu
nemendurnir fengið eins-
konar heiðurslaun og mætti
það verða þeim keppikefli
að fá starfann bæði vegna
heiðursins, sem honum ætti
að fylgja og auranna, sem
kæmu í aðra hönd.
Þess er getið í gömlum ritum,
að ýmsir elztu skólar heimsins
hefðu ráðið til sín hýðara. Hlut-
verk hýðarans var, að hýða
með priki alla nemendur, sem
kennarar fengu þeim til refs-
ingar.
Gangaverðirnir, sem við höf-
um í barnaskólunum í bænum
eru í augum rnargra leikmanna
álíka óeðlilegir hlekkir í skóla-
starfinu og hýðararnir með
prikin. Kennarar og nemendur
hljóta að geta stjórnað skólun-
um í félagi svo vel sé og ganga-
verðir því með öllu óþarfir.“ —
Gáta dagsins.
Sjö systm- í sæng einni
liggja; engin efst liggur og
engin fremst.
Svar við síðustu gátu:
Úr.