Vísir - 22.01.1952, Blaðsíða 7
Þdiðjudaginn 22. janúar 1952
V I S I R
Jeffrey Farnol:
Heiður og hefnd
■ „Segðu mér heldur íyrst, hvað þú hefir heyrt — og hvar.“
„í stuttu máli er ekki um annað talað. Til dæmis á Lewes-
markaðinum í gær.“
„Hvað sögðu menn?“
„Menn virtust þér andvígir, Sam!“
,,Jæja, kölluðu mig lýðveldissinna, uppreistarmann ' —
kannske svikara?“
„En eg gerðist svo djarfur, að svara að slíkar ásakanir hefðu
ekki við neitt að styðjast.“
„Þeir, sem hæst hafa talað, voru vitanlega herramenn og
einaðir bændur?“
„Rétt til getið, Sam.“
„Það, sem vekur furðu mína er,“ sagði Sam, „hversu þessi
andúð breiðist fljótt út. Hver gæti verið hér að verki? Og
hér er óspart beitt lygum og rógi, það er greinilegt.“
„Já,“ svaraði Ned og kinkaði kolli áhyggjufuílur á svip,
„mér virðist svo, sem hér sé svarinn fjandmaður þinn að
verki.“
„Sennilega, en, hvaða maður getur haft horn 1 síðu minni?“
: í eins brýnni þörf fyrir neitt annað, eins og sakir standa. Hvert
I er áíit þitt, gamli félagi?“
Ned hristi öskuna úr pípu sinni, áhyggjufullur á svip, and-
varpaði og mælti:
„Sam, þegar þú varst sjómaður varstu allaf til í að berjast,
með vopn í hendi eða með berum hnefunum, og enn ertu bar-
dagamaður, þó á annan hátt sé, þótt þú sért auðugui’ aðals-
maður.“
„Nei, nei, þetta er ekki sambærilegt, þá var mér nautn að
því að berjast, — því ei' ekki til að dreifa nú, en, eg finn til
abyrgðar þeirrar, sem á mér hvílir, og vil vera — góður jarl.“
„Því trúi eg mæta vel, Sam, og það ertu líka,“
„En meinið er, að allir aðrir hafa allt aðrar skoðanir á því
en eg, hvernig góður jarl eigi að vera — eg geri hið gagnstæða
við það, sem aðrir menn í minni stétt gera. Og nú verð eg að
taka ákvörðun um, hvort eg á að fara til Lundúna, til þess að
halda áfram baráttunni — leggja til atlögu við andstæðingana."
„Nei, Sam, sigldu fram hjá hættuskerjunum, það er mitt
ráð.“ '
„Það væri auðveldast að gera það,“ sagði Sam brosandi.
„En eins og þú sagðir áðan, Ned, á eg of náðuga daga hér á
landareign minni, — mig vantar starf, verkefni.“
„Jæja, við skulum vona, að þú komist ósár og með heiðri
.úr leiknum — sjálfs þín vegna og vina þinna — og einkanlega
vegna hinnar ágætu konu þinnar.“
„Já, eg verð alltaf að taka tillit til Andromedu.“
„Já, satt var orðið,“ sagði Ned. „Og þarna stendur Kate mín
í dyrunum og bendir okkur að koma. Te, lagsmaður, te!“
„Ekki stendur á mér,“ sagði Sam og spratt á fætur.
Gengu þeir svo í áttina til Kate, sem beið þeirra í dyrunum.
„Grunarðu engan, gamli félagi?“
„Ekki í svip. Eg hefi komizt í kynni við marga menn í
Lundúnum, og kann að hafa móðgað einhvern þeirra, en þó
ekki að yfirlögðu ráði'.“
„En þessi maður, sem þú barðist við — hvað hét hann?“
„Chalmers,“ sagði Sam, hugsi á svip, og tottaði ákaft píp-
una.
„Já, vitanlega,“ sagði Ned og andvarpaði, „það gæti verið
hann. Það er sagt, að hann sé maður, sem einskis svífst. Það
er ekki líklegt, að hann sé búinn að gleyma ósigri sínum
— handleggsstúfurinn minnir hann jafnan á hann. Leikur
þér ekki grunur á, að hann sé hér að verki?“
„Hann mun engu gleymt hafa, nei hann mun aldrei fyrir-
gefa mér, þetta er hégómlegur, hrokafullur fantur, og ekkert
líklegra en að hann standi hér á bak við.“
„En hvar er hann, Sam, hvað varð af honum?“
„Hann hvarf — hamingjan má vita hvað varð af honum.“
„Eg er ekki í vafa um, að hann hyggur á hefndir — en hann
er vafalaust slægur sem refur, — hefir beðið færis.“
„Og ræðan, sem eg flutti færði honum tækifærið upp í hend-
urnar — hún hefir sannarlega komið af stað furðu miklu róti.“
„En af hverju varstu að halda þessa ræðu, Sam, — ekki
hefir það verið tilgangur þinn að óvirða ríkisstjórnina, stjórn-
málaleiðtoga, lög og stófnanir og guð veit hvað.“
„Eg heyri á öllu, að þú hefir lesið ræðuna í Gazette?“
„Eg gerði það — og már brá ónotalega.“
„Engin furða. Þar var hver setning afskræmd að kalla —
allt fæ.rt til verri vegar. Áð vísu réðst eg á ríkisstjórnina og
fór hörðum orðum um óréttlæti og misrétti, sem þjóðin á við
ao búa, og eg krafðist breytinga á hegningarlögunum — ertu
mér ekki sammála um, að endurbæta þurfi hegningarlögin.“
„Nei, alls ekki — lög Englands eru ágæt eins og þau eru.“
„Eg ræddi um login eins og eg taldi, að þau ættu að vera.“
„Og hvaða umbætur á lagasetningunni viltu?“
„Eg vil ekki að auðmannastéttirnar njóti forréttinda vegna
auðs síns. Eg vil, að réttur hins snauða verði viðurkenndur
og virtur. Það má ekki þola það, að sérhver bjálfi sem löngun
hefir til geti keypt sér sæti í parlamentinu. — Lögin verða að
girða fyrir, að nokkur maður svelti. Ekki má setja neinn mann
í skuldafangelsi, ekki hengja neinn mann fyrir þjófnað. Um-
bóta á sviði þjóðfélagsmála er brýn þörf. — England er ekki
II. KAPITULI.
Að þremur dögum liðnum — viðvörun.
Þrír dagar eru liðnir. Yfir þjóðveginum til Lundúna er eins
og rykský á hraðri ferð suður á bóginn. Glöggskyggnum manni
dylst ekki, að þetta er jóreykur, og að þarna er maður á ferð,
sem ríður geist. Þarna er á ferð Harry Standish, maður ró-
lyndur að jafnaði og hægfara, en hann er einkaritari lávarðs-
ins, jarlsins af Wreybourne Feveril, og er maður, sem hefir
mörgu að sinna, sem ekki heyrir beint undir einkastarfið.
Nú er á brattann að sækja í bili, og standish, sem er hesta-
maður og hestavinur, hægir á ferðinni, og lætur fákinn lötra,
þar til komið er á hæðarbrún, en þar eru vegamót, og þar
getur að líta annan reiðmann, sem hefir unmið staðar, sem
stairr framundan, brosir allt í einu og heilsar glaðlega;
„Aha, Sandish, gleður mig að hitta yður. Vafalaust munið
þér eftir mér, —- og þér getið verið viss um, að eg er jafnan
reiðubúinn, ef —“
Markgriefinn er rólegur, eins og slíkum virðingamanni
sæmir, næstum vinsamlegur, en- ef nokkuð skortir á hlýleik-
ann er Standish svarar, er það ef til vill vegna þess, að honum
er heitt, og föt hans rykug og hann ekki í skapi til þess að
ræða við snyrtilega klæddan hermann.
„Twiley markgreifi — eða hvað?“
„Sá er maðurinn," svaraði markgreifinn og hneigir sig bros-
andi. „Það gleður mig, að þér skulið muna eftir mér, sérstak-
lega þar sem eg minnist þess ekki, að fundum okkar hafi borið
saman, síðan Chalmers-Weybourne deilan var á döfinni, með
alkunnum afleiðingum — þesasri furðulegu viðureign, er bar-
izt var með söxum, eins og á víkingaöld. Furðanlegt, að nokkr-
um heilvita manni skyldi geta látið sér detta slíkt í hug nú
á tímum. Eruð þér mér ekki sammála?“
„O-nei, eg er yður ekki sammála,“ sagði Standish og var
nú alveg búinn að jafna sig. „Minnist þess, að Róbert Chal-
mers hafði ekkert að athuga við vopnavalið, og hann ætlaði
sér sannarelga að ganga af andstæðingi sínum dauðum.“
„Vissulega, vissulega ætlaði hann sér það,“ sagði markgreif-
inn kæruleysislega. „Róbert fullvissaði mig um það margsinn-
is, að hann ætlaði sér að vega andstæðing sinn, leggja hann í
hjartastað með saxinu, og sjá hann liggja dauðann við fætur
sér.“ '
9T'
Dylrænar
frásagnir
Framh.
fyrir þessari beiðni sinni og litlí
maðurinn, sem hét Hickey,
taldi ástæðulaust að skilja við
félaga sinn. Rogers tók eftir að
Hickey var með talsverða pen-
inga og óttaðist nú enn meira
að einhver örlagaríkur atburð-
ur mundi gerast. Fortölur hans
höfðu þó engin áhrif. Stærri
maðurinn hét Caulfield. Hann
talaði um fyrir félaga sínum
og leiddi honum fyrir sjónir að
eðlilegast væri að þeir væri
samferða þessa stuttu leið sem
eftir væri. Þeir fóru síðan leiðar
sinnar.
Nokkru síðar um daginn
fannst Hickey myrtur á stað
þeim í hálendinu sem Rogers
hafði séð í draumnum, Fregn-
in um morðið komst brátt til
Portlaw. Rogers og kona hans
fóru þegar á morðstaðinn og
þekktu lík Hickeys. Þau létu
þegar í ljós grun sinn um það
að Caulfield væri morðinginn
og var hann tekinn fastur í
Waterford daginn eftir.
Það kom fram í réttarhöldun-
um, meðal annars, að á leið-
inni til Carrick hafði hann feng
ið lána 'an hest og dreng til að
vísa honum leið til Waterford
því að þar ætlaði hann að taka
sér far með skipi til Nýfundna-
lands. Drengurinn tók eftir að
blóð var á skyrtu hans. Caul-
field gaf drengnum krónu fyr-
ir. að segja ekki frá því. Við
réttarhöldin gaf Rogers ýmsar
upplýsingar varðandi ferðafé-
lagana sem sýndi að hann hafði,
veitt þeim sérstaka athygli.
Hann var að því spurður hvers
vegna hann hefði veitt þeim
slíka athygli og komst hann
því ekki hjá því að segja frá
draumnum. Presturinn, Browne
staðfesti frásögn hans, sem end-
aði á því að kona hans hafði
þunglega ásakað hann fyrir að
lá? .. Hickey fara á braut þótt
1'.. .m væri sannfærður um að :
mikil hætta vofði yfir honum.
Caulfield var dæmdur eftir
líkum. En eftir dóminn gerði
hann játningu sína. Hann hafði
myrt Hickey til fjár.
BEZT AÐ AUGLYSA í VÍSÍ
SWIFTl-Y THE PATRCL '
PASSE5. O 'ROKKE - BREATHES
REUEVEOL-y. "FORA
MINUTE t THOU6HT /
THEY /W.OHT BB: /ff ,
TRAÍUNO US." / / !
'\WE MUST BE
NEAR AN OUTPOSTf
LUKAH CALCULATES,
“IF WE HAD ONE. OF
THOSE ELEPHANTS-'
HE PAUSES AND
CHUCKLES
THOU&HTFULLY. i
"AS r THOU&HT/' LUKAH 1
MURMURS.‘TT IS-THE OUTPOST. ak
TONIGHT, WHEN THEY SLEER WE m
SHALL CLIMB THE STOCKAOE AND TRY
FOR ONE OF THEIR ELEPHANTS/
‘Copnrn5?E3g»r Rtcé fiurrouirh3.Ine.—Tm!Rei.C.Ð,P»t.o<r.
Distr. by Ualted Featuxe Syndlcate, Inc.
Íteíat.v>v
Verðirnir f'óru hratt fram hjá og
O’Rorke andáði léttara, því hann var
óttasleginn.
..Eg hélt eitt andartak, að þeir
myndu verða okkar varir. Þeir gátu
verið að leita okkar.“
„Við hljótum að vera í námunda
við varðstöð," ságði Lukah. „Gætum
við náð einn fílanna.“
„Það fór eins og eg hélt,“ sagði
nú Lukah. Hann hafði komið auga á
varðstöðina.
€. & Sui-reugkit
1046